Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 11 DV Menning Trúverðug og ögrandi Jónas Sen, formaður dómnefndar um tónlist, sagði að tónlistarlífið hefði verið fjörugt á árinu 1999 en athyglisverðustu tónleikar ársins hetðu að mati nefndarinnar verið i Hallgrímskirkju þegar orgelkonsert Jóns Leifs var frumfluttur á íslandi fyrir tæpu ári af Bimi Steinari Sólbergs- syni og Sinfóníuhljómsveit íslands. Jón samdi orgelkonsertinn snemma á öld- inni og var hann frumfluttur á erlendri grund. Er hann var leikinn í annað sinn skömmu síð- ar var hann rakkaður niður og lá eftir það í gleymsku í fjölmörg ár. „Orgelkonsert Jóns er bæði fyrsti íslenski einleikskonsertinn og um leið eitt erflðasta verk sem hefur verið samið fyrir þetta hljóð- færi,“ sagði Jónas Sen. „Sumt sem einleikarinn þarf að gera flokkast undir hrein áhættuatriði, en Bjöm Steinar leysti það vel og nákvæmlega af hendi. Auk þess var túlkunin svo kynngi- mögnuð að þegar mest gekk á var nánast eins og maður væri vitni að ógnarlegum náttúm- hamförum." Sagði Jónas að krafturinn í flutningnum hefði verið svo gifurlegur að vatnspípa á karlaklósettinu hafl gefið sig sig, og í hléinu á eftir hafl uppnumdir áheyrendumir gengið á vatni: „Ég held að allir geti verið mér sammála um það að orgelleik- ari sem gjörir slíkt kraftaverk eigi svo sannar- lega Menningar- verðlaun DV skil- ið.“ Með Jónasi í nefndinni sátu Bergljót Anna Haraldsdóttir og Hávarður Tryggvason. Áhrifamikil Þórunn Valdimarsdóttir vaggaði verðlaunagripnum eins og ungbarni. „Verðlaunabókin Stúlka með fingur er fjórða skáldsaga Þór- unnar Valdimarsdótt- ur,“ sagði Ármann Jak- obsson, formaður dóm- nefndar um bókmennt- ir, „en Þórunn var löngu orðin þjóðkunn af sagnfræðiritum sín- um áður en fyrstu skáldverk hennar tóku að birtast. í Stúlku með fingur fléttast saman skáldskapur og sagn- fræði og sagan hefur ekki síst gildi sem táknsaga um sagnfræði því einum þræði snýst hún um sannleikann og lygina og eðli allrar sögu og sagnfræði." Hún segir ævisögu Unnar Jónsdóttur, ungrar alþýðustúlku úr höfuðstað íslands. Sú ævisaga reynist hins vegar vera lygi og hið sama á við um uppreisn Unnar gegn stað sínum í samfélaginu. „Unnur virðist í fyrstu í stríði við stéttaskipt- ingu staðnaðs samfélags. í raun snýst þó taflið um sjálfa siðmenning- una - hvort maðurinn sé og eigi að vera skepna eða ekki.“ Ármann benti á að Stúlka með fingur væri saga um ástir og afbrot og um leið væri hún saga íslensks samfélags frá sjónarhorni ein- staklings. „Öðrum þræði er hún tilvistarleg en tilvist mannsins er þar i flóknu samspili við aðstæður hans og uppeldi. Þetta er flókin og margþætt saga sem fjallar bæði um fortíð og nútið, ísland og önnur lönd, karla og kon- ur, sögur og veruleika. Hún er rituð í tærum og kraftmiklum stíl, persónur hennar eru sannfærandi og eftirminnilegar og sagan er raunsæ á sérstakan hátt, með því að draga ný- stárlega mynd af því samfélagi sem lýst er, mynd sem er jafntrúverðug og hún er ögrandi." Með Ármanni sátu í dómnefnd Kristín Ómarsdóttir og Geir Svansson. samstæða Gestir Menningarverðlauna- hátíðar DV fengu hugvekju um ábyrgð mannsins á náttúrunni frá formanni dómnefndar um byggingarlist, dr. Magga Jóns- syni. „Mannvirki sem skaða samræmi þess sem er og eru ómstríð í vitund okkar eru auðfundin,“ sagði hann meðal annars. „Vanhugsaðar fram- kvæmdir eru í raun ekki af- rakstur eiginleika mannshug- ans heldur vannotkunar þess- ara eiginleika.