Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2000, Síða 8
3 haf
fréttlr m —-
i másmsa v amaaiiM ^ ( + ár.aaiíi / ***
ETæiAabiH
amsetm J. __ —s- ;; .
31BMgí
Hl*
Fókus-
vefurinn
talar
Eins og alltaf er allt að gerast
á Fókusvefnum. Þau Eiríkur og
Hrund þvælast um Asíu og hafa
lent í ýmsum ævintýrum nú þeg-
ar. Umferðarómenning Reykja-
vikurbúa bliknar við hliðina á
umferðinni í Delhi. Þau eru nú
um þessar mundir stödd í ein-
hverjum 2000 metra háum hæð-
um fyrir utan Delhi og hittu þar
fólk sem hefði sómt sér vel í torf-
kofum okkar íslendinga. Gettu
enn betur leikurinn sem taflst
hefur um tíma er nú kominn á
fullt og hægt er að vinna sér
miða á stórmyndina Man on the
Moon. Nú, fólk með vandamál,
hvort sem þau eru popp- eða
kynlífstengd, getur haft samband
við þá doktora tvo, Gunna og
Love, og mxmu þeir reyna eftir
sinni bestu getu að greiða úr
flækjum ykkar þrúguðu sálna. Ef
eitthvað skal halda út á líflð þá
er upplagt að leita eftir því á
vefnum okkar því að þar er allt
það helsta sem er i gangi flokkað
niður í notendahæfar umbúðir
fyrir ykkur að kanna hvað er í
gangi og hvar. Leikhús, mynd-
listar- og bíódómar eru settir
beint inn á veflnn um leið og
þeir birtast á prenti, stundum
jafnvel áður, og ef einhver er í
vandræðum með hvaða sýningu
á að velja er Fókusvefurinn
reiðubúinn að hjálpa. Leiðist þér
en nennir ekki út úr húsi og ert
of kvefaður til að tala í símann,
skelltu þér þá á Fókusspjallið og
pikkastu á einhvem skemmtileg-
an. Svo em alls konar próf og
greinar og almennt heljarinnar
fjör. Aldrei dauð stund á Fókus-
vefnum.
ecco
Flestir sem æfa eða hafa ein-
hvem timann æft íþróttir kannast
við fíflalætin sem einkenna and-
ann í búningsklefanum. Handklæð-
in skella á rössunum og nærbux-
umar eru rækilega feldar uppi á
skáp. En þó svo að oftast sé einung-
is um að ræða góðlátlegt grín vilja
menn oft tapa sér í hita leiksins og
fara út fyrir velsæmismörkin. Sög-
ur af hlandsprengjum og öðrum
óhugnaði hefur loðað við búnings-
herbergin frá ómunatíð. Einnig
vilja margir meina að einelti blóm-
stri á þessum stað enda snýst hann
urn lítið annað en hreina karl-
mennsku. Er þetta satt eða hreinn
uppspuni og ofnotkun imyndun-
araflsins? Hvað segja iþróttamenn-
imir um það?
Klassísk stríðni
„Það er auðvitað ýmislegt sem
fer fram í búningsklefanum og
margt af því
fer alls ekki
út fyrir klef-
ann. Þetta
er yfirleitt
góðlátlegt
grín og karl-
mennsku-
stælar þó
stundum
verði úr því
heiftarlegt
stríð,“ segir
Einar Örn
Birgisson,
k n a t t -
spyrnumað-
ur hjá KR.
„Flest af
þessu gríni
hjá okkur í
IHt fer aðal-
lega fram munnlega frekar en
verklega. Ég man eftir einu
skemmtilegu atviki þegar skór eins
leiksmannsins voru teknir og
negldir fastir við bekkinn í bún-
ingsklefanum. Sólamir eyðilögðust
og hann var að sjálfsögðu ekki
mjög hress með þetta. Til að launa
viðkomandi hrekkjalómi klippti
hann buxumar hans í tætlur dag-
inn eftir og fékk vin sinn sem er
lögreglumaður til þess að banka
upp á hjá honum í kjölfarið til að
hræða hann aðeins,“ rifjar Einar
öm upp.
Hvað með þessar ógeðfelldu sögur
um hlandsprengjur og perraskap?
„Ég veit dæmi þess að menn hafi
pissað á hvor annan í sturtunni og
þá er tækifærið notað þegar ein-
hver er að þvo sér um hárið. Það er
„Það er meira
um þessa
hegðun hjá
yngri
flokkunum."
