Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 11 DV Útlönd Milosevic átti góðan að í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins: Njósnari lak leyndar- málum NATOI Serba Njósnari í höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) lak leyni- legum upplýsingum um loftárásir bandaiagsins á Kosovo í fyrravor til yflrmanna júgóslavneska hersins, að þvi er breska dagblaðið Guardi- an greindi frá í morgun. Guardian hefur eftir háttsettum heimildarmönnum innan banda- ríska flughersins að á fyrstu tveim- ur vikum lofthemaðarins hafi Serbar fengið upplýsingar um hvaða skotmörk sprengjum yrði varpað á, auk þess sem þeir fengu nákvæmar flugáætlanir orr- ustuflugvéla NATO. Serbar gátu því flutt hermenn og hergögn burt frá fyrirhuguðum skotmörkum Vestur- veldanna. Fjallað er um fullyrðingar þessar í heimildarmynd sem sýnd verður í breska sjónvarpinu BBC á sunnu- dag. Þar segir að Wesley Clark, yfir- Ekki allt með felldu í höfuðstöövum NATO Wesley Clark, yfirhershöfðingja NATO, grunaði að Serbar hefðu njósnara í höfuðstöðvum bandalagins við upphaf lofthernaðarins gegn Júgóslavíu. maður herafla NATO, sé sannfærð- ur um að njósnara sé að finna inn- an bandalagsins. „Ég veit að hér er njósnari, ég vil finna hann,“ á Clark að hafa sagt við samstarfsmenn sína. Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði í samtali við BBC að ekki væru neinar sannanir fyrir því að ljóstrað hefði verið upp um hemað- aráformin í Kosovo. Hann sagði að innan NATO hefði þess sérstaklega verið gætt að árásaráætlanir spyrð- ust ekki út. í Guardian segir að í skýrslu sem gerð var fyrir háttsetta menn í bandaríska landvarnaráðuneytinu komi fram að Serbar hafi haft að- gang dagskipunum fyrir loftárásir og eftirlitsflug á fyrstu tveimur vik- ur lofthernaðarins. Að tveimur vik- um liðnum voru hins vegar gerðar breytingar á skipulaginu. Mitrovica Gæsluliðar á brúnni í Mitrovica sem skiptir borginni milli Serba og Atbana. Frakkar hindr- uðu lögreglu- rannsókn Yfirmaður lögregluliðs Samein- uðu þjóðanna í norðurhluta Kosovo, John Adams, sakaði i gær fránska gæsluliða um að hindra rannsókn á átökunum sem urðu í Mitrovica á þriðjudaginn. Þá særðust 16 fransk- ir hermenn og 25 óbreyttir borgarar, bæði Serbar og Albanar. Adams segir að lögreglan hafi ekki fengið aðgang að átakasvæðinu fyrr en myrkur var skollið á. I gær hafði lögreglan enn ekki fengið tæki- færi til að yfirheyra hina særðu. „Frakkamir gleyma að við erum lögreglan hér,“ segir Adams meðal annars i viðtali við Reuterfréttastof- una. Lögreglulið Sameinuðu þjóð- anna á svæðinu hefúr áður kvartað undan þvi að franskir hermenn hafi ekki veitt aðstoð vegna óeirða þeg- ar þeir hafi verið beðnir um það. Fjórir Albanir hafa verið handteknir vegna átakanna á þriðjudaginn. Pinochet verölaunaöur fyrir frábæran leik Vinstrisinnar í Chile veittu Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra landsins, sérstök leikaraverðlaun í gær fyrir að hafa blekkt bresk stjórnvöld um að hann væri orðinn ellihrumur og því ekki hægt að rétta yfir honum fyrir glæpi á borð við pyntingar. Mótmælandinn á þessari mynd er með Pinochet-grímu fyrir andlitinu og í hægri hendi heldur hann á eftirlíkingu óskarsverðiaunastyttunnar