Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 29 * I>V Sport Hestamolar Athygli vakti á vetrarleikum Fáks um síðustu helgi að íjögur hross af fimm sem komust í úr- slit í kvennaflokknum voru undan Orra frú Þúfu en af- kvæmi hans hafa ekki gert sig gildandi í íþrótta- og gæðinga- keppni hingað til. Sú sem varð í fyrsta sæti á vetrarleikum Fáks er hin snjalla reiðkona Lena Zelinski á Orra- dótturinni Fljóð frá Auðholtshjáleigu. En hún hefur unnið við tamningar hjá ræktun- armönnum ársins 1999, þeim Gunnari Arnarsyni og Krist- björgu Eyvindsdóttur í tvö ár við góðan orðstír. En þau hafa ræktað hross á Auðholtshjáleigu í Ölfusi um nokkurra ára skeið. Sá sem varð hlutskarpastur í karlaflokki á sama móti var Ragnar Ómarsson á Dögg frá Reykjavík. Ragnar er 61 árs og kemur sterkur inn í hesta- mennskuna eftir stutt hlé og er sprækur eins og ungfoli! Atli Guðmundsson sést hér á myndinni að ofan ásamt konu sinni, Evu Mandal, viö einn hinna fallegu hesta sem þau hjónin hafa tamið. DV-mynd Sveinn Hiö geysivinsœla ístöltmót Töltheima, áður Reiðsports, verður í Skautahöllinni i Laug- ardal 1. apríl næstkomandi. Mótshaldarar velja keppnis- hrossin eins og áður og má því búast við rjómanum af bestu tölthestum landsins á þetta vin- sæla mót. Forsala verður í hesta- vöruversluninni Töltheimum. Hestamannafélagiö Gustur í Kópavogi er með mikið og blóm- legt félagsstarf um þessar mund- ir enda hefur aukning á nýjum félögum aldrei verið meiri en á síðustu tveimur árum. Eins og flestir hafa tekið eftir er hesthúsahverfi Gusts umlukið nýjum verslunarmiðstöðvum og s íbúðarbyggingum sem hefur valdið áhyggjum þeirra sem ekki eiga hesthús í hverfínu. Hinir sem eiga hagsmuna að gæta eru bjartsýnir og stefna að enn frek- ari reiðleiðagerð og framsækn- um rekstri félagsins á allan hátt enda félagið rekið með hagnaði á síðasta ári. -HÓ Stjörnuhestar Hinn margreyndi keppnis- og tamningamaður Atli Guðmundsson er kominn á fullt skrið ásamt konu sinni Evu Mandal við tamningu hrossa fyrir komandi stórmót. Umsjón Hinrik Ólafsson Atli hefur verið sigursæll á stórmótum til fjölda ára og vinsæll til sýninga á kynbótahrossum enda einn af okkar fremstu knöpum í dag og einn vinsælasti reiðkennari hér sem erlendis. Með 31 hross á húsi Atli og Eva eru með 31 hross á húsi í Dallandi í Mosfellsbæ og hafa sér við hlið tvo aðstoðarmenn til að komast yfir þjálfun hestanna. Á hestamiðstöðinni í Dallandi hafa þau hjón verið undanfarin ár og séð um rekstur hennar í samráði við eigandann, Gunnar Dungal. Gunnar hefur verið stórtækur í ræktun hrossa ásamt þeim hjónum og náð athyglisverðum árangri á skömmum tíma. Atli segist eiga erfitt með að draga eitt hross fram yfir annað sem hann er að þjálfa en kemst ekki hjá því að nefna stjörnuhestinn, Orm frá Dallandi sem varð Islands- og Hvítasunnumeistari í fimmgangi á síðasta ári. Undan gullhesti Ormur, sem er á 8. vetri og fékk einkuninna 9.19 fyrir hæfileika, er undan gullhestinum Orra frá Þúfu og Lýsu frá Efri-Rótum en hún er ættmóðir vel flestra hrossanna hjá þeim í Dallandi. Sammæðra Ormi er athyglisverður stóðhestur á 4. vetri en hann er undan Andvara frá Ey og nefnist Ljósfari. Hross frá öðrum ræktunarbúum hefur Atli einnig undir sinni umsjón og þar ber hæst að nefna stóðhesta frá Miðsitju en það eru frændumir Spuni sem er undan Otri og Kröflu frá Sauðárkróki og Ófeigssonurinn Smiður en móðir hans er Katla sem er dóttir Kröflu. Atli segir að stundum geti verið erfltt að uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til afkvæma þeirra hesta sem eiga foreldra með glæstan feril að baki. Slíkt er hægt að heimfæra upp á stóðhestsefni sem Atli er með undir höndum en það er Kyndill frá Kirkjubæ. Hann er 5 vetra og er undan 1. verðlauna-stóðhestinum Trostan frá Kjartansstöðum og hæst dæmda hrossi fyrr og síðar en það er Rauðhetta frá Kirkjubæ sem er sannkölluð drottning Atli Guðmundsson og Eva Mandal meö sænskri aöstoöarkonu sem hefur veriö þeim hjálpleg viö vinnustörf og hestatamningarnar. DV-mynd Sveinn £ kynbótahryssna. Það er alltaf spennandi að fylgjast með framgangi svo vel ættaðra hrossa og sjá hvað verða vill. Piltsonurinn Erill frá Kópavogi hefur undanfarin keppnistímabil ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla en hefur ávallt vakið athygli fyrir glæstar hreyfingar en hann er kominn í umsjón Atla og segir hann hestinn vera í góðu formi og til í klárhestaflokkinn. Klárhryssan Snegla sem er 10 vetra og fékk 8,40 fyrir hæfileilka á fjórðungsmóti fyrir fimm árum verður dregin fyrir dóm á komandi vori. Að lokum nefnir Atli stóðhestsefni á 6. vetri en það er Breki frá Hjalla sem fékk 7,98 í aðaleinkunn í 4 vetra flokki á siðasta landsmóti. Hann er undan Gusti frá Grund og segist Atli binda miklar vonir við þennan hest. Úr miklu að moða Það er greinilegt að hér er úr miklu að moða en að sama skapi erfitt verkefni því gífurlegar kröfur eru gerðar til knapa sem hafa hesta í þeim gæðaflokki sem þau Atli og Eva hafa yfir að ráða. Árangur þeirra hjóna á hinum ýmsu stórmótum á undanfórnum árum segir að þau eru vandanum vaxin. -HÓ - Atla Guðmundssonar sigursælir á stórmótum síðustu ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.