Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Page 7
24 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 25 Sport íslandsmótiö í keilu: Elín og Steinþór urðu meistarar Steinþór G. Jóhannsson úr KR varð á laugardag íslandsmeistari í keilu karla og Elín Óskarsdóttir, Keilufélagi Reykjavíkur, íslands- meistari i kvennaflokki. I öðru sæti hjá körlunum varð meistari fyrra árs, Freyr Bragason, KFR, og í þriðja sæti lenti Jón Helgi Bragason, ÍR. Hann lék frábærlega í undanúrslitum mótsins þegar hann náði fellum í öllum römmunum. Jón Helgi er þriðji einstaklingurinn hér á landi til að ná þessum ár- angri. Hinir eru Ásgeir Þór Þórðar- son sem reyndar hefur náð þessum árangri í tvígang og Sigurður Lár- usson. I öðru sæti í kvennaflokki varð Jóna Gunnarsdóttir úr KFR og í þriðja sæti varð Ágústa Þorsteins- dóttir, KFR, en hún hafði fyrr i mót- inu leikið sérlega vel. Það verða því Steinþór og Elín sem verða fuhtrúar íslands á Evr- ópumóti landsmeistara sem haldið verður í Bergen í Noregi i septem- ber í haust. -JKS Elín Óskarsdóttir og Steinþór G. Jóhannsson, íslandsmeistarar í keilu, með verðlaun sín í mótslok. DV-mynd S Stórt skref Þórs aó úrslitakeppni - er liðið sigraði KFÍ á Akureyri Leikur Þórs og KFÍ var bráðskemmtileg- ur. Leikurinn var mjög jafn. KFÍ var sterkara í byrjun leiks. En þegar fyrri leikhlutinn var hálfn- aður náðu Þórsarar góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Bæði lið spiluðu góðan varnarleik og sést það á stigaskor- inu. Lou Moore var bestur í liði KFÍ en hann skoraði helming stiga KFÍ í seinni leik- hlutanum. Hafsteinn Lúövíksson og Maurice Spillers voru bestir í liði Þórs. „Ég er mjög ánægður með leikinn. Þettavarenn einn mikilvægasti leikurinn okkar. Við erum núna í mjög vænlegri stöðu en við erum ekki 100% örugg- ir enn þá með að kom- ast í úrslitakeppnina. Það er bjart fram und- an og þau markmið sem við settum okkur eru innan seilingar", sagði Ágúst Guð- mundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. -jj ÞórAK (39) xxx - KFÍ (33) xx 4-0, S-6, 8-11, 14-17, 16-21, 21-25, 25-25, 31-27, 35-29, 39-29, (39-33), 46-35, 50-40, Maurice Spillers 22 (10 iráköst, 7 stoðs., 8 stolnir) Hafsteinn Lúðvíksson 20 (9 aflO í skotum, 8 fráköst) Magnús Helgason 11 Hermann Hermannsson 8 Sigurður Sigurðsson 7 Óðinn Ásgeirsson 3 Einar öm Aðalsteinsson 2 Einar Hólm Davíðsson 1 ), 63-52, 70-52, 72-58, 74-61. Fráköst: Þór 45(19-26), KFÍ 21 (4-17), Þór tók 68%. 3ja stiga: Þór 17/3, KFÍ 17/6. Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson og Helgi Bragason (8). Gæói leiks (1-10): 8. Víti: Þór 13/7, KFÍ 12/7. Áhorfendur: 200. Lou Moore 21 (11 fráköst, 10 af 21 í skotum) Hrafn Kristjánsson 12 Haltdór Kristmannsson 10 Tómas Hermannsson 7 Baldur Jónasson 6 Pétur Sigurösson 2 Tom Hull 2 Þórður Jensson 1 Maður leiksins: Hafsteinn Lúðvíksson, Þór DV DV Sport Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss lauk í borginni Gent í Belg- íu í gær. Þegar litið er á árangur ís- lensku keppendanna kom Guðrún Arnardóttir skemmtilega á óvart þeg- ar hún setti tvö íslandsmet, í 60 metra grindahlaupi og í 400 metra hlaupi, með tuttugu mínútna millibili. Þessi framganga Guðrúnar sýnir að hún er á réttri leið eftir meiðslin í læri sem háðu henni mikið á síðasta tímabili. Guðrún varð í níunda sæti í 400 metra hlaupi á 53,14 sekúndum og 13. i 60 metra grindahlaupi á 8,36 sek- úndum. Vala Flosadóttir keppti í gær í úr- slitunum í stangarstökki kvenna og náði sér ekki á strik. Hún stökk létti- lega yfir 3,90 