Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2000, Side 12
vikuna 30.3-6.42000 13. vika Öskurstelpan frá Harlem, hin rauðhærða Kelis, fikrarsig lymskulega upp listann. Hún er nú samt búinn að vera 8 vikur á listanum en manneskjan er einfaldlega svo reið að hún er engan veginn að fara að gefast upp. Topp 20 (07J American Pie Madonna a i/sta © 6 02 Orginal (órafmagnað) Sálin Hans Jóns Míns n 8 (03) The Ground Beneath Her U2 6 (04) Run The Water Live sl^ 1 (05) Caught Out There Kelis t 8 (06) Ex-Girlfriend No Doubt / 3 (07) Never Be The Same Mel C & Lisa Left Eye n 1 (08) Freistingar Land Og Synir 7 (09) Pure Shores All Saints (The Beach) 'l' 7 (10 ) In Your Arms (Rescue Me) Nu Generation It 4 (77) Other Side Red Hot Chilli Peppers J' 14 (Í2) Hann (Ben úr Thriller) Védís Hervör Árnad. 4, 9 (73) Sexbomb (Remix) Tom Jones 14 ®sm Macy Gray 4 (75) Say My Name Destiny's Child t 5 (16) 1 Regret It Selma 4, 5 (17) Don't Wanna Let You Go Five X 1 (W) Stand Inside Your Love Smashing Pumkins \ 4^ 2 (79) Feelin'So Good Jennifer Lopez t 6 (20) Hryllir (Thriller) Védís Hervör Árnad. 4, 5 0 topplag vikunnar J hástðkkvari vikunnar nýtt á lis tanum M stendurlstað <r-t/ vk hækkarsig frá ' slðrstu viku r lækkar sig frá siðjstu viku faif vikunnar Sætin 21 til 40 21. Go Let It Out Oasis t 9 22. Only God Knows Why Kid Rock 7 23. Bag It Up Geri Halliwell t 4 24. Crash And Burn Savage Garden 4* 3 25. You Can Do It lce Cube X 1 26. Cartoon Heroes Aqua 4- 8 27. Freakin'lt Will Smith n 2 28. He Wasn't Man... Tony Braxton t 2 29. The Last Day Of Summer Cure K 4 30. Never Let You Go Third Eye Blind t 4 31. Kiss (When The Sun..) Vengaboys ? 8 32. The Time Is Now Moloko t 2 33. Búinn Að Fá Nóg Buttercup 1 X 1 34. Be With You Enrique Iglesias 4- 3 35. Don't Give Up Chichane&Brian A. t 2 36. Amazed Lonestar 4- 4 37. Maria Maria Santana : 4» 14 38. Are You Still H. Eagle Eye Cherry t 2 39. Show Me The M... Backstreet Boys | 4- 11 40. Vertu Hjá Mér Á Mót Sól X 1 Sautjánda plata AC/DC er nýkomin út og boðar afturhvarf í blús- ræturnar. Dr. Gunni tékkaði á þessum áströlsku doberman-hundum rokksins. Einu sinni voru meðlimir AC/DC í viðtali. Spyrillinn var langskólagenginn og spurði alvar- legur: „Hvaða áhrif hefur bandið haft á þróun nútímasamfélags?" Þetta fannst AC/DC asnaleg spurning og þeir svöruðu: „Við skiljum ekki spuminguna. Við spilrnn rokk og ról!“ Þetta og fleiri tilsvör hafa gert AC/DC að gríðarlega vinsælli hljómsveit. Þetta „við spilum rokk og ekkert kjaftæði“-viðhorf er rækilega undirstrikað með tón- listinni. Lögin eru nánast alltaf eins: byija á svölu og þungu gítar- riffi frá Angus Young. Svo byrjar Brian Johnson að veina með rödd sem er ekki ósvipuð og hjá Gunnsa í Prúðuleikurunum. Svo mætir bandið og rokkar örugglega þar til lagið endar með góðum hvelli. Tveggja sekúndna þögn og þá byrjar næsta lag. AC/DC spilar aldrei ballöður og notar aldrei fiðlur, hljóðgervla, píanó eða neitt annað en gitar, bassa og trommur. AC/DC er einfaldlega rokk í sinni dýrslega fullkomnu mynd. Þeir fé- lagar hafa gnótt af húmor fyrir sjálfa sig og taka sig aldrei alvar- lega sem er glæpur sem allflestar þungarokkssveitir fremja. Húmor- inn er ekki síst að ftnna í töffara- legum textunum sem alltaf gefa meira í skyn en þeir segja. Það er alltaf gröð tvöfeldni í gangi hjá AC/DC og skiptir engu þó með- limimir séu að nálgast fimmtugt. Félagslega heftur söngvari AC/DC yar stofnuð árið 1973 í Sydney í Ástralíu og var í hróp- andi andstöðu við ríkjandi montrokk með sínu einfalda rokki. Stofnandinn var Malcolm Young sem hafði spilað á gítar með The Velvet Underground (ekki sama grúppa og starfaði í NYC). Hann fékk bróður sinn, Angus, með sér í bandið. Angus var bara 15 ára og systir hans stakk upp á að hann væri í skóla- búningnum á sviði. Hann hefur ekki farið úr þeim galla síðan, enda skólabúningurinn löngu orðinn vörumerki bandsins. 