Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Blaðsíða 19
18
+
23
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim.
í sátt við land og þjóð
Ýmsir forustumenn í landbúnaði hafa komið auga á
brýn verkefni, sem áður voru ekki hátt skrifuð i grein-
inni. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vill bæta
hreinleikaímynd landbúnaðarins, sem hann telur hafa
beðið hnekki á undanförnum mánuðum.
Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, sagði á
Búnaðarþingi, að landbúnaðurinn yrði að starfa í sátt við
umhverfi sitt. Vandamál mengunar, jarðvegseyðingar,
hormónanotkunar og fleiri þátta megi ekki skaða um-
hverfið og rýra traust almennings á greininni.
Sumir aðrir forustumenn eru hins vegar forstokkaðir
sem fyrr. Aðalsteinn Jónsson, formaður Samtaka sauðfjár-
bænda, sagði í gær, að ekki væri ofbeit á hálendi íslands
og að raunar væri alls engin ofbeit í landinu. Um leið kaus
hann að gagnrýna þá, sem vilja vemda villigæsir.
Þannig hafast menn ýmislegt að. Sumir reyna að byggja
upp traust, sem aðrir eru að eyða á sama tíma. Fræði-
menn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Land-
græðslunnar em sammála um, að ofbeit eigi víða þátt í
gróðureyðingu og að víða þurfi að friða hálendi.
Nánar tiltekið þarf á Suðurlandi að friða hálendi Ámes-
sýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu og á
Norðurlandi þarf að friða hálendi Þingeyjarsýslna, Eyja-
fjarðarsýslu og Skagafjarðar. Vísindamenn í landbúnaðar-
geiranum telja þessi svæði óhæf til beitar.
Mikilvægur er nýfenginn skilningur ýmissa ráðamanna
í landbúnaði á, að greinin þurfi að starfa í sátt við land og
þjóð. Þessum skilningi þarf að beita víðar en i friðun
lands. Hann nýtist líka til að koma í veg fyrir, að stofnan-
ir landbúnaðarins reyni að svindla á gæðakröfum.
Það er ekki séríslenzkt fyrirbæri, að stofnanir landbún-
aðarins reyni að skekkja hugtök til að spara vinnu og
kostnað. Þannig hefur landbúnaðarráðuneyti Bandaríkj-
anna lengi reynt að skilgreina lífrænan landbúnað á þann
hátt, að hann nái til erfðabreyttra matvæla.
Nú hefur bandaríska ráðuneytið gefizt upp á þessu og
viðurkennt, að alþjóðlegi markaðurinn hefur án afskipta
ríkisvalds komið sér upp skilgreiningu á lífrænvun land-
búnaði, sem er grundvöllur trausts almennings og hærra
markaðsverðs á búvöru, sem fær lífræna stimplinn.
Það, sem bandariska ráðuneytinu tókst ekki, með mátt
heimsveldis að baki sér, mun íslenzku ráðuneyti smárík-
is ekki takast. Enginn sátt verður við þjóðina og enn síð-
ur við alþjóðlega markaðinn um séríslenzkar reglur um
lífrænan eða vistvænan eða sjálfbæran landbúnað.
Vegna óbeitar á ströngum alþjóðareglum um lífræna
ræktun hafa islenzkar stofnanir landbúnaðarins viljað
búa til séríslenzkar og ríkisreknar reglur, sem séu þannig
lagaðar að íslenzkum aðstæðum, að það kosti litla vinnu
og litla peninga að laga landbúnaðinn að þeim.
í framhaldi af skynsamlegum yfirlýsingum ráðherra og
bændaformanns á Búnaðarþingi geta stofnanir landbún-
aðarins nú hætt að reyna að framleiða opinbera gæða-
stimpla fram hjá alþjóðareglum og viðurkennt alþjóðaregl-
ur eins og bandaríska ráðneytið hefur gert.
Næsta ljóst má vera, að aldrei fæst nein lífræn, vistvæn
eða sjálfbær vottun á lambakjöti, sem framleitt er við að-
stæður ofbeitar. Vottanir um slíkt á vegrnn rikisstofnunar
munu aldrei öðlast það traust, sem ráðherra og bændafor-
maður segjast vilja afla landbúnaðinum.
