Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 7 DV Fréttir Búnaðarbankinn keypti lúxussnekkju á 16 milljónir króna en seldi á 7,5: Bankasnekkja á hálfvirði - seld mági Sólons Sigurðssonar bankastjóra Sólon Sigurðsson og Jón Adolf Guðjónsson, bankastjórar Búnað- arbankans, seldu mági Sólons lystisnekkju úr eigu bankans á hálfvirði i fyrra, miðað við þá upp- hæð sem bankinn hafði greitt fyr- ir snekkjuna aðeins ári fyrr. Um er að ræða 40 feta lúxuskútu, Nanný Reykjavík, sem verið hef- ur á Mallorca frá þeim árum að hún var í eigu fjögurra íslendinga sem misstu snekkjuna frá sér á uppboði rétt fyrir jól árið 1994. í hinni rúm- góðu Nanný eru íburðarmiklar og glæsilegar innréttingar; leður- áklæði á húsgögnum og þar fram eftir götunum. Svefnpláss er fyrir sex og er þá ákaflega rúmt um mannskapinn að sögn kunnugra. Brösuglega hafði gengið hjá þessum fyrri eigendum að fjár- magna og reka skútuna og voru eignarhlutar þriggja þeirra slegnir Búnaðarbankanum á uppboðinu 1994 á samtals 600 þúsund krónur. í ágúst 1995 keypti Búnaðarbank- inn síðan fjórðungshlut fjóröa eig- andans á tvær miUjónir króna og átti bankinn þá snekkjuna óskipta. Eignaöist snekkjuna tvisvar En Búnaðarbankanum tókst fljótlega að selja Nanný til eins þremenningana sem áður höfðu misst hlut sinn í snekkjunni á uppboðinu í desember 1994. Krist- inn Pétursson á Bakkafirði keypti þá skútuna á 15 milljónir króna og tók að sér að greiða uppsafnaðar skuldir við hafnaryfirvöld á Mall- orca. Kristinn fékk 10 miiljóna króna lán til kaupanna frá Búnað- arbankanum á 6% ársvöxtum auk verðbóta og skyldi lánið greiðast í einu lagi ári síðar. Til tryggingar láninu tók bankinn veð í snekkj- unni sjálfri og svo fór að Nanný var komin á hendur bankans aftur tveimur og háifu ári síðar, i júní 1998, en þá hafði 10 miiijóna króna lán Kristins hlaðið á sig vöxtum og stóð i rúmum 14 miUjónum króna. Að auki var skuldin við hafnaryfirvöld á Spáni orðin ail- mikil, eða tæpar tvær milljónir króna. Þegar bankinn leysti Nanný aftur til sín var samið um að kaupverðið væri áður nefndar skuldir, samtals . 16 milljónir króna, og þar með var Kristinn Pétursson laus mála að nýju. Frá Bakkafirði til Bíldudals Eftir að þessi kaup fóru fram liðu 14 mánuðir þar til Búnaðar- bcmkanum tókst aftur að selja lúxussnekkjuna. Það var í ágúst síðastliðnum. Að þessu sinni var kaupandinn einkahlutafélagið Pilot á Bíldudal en eigandi þess er Snæbjörn Ámason, skipstjóri á Bíldudal, bróðir eiginkonu Sólons Sigurðssonar bankastjóra. Kaup- verðið var 7,5 milljónir króna og þar af fékk Pilot fimm milljónir króna að láni hjá bankanum á 6% vöxtum að viðbættri verðtrygg- ingu gegn ótilgreindu veði. Kristinn Pétursson, sem DV leitaði til sem þess manns sem þekkir Nanný hvað best, telur söluverðið til Snæbjörns eðlilegt enda falli bátar yfirleitt hratt í verði og þótt vel hafi farið um skútuna á Mallorca séu alltaf viss- ir áhættuþættir tengdir tímans tönn, svo sem tæring, sem taka þurfi tillit til þegar verðmæti báta er metið. Nanný var ekki auglýst til sölu hér á landi en sett á söluskrá hjá skipamiðlara á Mallorca að sögn Ársæls Hafsteinssonar, yfir- manns lögfræðideildar Búnaðar- bankans. Ársæll segir það ekki hafa þjónað tilgangi að auglýsa skútuna hér heima heldur hafi verið reynt að selja Nanný á þeim skútumarkaði sem er langstærst- ur í Evrópu, einmitt á Mallorca. „Það var væniegra að auglýsa skútuna á markaði fyrir tugmillj- ónir manna heldur en hér heima fyrir einhverja þrjá eða fjóra sem heföu hugsanlega áhuga. Reyndar er það þannig í þessum skútu- heimi að þeir menn hér heima, sem eru á annað borð að spá í skútur, vissu um þetta,“ segir hann. Frétti af Nanný frá miðlara „Skútan var á skrá í marga mánuði hjá stórum skútusala á Mallorca þar til hún seldist í seinna skiptið. Virði skútu, sem hefur staðið upp á landi í mörg ár, Sólon Sigurðsson bankastjóri. BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 21. gr. sbr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Breytingin felst í því að athafnasvæði á Hádegismóum stækkar um 2,3 ha til suðurs inn á svæði sem er skilgreint sem almennt útivistarsvæði. Jafnframt er auglýst deiliskipulag athafnasvæðis í Hádegismóum. Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags- og Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 25. febrúar til 24. mars 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en 7. apríl 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir. Nanný Reykjavík var mynduð fyrir sjósetninguna í heimahöfn í Reykjavík árið 1989. er mjög afstætt og miðað við allt og allt held ég að menn hafi verið sæmilega sáttir við söluna,“ segir Ársæll sem ekki vill upplýsa hver það var sem keypti Nanný né hvert söluverðið var en segir að- spurður að kaupandinn hafi frétt af því að skútan væri til sölu - í gegn um spænska miðlarann áður- nefnda. Um þessar mundir munu um fimm skútur í eigu íslendinga og af svipaðri stærð og Nanný vera vistaðar á Mallorca. Ársæll telur að Búnaðarbank- inn muni ekki eignast Nanný Reykjavik í þriðja skiptið: „Ég held að við höfum selt skútuna góðum og traustum aðila og þurf- um vonandi ekki að hafa afskipti af henni aftur,“ segir Ársæll. -GAR Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin em: Staðgreiðsla og tryggingagjald til og með 1. tb. árið 2000 með eindaga 15. febrúar 2000 og virðisaukaskattur til og með 48. tb. árið 1999 með eindaga 5. febrúar 2000 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í gjalddaga til og með 15. febrúar s.l. á staðgreiðslu, trygginga- gjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatrygginga- gjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vömgjaldi af innlendri framleiðslu, vömgjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteigna- gjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi,fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem em: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuh úsnæði. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér verulegan kosmað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingar- gjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kosmað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vömgjald, afdreginn fjármagns- tekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningamúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskonmar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 25. febrúar 2000. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsflrði Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.