Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 8
26 MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 Sport DV f í ENGLAND ..j,—------------------------- Lárus Orri Sigurðsson fékk að líta rauöa spjaldið á 73. mínútu í liöi WBA sem steinlá á heimavelli fyr- ir Birmingham. Guðni Bergsson lék allan leikinn með Bolton sem tapaöi fyrir topp- liði Charlton. Eiður Smári Guöjohnsen tók út leikbann. Þetta var 11. sigurleikur Charlton í röð i deildinni. Bjarnólfur Lárusson sat á vara- mannabekknum hjá Walsall sem vann þýöingarmikinn sigur í fallbar- áttu B-deildarinnar. ívar Ingimarsson og Gunnar Ein- arsson voru báðir í byrjunarliði Brentford sem gerði 1-1 jafntefli gegn Cambridge í C-deildinni. Gunnar var tekinn út af á 50. mínútu en ívar á 74. mínútu. Bjarki Gunnlaugsson kom ekkert viö sögu i liði Preston sem átti góðan útsigur á Burnley í C-deildinni.. Arnar, bróðir Bjarka, lék hins vegar fyrsta leik sinn fyrir Stoke sem vann stórsigur á Chesterfield. Arnar lék allan leikinn og átti þátt í einu mark Stoke en Brynjar Björn Gunnars- son var tekinn út af á 85. mínútu. Sigursteinn Gislason var ekki í leik- mannahópnum. Peter Thorne var maður dagsins en hann skoraði fjög- ur af mörkum Stoke. Sigurður Ragnar Eyjólfsson skor- aði fyrra mark Chester sem sigr- aði Exeter, 0-2, í D-deildinni. Talsmenn Man. Utd. vísa á bug þeim fréttum sem birtust í enskum fjölmiölum i gær þess efnis að félagið væri búið að setja David Beckham á sölulista. Stjórn United hittist á fundi í gær og voru strax leiddar aö því getur að mál Beckhams væri til umfjöllunar. United-menn segja að að fundurinn hafi verið boðaöur til að ræða stift prógram liösins á næstunni en félag- ið leikur 89 leiki á næstu 28 dögum. John Hartson, framherji Wimble- don, er líklega á leið til Tottenham en félagið er tilbúið að greiða 750 milljónir fyrir kappann. -GH Jason Wilcox er hér nýbúinn aö skora þriöja mark Leeds framhjá Magnusi Hedman, markveröi Coventry og tryggja Leeds öruggan sigur. Reuter Gerard Houllier, knattspymustjóri Liverpool, kann að hafa gert dýrkeypt mistök þegar lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford á laugardagsmorguninn. Houllier kaus að spila síðustu 10 mínútur fyrri háltleiks með einum leik- manni færri. Finninn Sami Hyypia fékk skurð á legginn og fór af velli en Houllier tók þá áhættu að bíða með inn- áskiptingu til að sjá hvernig Finnanum reiddi af í leikhlénu. Þetta nýttu meist- aramir sér vel og Ole Gunnar Solskjær jafnaði metin með einni af síðustu spymunum í fyrri hálfleik en áður hafði Patrick Berger komið Liverpool yfir með glæsimarki úr aukaspyrnu. í raun má segja að úrslitin hafi verið sanngjöm þó svo að United hafi ráðið að mestu ferðinni. Liverpool fékk þrjú góð færi til að bæta við marki og það besta fékk varamaðurinn Michael Owen en skaut boltanum rétt framhjá. Teddy Sheringham, sem líka kom inn á sem varamaður, fékk svo guilið tæki- færi til að tryggja United sigurinn á lokamínútunni en skot hans af stuttu færi fór í höfuð Jamie Carragher sem stóð á marklínunni. Tek fulla ábyrgö á mig „Ég var mjög ánægður með frammi- stöðu minna manna og ég tek fulla