Þegar toppamir eru famir að skilja nauðsyn þess, að
greinin starfi í sátt við land og þjóð, er stigið fyrsta skref-
ið í átt til skynsamlegs landbúnaðar á íslandi.
Jónas Kristjánsson
_________________________________________FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000_FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000
DV
Skoðun
Höfnum óréttlátri kjördæmaskipan
Þau gleðitíðindi hafa
heyrst í fjölmiðlum, að gagn-
rýni sé komin fram innan
veggja Alþingis á þá stjómar-
skrárbreytingu er varðar
nýja kjördæmaskipan, sem
sérstök þingnefnd, skipuð
mönnum úr öllum þáverandi
þingflokkum skilaði af sér
fyrir síðustu kosningar. Hér
á ég við alþingismennina
Kristinn H. Gunnarsson og
Steingrím J. Sigfússon, sinn
úr hvorum flokki. Framsókn-
armennimir Páll Pétursson
ráöherra og Jón Kristjánsson hafa og
lýst sig andvíga þessari breytingu. Og í
hópinn bætast ef til vill fLeiri.
Breytingin í stórum dráttum
Ég hef ekki fylgst svo grannt með
fréttum úr hinum pólitíska heimi, en í
stómm dráttum mun breytingin vera á
þessa leið. Gera á Reykjavík að tveim-
ur kjördæmum (vestur og suður) og
fjölga þingmönnum þar verulega.
Reykjaneskjördæmi verði lagt niður,
en það sameinaö Suðurlandi. Austur-
land verði spyrt við Norðurland eystra,
en Norðurland vestra, Vestfirðir og
Vesturland verði eitt kjördæmi.
Vafalaust finnst fleimm en mér
þetta óásættanlegt, og vil ég því setja
Agnar Haflgrímsson
cand. mag.
fram eftirfarandi uppástungu
að nýrri kjördæmaskipan:
Reykjavík verði eitt kjör-
dæmi með lítið eitt fleiri
þingmenn, en hún hefur
núna. Að skipta ekki stærri
borg en Reykjavík er í fleiri
en eitt kjördæmi, þekkist víst
hvergi í heiminum. Öllum
ætti að vera ljóst að ekki nær
nokkurri átt að landsvæði
sem nær yfir aðeins nokkra
ferkílómetra, þótt þéttbýli sé,
........ skuli hafa jafn marga kjós-
endur á bak við hvern þing-
mann og dreifbýliskjördæmi.
Það getur tekið þingmann marga
daga að ferðast á milli endimarka
dreifbýliskjördæmis, en tekur hann
ekki meira en 15 mínútur að skreppa
upp í Breitholt eða í Árbæ.
Reykjanes verði áfram sérstakt kjör-
dæmi. Ef mannfjöldi á öllum þéttbýlis-
stöðum á Suðurnesjum (Mosfellssveit
meðtalin) er lagður saman, kemur í
ljós, að hann slagar hátt upp í íbúa-
fjölda Reykjavíkur.
Samelnað í eitt kjördæmi
Suðurland og Austurland verði sam-
einað í eitt kjördæmi. Á milli þessara
landsvæða eru engir teljandi fjailvegir,
og er því greið leið um allt kjördæmið
„Þaö getur tekiö þingmann marga daga aö feröast á milli endimarka dreifbýlis-
kjördæmis, en tekur hann ekki meira en 15 mínútur að skreppa
upp i Breiöholt eöa í Árbæ. “
eftir að öll fallvötn í því hafa verið brú-
uð. Minna má á, að Skálholtsbiskups-
dæmi náði að fornu og nýju yfir Múla-
sýslu(r), allt að Biskupshálsi, á milli
Möðrudals og Grímsstaða.
Norðlendingafjórðungur hinn fomi
verði eitt kjördæmi, og nái frá Gunn-
ólfsvíkurfjalli vestur í Hrútafjörð.
