Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 Menning DV Stinglax og risakóngulær Veislugestir gleðjast með Thor Vilhjálmssyni. DV-myndir ÞÖK „Elsta dóttir mín fæddist sama ár og Menningarverðlaun DV voru veitt í fyrsta sinn,“ sagði Aðalsteinn Ingólfsson, hugmyndasmiður og umsjónarmaður verðlaunanna frá upphafi, i ávarpi sinu eftir máls- verðinn, stinglax í forrétt og þorsk með hrognum og lifur í aðalrétt. Hann sagðist ekki síður eiga erfitt með að sleppa hendinni af verðlaun- unum en bömunum sínum eftir að þau færu að lifa sjálfstæðu lífi. „Og það sem er ekki síst ánægjulegt þeg- ar litið er til þess hvernig þessi menningarverðlaun hafa þróast er hve mjög þau eru farin að lifa sjálf- stæðu lífi í menningarsamfélaginu.“ Hann fagnaði því síðan að dóm- nefndir hefðu borið gæfu til að snið- ganga troðnar slóðir í vali sínu á verðlaunahöfum, það gerði þennan árvissa atburð ennþá meira gleði- efni. Eftir ávarp Aðalsteins stigu for- menn dómnefnda fram, hver á fætur öðrum, og kölluðu upp sína verð- launahafa eins og sjá má nánar hér á opnunni. Tveir verðlaunahafar þökkuðu sérstaklega fyrir sig með ávarpi, Friðrik Þór Friðriksson og Björn Steinar Sólbergsson, sem til- einkaði konu sinni verðlaunin. Það hafði verið hennar hugmynd að hann reyndi sig við orgelkonsert Jóns Leifs og hann var henni vissu- lega þakklátur fyrir hvatninguna, en konsertinn hafði verið alveg eins hrikalega erfiður og haldið hefði verið fram. Jónas Kristjánsson ritstjóri „leysti gestaþrautina um það hvað hafði verið á diskunum," eins og Thor Vilhjálmsson orðaði það í sinni tölu, og sagði svo söguna af því þegar hann leitaði uppi merki- legan veitingastað á afskekktum stað i Feneyjum sem hann hafði frétt um. Þar hafði hann setið á næsta borði við tvo bisnessmenn sem voru að tína upp í sig risa- kóngulær. Jónas velti fyrir sér hvort hann ætti að taka þessu hetju- lega og syngja „ísland ögrum skor- ið“ en lét þess í stað líða yfir sig! Þjónustufólk stumraði yfir honum og studdi hann svo út en seinna komst hann að því að það sem á borðum bisnelssmannanna var höfðu verið sjaldgæfir krabbar sem aðeins veiðast einu sinni á ári. Aldrei sagðist Jónas hafa séð eftir öðru eins og að hafa ekki gripið tækifærið til að borða virkilega sér- kennilegan rétt! Lokaorð átti að venju vemdari samkomunnar, Thor Vilhjálmsson, sem fagnaði vali verðlaunahafa. Þeir taka á myndunum viö fallegum verðlaunagripum Guðnýjar Haf- steinsdóttur leirlistakonu. Aðeins þeir allra bestu „Þegar Þjóðleikhúsið réðst í það stórvirki á síðasta ári að setja á svið leikgerö Sjálfstæðs fólks í tvíeinu formi var ljóst að aöeins það besta væri nógu gott til þess að verkefni af slíkri stærðargráðu mætti lukkast," sagði Auður Eydal, formaður dóm- nefndar um leiklist," og ef til vill segja tilnefningar leiklistarnefndar meira en mörg orð um það að metn- aður og stórhugur skilaöi í þessu til- felli glæstum árangri. Svo fór að •bæði hlutu tilnefningu fyrri hluti Sjálfstæðs fólks - Bjartur, landnáms- maður íslands - og sá leikari, sem lék titilhlutverkið þar, verðlaunahaf- inn okkar hér í dag Ingvar E. Sig- urðsson." Auður minnti á söguna af stúlkunni sem var spurð hvað henni hefði nú fundist best í nýútkominni ljóðabók, og svaraði „Mér fannst öll bókin best!“ „Ég ætla nú ekki að fara að segja að mér finnist hann Ingvar allur bestur,“ sagði Auður. „En hitt get ég sagt að á ferli sem ekki er langur i árum en spannar ótrúlegan fjölda ólíkra verkefna hefur hann einhvern veginn alltaf verið að leika sitt besta hlutverk. í hlutverki Bjarts birtist hann áhorfandanum nánast sem náttúruafl. Hann túlkar þennan tákngerving þrjóskunnar á næstum ofurmannlegan hátt. Bjartur brýst úr fjötrum, hann krefst réttar síns og hikar ekki við að bjóða sjálfu land- inu og skapanornunum birginn. Leikur Ingvars er þaulunninn í tær- um einfaldleik sinum, líkamstjáning- in öguð og hann samsamast persón- unni fullkomlega. Slíkt afreka ekki nema hinir allra bestu.“ Með Auði sátu í dómnefnd Gerður Kristný og Andrés Sigurvinsson. Ingvar E. Sigurðsson fékk verðlaunin fyrir túlkun sína á Bjarti, tákngervingi þrjóskunnar. Friðrik Þór Friðriksson var ekki að taka við Menningarverðlaunum DV í fyrsta sinn. Gefur von um bjartari tíð „Þegar litið er yfir síðasta ár þá verður það að teljast merkilegt í ís- lenskri kvikmyndagerð, sérstak- lega síðari hluti ársins þegar þrjár dýrar og metnaðarfullar kvik- myndir voru frumsýndar nánast hver á eftir annarri,“ sagði Hilmar Karlsson, formaður dómnefndar um kvikmyndalist. „Varð sumum á orði að vorið margfræga væri lið- ið og sólin farin að hækka á lofti.“ Minnti hann líka á að á morgun eru einmitt liðin tuttugu ár síðan myndin Land og synir var frum- sýnd en við hana hefur „vorið“ oft verið miðað. Nefndin varð einhuga um að verðlauna Engla alheimsins undir stjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar sem þaö besta í íslenskum kvik- myndum á síðasta ári. „Þessi kvik- mynd hlýtur aö vekja vonir um bjartari tíð því hún sameinar það sem alla sem við kvikmyndir starfa dreymir um en fáum auðn- ast: mikil gæði kvikmyndalega séð og hylli almennings. Kvikmyndin Englar alheimsins hefur ekki síður en skáldsagan, sem hún er gerð eft- ir, snert þjóðina. Samstarf þeirra Friðriks Þórs Friðrikssonar og Einars Más Guðmundssonar, sem hófst á svo eftirminnilegan hátt með Börnum náttúrunnar, skilar sér með miklum ágætum í Englum alheimsins, kvikmynd sem sam- einar þá kosti sem góð kvikmynd þarf að hafa, gott handrit, styrka leikstjórn, frábæran leik, góða kvikmyndatöku og klippingu.“ Með Hilmari í nefndinni sátu Ásgrímur Sverrisson og Baldur Hjaltason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.