Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Qupperneq 2
20
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000
Sport
Hvað fmnst þér?
Hvaöa liö hampar
Englandsmeistaratitlinum
í knattpsyrnu þegar
vorar.
Tryggvi Guömundsson:
Það er von mín að Tottenham
taki þetta á lokasprettinum.
Gudjón Guömundsson:
Liverpool verður
Englandsmeistari, að minnsta
kosti í mínum huga.
Tómas Ingi Þórðarson:
Manchester United er mitt lið.
Það er mín innilega von að
þeir verði meistarar.
Hafdís Guðjónsdóttir:
Ég held að það verði
örugglega Manchester United
þó svo aö bróðir minn sé
gallharður aðdándi Liverpool.
Maria Þórðardóttir:
Baráttan verður hörð en
Manchester United hefur þetta
af á endanum.
Falur Harðarson og samherjar hans í Honka hafa á að skipa sterkasta liöi Finnlands í dag og tróna í efsta sætinu í deildakeppninni. DV-mynd Hilmar Þór
Keflvíkingurinn og landsliðsmaðurinn Falur Harðarson:
Get einbeitt mér
að körfuboltanum
- og lætur vel af dvölinni hjá Honka í Finnlandi
Keflvíkingurinn og landsliðsmað-
urinn Falur Harðarson er í þeim
hópi íslenskra körfuknattleiks-
manna sem leikur erlendis og hefur
viðurværi af því að iðka íþrótt sína.
Falur gekk í raðir finnska liðsins
ToPo síðla sumars í fyrra en um
áramótin færði hann sig um set til
Honka í Espoo rétt fyrir utan
Helsinki.
Honka er besta félagslið Finna
um þessar mundir og í efsta sæti
deildarkeppninnar þar 1 landi. Fal-
ur er einn af reyndustu körfuknatt-
leiksmönnum landsins og á að baki
yfir 100 landsleiki. Falur var hér á
landi um helgina þar sem landslið-
ið var að leika gegn Portúgal í Evr-
ópukeppni landsliða.
Eiginkona Fals er Margrét Stur-
laugsdóttir og dætur þeirra heita
Lovísa, 5 ára, og Elfa, tveggja ára.
Falur, sem er 31 árs, er tölvunar-
fræðingur að mennt en hann stund-
aði nám í þeim fræðum við Charl-
ston Southem University á árunum
1991-94 og lék samhliða námi körfu-
bolta með háskólanum.
DV lék forvitni á að vita hvem-
ig honum líkaði vistin í Finnlandi.
Gott aö búa í Finnlandi
„Mér og fjölskyldu minni héfur
líkað vel í Finnlandi fyrir utan það
flakk sem skapaðist vegna flutninga
á milli liða. Þau mál leystust sem
betur fer öll farsællega. Fyrir fjöl-
skyldufólk er gott að búa i Finn-
landi og t.d. er matvara og fatnað-
ur ódýrari en hér heima.“
- Hvað hefur helst komið þér á
óvart hvað varðar körfuboltann i
finnsku deidinni?
„Deildin er svipuð að styrkleika
og ég átti von á. Hún er t.d. mun
sterkari en hér heima. I deildinni
leika margir mjög sterkir
útlendingar og þeir setja sterkan
svip á hana. Það hefur komið mér
einna helst á óvart hvað leikmenn
í deildinni em góðir.
- Var ekki alltaf draumur hjá
þér að komast i atvinnumennsk-
una?
„Jú, það má segja það en mig
langaði alltaf til að prófa þetta. Mér
bauðst tækifæri til þess áður en gat
aldrei látið verða af því að stökkva
út í það. Það er gaman að hafa próf-
að þetta og þægilegt að geta einbeitt
sér að íþróttinni. Umhverfið er allt
óneitanlega betra heldur en hér þar
sem maður vinnur baki brotnu alla
daga og á þá eftir að fara á æfingu.“
- Þú hefðir kannski viljað fara
fyrr út í atvinnumennskuna?