Hugsanlegt er og að láta hann einnig
ná yfir Strandasýslu, þar sem hún ligg-
ur að Húnaflóa. Miðpunktur þessa
kjördæmis yrði Akureyri langstærsti
þéttbýlisstaðurinn á Norðurlandi.
Að hengja Austurland aftan í Norð-
urland er augljóslega ekki eins góður
kostur, þar sem þessa landshluta skilja
hálendisfjallvegir (Möðrudals og Mý-
vatnsöræfi), sem geta verið torfærir. Á
milli Norðurlands vestra og eystra era
hins vegar engir teljandi farartálmar,
nema helst Öxnadalsheiði, sem sjaldan
er mikil hindrun. Vestfirðir og Vestur-
land eiga sér það þó sameiginlegt að
snúa i vestur og því er lagt til, að þau
verði eitt kjördæmi.
Ásættanleg tillaga?
Hér mun ekki farið út í það að
ákveða, hversu margir þingmenn skuli
tilheyra hverju kjördæmi fyrir sig, en
e.t.v. væri rétt að fjölga þeim eitthvaö
frá því sem nú er, til þess að löggjafar-
valdið og landsstjómin leggist ekki um
of á fárra manna hendur.
Niöurstaðan verður þvi þessi, ef far-
ið er eftir þeim tillögum sem hér hafa
verið settar fram: Kjördæmum í land-
inu fækki úr átta niður í fimm, og ætti
að vera ásættanlegt fyrir flesta. Óeðli-
lega mikið vald Reykjavikur innan Al-
þingis yrði skert, en dreifbýliskjör-
dæmin héldu nokkum veginn sínum
hlut frá því sem nú er. í senn yrði þetta
skynsamlegri og eðlilegri kjördæma-
skipting en nú er, hvað þá sú er fyrr-
nefnd þingnefnd leggur til.
Thatcher og Pinochet
Nú er Ágúst Pinochet, fyrrverandi
einræðisherra í Chile, kominn heim
eftir sextán mánaða stofufangelsi í
Bretlandi. Margrét Thatcher, fyrr-
verandi forsætisráðherra Breta,
sýndi mikið hugrekki með því að
heimsækja hann á sínum tíma í
stofufangelsið með allar sjónvarps-
myndavélar heimsins á sér. Hún
vissi, að með heimsókninni uppskar
hún aðeins misjafnt umtal miðju-
manna til viðbótar við alla þá heift,
sem vinstri menn bera í brjósti gagn-
vart henni. En hún vildi sýna göml-
um og traustum bandamanni Breta í
stríðinu um Falklandseyjar stuðn-
ing.
Draumur varö martröö
Hvers vegna hefur Pinochet orðið
tákn alls ills í flestum fjölmiðlum
heims? Vegna þess að vinstri menn
hata hann blóðugu hatri, og eru til
þess tvær ástæður. Hann steypti af
stóli Salvador Allende, sem
vinstri menn um víða ver-
öld höfðu bundið miklar
vonir við, af því að hann
hafði verið kjörinn forseti
Chile í lýðræðislegum kosn-
ingum (að vísu aðeins með
rúmlega þriðjungi at-
kvæða). En draumurinn um
lýðræðislega þróun í átt til
sósíalisma varð í Chile að
martröð óöaverðbólgu, upp-
lausnar og yfirvofandi
valdatöku kommúnista,
sem safnað höfðu miklum
vopnabúrum. Með herforingjabylt-
ingunni undir stjóm Pinochets 1973
var sú martröð stöðvuð.
Vel heppnaðar umbætur
Hin ástæðan er, að Pinochet
heppnaðist að breyta hagkerfl Chile
í tiltölulega skilvirkt markaðskerfi.
Hann leitaði ráða hjá ungum og vel
menntuðum hagfræðingum, hinum
svonefndu Chicago-drengjum, seldi
ríkisfyrirtæki, lækkaði skatta og jók
atvinnufrelsi. Þetta bar svo góðan ár-
angur, að Chile hefur síðan verið
öðrum löndum Rómönsku Ameríku
fyrirmynd um hagskipulag.