“ Formálinn var til þess ætl- aður að draga athyglina að því að verðlaunabyggingin sýndi náttúrunni tilhlýðilega virð- ingu - þvi „lélegir smiðir eyði- leggja stundum efni en í hönd- um meistaranna verða dýr- gripirnir til“. Að mati dóm- nefndar hefur þjónustuhúsið við Bláa lónið, eftir Sigriði Sig- þórsdóttur arkitekt og félaga hennar á Vinnustofu arki- tekta, tekist með sérstökum ágætum. „Mikilúðleg náttúna og manngert umhverfi mætast þannig að úr verður áhrifa- mikil samstæða óbeislaðrar náttúru og bygginga sem mót- aðar eru eftir hugsaðri skipan og reglum. Form hússins er einfalt en öflugt. Rými eru skýrt mótuð, stór, björt og hlý- leg. Stórir gler- og rimlafletir mynda skil milli höfuðrýmis- ins og lónsins með mjög áhrifa- miklum en þó á sinn hátt óræðum hætti. Efnisval er hnitmiðað, með sérstakri áherslu á þær breytingar sem hið sérstæða umhverfi, jarðhit- inn og veðrun mun valda á út- liti þegar tímar liða. Sérstök árvekni og gætni við vanda- sama framkvæmd í viðkvæmu, villtu umhverfi hefur tekist mjög vel og á sérstakt lof skil- ið.“ Með dr. Magga í dómnefnd sátu Guðmundur Jónsson og Júlíana Gottskálksdóttir. Ragna Róbertsdóttir tekur viö verðiaunum fyrir túlkun sína á eld- fjattinu Kötlu. Framúrstefnu- Huglægi þátturinn leg naumhyggj a vegur þungt Dr. Maggi réttir Sigríði Sigþórsdóttur verðlaunagripinn með ham- ingjuóskum. „Undanfarin ár hafa is- lenskir fatahönnuðir fyllst bjartsýni," sagði Torfi Jóns- son, formaður dómnefndar um listhönnun, „því mikill kraftur hefur færst í hönnun fatnaðar og staðgóð kunnátta hefur verið góður bakhjarl fyrir þessa framsókn." Eitt þeirra fyrirtækja sem tekið hefur verið eftir bæði hér heima og erlendis er CRYLAB. Tískufatnaður þess ber heitið SVO og benda allar líkur til þess að við eigum eft- ir að heyra miklu meira af honum á næstu mánuðum og árum. „Stíliinn einkennist af lát- lausum, nánast mínimalísk- um formum með sérkennandi smáatriðum," sagði Torfi, „og minnir formið stundum á japönsk origami-áhrif. Það kemur því ekki á óvart að stórt tískutimarit í Japan skuli hafa boðið CRYLAB að sýna þar í landi." Torfi nefndi síðan leiðandi hönnuð fyrirtækisins, Lindu B. Árnadóttur, sem menning- arverðlaunahafa ársins í list- hönnun, og bætti við: „Fatn- aðurinn er einfaldur, fylgir naumhyggju og er mjög fram- úrstefnulegur. Ýmsar skemmtilegar lausnir felast í atriðum eins og hálsmáli og kraga sem taka á sig heild- stæða mynd.“ Með Torfa í nefhdinni sátu Eyjólfur Pálsson og Baldur J. Baidursson. Dómnefnd um myndlist átti erfitt með að verða sammála um tilnefningar en var einróma þeg- ar kom að vali Rögnu Róberts- dóttur sem menningarverð- launahafa fyrir sýninguna Kötlu á Kjarvalsstöðum. Sú sýning var hin eina sem Ragna hélt hér á landi en hún var á ferð og flugi um heiminn allt árið. „Hún fór níu ferðir til sex landa á árinu 1999,“ sagði Áslaug Thorlacius, formaður dóm- Linda B. Árnadóttir tekur við verðlaunum úr hendi Torfa Jóns- sonar. nefndar um myndlist, „hélt eina einkasýningu og tók þátt í sex samsýningum og tveimur mynd- listarráðstefnum svo að sýning- in hér heima var aðeins toppur- inn á ísjakanum.“ Að mati dómnefndar var verkið Katla áhrifamikil lands- lagsmynd þótt óhefðbundin væri, samansett úr fjórum svo til einlitum ferhyrndum flötum. „Umfang verksins var þvílíkt að erfitt var að finna sjónarhorn þaðan sem hægt var að sjá það í heild sinni,“ sagði Áslaug. „En það er einmitt styrkur Rögnu sem listamanns hve sterkt verk hennar höfða til ímyndun- araflsins. Þau ná einhvern veg- inn að kalla fram þá mynd sem áhorfandinn geymir innra með sér. Vegna þess hve þungt hinn huglægi þáttur vegur þolir verk- ið íjarlægðina jafn vel og ná- lægðina og er eiginlega ekki síð- ur áhrifaríkt þegar um það er hugsað hér og nú, rúmum tveimur mánuðum eftir að það var tekið niður.“ Með Áslaugu í dómnefnd sátu Aðalsteinn Ingólfsson og Georg Guðni Hauksson. Björn Steinar Sólbergsson kraftaverkamaður tekur við verðlaunum úr hendi Jónasar Sen. Ógnarlegar nátt- úruhamfarir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.