Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 12
MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 Bjarki Gunnlaugsson. Guörún Arnardóttir er hér á fleygiferö í 50 metra grindahlaupinu en þar kom hún fyrst í mark á nýju glæsilegu islandsmeti. Hlaupiö var mjög vel útfært hjá Guörúnu og hún í a, fantaformi. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, heilsar Einari Karli Hjartarsyni hástökkvara fyrir mótiö í gær. Vala Flosadóttir fylgist meö og bak viö má sjá þau Guörúnu Arnardóttur og Jón Arnar Magnússon. dvsport@ff.is Sögusagnir um Bjarka Bresk blöð skýrðu frá því í gær að Stoke væri að vinna að því að fá Bjarka Gunn- laugsson til Stoke frá Preston og þar með yrðu tvíburabræð- urnir frá Akranesi báðir undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar á ný en saman gerðu .þeir garðinn frægan með Skaga- mönnum. „Þessar fréttir eiga ekki við rök að styðj- ast. Við höfum verið að vinna í að styrkja hópinn bæði með ungum og efnilegum strákum og með reyndari mönnum en ég kannast ekki við þessar fréttir með Bjarka,“ sagði Guð- jón í samtali við DV í gær. „Ég var auðvitað ánægður með þenn- an stóra sigur á laug- ardaginn og nú verð- um við bara að halda áfram á sömu braut,“ sagði Guðjón enn fremur og bætti því að Arnar Gunnlaugs- son hefði fallið ágæt- lega inn í lið Stoke. Einar Þór Daníel- esson er kominn heim eftir dvöl hjá Stoke i vetur en samningur Sigur- steins Gíslasonar rennur út um miðj- an apríl. -GH íslensku keppendurnir í stuði á stórmóti ÍR: - þrjú Islandsmet féllu og íslensk gull Þrjú íslandsmet voru sett á Stórmóti ÍR innanhúss í frjálsum íþróttum í Laugardals- höll í gærkvöld. Jón Árnar Magnússon setti íslandsmet í tveimur greinum, 50 metra grindahlaupi og i langstökki. Þriðja met kvöldsins setti Guðrún Arnardóttir í 50 metra grindahlaupi. Jón Arnar var öruggur sigurvegari i þrí- þrautinni og sýndi hann, svo ekki verður um viilst, að hann er í góðu formi formi um þess- ar mundir. Vala Flosadótir háði spennandi keppni við Danielu Bartovu frá Tékklandi í stangarstökkinu en Bartova hafði betur, báð- ar fóru þær yfir 4,38 metra en Bartova notaði til þess færri tilraunir. Vala átti reyndar mjög góða tilraun við 4,50 metra en felldi naumlega í þriðju tiiraun. Þetta var í ijórða sinn sem mótið fór fram og geta ÍR-ingar verið stoltir af framtaki sínu og setur mótið skemmtilegan svip á íþrótta- líf í landinu í skammdeginu. Hátt í tvö þús- und áhorfendur hvöttu keppendur vel og settu þannig skemmtilega umgjörð á mótið. Jón Arnar í ham Jón Arnar Magnússon sigraði eins og áður sagði í þríþrautinni og hlaut alls 2864 stig. Roman Seberle frá Tékklandi, sem varð í öðru sæti á Evrópumótinu á dögunum, varð í öðru sæti með 2703 stig og Ólafur Guð- mundson lenti í þriðja sæti með 2540 stig. Jón Arnar hóf þríþrautina af miklum eld- móði og setti íslandsmet í 50 metra grinda- hlaupi á 6,76 sekúndum. Seberle varð annar á 6,80 sekúndum. Jón Amar kastaði lengst alira í kúluvarpinu, kastaði 15,97 metra. í langstökkinu stal Jón Arnar senunni með glæsilegu islandsmeti, stökk 7,82 metra. Hann náði þessu stökki í annarri tilraun en fyrsta og þriðja stökkið var ógilt hjá honum. Jón Amar, sem varð að hætta keppni í sjö- þrautinni á Evrópumótinu um síðustu helgi vegna meiðsla, kenndi sér einskis meins i gærkvöld og sýndi mikið öryggi. Met hjá Guðrúnu Guðrún Arnardóttir setti íslandsmet í 50 metra grindahlaupi, hljóp á 6,89 sekúndum. Sænsku systurnar Susanna og Jenny komu i sætunum þar á eftir. Guðrún vann sinn ann- an sigur á mótinu í 50 metra hlaupi, hljóp á 6,54 sekúndum en Islandsmet í greininni er 5,44 sekúndum. Önnur varð Susanna Kallur á 6,56 sekúndum og Silja Úlfarsdóttir lenti í þriðja sæti á 6,59 sekúndum. Vala hársbreidd frá meti Evrópumeistarinn í stangartökki kvenna Pavla Hamackova náði sér aldrei á strik i gærkvöld og varð að láta sér lynda þriðja sætið með stökk upp á 4,38 metra. Vala reyndi við 4,50 metra sem var tilraun við ís- lands- og Norðurlandamet. Vala var hárs- breidd frá því að fara yfir. Hún á best 4,40 á árinu en það er alveg ljóst að Vala á mikið inni og þess verður örugglega ekki langt að bíða að hún fari yflr þessa hæð. Einar yfir 2,21 metra Einar Karl Hjartarsson fór yfir 2,21 metra í hástökkinu og reyndi síðan við Ólympíulág- markið sem eru 2,25 metrar. Einar Karl felldi í þremur tilraunum en sýndi að hann er lík- legur til að fara þá hæð innan tíðar og vinna sér þar með þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Sydney. Einar varð annar i hástökkinu en sigurvegari varð írinn Brendan Reilly sem stökk 2,25 metra sem er besti árangur hans innanhúss. Best á hann utanhúss 2,32 metra sem skipar honum á bekk á meðal fremstu hástökkvara í heiminum. Af öðrum úrslitum á mótinu sigraði Bjami Þór Traustason i 50 metra hlaupi á 6,09 sekúndum og Sveinn Þórarinsson varð annar á 6,10 sekúndum. -JKS Vala Flosadóttir þakkar áhorfendum góðan stuðning eftir að henni hafði mistekist naumlega að fara yfir 4,50 metra. DV-myndir E.ÓI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.