Einar Örn
Gangur lífsins
nú samt meira um þessa hegðun
hjá yngri flokkunum og svo vaxa
menn upp úr þessu,“ segir Einar
Öm og Júlíus Jónasson, handbolta-
maður hjá Val, er sammála honum
þar: „Það að strákar pissi utan í
hvor annan er búið að viðgangast
lengi og er svona klassískt dæmi
inn þá stríðni sem fram fer í bún-
ingsklefanum. Einnig var vinsælt
ef einhver stóð í sturtunni og þvoði
á sér hárið að hella enn meira
sjampói í hárið á honum án þess að
hann tæki eftir því. Þannig að
hann stóð undir bununni enda-
laust og náði því ekki að skola
sápuna burt.“
Runkukeppnin mikla
Júlíus kann þó fleiri sögur en
þessar:
„Það er ein sem ég veit ekki
hvort er sönn eða ekki. Hún gerð-
ist í yngri flokki. Einn daginn þeg-
ar æfingu lauk þustu allir inn í
búningsklefann á ógnarhraða með
glott á vör. Þjálfaranum fannst
þetta undarlegt og ákvað að athuga
hvað ylli þessum asa. Þegar hann
stakk hausnum inn í búningsklef-
ann voru allir í óðaönn að fróa sér
í keppni um hver fengi fullnæg-
segir Július og tekur
ingu fyrstm-,‘
fram að
hann selji
hana ekki
dýrar en
hann keypti
hana.
Á g ú s t
Gylfason,
knattspymu-
maður hjá
Fram, hefur
einnig orðið var við margt misjafnt
í gegnum tíðina.
„Ég man eftir einu skemmtilegu
„Þaö að
strákar pissi
utan í annan
er búiö að
viðgangast
lengi.“
Júlíus Jónasson
atviki sem gerðist þegar ég
spilaði með Val. Það vom tveir
strákar í liðinu sem voru alltaf
með meting. Þetta byrjaði sak-
leysislega hjá þeim en smám
saman stigmögnuðust
hrekkimir og metnaðurinn að
baki þeim. Einn daginn var
stríðið toppað þegar annar
þeirra setti lifandi krabba í
buxnavasann hjá hinum. Sá
varð skiljanlega ekkert sérstak-
lega hrifinn að smeygja sér í
buxurnar og finna eitthvað
skuggalegt iða slepjulega á
vægast sagt vafasömum stað.
Þetta atvik varð þó til þess að
binda enda á erjumar þeirra á
rnilli," segir Ágúst og bætir
við: „Þetta em nú samt engin
einsdæmi, þessi húmor í bún-
ingsklefanum viðgengst hvar
sem er í heiminum og ég hef
heyrt að þeir á Englandi séu
manna verstir."
Þeir hæfustu...
En fá þeir sem minna mega sín
verri útreið? Ekki nóg með það að
íþróttaumhverfið snúist
eingöngu um karl-
mennsku og keppn-
isskap heldur horfa
margir fram á
beinan og breiðan
veg til velgengni
og frægðarljóma.
Þannig hljóta ein-
hverjir að verða fyr-
ir einelti. „Ég veit
ekki hvort það er hægt
að flokka eitthvað af þessari
stríðni undir einelti þar sem það
er sjaldan sama manneskjan sem
er tekin fyrir marga daga i röð. Auð-
vitað eru menn misgóðir félagar inn-
an hópsins," segir Einar Örn.
„Annar setti lifandi
krabba í buxurnar hjá
hinum.“ Ágúst Gylfason
Ágúst tekur hins vegar undir með
Darwin og segir: „Sumir liggja ein-
faldlega betur við höggi en aðrir.“
Þessar fáu sögur úr búningsklefum
íþróttamannanna benda til þess að
ekki sé um óhóflegan óhugnað eða
gargandi perraskap að ræða heldur
saklaust grín. Sú staðfesting hefur
verið fengin að grínið getur farið úr
böndunum en þau tilfelli virðast til-
heyra undantekningum; Þannig ætti
okkur að vera óhætt að halda áfram
að hampa kempunum sem svitna til
þess að við getum sagt: „Koma svo,
strákar. Massa þetta mál.“
Leikarinn Larry Hagman, betur þekktur sem Dallaskóngurinn JR, er
furðulega likur íslenska söngvaranum Páli Óskari. Þetta eru svipsterk-
ir menn og svipbrigði þeirra eru nánast þau sömu. Þeir glotta báðir
óræðu og góðlátlegu glotti, hafa sama reffilega, sjálfsörugga yflrbragð-
ið og augnaráð þeirra er stríðnislega íbyggið. Líklega er gott að koma
sér upp svona svipbrigðum ef maður vill ná langt í liflnu sem skemmti-
kraftur. Það hefur að minnsta kosti reynst þeim vel. Auk þess eru þeir
svo sætir saman að það er spuming hvort þeir félagamir yrðu ekki
gott par! Og þó, hann Larry hefur ekkert í hann Palla okkar.
Larry Hagman leikari.
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari.
Það er eitthvað rotið innan íþróttageirans. Undarleg dulúð hvílir jafnan yfir því
sem fer fram í búningsklefum karlmanna fyrir og eftir kappleiki eða æfingar. Oftar
en ekki ganga sögur um það að þeir fari offari í perraskap í búningsklefunum en
hvað fer fram er ekki á hreinu. Fókus fór á stúfana til að komast til botns í
þessu undarlega máii.
a mig
nálfviti!
f Ó k U S 31. mars 2000