Það er athyglisvert, að róttækustu
umbæturnar í átt til markaðskerfis á
öndverðum níunda áratug 20. aldar
áttu sér stað í þremur löndum við
mjög ólík sfjórnmálaskilyrði, en tók-
ust allar: Hjá fhaldsstjóm í Stóra-
Bretlandi, hjá stjóm jafnaðarmanna
í Nýja Sjálandi og hjá herforingja-
stjórn í Chile.
Hvaö um mannréttindabrotin?
Gleymi ég þó ekki aðalatriðinu, að
undir stjóm Pinochets voru mann-
réttindi brotin stórkostlega í Chile,
sérstaklega fyrstu árin? Ég
spurði einmitt nokkra
Chile-búa þessarar spum-
ingar á ferð minni um land-
ið, skömmu eftir að Breta-
stjóm kyrrsetti Pinochet.
Þeir ypptu öxlum og sögðu:
„Þetta var stríð, og þetta
gerist alltaf i stríði. Pin-
ochet kom i veg fyrir yfir-
vofandi valdatöku komm-
únista, en eftir hana hefðu
ekki þrjú þúsund manns
fallið, heldur þrjú hundruð
þúsund.“ Ekkert liggur
heldur fyrir um, að Pinochet hafi átt
beina sök á falli eða hvarfi fólks, þótt
hann beri auðvitað sína ábyrgð.
Castró og Pinochet
Það er fróðlegt að bera Pinochet
saman við Castró á Kúbu, sem
nokkrir samkennarar mínir hafa
skorið upp sykur fyrir og Margrét
Frímannsdóttir samfylkingarforingi
reyndi að heimsækja fyrir nokkrum
árum, þótt Castró gæfi sér ekki tíma
til að hitta hana. Munurinn er
þrenns konar. Kommúnistastjórnin
á Kúbu tók miklu fleiri af lífi og setti
miklu fleiri í fangelsi en herforingja-
stjórnin í Chile. Ógnarstjóm hennar
hefur verið samfelld og kerflsbund-
in. í öðru lagi hefur hún það sér ekki
til málsbóta, að góður árangur hafi
náðst í efnahagsmálum. Kúba er orð-
ið eitt fátækasta land í heimi þrátt
fyrir góð skilyrði frá náttúrunnar
hendi.
Síðast, en ekki síst, heldur Castró
enn dauðahaldi í völdin, en Pinochet
leyfði þrátt fyrir allt frjálsar kosn-
ingar, beygði sig fyrir úrslitum
þeirra og fór frá völdum.
Margrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráöherra Breta, sýndi mikiö hugrekki
meö því aö heimsækja hann á sínum tíma í stofufangelsiö meö allar sjón-
varpsmyndavélar heimsins á sér. “
Hólmsteinn
Gissurarson
prófessor
Með og á móti
wrfrí réttlœtarileg?
Gott að njóta vetrarins
J „Já, ef það verð-
.rZérvz, ur ekki til að
mj skerða lögbundna
kennslu. Vetrarfrí
ein og sér geta vel verið réttlæt-
anleg. Það getur verið holt og
gott að liðka sig og njóta vetrar-
ins. Ég sé fyrir mér að vetrarfrí
geti orðið með þeim hætti t.d.
að lengja páskaleyfl. Það verð-
"1 hvenær em tekin frí. í fyrsta
Ik lagi er það skylda skólanna að
leggja fram skóladagatöl. Skóla-
I stjórnendur töldu sig þá ekki
^ hafa mannafla og peninga. Við
sendum því aukið fé frá borgar-
*. 41^ ráði á slðasta árin, m.a. til að
reyna að liðka fyrir. I öðru lagi
Sigrún Magn- er það er líka skylda foreldra
úsdóttir og skólaráða að skoða skóla-
ur þó ekki gert nema í fullu formaöur Fræösiu- dagatöl barnanna. í þriðja lagi
samráöi við foreldra. Skólar rá6s ReykJavíkur er það á ábyrgð Fræðsluráðs að
áttu að senda út skóladagatöl í hafa eftirlit með því að þessu sé
upphafi skólaárs þar sem merkt er inn framfylgt. Allir þessir aðilar hafa
hvenær starfsdagar kennara em og bmgðist í haust.“
Lágmarkskröfum ekki sinnt
- .4 „Það er ekki rétt-
I lætanlegt ef fríin
iBr verða til þess að
r ekki er hægt að
sinna lágmarkskröfum grunn-
skólalaga um 170 kennsludaga
á ári. Við höfðum frekar búist
við þvi 1 Samfoki að menn
hefðu nýtt sér það tækifæri
sem þetta óvenjulega
almanaksár gefur okkur, að
menn hefðu frekar haft fleiri
skóladaga en færri. Skólamenn
hafa almennt verið sammála um það
að skólaárin hér þyrftu að vera lengri.
