Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Blaðsíða 36
Frítt á Fíaskó Björn Grétar Sveinsson. Björn Grétar Sveinsson: Langt frá okkar kröfum „Ég vil óska Flóabandalagsmönn- um til hamingju með að hafa náð nið- urstöðu um eitt- hvað sem þeir telja nógu gott til að senda sínum félög- um til atkvæða- greiðslu. Hins veg- ar er þetta langt frá okkar kröfum," sagði Björn Grétar Sveinsson, forseti Verkamannasam- bands íslands, í morgun um „megininntak væntanlegs kjarasamnings" Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulifsins. Björn Grétar minnti á að mjög mik- ið hefði borið á milli í kröfugerð VMSÍ annars vegar og Flóabandalags- ins hins vegar þar sem kröfur VMSÍ voru mun hærri. En telur hann ekki að samkomulagið sem gert var 1 nótt muni veikja stöðu VMSÍ gagnvart vinnuveitendum? „Það þarf ekki að vera. Það má hins vegar leiða líkum að því að þegar búið er að lenda máli á þennan hátt þá sé staða okkar ekki jafn sterk. Við fórum nú yfir þessi mál öil, en höldum áfram í okkar ferli sem er að leita heimildar til vinnustöövun- ar,“ sagði Björn Grétar. -gk í Fókusi, sem fylgir DV á morgun, er skyggnst í bókhald nemendafélaga framhaldsskólanna en þar er alls ekki allt með felldu, farið á djammið á Ak- ureyri og talað við leikkonuna Eddu Björg Eyjólfsdóttur. Gerð er smákönn- un á því hvar nokkrir valinkunnir ís- lenskir karlmenn sáu elskuna sina fyrst. Svo smelltu tveir Grænlending- ar sér á ameríska skyndibitastaði í boði Fókuss og gagnrýndu þá. Lífið eftir vinnu er hvorki meira né minna en 20 síður og þar færðu að vita allt sem er að gerast í menningar- og skemmtanalífínu, getur komist frítt á kvikmyndina Fíaskó og lesið um Is- jm%. lensku tónlistarverðlaunin frá a-ö. ER „FLÓlN“ AÐ BÍTA BJÖRN GRÉTAR? FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað T DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLA FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 DV-MYND GVA Drekkhlaðin Heimaey á leiö til Eyja Nánast eins og kafbátur kom hún meö fulifermi, 500 tonn af loönu, til Vestmannaeyja í gærkvöld. Aflinn fékkst viö Garöskaga á 4 klukkustundum eldsnemma í gærmorgun. Heimaey var í löndunarbiö i Eyjum í morgun. „Þaö er veriö aö landa í hrogn og þaö næst aö dæla 90 tonnum á klukkustund. Sennilega komumst viö ekki aö fyrr en í kvöld, “ sagöi vélstjóri á Heimaeynni viö DV. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Loðnuskipið Ammasat hætt komið út af Krýsuvíkurbjargi í nótt: Bjargið blasti við segir skipstjórinn. Vélin í gang þegar sjómíla var í stórgrýtið „Við hefðum getað verið i mikilli hættu ef vélin hefði ekki hrokkið í gang því það var leiðindaveður þarna. Hins vegar var varðskipið á fullri ferð á leið til okkar,“ sagði Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri á loðnuskipinu Ammasat, í morgun. Skipverjar á Ammasat, sem er 340 tonna skip, lentu í miklum hremm- ingum í nótt þegar vél skipsins stöðv- aðist snögglega. Skipiö var statt um tvær sjómUur út af Krýsuvíkurbjargi með fullfermi af loðnu, á leið til Þor- lákshafnar. „Við fengum sjó í olíuna, sennUega með loftventli," sagði Hrólfur. „Eftir að vélin drap á sér rak okkur nokk- uð hratt í áttina að bjarginu. Þetta var slæm staða og ekki um annað að ræða en kaUa eftir aðstoð," bætti Hrólfur við. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 04.51 og var skömmu síðar yfir skipinu í 3 þús- Páll Pétursson félagsmálaráðherra: Breytt skattþrep rask ar staðgreiðslukerfi „Það hefur verið í athugun hvað mögulegt er að gera af hálfu ríkis- stjórnarinnar tU að greiða fyrir samningum. Þetta eru nokkuð mót- aðar hugmyndir að hluta en sumt á eftir að skoða betur. Eins og hug- myndina um við- bótarskattþrep, þ.e. lægra skatt- þrep fyrir þá lægstlaunuðu sem verkalýðshreyf- ingin hefur verið að biðja um. Hug- myndinni hefur Páll Pétursson. ekki verið neitað alfarið fundar þar sem í nótt var undirrit- að samkomulag um megininntak kjarasamnings miUi Samtaka at- vinnulífsins og Flóabandalagsins. Búið var að klára ýmis sérmál og sérkröfur en samkomulag náðist um launaliðinn í nótt. í nefnd ríkis- stjórnarinnar eru ráðherramir Dav- íð Oddsson, Geir H. Haarde, HaUdór Ásgrímsson og PáU Pétursson. PáU segist hafa átt ágætan fund með forseta ASÍ og formanni Efling- ar þar sem farið var yfír nokkur at- riði sem tU greina kæmu varðandi aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjar- samningum. -hlh und fetum. „Við sveimuðum þama yfir í um 20 mínútur og ástandið var mjög krítískt á tímabili," segir Auð- unn Kristinsson sem var í áhöfn þyrlunnar. Auk hennar voru kaUað- ar út björgunarsveitir frá Grindavík og Hafnarfirði, þyrla frá varnarlið- inu og varðskipi var samstundis snú- ið á staðinn. Hrólfur Gunnarsson segist ekki - hafa verið farinn að huga að því að koma áhöfninni frá borði, en á skip- inu eru 14 menn. Þyrlan var á staðn- um og varðskipið skammt undan. En þegar skipið hafði rekið um hálfa leið að landi og ein sjómOa var í stórgrýt- ið klukkan 05.30 tókst að koma vélum þess í gang að nýju og hættuástandið var yfirstaðið. Stefnan var sett á Þor- lákshöfn að nýju og ákveðið var að varðskipið fylgdi Ammasat þangað. Hrólfur Gunnarsson sagði á áttunda tímanum í morgun að ferðin sæktist seint, enda slæmskuveður. -gk brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport______ en menn koma auga á ýmsa annmarka eins og röskun staðgreiðslukerflsins. Því ríður á að finna skynsamlega út- færslu ef taka á upp nýtt skattþrep," sagði Páll Pétursson félagsmálaráð- herra við DV í morgun. I morgun var búist við að nefnd á vegum ríkisstjómarinnar um kjara- samninga yrði kölluð saman til Átök hjá unglingum Til átaka kom milli unglinga viö Kringluna í gær. Krakkar sem safnast gjarnan saman í Kringlunni réöust á nokkra einstaklinga sem flúöu inn á bensínstöö. Starfsmenn reyndu aö skakka leikinn en þaö haföist ekki fyrr en tveir lög- reglubílar komu á vettvang. Erum flutt Skipholt 50 Skipholti 50 d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.