Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Blaðsíða 15
í þá gömlu góðu daga þegar Ómar hafði hár kunni fólk að meta alvöru einlægni. Ómar söng og sagði
það sem honum bjó í hjarta og þjóðin hlustaði. Jón Páll kraftakarl náði líka til íslendinga með tærri
einlægni og fáir fara fram úr Hemma Gunn sem sagði hreinlega: „Veriði hress og ekkert stress, bless
bless.“ Nú orðið þora fáir að vera einlægir og þótt Maggi Scheving sýni tilþrif þá eru þau ekki ekta.
Raggi Bjarna sýnir að vísu lit en fáir fara fram úr konungi kokkteiltónlistarinnar André Bachmann
Hann er einn af síðustu mó.híkönunum sem Ijóma ávallt af einlægri gleði og er ekki við eina fjölina
felldur. André er söngvari hljómsveitarinnar Gleðigjafar, strætóbílstjóri, heimilisfaðir, ræstitæknir,
markaðsmaður og afi. Fókus fylgdist með degi í iífi gleðigjafans.
©09.50-11.25: „Viö Jóhannes fórum á Hótel Grand til aó undirbúa skemmti-
dagskrá fyrir brúðkaup og fimmtugsafmæli - og hitta Gunnar Möller. Viö
vorum aö reyna aö fá hann meö okkur sem umboðsmann og tæknistjóra. Gunn-
ar ætlaöi aö hugsa máliö og koma öllu í gang.“
OÓ9.35-09.50: „Þegar akstrinum
lauk fór ég beint aö hitta Jóhann-
es bróöur minn sem mér þykir rosa-
lega vænt um. Hann er yngsti bróöir-
inn af átta systkinum en ég er elstur
og viö vinnum mikið saman í
skemmtanabransanum. Jóhannes er
sendiferðabílstjóri og Jógi trúður.
Hann er líka svakalega mikill rokkdansari og var íslandsmeistari í rokkdansi í
mörg ár.“
O 06.00-09.30: „Ég
mæti alltaf til vinnu
upp úr sex því ég vil hafa
góöan tíma til aö hita
strætóinn upp en ég keyri
morgunferöir á leið 110.
Þaö eru hraöferöir úr Árbæ
og niður á Lækjartorg.
Farþegarnir eru alveg
svakalega fínir og bjóöa
alitaf góöan daginn - og
ég er auövitað alltaf hress
og kátur. Mér fannst vænt
um aö farþegarnir spuröu
hvar ég heföi verið en ég
var í nefaðgerö.“
05.15-05.30: „Ég vakna alltaf eld-
hress klukkan 05.15 og sofna eld-
hress á kvöldin. Þennan dag vaknaöi ég
líka hress og byrjaöi á því aö
setja kaffikönnuna á „play“,
burstaöi tennurnar á meöan
kannan hellti upp á og sneri
mér svo aö morgunverðinum.
Ég fæ mér ýmist brauð meö
osti eöa brauö meö osti eöa
bara brauð meö osti og morg-
unmaturinn tók kortér aö
vanda.“
0„Undanfarna mánuði hef ég veriö í þrem-
ur eöa fjórum aögeröum vegna þess að
ég var meö aðskotahlut í nefinu. Þess vegna
lagðist ég inn á háls-, nef- og eyrnadeild
Landspítalans í Fossvogi og auk þess hef ég
veriö í tveggja mánaöa meðhöndlun hjá Ein-
ari Thoroddsen. Hann fann aöskotahlutinn
upp í nefinu en náöi honum ekki út nema
meö aögerö. En þá var komin ofholdgun og
örvefur sem þýöir að ég er búinn aö missa
lyktarskynið. Þaö er jákvætt aö því leytinu aö
ég finn ekki lengur skítalykt."
O 16.30-24.00: „Viö Emelía höfum ræst Náttúrufræöistofnun íslands í tíu ár
og ég horfi á starfið sem líkamsrækt. Þarna svitna ég og fæ borgað fyrir
þaö. Losna þannig viö aö kaupa mér kort í World Class. Þetta er svo leiðinleg
vinna aö maður verður aö hugsa jákvætt og sjá aðrar hliöar á henni. Ég fékk
nægan skammt af leiöindum sem barn en þá þurfti ég aö fara í 19 aögeröir
vegna þess að ég var holgóma meö skarö í vör. Því er ég alltaf hress og kátur
enda er gaman aö fara í góðu skapi í vinnuna og koma í góöu skapi heim.
Vandamálin eru til að leysa þau og erfiðleikar til aö sigrast á þeim. Eftir vinn-
una fórum viö heim að boröa kvöldmat, slappa af og sofa.“
©11.25-13.00: „Eftir fundinn fiýtti ég mér heim og haföi
fataskipti. Síöan hitti ég Bjarna Ármannsson, forstjóra
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sem tók mér afskaplega
vel og viö ræddum átaksverkefni fyrir barnaspítala Hrings-
ins. Ég hef unnið soldið viö aö afla fé til tækjakaupa og þá
meina ég TÆKJAKAUPA en ekki huröa-, fægiskóflu- og
gluggakaupa.“
O 13.00-14.00 „Ég haföi lofað dótt-
ur minni, írisi Evu, aö passa barna-
börnin og fór til dagmömmunar aö
sækja stúlkurnar, Ágústu Ýr og Emelíu
Björt Ásgeirsdætur. Svo ég sótti stelp-
urnar sem eru alltaf í góðu skapi þegar
afi kemur þótt ég komist ekki meö
tærnar þar sem konan mín hefur hæl-
ana. Konan mín, Emelía Ásgeirsdóttir,
er nefnilega æöisleg amma og engri lík.
Hún er betri helmingurinn eða eins og
krakkarnir segja: „Hún er cool.“.“
O 14.00-16.30:
Ég passaöi stelp-
urnar heima og Em-
elía Björt horföi á
Indiana Jones sem
hún dýrkar og kallar
vídeó-Jones. Á með-
an sat ég meö
Ágústu í fanginu og
tíkin Bella vildi nátt-
úrlega fá sína at-
hygli. Þegar stelp-
urnar kvöddu fór ég
niður á Náttúrufræði-
stofnun tii aö ræsta
húsnæöiö með Emel-
■u, konunni minni.
lífi
André Bachm
17. mars 2000 f Ó k U S
15