Oskar Isfeld
Sigur&sson
formaöur Samfoks
Það eru líka til niðurstöður
rannsókna um að það sé bein
fylgni um lengd skólaárs og ár-
angurs í námi. Við höfum bent
á hluti sem eru í tengslum við
viðtalsdaga foreldra. I vel flest-
um skólum hefur verið tekinn
heill kennsludagur undir þetta.
Þó era til undantekningar. í
þeim skólum ná menn viðmið-
_______ unum um lágmarksfjölda
kennsludaga. Þar hafa menn
hins vegar nýtt umframdaga
og geflð vetrarfrí í stað þess að nýta þá
til kennslu."
Samband foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, SAMFOK, hafa gagnrýnt að í vel flestum skólum náist ekki að sínna lágmarkskröfum
grunnskólalaga um 170 kennsludaga á árl. Þá hafa foreldrar mjög gagnrýnt vetrarfrí barna á meðan enginn er til að slnna þeim heima.
Evrópskur jafnaðar-
mannaflokkur?
„Ég vil gera úr Samfylkingunni
jafnaðarmannaflokk sem er af
Hnýjun lifdaga á
sig að breyttum
aðstæðum. Þeir eru einu flokkarn-
ir sem hafa félagslegar lausnir til
að bæta úr vanda þeirra sem
veröa undir í lífsbaráttunni og
eru í fararbroddi til að koma á
jafnræði í viðskiptunum.“
Ummæli Össurar Skarphéöinssonar
alþm., í Degi 8. mars.
Hormónar auka
m j ólkurmagnið
„Það eru ekki síst framleiðslu-
aðferðir eins og sú að blanda
hormónum og
fúkkalyfjum í
fóður búfjár sem
gengið hafa fram
af mörgum neyt-
endum. Hormón-
ar eru meðal
annars notaðir
til að hraða vexti
dýranna og auka
afurðir þeirra. Hormónar eru
þannig notaðir til að auka magn
mjólkur sem fæst úr spenum
kúnna.“
Jóhannes Gunnarsson, form. Neyt-
endasamtakanna, í Mbl.-grein 8. mars.
Nýsköpunars j óður
er engin Byggða-
stofnun
„Nýsköpunarsjóður er engin
Byggðastofnun og hefur ekki ver-
ið. Þetta er góður
sjóður sem settur
var á stofn sam-
hliða þvi að Fjár-
festingabanki at-
vinnulífsins var
settur á stofn.
Það byggðist á
samkomulagi iðn-
aðar og sjávarútvegs og ríkis-
valdsins. Þessi sjóður er auðvitað
eins og annað í stöðugri endur-
skoðun sem slíkm', en ég hef eng-
ar meldingar heyrt um að gera
þarna breytingar á.“
Amar Sigurmundsson, form. stjórnar
Nýsköpunarsjóös, í Degi 8. mars.
Tollverðir
og höfundareintök
Ráða tollverðir því hvort
höfundur fær eintök af bók-
um sínum frá erlendum út-
gefendum og hvað þau séu
mörg? Væri ég í viðtali segði
ég: Þetta er góð spuming.
En hjá tollinum er svarið
ýmist slæmt eða ekkert. Fyr-
ir bragðið skrifa ég þessa
grein til að gera málið opin-
bert og leysa vonandi um
hnútana.
