Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 IDV ^ ____33 Tiivera FERILLINN Biogagnrym þótti að mörgu leyti merkileg bók. Leikstjóri Strandarinnar, Danny Boyle, segist hafa lesið bókina eftir að vinur hans hafði bent honum á hana: „Það sem sat í huga mínum af frásögn hans var að sagan gerist á paradísareyju og að á eyjunni er leynilegt samfélag. Eftir að ég las söguna sá ég að gæði hennar fólust ekki sist í að hún fjallar um fólk sem er aö koma skilaboðum hvað til annars og að náttúran er ekki eitt- hvað sem við getum ráðist á og að- lagað þörfum okkar.“ Ólærður leikari Leonardo DiCaprio hefur aldrei gengið í leikskóla eða nokkurn tím- ann sótt tíma í leiklist. Samt afrek- aði hann það átján ára garnall að skyggja á Robert De Niro í This Boys Life. Sama ár lék hann í What's Eating Gilbert Grape, þar sem hann lék þroskaheftan bróður Johnny Depp og fékk óskarstilnefn- ingu. Leikstjórinn, Lasse Halström, vildi í fyrstu ekki að Leonardo fengi hlutverkið - fannst hann alltof Á morgun verður frumsýnd í Bíó- höllinni, Laugarásbíói, Regnbogan- um og Borgarbíói á Akureyri nýjasta kvikmynd Leonardos DiCaprio, Ströndin (The Beach). í henni leikur hann Richard, sem er ungur maður með ævintýraþrá á ferð í Taílandi. Á ferð sinni þar heyrir hann af ósnortinni Qöru á leyndardómsfullri eyju. Ekki líður á löngu áður en Richard er farinn að leita eyjunnar og þar finnur hann ævintýrin sem eiga eftir að snúast í andhverfu sína. Með leik sínum í Titanic varð Le- onardo DiCaprio átrúðnaðargoð unglinga um allan heim og hefur frægð hans síst farið minnkandi þótt afrek hans í leiklistinni hafi ekki verið mikil frá því Titanic var frumsýnd. Hið villta líf hans utan kvikmyndaversins hefur gert það að verkum aö hann er eitt vinsælasta efni slúðurblaða. Áður hafði hann leikið í Manninum með járn- grímuna, sem naut góðs af vinsæld- um Titanic þegar hún var frum- sýnd, og svo tók hann að sér litið hlutverk í kvikmynd Woody Allens, Celebrity. Hlutverk hans í Strönd- inni er því fyrsta stóra hlutverk hans eftir Titanic. Ströndin er gerð eftir þekktri bandarískri skáldsögu sem ber sama nafn og er eftir Alex Garland. Þegar hún kom út árið 1996 fékk hún strax mjög góða gagnrýni og myndarlegur. Di Caprio stóð sig það vel að hann fékk óskarstilnefningu og brátt var hann á allra vörum í Hollywood. Hann var sagður hinn nýi Brando og allt þar fram eftir götunum. Leo hélt síðan áfram að sanna sig sem leikari í myndum á borö við Marvin's Room og Basket- bali Diaries og efaðist enginn um að þarna var efni í stórleikara. Engan óraði þó fyrir þvi brjálæði sem átti eftir að fylgja honum í kjölfar Titan- í kjölfanð þott foreldrar hans reyndu sitt besta til að koma honum á fram- færi. Fjórtán ára gamall reyndi hann fyrir sér á ný, fékk lítil hlutverk í sjón- varpi og fyrsta kvikmynda- hlutverkið í Critters 3. Ekki gaf frammistaða hans þar til kynna að mikilla afreka væri að vænta og að þarna væri framtíðar- stjarna kvikmyndanna, en annað hefur komið á daginn og má til gamans geta þess aö hann fékk 20 milljón dollara fyrir leik sinn í The Beach. -HK LCS. Sprottinn úr fátækt Di Caprio fæddist 11. nóvember 1974 í fátækrahverfi Hollywood og voru foreldrar hans uppgjafa-hipp- ar. Nafnið Leonardo fékk hann þeg- ar hann, ófæddur, sparkaði í móður sína meðan hún var að horfa á mál- verk eftir Leonardo Da Vinci. Þrátt fyrir að foreldrar hans væru gift bjuggu þau ekki saman en fjölskyld- an var að öðru leyti mjög samrýmd. Litli Leonardo var aðeins fimm ára þegar hann kom fyrst fram í sjón- varpi, en lítið varð úr leikferli hans Pariö á ströndinni Richard (Leonardo DiCaprio) ásamt Frantpoise (Virginie Ledoyen) sem, eins og Richard, er í ævintýraleit. Sam-bíóin - Sleepy Hollow: Hausar f júka, barmar