ábyrgð á mig þegar ég lét liðið leika manni færri en ég hélt að það væri miklu minni tími eftir. Sami er mjög mikilvægur liði okkar og ég tók mikla áhættu með þessu. Við sköpuðum okk- ur fin færi í leiknum sem er ekki mjög auðvelt á Old Trafford," sagði Houllier eftir leikinn. „Mér fannst við stjóma þessum leik og áttum skilið að vinna. Við vorum á köflum að leika mjög góða knattspymu og vorum að skapa okkur góðar sóknir trekk í trekk í seinni hálfleik. Það er nóg eftir af mótinu og við vitum að það er allt of snemmt að fagna,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. Leeds heldur í vonina Strákarnir hans Davids O’Leary minnkuðu svo forskot United á toppn- um niöur í fjögur stig í gær þegar þeir unnu ömggan sigur á Coventry, 3-0, en fyrir leikinn hafði Leeds leikið þrjá leiki í röð án þess að skora. Leeds-arar halda því enn í vonina um að hreppa Englandsmeistaratitilinn en 11 umferð- ir em eftir af deildinni. Harry Kewell skoraði fyrsta markið beint úr auka- spymu á 5. minútu og Michael Bridges kom Leeds í þægilega stöðu þegar hann skoraði annað markið rétt fyrir hálfleik en leikmenn Leeds hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum i fyrri hálfleikn- um. Jason Wilcox innsiglaði svo sigur þeirra hvítklæddu í seinni hálíleik. Möguleikar Arsenal á að landa titlin- um vom litlir fyrir leikinn gegn Aston Viila í gær og eftirleikinn má segja að vonin sé endanlega úti fyrir Lundúnar- liðið því það náði aðeins jafntefli gegn Aston Villa og má í raun þakka fyrir það því Villa-menn vom miklu betri. Lee Dixon jafnaði fyrir Arsenal sex mínútum fyrir leikslok og er þetta ann- ar leikurinn í röð sem hann er á marka- listanum hjá Arsenal en hann skoraði eitt 5 marka liðsins gegn Deportivo í Evrópukeppninni í síðustu viku. Prenna hjá Collymore Stan Collymore var heldur betur í sviðsljósinu í gær. Núna var það inni á knattspyrnuvellinum en ekki á öldurhúsunum. Collymore skoraði þrennu þegar Leicester sigraði Sunderland í fjörugum leik, 5-2. Collymore og Emile Heskey náðu vel saman í framlínunni og áttu vamarmenn Sunderland í stöðug- um vandræðum með þá. Þrír mánuöir síöan Chelsea tap- aði síöast í deildinni Chelsea skriður hægt og bítandi upp stigatöíluna og of snemmt er að afskrifa liðið í baráttunni um titilinn. Chelsea sótti Newcastle heim og mark Úrúgvæ- ans Gustavo Poyers skildi liðin að sem mætast í undanúrslitum bikarkeppn- innar í næsta mánuði. Þetta var fyrsti tapleikur Newcastle á heimavelli í 14 leikjum en Chelsea hefur ekki tapað í deildinni síðan 4. desember. „Þetta var frábær leikur af okkar hálfu og markið sem Poyet skoraði var mjög gott. Stefnan er að ná sæti í meist- aradeildinni," sagöi Gianluca Viaili, stjóri Chelsea. Þriðja mark Heiöars Heiðar Helguson skoraði sitt þriðja mark fyrir Watford sem tapaði enn ein- um leiknum, nú fyrir West Ham. Heið- ar minnkaði muninn í 1-2 með hnit- miðuðu vinstri fótarskoti hálftíma fyrir leikslok. Heiðar og félagar eru sem fyrr langneðstir og eru komnir með annan fótinn í B-deildina. Heiðar lék alian leikinn og stóð fyrir sínu. Hermann Hreiðarsson og samheijar hans í Wimbledon eru komnir í bull- andi fallbaráttu eftir skell á útivelli gegn Derby. Öil mörk Derby komu á síðustu 25 mínútum leiksins og sváfu varnarmenn Wimbledon á verð- inum í öll skiptin. Hermann lék all- an leikinn. -GH - hjá Houllier reyndust dýr gegn United [4») ENGLAND A-deild: Man.Utd-Liverpool .........1-1 0-1 Berger (27.), 1-1 Solsskjær (45.) Derby-Wimbledon ...........4-0 1-0 Kinkaldze (65.), 2-0 Christie (71.), 3-0 Burton (90.), 4-0 Burton (90.) Everton-Sheff.Wednesday ... 