metra og 4,05 metra en síðan í þriðju og síðustu tilraun yfir 4,20 metra. Vala virtist vera að rétta úr kútnum er hún stökk nokkuð létti- lega yfir 4,30 metra en hærra fór hún ekki. 4,35 metrar var of mikil hæð og Vala varð því að gera sér fjórða sætið að góðu. í raun ágætur árangur en búið var að byggja upp miklar vonir fyrir mótið og þvi olli það nokkuö miklum vonbrigðum að hún skyldi ekki komast á verðlaunapall. Brotlending Jóns Arnars er bronsið blasti við Jón Arnar Magnússon virtist stefna hraðbyri á bronsverðlaunin í sjö- þrautinni þegar hann kenndi sér meins í baki eftir 60 metra grinda- hlaupið á siðari keppnisdegi. Meiðslin urðu þess valdandi að hann varð að hætta keppni og draum- urinn um verðlaun varð þar með úr sögunni. Jón Amar leitaði til sérfræð- inga og kom þá í ljós að taug hafði klemmst i bakinu. Mun Jón vera á góðum batavegi og verður nær örugg- lega meö á Stórmóti ÍR sem fram fer um næstu helgi. Jón Amar byrjaði sjöþrautina á því að hlaupa 60 metra grindahlaup á 6,93 sekúndum, hann stökk 7,49 metra í langstökki, varpaði kúlu 15,89 metra og stökk yfir 1,98 metra í hástökki. Á laugardeginum hljóp hann 60 metra grindahlaup á 8,09 sekúndum og fór ekki lengra sökum meiöslanna. Hann reyndi að mæta til leiks í stangar- stökkinu en það gekk ekki og þar með hætti hann keppni. Mikil vonbrigði og einnig olli árangur Jóns nokkrum vonbrigðum, til að mynda í langstökk- inu, hástökkinu og kúluvarpinu. Tomas Dvorak frá Tékklandi sigr- aði í sjöþrautinni og setti nýtt Evrópu- met. Hann hlaut alls 6.424 stig og var 52 stigum frá núgildandi heimsmeti. Annar varð landi hans Roman Seberle með 6.271 stig og Eistinn Erki Nool varð í þriðja sæti með 6.200 stig. Einar Karl Hjartarson, sem var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti, fór yfir 2,11 metra og notaði til þess tvær tilraunir. Hann reyndi síðan þrívegis við 2,16 metra en felldi. Einar Karl er maður framtíðarinnar og þátttaka á mótinu í Belgíu mun vera honum góð reynsla í framtíðinni. Árangur Guðrúnar mjög já- kvæður og metin góð „Það er mjög jákvætt að sjá hvað Guðrún er að bæta sig í þeim greinum þar sem hún setti íslandsmet. Hún sýnir að hún er á réttri leið í hraðan- um þannig að hún getur verið mjög bjartsýn á sumarið ef hún sleppur við meiðsli. Ég er ánægður fyrir hennar hönd að hún kom svona vel út og ekki langt frá því að komast í úrslit í 400 metra hlaupinu sem ekki nokkur mað- ur bjóst við að henni tækist," sagði Vésteinn Hafsteinsson, fararstjóri á Evrópumótinu og verkefnisstjóri Sydney-ólympíuhóps FRÍ, í samtali við DV í gær. Vésteinn sagði enn fremur að inn- anhússtími Guðrúnar í 400 metra hlaupinu þýddi einfaldlega að hún ætti að geta orðið mun sterkari utan- hús i 400 metra grindahlaupi en hún hefur nokkum tíma verið. „Guðrún hefur að minu mati mikla möguleika á að komast í úrslit í Sydn- ey miðað við það sem hún hefur verið aö gera undanfarin ár. Hún er núna komin inn í hlaupahóp með tveimum þekktum þjálfurum í Atlanta og þaö virðist hafa haft góö áhrif á hana,“ sagði Vésteinn. Vésteinn sagði það leiðinlegt að Jón Amar hefði þurft að hætta keppni því hann átti orðið möguleika á að vinna bronsverðlaun. Þá hefði litlu mátt muna að Vala næði að tryggja sér sæti á verðlaunapalli. Miklar kröfur Miklar kröfur em gerðar til kepp- enda okkar og að þessu sinni munaði í raun ekki miklu að keppendumir stæðu undir öllum þeim væntingum sem gerðar vora. Árangurinn var góð- ur en miðað við þau orð sem féilu fyr- ir mótið hlýtur útkoman að valda tölu- verðum