„Ég veit það ekki en ég kaus að
hafa þetta svona. Mér fannst ég
hafa náð að þróa mig sem leikmann
þó ég hafi verið heima þetta lengi
eftir að ég kom heim frá háskóla-
námi í Bandaríkjunum. Á hinn bóg-
inn er ég að bæta mig að mínu
mati. Þegar ég lít baka er ekkert
víst að ég hefði viljað fara fyrr út í
þetta.“
- Var ekkert óþœgilegt fyrir þig
að þurfa að skipta um félag á
miðju timabili?
„Það fór allt vel á endanum. Það
var fjármálaóreiða hjá ToPo og
þjálfari liðsins hætti og fyrirliðinn
var keyptur yfir i annað félag. Þessi
uppákoma varð milli jóla og nýárs
og þegar ég kom út vissi maður
ekki almennilega hvemig framtíðin
yrði. Mál þróuðust með þeim hætti
að Honka Tonka, sem keypti fyrir-
liðann, vildi einnig fá mig yfir.
ToPo-liðið fór ekki á hausinn þrátt
fyrir fjárhagsvandræði, það klárar
tímabilið en framhaldið er óljóst
eftir það.
Gott fyrir mig aö fara til
Honka
Það var mjög gott fyrir mig að
fara til Honka, bæði hvað varðar
körfubolta og peninga. Ég gegni allt
öðru hlutverki hjá þessu liði en hjá
ToPo en það hefur ekki komið að
sök. Honka-liðinu gengur vel og er
langefst í deildinni. Með liðinu
leika tveir Bandaríkjamenn og að
auki einn Ástrali og fyrir mig er
það mikil reynsla að fá að leika
með þessu sterka liði. Maður er
alltaf að leika gegn góðum leik-
mönnum og ekki síst í Norður-Evr-
ópudeildinni sem við tökum þátt í
vetur. Við leikum þar gegn sterkum
liðum eins og Zalgiris Kaunas sem
varð Evrópumeistari í fyrra. í
svona umhverfi getur maður ekki
annað en bætt sig.“
- Hver er munurinn á að leika
á íslandi og i Finnlandi?
„í Finnlandi eru öll liðin góð og
það skiptir engu hvort við leikum
gegn liði í öðru sæti eða því neðsta
- aldrei er hægt að bóka sigur. Hafa
þarf fyrir sigri gegn öllum liðum og
hvert sem litið er er finnska deildin
mun sterkari en hér heima. Við
æfum tvisvar á dag og flest liðin
eru með fulla atvinnumennsku og
öll liðin greiða sínrnn leikmönnum
laun.
Hjá flestun er körfuboltinn
full atvinna
Sumir vinna eitthvað með en hjá
flestum er körfuboltinn full vinna.
Áhuginn er mikill á körfubolta í
Finnlandi og hann er enn meiri á
svæðinu utan Helsinki. Úti á lands-
byggðinni er áhuginn mestur og að-
sóknin að leikjum er þar góð. Það
er hörð samkeppni á Helsinki um
dægrastyttingu fólks enda mikið í
boði. Við höfum þó verið að fá á
okkar heimaleiki allt að sjö þúsund
áhorfendur en körfuboltinn er í
harðri samkeppni við aðrar íþróttir
eins alls staðar annars staðar.“
- Hvað umframhaldið hjá þér.
Verður þú áfram hjá Honka eftir
tímabilið?
„Ég veit ekkert á þessari stundu
enda hefur framhaldið ekki verið
rætt. Ég sest niður með forsvars-
mönnum liðsins eftir tímbilið en
það þarf að hyggja að ýmsu áður en
ákvörðun um lengri dvöl er tekin.
Áhuginn er fyrir hendi en þetta á
allt eftir að koma í ljós,“ sagði Fal-
ur.
-JKS