1-1 1-0 Weir (33.), 1-1 Quinn (49.) Newcastle-Chelsea..........O-l 0-1 Poyet (22.) Southampton-Middlesbrough . 1-1 1-0 Pahars (44.), 1-1 Ricard (44.) Tottenham-Bradford ........1-1 1-0 Iversen (14.), 1-1 Lawrence (42.) Watford-West Ham ..........1-2 0-1 Lomas (3.), 0-2 Wanchope (35.), 1-2 Heiöar (61.) Aston Villa-Arsenal........1-1 1-0 Walker (62.), 1-1 Dixon (84.) Leeds-Coventry ............3-0 1-0 Kewell (5.), 2-0 Bridges (42.), 3-0 Wilcox (85.) Leicester-Sunderiand.......5-2 1- 0 Collymore (17.), 2-0 Heskey (35.), 2- 1 Phillips (52.), 3-1 Collymore (61.), 3- 2 Quinn (76.), 4-2 Collymore (88.), 5-2 Oakes (90.) Manch.Utd 27 17 7 3 60-34 58 Leeds 27 17 3 7 42-29 54 Chelsea 27 14 7 6 38-24 49 Arsenal 27 14 6 7 47-28 48 Liverpool 26 14 6 6 39-22 48 Everton 27 10 10 7 47-36 40 Sunderland 27 11 7 9 44-42 40 Aston Villa 27 10 9 8 32-25 39 Tottenham 27 11 6 10 36-30 39 Leicester 26 11 5 10 40-38 38 West Ham 26 10 8 8 36-36 38 Newcastle 27 9 7 11 46-42 34 Middlesbro 27 9 6 12 28-38 33 Coventry 27 8 8 11 35-35 32 Southampt. 26 8 6 12 31-42 30 Wimbledon 27 6 11 10 37-49 29 Derby 27 7 7 13 32-39 28 Bradford 27 6 8 13 27-43 26 Sheff.Wed. 27 4 6 17 24-54 18 Watford 27 4 3 20 24-59 15 B-deild: Bolton-Charlton..............0-2 Crewe-Norwich.................1-0 Cr.Palace-Manchester City .... 1-1 Fulham-Port Vale .............3-0 Huddersfield-Wolves .........2-1 Ipswich-Portsmouth ..........0-1 Tranmere-Blackburn...........2-1 Walsall-Grimsby ..............1-0 WBA-Birmingham................0-3 Stockport-Barnsley ...........1-3 Sheffield Utd.-QPR...........1-1 Charlton 33 23 5 5 61-29 74 Man.City 33 19 7 7 53-27 64 Ipswich 34 18 10 6 55-33 64 Barnsley 34 18 7 9 6849 61 Birmingh. 34 16 9 9 53-37 57 Huddersf. 34 16 8 10 52-36 56 Wolves 34 14 10 10 47-38 52 Fulham 34 13 13 8 32-27 52 Blackburn 34 12 12 10 41-38 48 Bolton 33 12 10 11 44-37 46 QPR 34 10 15 9 42-39 45 Norwich 34 11 11 12 34-37 44 Stockport 35 11 11 13 39-50 44 Grimsby 34 12 8 14 38-53 44 Sheff.Utd 34 11 10 13 47-48 43 Tranmere 33 12 7 14 44-49 43 Nott.For. 34 10 9 15 38-44 39 Cr.Palace 34 9 11 14 45-54 38 Crewe 34 9 8 17 3844 35 Portsmouth 34 8 9 17 37-51 33 WBA 34 6 15 13 27-45 33 Walsall 34 7 11 16 35-53 32 Port Vale 32 6 11 15 34-45 29 Swindon 33 3 11 19 22-56 20 C-deild, helstu úrslit: Brentford-Cambridge.............1-1 Bristol R-Wigan................ 1-1 Burnley-Preston ................0-3 Stoke-Chesterfield..............5-1 Millwall-Bristol C .............4-1 Bristol R 33 20 7 6 56-27 67 Preston 32 19 9 4 57-28 66 MillwaU 34 18 9 7 53-35 63 Wigan 32 15 14 3 51-27 59 Burnley 32 16 10 6 43-28 58 Stoke 34 16 9 9 49-34 57

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.