1 Sydney gaf AC/DC út eina smáskífu með fyrsta söngvaranum, Dave Evans. Bandið fluttist til Melbourne 1974 og bíl- stjóri bandsins, Bon Scott, varð söngvari þegar fýla hljóp í Dave og hann neitaði að fara á svið. Bon hafði áður verið trommari í áströlskum poppböndum og átti skuggalega fortíð, var með nokkra dóma á bakinu fyrir minni háttar afbrot og hafði verið neitað um inn- göngu í herinn fyrir að vera „félagslega heftur". Þessi fortíð, graðir textamir og of- beldisfull ímynd gerði AC/DC að eftirsóknarverð- um rokkhrottum í augum aðdáendanna sem fjölgaði ört í Ástralíu við útkomu Rock We Salute You, hékk á topp- um vinsældalista vikum saman. Með næstu plötu, Flick of the Switch, frá 1983, fór að halla und- an fæti, en bandið náði sér aftur á strik með The Razor’s Edge sem kom 1990. Þó að bandið sé langt í frá jafn vinsælt og áður hefur það haldið haus á tónleikaferðalögum, enda tónleikar AC/DC geggjuð upplifun fyrir trausta rokkhunda. Árið 1995 kom Ballbreaker, sem Rick Rubin hljóðvann, og varð hún nokkuð vinsæl. Safnkassinn Bonfire kom 1997 og innihélt fimm diska frá Bon Scott-tímabil- inu en annars var hljótt um AC/ÐC síðustu árin. Nú eru gömlu rokkhrottamir snúnir aft- ur með „Stiff Upper Lip“. Festast aldrei í drullunni Nýja platan, sú 17., boðar aftur- hvarf til blús- og boggieáhrifanna sem bandið var imdir í byrjun. Kannski ekki að furða því enn einn Young-bróðirinn, George Young, er á tökkunum. George er gamall í hettu ástralska rokksins, var í The Easybeats sem átti smellinn Friday on my Mind á 7. áratugnum og tók upp fyrstu plöt- ur bræðra sinna. Platan hefur fengið frábæra dóma, enda þykir skortur hafa verið á almennilegu rokki, án kjaftæðis og stæla. Karl- amir hafa alltaf staðið fastir á sínu rokki og gáfu Beastie Boys t.d. ekki leyfi til að nota bút af lagi. Þeir eru ekkert hræddir um að passa ekki inn í popplandslag- ið i dag þar sem unglingapopp og rokk-rapp ræður ríkjum. „Það er það besta við okkur,“ segir Angus, „við festumst aldrei í drullunni i kringum okkur. Við höfum alltaf spilað rokk og það skiptir engu hvað meirihlutinn er að fíla. Það má líkja músík við hunda: Það em alls konar sætir kjölturakkar í boði en fólk mun samt alltaf fá sér doberman-hunda líka.“ Doberman-hundar rokksins þurfa heldur engu að kvíða. Nýja platan fór beint í sjöunda sæti í Bandaríkjunum og hefur verið í fyrsta sæti í mörgum Evrópulönd- um. Bandið fékk götu nefnda eftir sér í Madrid nýverið og hyggst spila stíft í sumar. Þá geta aðdá- endurnir búist við stórsýningu. „Við reynum alltaf að koma með eitthvað sem tengist síðustu plötu,“ segir Angus. „Við vorum með stóra bjöllu fyrir Hells Bells, fallbyssu fyrir For Those about to Rock og múrbrotskúlu fyrir Bcill- breaker. Aðalmálið er auðvitað tónlistin sjálf en við reynum að koma með eitthvað sem virkar sterkt fyrir augun líka.“ „Ætli það verði ekki bara nokkrir strippar- ar á næstu tónleikaferð," segir Brian og hlær, „það myndi alla- vega passa við píötuna!" „Fólk mun alltaf fá sér doberman-hunda. platnanna High Voltage og „TNT“ 1974 og ’75. Bon drukknar í eigin ælu Efni af þessum plötum var blandað saman og gefið út í Bandaríkjimum og Evrópu sem „High Voltage" árið 1976. í kjölfar- ið fengu rokkarar í þessum lönd- um að sjá háklassa rokktónleika þegar AC/DC mætti vel slípað eft- ir áralanga þjálfun í Ástralíu. „Dirty Deeds Done Dirt Cheap" kom út í árslok 1976 og um haust- ið ‘77 kom Let there Be Rock sem Þetta fannst AC/DC asnaleg spurning og þeir svöruðu: „Við skiljum ekki spurninguna. Við spilum rokk og róli“ varð fyrsta AC/DC-platan til að fara á vinsældalista í Bandaríkj- unum. Bandið var óstöðvandi og Powerage kom um vorið 1978, en nýjum hæðum í vinsældum náði bandið með Highway to Hell sem kom út 1979. Mulningsvél AC/DC hökti aðeins við andlát Bon Scott sem drukknaði í eigin ælu 20. febrúar 1980. Nýr söngvari, Brian Johnson, var þó kominn í bandið í mars og í apríl var Back in Black tekin upp. Sú plata er sölu- hæsta plata AC/DC, fór í yfir 10 milljón eintökum í Bandaríkjun- um einum, enda stórsmellurinn You Shook Me All Night Long innanborðs. Nú varð AC/DC orðið eitt vinsælasta rokkband heims og næsta plata, For Those about to Young-bræður og borgarstjórinn í Madrld fagna nýju AC/DC-götunni. 12 f Ó k U S 31. mars 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.