vonbrigðum. -JKS/-SK Jón Arnar Magnússon var nokkuð frá sínum besta árangri en samt í baráttu um verðlaun þar til meiðsli settu strik í reikninginn. Guðrún Arnardóttir stóð sig vel á EM í Belgíu og setti tvö íslandsmet á tuttugu mínútum. Vala Flosadóttir sagði eftir Evrópumótið í Belgíu að hún hefði í raun aldrei náð sér á strik í úrslitunum í stangarstökkinu. Litlu munaði að hún kæmist á verðlaunapall. - Vala Flosadóttir stökk 4,30 metra og varö fjórða í stangarstökkinu og missti af verölaunum Egerbara bjartsýn á framhaldid - segir Guðrún Arnardóttir sem keppir á Stórmóti ÍR um næstu helgi „Ég get ekki verið að kvarta á meðan maður er að bæta sig. Markmiðið hjá mér var að bæta mig hér á Evrópumót- inu og þetta er allt samkvæmt áætlun og núna er bara að halda sér heilli og vonandi að það gangi eftir. I fyrrasumar kom ekki út úr mér það sem átti að koma vegna meiðsla svo ég átti þetta inni. í vetur er ég búin að æfa vel þannig að þetta horfir vel,“ sagði Guðrún Amardóttir sem setti tvö ís- landsmet í Gent um helgina. - Heldurðu kannski að þú sért komin á beinu brautina? „Maður tekur því með fyrirvara en maður reynir auðvit- að að notfæra sér góðan árangur en hann hvetur mann að sjálfsögðu áfram. Ég kem heim til íslands en um næstu helgi tek ég þátt í stórmóti ÍR og hlakka ég mikið til. Að því loknu held ég að nýju til Atlanta í Bandaríkjunum og tek upp þráð- inn við æfingar." - Hvað er síðan fram undan hjá þér? „Það tekur við tveggja mánaða uppbygging og eins og staðan er í dag byrja ég að keppa 29. aprO á móti við Karíba- hafið í 400 metra grindahlaupi. Ég ætla að reyna að ná lág- mörkunum fyrir Ólympíuleikana sem fyrst en ég veit ekki hvort það tekst á fyrsta mótinu. Síðan ætla ég að taka þátt í nokkrum mótum í sumar áður en ég held til Ástralíu í byrj- un september. Ég er bara bjartsýn á framhaldið, svo framar- lega sem engin meiðsl koma upp,“ sagði Guðrún Arnardótt- ir í samtali við DV. „Læt þetta ekki slá mig út af laginu“ „Ég er öllu skárri í bakinu eftir mikla meðferð hjá pólskum sjúkraþjálfara en ég þarf á meiri meðferð að halda þegar ég kem heim. Bakið á mér hefur verið nokk- uð stíft síðari hluta vetrar og kannski ekki meðhöndlað sem skyldi. Maður er ekkert öðruvísi en bíll og þarf að fara í stillingu af og til. Ég var búinn að standa mig svona þokkalega í sjöþrautinni þegar ég varð að hætta. Það var súrt að þurfa að hætta en úr því sem komið var átti ég alla möguleika á að hreppa bronsverðlaun," sagði Jón Amar Magnússon í samtali við DV. Jón Arnar sagði að hann stefndi að þátttöku í Stór- móti ÍR um næstu helgi og vonandi yrði hann orðinn góður í bakinu fyrir þann tíma. Hann sagði þetta ekki vera tognun í bakinu og því væri hann bjartsýnn á að geta verið með. „Fram undan hjá mér eru síðan æfingar og aftur æf- ingar. Ég geri ráð fyrir að fara í æfingabúðir til Banda- ríkjanna í maí og næsta mótið erlendis verður þátttaka í hinu árlega móti í Götziz í Austurríki fyrstu helgina í júní. Eftir það tek ég þátt í nokkrum mótum fyrir Ólympiuleikana," sagði Jón Arnar. - Hvemig er staðan hjá þér núna? „Það hefur gengið mjög vel í vetur og ég hef komist vel frá meiðslum og þakka ég það góðri þjálfun og und- irbúningi. Við höfum lagt mikla áherslu á kúluvarp og stangartsökkið, langstökkið er að koma aftur og hraðinn einnig. Ég get ekki annað en verið þokkalega bjartsýnn á framhaldið. Ég ætla ekki að láta þessa uppákomu hér í Gent slá mig út af laginu," sagði Jón Arnar Magnús- son. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.