Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2000, Síða 15
an upp á dekki í fiskimannsbux-
unum í glampandi sól með nagla-
þjölina og skipstjórinn hló mikið
að mér,“ segir Örn og fullyrðir að
sjómennskan hafi verið góða
reynslu og bætir við: „Allt það
sem ekki drepur þig gerir mann
bara sterkari."
Saumar sína eigin kjóla
Síðustu fimm mánuðina hefur
Örn verið að vinna á barnum á
Thomsen og vakið mikla athygli
gesta, ekki síst þegar hann mætir
í vinnuna stífmálaður og í kven-
mannsfötum. Örn er síður en svo
óvanur að leika konu en hann
hefur verið viðloðandi drag meir
og minna síðustu árin og var val-
inn dragdrottning íslands árið
1999.
„Ég ákvað að taka þátt í drag-
keppninni með tveggja daga fyrir-
vara og þá hafði ég ekki hugmynd
um það hvaða lag ég ætlaði að
taka eða í hverju ég ætlaði að
vera,“ segir Örn sem skutlaði
saman dressi úr bókaplasti á síð-
ustu stundu og gerði allt vitlaust.
Siðan hann vann titilinn er hann
búinn að hafa nóg að gera í drag-
inu. Hann var m.a. sendur til
Þýskalands í nóvember sem einn
af fulltrúum íslands á Iceland
show of culture en þar var menn-
ingarborgin Reykjavik kynnt.
„Það eru svo margir sem eru
með ranghugmyndir um dragið.
Það er alveg drag þegar fólk sér
strák í kjól í 5 cm háum hælum
með rauðan varalit í einhverju
steggjapartíi, en þannig drag fer
illa með ímyndina. Ég er
listamaður og tek starf mitt
alvarlega. Þegar ég er í dragi þá
læt ég það alltaf líta glæsilega
og kvenlega út og vanda alltaf
það sem ég geri. Þó ég sé
búinn að ganga í 12 cm háum
hælum í 18 tíma á marmaragólfi
þá er hugsunarhátturinn:
„l’m a queen, I can do it.““
„Það eru margir sem
verða ringlaðir þegar þeir
sjá mig og eiga erfitt með
að átta sig á því hvort ég sé
virkilegur kvenmaður. Útlit
mitt hefur hreinlega nærri
því valdið hjónaskilnuðum."
Örn mætti í rauðum galakjól og
söng íslensk lög við frábærar und-
irtektir. „Ég hef mjög gaman af
dragi en ég held þó að söngurinn
skipti mig meira máli. Ég elska að
syngja og ég fila alla tónlist allt
frá Thunderdome til Mariu
Callas,“ segir Örn sem stefnir á
frama innan tónlistargeirans og
væri til í að vinna með eigið efni
í framtíöinni. Örn fær ekki bara
útrás fyrir söng- og danshæfileika
sína í draginu heldur einnig sköp-
unargleðina en hann er ótrúlega
hugmyndaríkur og hannar og
saumar flesta af sínum búningum
sjálfur. „Þetta er vissulega dýr
bransi en ég fæ náttúrlega líka
pening í staðinn og ég er mjög
duglegur við að nýta mér ýmsa
hluti og breyti t.d. gjarnan göml-
um fötum eða gardínum í dýr-
indiskvöldkjóla," segir Örn og
það má til gamans geta að kjólinn
sem Örn er í, á myndinni hér á
síðunni, var saumaður úr göml-
um dúk.
„Það eru svo margir sem eru
með ranghugmyndir um dragið.
Það er alveg drag þegar fólk sér
strák í kjól í 5 cm háum hælum
með rauðan varalit í einhverju
steggjapartíi, en þannig drag fer
illa með ímyndina. Ég er lista-
maður og tek starf mitt alvarlega.
Þegar ég er í dragi þá læt ég það
alltaf líta glæsilega og kvenlega út
og vanda alltaf það sem ég geri.
Þó ég sé búinn að ganga í 12 cm
háum hælum í 18 tíma á marm-
aragólfi þá er hugsunarhátturinn:
„I’m a queen, I can do it,“ segir
Órn sem er aldrei i sama dressinu
þegar hann treður upp og leggur
mikinn metnað í það sem hann er
að gera.
Með svarta
beltið í Tai kwondo
Það er ekki bara kjólasaumur,
dans og tónlist sem eru áhugamál
Arnar heldur hefur hann einnig
mjög gaman af því að teikna og
hefur hannað ófá tattómynstur-
inn fyrir vini sína. Vinnan sem
yfirþjónn á Thomsen er einnig
hans líf og yndi.
„Ég kann mun betur við mig í
þjóninum heldur en á sjónum og
ég hreinlega elska Thomsen. Nýju
eigendurnir eru líka alveg rosa-
lega góðir yfirmenn," segir Örn
og talið berst að lífinu á bak við
barborðið sem getur verið ansi
skrautlegt ekki síst þegar hann
mætir á barinn sem ofurgellan
Venus. „Það eru margir sem
verða ringlaðir þegar þeir sjá mig
og eiga erfitt með að átta sig á því
hvort ég sé virkilegur kvenmað-
ur. Útlit mitt hefur hreinlega
nærri því valdið hjónaskilnuð-
um,“ segir Örn og rifiar upp sögu
af hjónum sem komu einu sinni á
barinn. Maðurinn byrjaði að gefa
honum hýrt auga en eiginkonan
varð alveg brjáluð enda ekki hrif-
inn að bóndinn væri að reyna við
einhverja barstelpu. Þau fóru út í
hörkurifrildi. „Það eru einnig
margir skápakarlmenn sem koma
á barinn og ég hef oft lent i því að
þeir skrifi símanúmerið sitt á
posanótuna þegar þeir borga með
korti en mér finnst það alveg
„off,“ segir örn og bætir hlæjandi
við: „Karlmenn segja einnig oft
við mig: „Venus, veistu hvað það
er svekkjandi að þú skulir vera
karlmaður? Þeim finnst það svo
mikil synd því þegar ég er kom-
inn í galakjólinn og með Dior-
skartgripina þá er ég náttúrlega
afskaplega glæsileg, þó ég segi
sjálf frá“. Það er þó vissarra að
vera ekki að abbast mikið upp á
Venus því kvensan getur sparkað
duglega frá sér ef út í það er farið
enda er örn með svarta beltið í
Tai kwondo.
En af hverju kallaröu þig Ven-
us?
„Mér finnst nafnið í fyrsta lagi
afskaplega fallegt en ég lít samt
síður en svo á mig sem einhverja
ástargyðju. Ég er hins vegar fædd-
ur í nautsmerkinu og perónuein-
kenni mín eru Venus allan hring-
inn og það er rosalega sjaldgæft,"
segir Örn sem, eins og ástargyðj-
an Venus, nær alltaf að heilla.
31. mars 2000
f ó k u s
15