frægu sem þótti við hæfi að veita harðstjóranum. Verðlaunaafhendingin, sem ungliðadeild sósíalistaflokks Chile stóð fyrir, fór fram fyrir utan skrifstofur chileska hersins í höfuðborginni Santiago. Carl Bilcft Weinberger dró ummæli sín um kafbáta i sænskri landhelgi til baka í viðtati við Carl Bildt. Weinberger segir orð sín um kaf- báta mistúlkuð Bæði sænska ríkisstjórnin og her- yfirvöld í Svíþjóð hafa fyrirskipað rannsókn á frásögn Caspars Wein- bergers, fyrrverandi varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, um að kafbátar frá NATO hafi æft með sænska sjó- hemum innan sænskrar lögsögu í Eystrasalti. Weinberger sagði i fyrra- kvöld í sjónvarpsviðtali í Svíþjóð að sænsk yfirvöld hefðu samþykkt sam- starfið. En í gær dró Weinberger fullyrð- ingu sína til baka þegar Carl Bildt, fyrrverandi leiðtogi hægri manna í Svíþjóð, ræddi við hann. „Weinberger sagði að sér væri ekki kunnugt um kafbátaæfingar Banda- ríkjamanna í sænskri landhelgi," sagði Carl Bildt meðal annars í við- tali við sænska blaðið Aftonbladet. Samkvæmt Bildt mun Weinberger vera ákaflega leiður yfir því hvemig orð hans voru túlkuð í Svíþjóð. Sænski herinn telur að rannsókn málsins ljúki innan nokkurra vikna. Skotið í Memphis: Fjórir drepnir og tveir særðir á brunavettvangi Fjórir voru skotnir til bana og tveir særðir þegar siökkviliðsmaður í Memphis í Bandaríkjunum sat fyr- ir félögum sínum úr slökkviliðinu og lögreglunni sem voru kölluð að húsi hans vegna eldsvoða. Ódæðismaðurinn, hinn 41 árs Fred Williams, ku hafa verið miður sín þar sem slitnað hafði upp úr mánaðargömlu hjónabandi hans. Slökkviliðsmennirnir voru ekki fyrr komnir á staðinn til að berjast við eldinn en Williams hóf skothríð á þá. Einn slökkviliðsmaður lést samstundis en annar af sárum sín- um á sjúkrahúsi skömmu síðar. Lögregluþjónn sem kom á vettvang var skotinn til bana áður en hann komst út úr bifreið sinni. Williams særðist þegar lögreglu- þjónar skutu að honum. Hann gafst síðan upp fyrir laganna vörðum. Yfirvöld fundu síðar lik konu inni í húsinu. Talið er að það sé af fyrrum eiginkonu Williams. Lög- reglan telur að kveikt hafi verið í húsinu. Þetta er í annað sinn á einni viku sem byssumaður drepur saklausa vegfarendur vestra. sem skapa Pioneer afdráttarlausa _______ sérstöðu K Þegar hLjóntaekl sklpta náll DEH 2000 4x45 W magnari • RDS • Stafrænt útvarp • FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laudness • Laus framhlið • Aðskilin bassi/diskant RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn IbK. 2u7 Octaver Hljóðbreytir sem aðskilur bassan. Pioneer er fyrsti bíltækja- framleiðandinn sem notar þessa tækni sem notuð er af hljóðfæra- framleiðendum. 1 ) Mosfet 45 Stærsti Mosfet útgangs- magnari sem völ er á í dag 4x45W. Kostir Mosfet eru línulegri og minni bjögun en áður hefur þekkst. Aðeins vönduðust hljómflutningstæki nota MOSFET. Pioneer hefur einkarétt í 1 ár. 3 4 5 MACH16 Ný tækni i RCA (Pre-out) utgangi sem tryggir minnsta suð sem völ er á. EEQ Tónjafnari sem gefur betri hljóðmöguleika, á einfaldan hátt. 5 forstilltar tónstillingar. 2) MARC X Nýjasta kynslóð útvarpsmóttöku, mun næmari en áður hefúr þekkst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.