Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Blaðsíða 20
>
24
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
>
Sviðsljós
Latínukynbomban, leikkonan og söngkonan Jennifer Lopez vakti óskipta athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni í
fyrrakvöld í þessum fallega búningi. Jennifer var bæöi kynnir á hátíðinni og tilnefnd til verðlauna. Ekki minni athygli
vakti aö rapparabófinn Puffy Combs, kærastinn hennar, fyrrverandi héldu sumir, var á staðnum.
Alicia elskar ei
Kenna Branagh
Við skulum fá eitt á hreint.
Ameríska ungstimið elskar ekki
breska sjálfhverfinginn Kenneth
Branagh, stórleikara og leik-
stjóra. „Nei, við erum ekki sam-
an,“ segir leikkonan um orðróm-
inn sem er á kreiki um heims-
byggðina gjörvalla. „En mér
fannst æðislegt að vinna með
honum og ég á þá ósk heitasta að
fá að vera með í næstu mynd
hans líka.“
í viðtali við hið norska VG
segir stúlkan annars að þrennt
sé í heimi hér sem hún bara þoli
ekki, og í þessari röð: Dýradráp,
búðaráp og slúðurpressuna. „Ég
þoli bara ekki að fara í búðir,“
segir Alicia. í ofanálag hefur
hún ekki látið neitt úr dýrarík-
inu inn fyrir sínar mjúku varir í
tvö ár. Meira að segja hundarnir
hennar eru grænmetisætur.
Mikka dreymir
um að fá dóttur
Michael Douglas vonar heitt
og innilega að unnusta hans, hin
hrafnhærða Catherine Zeta Jo-
nes, muni ala honum dóttur síð-
sumars. Katazeta er komin fjóra
mánuði á leið.
„Það væri indælt að eignast
stúlku," hefur breska æsiblaðið
Sun eftir Michael sem á tvítugan
son með fyrrum eiginkonu sinni.
Ekki upplýsti Mikki hvar
kærastan ætlaði að eiga barnið.
Sjálfsagt gera Bretar sér vonir
um að það verði á Bretlandi þar
sem Katazeta er frá Wales. Bam-
ið fær þó velskt nafn.
Umsjónarmaður efnis: Njáll Gunnlaugsson s. 550 5723, njall@ff.is
Umsjónarmaður auglýsinga: Selma Rut Magnúsdóttir, s. 550 5720, srm@ff.is
Santana jafnaði
met Jacksons
Hið fomkveðna átti svo sann-
arlega við á Grammy-verðlauna-
hátíðinni á miðvikudagskvöld
þegar gamli latínórokkarinn
Carlos Santana kom, sá og sigr-
aði. Gamlinginn fór heim með
hvorki meira né minna en átta
verðlaun og jafnaði þar með met-
ið sem Michael Jackson setti ár-
ið 1983. Verðlaunin fékk Santana
fyrir plötuna sína Supematural
sem sló mörg met.
Meðal annarra frægra og gam-
alla sem fengu verðlaun voru
Bretarnir Elton John og Sting.
Nýliði ársins var Christina
Aguilera.
Fergie hvatti
Andrés til dáða
Andrés prins á Englandi er
lukkunnar pamfill. Ekki einasta
býr hann und-
ir sama þaki
og eiginkona
hans fyrrver-
andi, heldur
var þessi sama
fyrrum, engin
önnur en
Fergie eld-
hærða, aðaihvatakonan að því
að hann gerði hosur sínar græn-
ar fyrir amerískri ljóshærðri fyr-
irsætu, Playboy- og wonderbra-
stúlku. Sú heitir Caprice Bo-
urret og hefur meðal annars það
sér til frægðar unnið að hafa ver-
ið ástkona hrukkurokkarans
Rods Stewarts um skeið og tala
mikið í farsima áður en þeir
urðu til, eða svo gott sem.
8. mars fylgir DV veglegt blað um Formúlu 1 keppnistímabilið
sem er þá í þann mund að hefjast.
Fjallað verður um öll keppnisliðin og ökumenn þeirra,
Astralíukeppnina 12. mars, Formúlu 1 tölvuleiki og margt fleira.