Hefur höfundur rétt til
bóka sinna?
I desember kom út bók eftir mig á
spænsku. Ég fékk tíu eintök í pósti
til Grindavíkur og tollurinn þar
gerði engar athugasemdir. Núna í
febrúar kom út önnur í Brasilíu. Ég
fékk sextán eintök sem tollurinn
stöðvaði, annað hvort á þeirri for-
sendu að skammturinn sé of stór fyr-
ir mig, eða lögin geti ekki kyngt sext-
án eintökum. I þessu máli er reynd-
ar það að fá svar eins og að tala við
steininn.
Sem höfundur hef ég haft slæma
reynslu af íslendingum hvað varðar
feril minn og bækur. Þá tekur stein-
inn úr þegar kemur að tollinum.
Hann er skringilegur. Honum er sér-
staklega illa við bækur ef þær eru á
portúgölsku.
Nú nefni ég dæmi:
Fyrir löngu sendi ég mér
I pósti portúgalska orða-
bók sem ég hafði notað.
Tollurinn sagði: Þessi fer
ekki inn í landið nema fyr-
ir greiðslu eða þú fáir ráð-
herraleyfi. Hvert á ég að
snúa mér? spurði ég. Til
Gylfa Þ. Gíslasonar, var
svarið. - Hér sjáið þið hvað
langt er síðan þetta var.
Ég bað þá að opna pakk-
ann, bókin væri notuð,
næstum farin í blöð og
hefði ekkert verðgildi. Tollarinn
sagði að þeir opnuðu ekki pakka
annarra og endursendu hana. Fólkið
þar sem ég haföi búið geymdi hana
uns ég kom aftur og skfldi að bækur
væm bannaðar á íslandi. Sumar
voru það á tíma Salazar einræðis-
herra, en ekki orðabækur. Einræðið
hjá ykkur hlýtur að vera einkenni-
legra, sagði það.
Mörgum árum seinna þegar karl-
ar voru að hverfa úr tollinum og
konur að taka við sendi ég heim á
undan mér í pakka ljóðabók eftir
Stein Steinarr og aðra eftir Torga.
Konan sem kallaði mig á teppið í
toUinum kvaðst hafa fundið reikning
í pakkanum og ég yrði að greiða toO.
Ég sagði að reikningurinn væri fyrir
annarri bók. Það sæist á titlinum.
Hún varð hin versta og setti upp
svip kvenlegrar samviskusemi: Ég
læt ekki bjóða mér þetta! Hvað á ég
að gera? spurði ég. Fá löggUdan
skjalaþýðanda til að þýða nafnið á
bókinni og reikningnum, ég ber
þetta saman, sagði hún.
Tollur eftir vigt
Þá var enginn slíkur tU á íslandi.
Ég fór aftur í toUinn, sagði henni það
og vUdi fá að minnsta kosti ljóð
Steins. Þá sagði hún með rammís-
lenskum rökum: Fyrst bækumar eru
í sama pakka veröur ekki gert upp á
mifli þeirra. Hvernig borga ég toU-
inn? spurði ég. Eftir vigt, svaraði
hún. Það þótti mér ekki rökrétt. Þá
sagði hún ógleymanlega setningu:
Heldur þú að þú sért merkilegri en
Háskóli íslands? Við þessu fann ég
ekki svar og finn ekkert ráð núna tU
að fá eintök af eigin bók.
Segði ég útgefanda mínum í Rio
sannleikann kæmist óorð á landið.
Það vildi ég síst þótt ég verði stund-
um fyrir barðinu á „landanum". Ég
er ekki klöguskjóða en segi: ÓvUd í
minn garð er orðin tilgangslaus.
Verk mín koma nú reglulega út i
Suðurlöndum. íslendingar geta þar
engu breytt. Öðru máli gegnir um
gráu svæöin í Skandinavíu.
Guðbergur
Bergsson
rithöfundur
Pá tekur steininn úr þegar kemur aö tollinum. Hann er skringilegur. Honum er sérstaklega illa viö bækur
ef þær eru á portúgölsku. “