rísa The Legend of Sleepy Hollow eftir Washington Irving er gömul hroll- vekja, afskaplega evrópsk í öllu upp- leggi og gæti þess vegna veriö göm- ul íslensk draugasaga. Tim Burton, sá snillingur af guðs náð, gefur henni kvikmyndalegt líf af einstakri alúð og nautn; maður finnur að hann er hér í sínu elementi, sérstak- lega hvað varðar alla umgjörð og andrúmsloft. Það er auðvelt að gefa sig þessu bíói á vald, þetta er þrjúbíóupplifunin síðan í gamla daga, skildu vantrúna eftir heima og leyfðu þér að njóta þessarar frá- sagnar eins og óttaslegið bam. Ichabod Crane (Depp) er kappsfull- ur lögreglumaöur í New York við upphaf nítjándu aldar. Hann er mað- ur nútímans og leggur mikið uppúr vísindalegri nálgun við lausn mála. Hann er sendur til smáþorpsins Sleepy Hollow þar sem nokkur lík hafa fundist höfuðlaus. Þorpsbúar hvísla skelfingu lostnir að hauslausi vlgamaðurinn (sem gerður var höfð- inu styttri um tuttugu árum áður) sé kominn á kreik og sé valdur að þess- um óhugnaði þar sem enginn virðist óhultur. Crane er ekki á því að trúa þessari bábilju en verður þess brátt áskynja að ekki er allt með felldu í Johnny Depp leikur lögreglumanninn lchabod Crane „... þetta er afbragös skemmtun, hausar fjúka, barmar rísa og hníga og ógnin vofir yfir, “ segir Ásgrímur meöal annars í dómi sínum. þessum syfjulega smábæ þar sem aldrei virðist sjást til sólar. Allt gæti þetta veriö úr gamalli Hammer-hrollvekju enda stendur sú fagurfræði nærri hjarta Burtons. Hann er hins vegar einstakur stílisti og býr þessu efni glæsilegan búning, auk þess að fá til liðs við sig hóp stólpaleikara sem lyfta því á enn hærra plan. Sá galli er þó á öllu fýrverkinu að Burton og Walker handritshöfundur eru óneitanlega börn síns tíma, svolítið þjakaðir af póstmódemískri kaldhæðni. Það menningarástand, jafnágætt og það getur stundum verið, passar ekki al- Asgrímur Sverrisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. veg inn í þessa sögu sem 1 raun æpir á djúpa sannfæringu. Þannig fer ljóminn af verkinu svolítið að folna þegar líða tekur á myndina og maður fer að finna of mikið fyrir höfundunum sem standa gleiðir og glottandi fyrir aftan myndavélina. Enn fremur veldur endakaflinn nokkrum vonbrigðum þar sem leit- ast er við að útskýra hinn dularfulla hauslausa drápsmann með þeim af- leiðingum að hann verður að verk- færi hefndarþorsta í stað þess að fá að vera sá dularfulli draugur sem hann á svo sannarlega skilið. Allt um það, þetta er afbragðs skemmtun, hausar fjúka, barmar rísa og hníga og ógnin vofir yfir. Hitt er samt verra að öld skynsem- innar heldur áfram að naga að rót- um hins óræða, því án þess kyns unaðar er illa komið fyrir manns- sálinni. Ásgrímur Sverrisson Leikstjóri: Tim Burton. Handrit: Andrew Kevin Walker, Kevin Yagher. Aöalhlut- verk: Johnny Depp, Christina Ricci, Mich- ael Gambon, Miranda Richardson, Casper Van Dien. LEONARDO Dl CAPRIO er fæddur 11. nóvember 1974 með sólina í sporö- drekamerkinu og tungiiö í voginni. Foreldrar: George og Immelin DiCaprio. Menntun: Grunnskóli. Leon- ardo Di Caprio hefur leikiö í fjórtán kvikmyndum sem eru eftirtaldar: 01991 Critters 3 Q1992 Poison Ivy ©1993 This Boy's Life ©1993 What's Eating Gilbert Grape ©1995 Les Cert et une Nuits ©1995 The Basketball Diaries ©1995 Total Eclipse ©1995 The Quick and the Dead ©1996 Romeo and Juliet ©1996 Marvin’s Room 01997 Titanlc 01998 The Man in the Iron Mask ©1998 Celebrity ©2000 The Beach Draumaprinsinn ber aö ofan / Ströndinni leikur Leonardo DiCaprio Richard, sem er ungur maöur meö ævintýraþrá á ferö í Taílandi. Á ferö sinni þar heyrir hann af ósnortinni fjöru á leyndardómsfullri eyju. Ströndin frum- sýnd á morgun: Leo á strö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.