Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 Viðskipti Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 747 m.kr. ... Mest með hlutabréf, 431 m.kr. ... Langmest viðskipti með FBA,190 m.kr., og lækkuðu bréfin um 6,24% ... Þróunarfélag íslands hækkaði mest, 7,23%, og SR-mjöl og Skýrr um 6% ... Fiskiðjusam- lag Húsavíkur lækkaði um 4,12% ... Vinnslustöðin lækkaði um 3,51% ... Össur lækkaði um 2,91% ... Hagnaður Búnaðar- bankans 1,7 milljarðar - metafkoma í samræmi við væntingar 18% arðgreiðsla FBA skýrir um þriðjung lækkunar Vegna hins miMa arðs sem greidd- ur var hluthöfum FBA eftir aðaiftmd í gær er eðlilegt að gengi bréfanna lækki eins og gerst hefur i dag. Eðli- leg lækkun, m.v. að gengi FBA í gær var 4,65 og 18% arður var greiddur út, er samkvæmt útreikningum Við- skiptablaðsins 3,8%. Ástæðan er sú að arðgreiðsla lækkar markaðsvirði fé- lagsins. Hins vegar hafa bréfln lækk- að um 9,68% og því er raunveruleg lækkun á bréfúmun í dag rúm 6%. VÞÍ sektar Methagnaður varð af rekstri Bún- aðarbankans á árinu 1999. Hagnaður fyrir skatta nam 1.704 m.kr., en að teknu tiiliti til reiknaðra skatta var hagnaður 1.221 m.kr. Afkoma Búnað- arbankans er í samræmi við þær spár sem markaðsaðilar hafa birt í Viðskiptablaöinu. Þar var að meðaltali gert ráð fyrir 1.661 milljóna króna hagnaði fyrir skatta en 1.303 miiljóna króna hagn- aði eftir skatt. Reiknaðir skattar Búnaðarbankans á nýliðnu ári voru voru 483 m.kr. í frétt frá Búnaðar- bankanum kemur fram að fullir skattar eru reiknaðir á bankann þar sem ávallt hefur verið hagnaður af rekstri hans og ekki er um að ræða uppsafnað tap frá fyrri árum, sem kemur til frádráttar. Árið 1998 var hagnaður af reglulegri starfsemi fyr- ir skatta 876 m.kr., en 649 m.kr. eftir skatta. Aukning hagnaðar fyrir skatta milli ára var því 95%. 28% raunarösemi eigin fjár Raunarðsemi eigin íjár var 28%, en 20% að teknu tilliti til reiknaðs tekju- og eignarskatts og hefur hún aldrei verið hærri í sögu bankans. Þessi rekstramiðurstaða endurspegl- ar traustan rekstur bankans. Góða afkomu ársins má fyrst og fremst rekja til aukinna umsvifa og hag- stæðra ytri skilyrða. Niðurstöðutala efliahagsreiknings var 117,7 milljarðar, en var 88,5 millj- arðar í árslok 1998. Þetta er 33% stækkun og hefur heildaríjármagn bankans þá aukist um 117% á síð- ustu þremur árum, eða um 63,5 millj- arða. Útlán í árslok 1999 voru 81 milljarður og hækkuðu um 16,6 millj- arða á árinu. Hlutfallslega varð mesta aukningin í erlendum endur- lánum til fyrirtækja. Mikil aukning erlendra endurlána endurspeglar þann mikla mun sem er á milli inn- lendra og erlendra vaxta. Áhersla á Internetiö Með aukinni tæknivæð- ingu, framþróun á fjármála- markaði og í íslensku at- vinnulífi almennt er starf- semi bankans að breytast. Almenn bankaviðskipti eru að færast yflr á Netið og hvers konar sjáifvirkni og sjálfsafgreiðsla eykst hröð- um skrefum. Samhliða þessu er áherslan í starf- semi útibúa að færast yflr í alhliða fjármálaráðgjöf. Vægi verðbréfaviöskipta og yflrgripsmikilla lánasamn- inga við fyrirtæki vex og breytingar á starfsemi Bún- aðarbankans hafa einkennst af þessu. Megináherslan hef- ur verið lögð á að byggja upp sterk verðbréfa- og fyr- irtækjasvið innan bankans, jafnframt því að laga starfsemi úti- búa og einstaklingsþjónustu að þess- mn breytingum. Á aðalfundi mun bankaráð gera tillögu um að greiddur verði 410 m.kr. arður, eða sem nemur 10% af nafnverði hlutafjár. Hluthafar í bankanum eru nú 33.300. Veröbréfastofuna Stjórn Verð- bréfaþings ís- lands hf. ákvað á fúndi sínum 17. febrúar að beita Verðbréfastof- una hf. févíti að fjárhæð 500 þús. kr. fyrir að hafa brotið reglur um flöggun með því að láta hjá líða að til- kynna til þingsins um kaup sín á meira en 5% hlutafiár í Lyfjaverslun íslands hf. Landsbankinn verðmætasti banki landsins á ný Verulegar sviptingar voru í gær á markaðsvirði bankanna flögurra sem skráðir eru á Verðbréfaþing síðustu daga. Eftir lækkun á gengi hlutabréfa FBA í dag er Landsbankinn nú verð- mætasti banki landsins. Markaðs- verðmæti Landsbankans er nú 31,0 milljarður króna, næstverðmætastur er FBA sem er 28,6 milljarða virði, þá íslandsbanki sem er 25,8 milljarða virði og Qórði verðmætasti bankinn er Búnaðarbankinn en hann er 24,6 milljarðar að markaðsvirði. Kaupþing opnar