Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Síða 4
Umtalaðasta atriðið í íslensku kvikmyndinni Fíaskó eftir Ragnar Bragason et
þegar Björn Jörundur hoppar í sjóinn af togara og syndir í land. Það er reyndar
ekki Björn sjálfur sem hoppar heldur íslenskur áhættuleikari að nafni
Ásgeir Guðmundsson. Snæfríður Ingadóttir hitti ofurhugann sem minnir
óneitanlega á Gretti sem á sínum tíma synti úr Drangey til lands.
Islenski áhættuleikarinn Asgeir Guömundsson er meö 6 tatto og or a viðkvæmum stað eftir likamsgotun. Heimasiða hans er www.superhigway.is/ace.
Ripped Fuel inniheldur efni sem er
náskylt amfetamíni.
GRIM
r cndurborivm
Það er ósjaldan sem nýtt
tískudóp kemur til landsins.
Stundum er um að ræða hörð
ólögleg efni sem kemur þeim
sem smygla þeim inn í fangelsi
í nokkur ár og svo eru það
„daufu“ efnin sem eru ólögleg
vegna þess að þau eru óholl og
ávanabindandi en ekki alveg
jafn hættuleg og skilgreind
fíkniefni. Nýjasta efhið í þess-
um síðarnefnda flokki er
efedrín en það er náskyllt am-
fetamíni og í miklu magni veit-
ir það nánast sömu áhrif.
Þessu efni er smyglað inn til
landsins, bæði hreinu og í
formi lyfs sem heitir Ripped
Fuel. Það lyf er selt sem
vítamín fyrir fólk í íþróttum,
þá sem vilja megra sig og bara
þá sem eru alltaf þunnir og
eiga erfitt með að vakna á
morgnana. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Lyfjaeftirliti ríkisins
er sæmilegasta magn af
efedríni í Ripped Fuel og
tengja menn þar neyslu lyfsins
við íþróttafólk. „Það er mjög
vafasamt að nota þetta efni því
þú veist ekki hvað þú ert að
láta ofan í þig,“ sagði Guðrún
Eyjólfsdóttir hjá Lyfjaeftirlit-
inu þegar Fókus hafði samband
við hana. Hún staðfesti að það
virðtst vera auðvelt að verða
sér úti um þetta en Fókus fékk
þær fréttir frá neytendum að
margir hverjir hefðu keypt
þetta á líkamsræktarstöðvum
(þó ekki af fyrirtækjunum
sjálfum). En þeir sem neyta
lyfjanna segjast blása á for-
dóma Lyfjaeftirlitsins og benda
á að lyfið sé selt úti í næstu
búð í Ameríkunni.
VAft EG ÖUiNN Aö
TATTÚlO MITT ?
NEI...
SYNA |>eR NTJA
„Atriðið var tekið upp kl. 6 að
morgni í 11 stiga frosti. Ég stökk
þrisvar úr skipinu og svo voru
tekin nokkur skot af mér þegar ég
var að synda í átt til lands. Sjálft
stökkið var ekkert mál en öldu-
hæðin var svo mikil að ég drakk
töluvert úr Reykjavikurhöfn,“ seg-
ir Ásgeir sem var alveg örmagna
eftir tökurnar og lagðist á bakk-
ann og ældi. Honum varð þó ekki
meint af volkinu, enda ýmsu van-
ur þó hann sé aðeins 25 ára.
Vann í sirkus
Ásgeir er Kópavogsbúi í húð og
hár en hefur verið mikið erlendis
síðustu árin. Eftir að hafa gefist
upp á menntaskólanum fór hann
m.a. að vinna í sirkus á Bretlandi,
var á tímabili á sjó, vann á tattó-
stofu í Reykjavík, lærði líkamsgöt-
un í Kanada, var rótari fyrir Sól-
dögg og fór í áhættuleikaraskóla á
Flórída.
„Draumurinn um áhættuleik-
inn hafði lengi blundað í mér þeg-
ar ég skellti mér loksins í nám til
Flórída og ég vonast til að geta
unnið við áhættuleik í framtíð-
inni,“ segir Ásgeir sem lærði alls
kyns trix i skólanum og var m.a.
látinn hlaupa 4 km á hverjum
morgni yfir fenjasvæði með snák-
um og krókódílum. Atvinnutæki-
færin fyrir áhættuleikara á ís-
landi eru reyndar ekki mörg og
því vinnur Ásgeir fyrir sér sem
sviðsmaður á Skjá einum svona
dagsdaglega.
Hrifinn af bílaatriðum
Fíaskó er ekki fyrsta myndin
sem Ásgeir leikur í þvi hann
mátti m.a. sjá í kvikmyndinni
Óeðli og í Egils orku-auglýsing-
unni með Friðriki 2000. Sjálfur
segist hann vel geta hugsað sér að
fara í nám í leikstjórn til að hafa
með áhættuleiknum.
Er eitthvert áhœttuatriöi sem þú
vœrir ekki til í aö gera?
„Nei,“ svarar Ásgeir eftir örlitla
umhugsun. „Ég er mest spenntur
fyrir bílaatriðum. Að velta,
stökkva og svo framvegis, það
finnst mér langskemmtilegast.“
Veistu hver dánartíönin er í
þessum bransa?
„Finnst þér að ég ætti að vita
það?“ svarar Ásgeir og hlær.
„Áhættuleikari kallast ekki
áhættuleikari fyrir ekki neitt, því
fylgir sannarlega áhætta, en það
sem mestu máli skiptir er að hafa
öryggisatriðin á hreinu. Maður
þarf ekki eingöngu að vera í góðu
formi heldur verður hugurinn að
fylgja. 90% af þessu er hugurinn."
Hvaö segir kœrastan þín, er
henni alveg sama þó þú leggir líf
þitt aö veöi?
„Hún ber virðingu fyrir því sem
ég er að gera, enda verður maður
að vera samkvæmur sjálfum sér
og þetta er það sem ég vil gera,“
segir Ásgeir sem viðurkennir þó
að hann væri varla til í að
synda i íslenskum sjó
marga daga í röð.
f Ó k U S 17. mars 2000