skrifstofu í Færeyjum Kaupþing hf. opnar 1. mars næst- komandi skrifstofu í Þórshöfn í Færeyjum, að því er fram kom á blaðamannafundi sem haldinn var í gær á Hótel Færeyjum. Bankinn hefur ákveðiö að hefja starfsemi í Færeyjum og ráðið sem forstöðu- mann Peter Holm sem verið hefur framkvæmdastjóri fjárhagssviðs Færeyjabanka. Jan Otto Holm, sem verið hefur fjármálastjóri Trygg- ingafélags Færeyja, hefur einnig verið ráðinn til Kaupþings í Fær- eyjum. Kaupþing hyggst taka virk- an þátt í þróun fjármagnsmarkaðar og fyrirsjáanlegri einkavæðingu á eyjunum. í Færeyjum mun Kaupþing leggja aðaláherslu á eignastýringu fyrir stofnanafjárfesta, rekstur verð- bréfasjóða, verðbréfa- og afleiðuvið- skipti með hvort tveggja færeysk og alþjóðlegt bréf, þátttöku og forystu í fyrirsjáanlegri einkavæðingu opin- berra fyrirtækja í Færeyjum og þátttöku í stofnun og þróun hluta- bréfamarkaðar í Færeyjum. Einnig hyggst Kaupþing verða með fjár- málaþjónustu við fyrirtæki, svo sem verðmat og sölu fyrirtækja eða hluta þeirra, samruna og fyrir- tækjakaup og ráðgjöf um fyrir- tækjaþróun. Að dómi Kaupþings er um þessar mundir rétti tíminn til þess að hefja fjármálaþjónustu í Færeyjum þar sem saman fara bjartsýni og góðar efnahagsaðstæð- ur. Fjármagnsmarkaður er lítt þró- aður í Færeyjum en mikil spum er eftir aukinni fjármálaþjónustu, auk þess sem vænta má að einkavæðing opinberra fyrirtækja verði á döf- inni innan skamms. Mörg tækifæri munu því gefast til þess að efla fær- eyskan fjármagnsmarkað á næstu Greenspan viil minni hagvöxt Alan Greenspan, seðiabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í vitnisburði sínum fyrir Bandaríkja- þingi í fyrradag að ekki væri mögulegt að viðhalda jafti- miklum hagvexti og mældist í Bandaríkjunum á seinni hluta ársins 1999. Hag- vöxtur mældist þá um 6% á ársgrund- velli. Greenspan sagði að aukin spenna á vinnumarkaði og mikill við- skiptahalli kölluðu á heldur lægri hagvöxt. Greenspan sagðist hins veg- ar ekki sjá nein merki um aukna verðbólgu ef frá er talin hækkun ohu- og hrávöruverðs. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Uppspretta skráð í kaup- höllinni í Lúxemborg - fyrst félaga í meirihlutaeigu íslendinga FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1982- l.fl. 1983- l.fl. 1985-2.fl.B 01.03.00-01.03.01 01.03.00-01.03.01 10.03.00- 10.09.00 kr. 222.310,20 kr. 129.162,40 kr. 31.057,30** ÍÍIÍU 1!ll ÍJAjMtlTIKCÁ*** ATVINNULlMltt* * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. ** Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 25. febrúar 2000 SEÐLABANKIÍSLANDS Kauphöllin í Lúxemborg (LuxSE) hefur samþykkt að skrá hlutabréf Upp- spretta Icelandic Capital Venture S.A. Með skráningu félagsins er brotið blað í flármálasögu íslands því aldrei áður hefur hlutafé- lag f meirihlutaeigu íslend- inga fengið skráningu í er- lendri kauphöll. Fram kemur í frétt frá Kaupþingi að ski'áningin marki einnig tímamót að öðru leyti því þetta er í fyrsta sinn sem flármálafyrirtæki í eigu íslendinga sér um skráningu hlutafélags i erlendri kauphöll en það var Kaupthing Lux- embourg S.A. sem hafði umsjón með skráningunni. Lagt hefúr verið í tölu- verða undirbúningsvinnu vegna þessa undanfama mánuði. Viðræður við Verðbréfaþingið í Lúxemborg hófúst í júní á síðasta ári. Skráningarlýsing var send þinginu um áramótin. Sóst var eftir því að skrá Uppsprettu á Verðbréfaþingið í Lúxemborg til að stuðla að betri verðmyndun með bréf jy félagsins, auðvelda viðskipti og bæta upplýsingagjöf og aðstöðu hluthafa. Skráningin opnar einnig farveg fyrir almenning til að flárfesta óbeint í þeim nýsköpunarfyrirtækjum sem Uppspretta Icelandic Capital Venture S.A. hefúr flárfest í, en um leið að njóta þeirrar áhættudreif- ingar sem felst í safhi verð- bréfa félagsins og þeirri vinnu sem unnin er af hálfú þess. Öll umsýsla Uppsprettu Icelandic Capital Venture S.A. fer fram hjá Kaupthing Luxembourg S.A. en félagið hefúr jafnframt gert flárfestingarráð- gjafarsamning við Kaupþing hf. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Hilmar Þór Kristinsson, starfsmaður Kaupþings hf. Uppspretta er áhættusækið flárfest- ingarfélag sem stofhað var fyrir einu og hálfu ári. Það hefúr flárfest í tólf óskráðum hlutafélögum, m.a. i deCODE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.