Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2000, Síða 16
Þorsteinn
Guömundsson
.. nýdáinn
...og mjög ósáttur við framkomu starfsfólks Land-
spítalans í minn garð. Ég var sjötíu og átta ára gam-
all þegar ég dó, sumir mundu segja: „Hva? Það er
enginn aldur,“ en
það er auðvitað
gróf lygi. Það er
mikill aldur (gn'ðar-
lega hár aldur bor-
ið saman við önn-
ur spendýr i dýra-
ríkinu) og ég var
fullkomlega sátt-
ur við að deyja
þegar ég dó.
Öðru máli gegnir
| um þá framkomu
sem mér var
sýnd stuttu seinna þegar verið var að ganga frá lík-
inu af mér. Ég spyr nú bara: Er fólki ekkert heilagt?
Finnst fólki allt í lagi að gera...
... grín að hverju sem er?
Ég upplifði nákveemlega það sama og það fólk sem
hefur lifað það að deyja og lifna aftur viö. Það var líkt
og ég svifi skyndilega upp úr líkamanum og sæi þá
yfir herbergið sem ég lá í. Beint undir mér lá ég sjálf-
ur á bekk (meö frekar kjánalegan svip, ég viðurkenni
það enda ekki einu sinni með tennurnar uppi í mér)
og sitt hvoru megin við mig stóðu hjúkrunarkona og
læknir. Þau höfðu auðsjáanlega reynt að halda í mér
iíftórunni en ekki tekist það og nú voru þau hætt að
reyna. Þau bara...
... störðu á mig
eins og ég væri bara gamalt teppi eða eitthvaö þaö-
an af ómerkilegra. Svo fóru þau að tala saman og
ég heyrði allt sem þau sögðu. Hjúkkan: „Rosalega
eru þetta stór eyru." Læknirinn: „Já, eyrun og nefið
eru eini líkamshlutarnir
sem vaxa alla ævi.“
Hjúkkan: „Það hlýtur að
vera satt. Það er eins
gott að þessi varð ekki
hundrað ára. Hann
hefði litið út eins og
fíll!" Og þá hló læknir-
inn. Ég varð alveg
brjálaður en ég gat
ekkert gert, sveif
bara þarna yfir þeim
eins og flugdreki. Er
ég með stór eyru?
Það getur vel verið, en er
smekklegt að gera grín að þeim þegar maður getur
ekki
... svarað fyrir sig?
„Hvað á ég að skrifa í sjúkraskýrsluna?" spurði
læknirinn. „Júmbó Jónsson?" Það var eins og hjúkr-
unarkonan væri að heyra fyrsta brandarann á æv-
inni. Hún veltist um af hlátri. „Getum við ekki stopp-
að hann upp og notað hann fýrir
gervihnattaloftnet?" Aftur hlátur frá hjúkkunni. Ef ég
hefði ekki verið dauður þá hefði ég lagt inn formlega
kvörtun yfir þessu framferði. Hvernig getur há-
menntað fólk eins og hjúkrunarkonur og læknar haft
svona lágkúrulegan húmor. Þegarégvar ungur hafði
fólk miklu...
... smekklegri húmor.
Og þeir sem vildu láta taka sig alvarlega höfðu eng-
an húmor og það þótti bara alveg ágætt. En þarna
stóð þetta hámenntaða fólk flissandi og tístandi yfir
varnarlausu líkinu af mér. Svo byrjuðu þau að daðra
hvort við annað.
„Kemur þú ekki ör-
ugglega á árshátíð-
ina?“.
„Ég held það nú, ég
er nú ekki vön því
að láta mig vanta í
partí. “
„Þú vilt kannski
verða deitið mitt?"
„Ég væri alveg til í
það, ertu með
vasaljós i vasan-
um eða ertu bara
svona glaður að sjá mig.“ Og þetta
þótti alveg frábærlega fyndið. Þegar þarna var kom-
ið sögu var ég farinn að sjá Ijós í fiarlægð, nokkurs
konar Ijósgöng. Ég veit vel að ég á að láta mig svífa
inn í þau og það á að vera ...
... alveg einstök tilfinning.
Hjúkrunarkonan fór fram og skildi lækninn einan eft-
ir með mér. Læknirinn var voða spenntur að fara á
stefnumót, nuddaöi saman höndunum eins og
hamstur og prumpaöi. Ég sveif fýrir ofan hann, alveg
rosalega pirraður. Horfði á sjálfan mig dáinn fyrir
neðan, með mín stóru eyru og stóra nef. Ég vor-
kenndi sjálfum mér mjög mikið.
BOÐSKAPUR: Gerið ekki grin að útliti fólks, jafnvel
þó að það sé dáiö. Það gæti heyrt í ykkur og sárn-
aö. Ef þiö komið t.d. að manni eða konu sem er
nýdáin segiö þá alls ekki: „Rosalega er hann með
stórt nef“ eða „Ofboðslega er þetta flatbrjósta
kona.“ Gerið frekar grin einhverju sem særir engan
eins og ríkisstjórninni eða þeim sem eru of heimsk-
ir til þess að fatta að þið eruð að gera grín að þeim.
Leikskólar
Uppeldið er nú í höndum stofnana en
ekki sterkra mæðra og ástrikra feöra.
Börnin læra öll það sama og borða sam-
an og leika sér saman og leggja sig
saman undir eftirliti sérmenntaðs
starfsfólks. Minnstum tíma eyða þau í
faömi fjölskyldunnar og því hljótum við
Islendingar að vilja breyta. /
Minnihlutahópar
í upphafi síðustu aldar tóku nokkrir
kvenmenn sig til og skilgreindu konur
sem minnihlutahóp. I fyrstu var mikil
andstaða viö þessa skilgreiningu, sér-
staklega í Ijósi þess að konur eru
helmingur mannkyns. En stelpurnar
okkar gáfust ekki upp og nú er helm-
ingur mannkyns, konur, minnihlutahóp-
ur. Hið sama má eiginlega segja um
allt mannkynið. Hver einasta mann-
skepna skilgreinir sig sem minnihluta.
Það er feitt fólk, stórt fólk, svart, hvítt,
rautt, gult, Ijótt, málhalt, heyrnarlaust,
sjónlaust, mállaust og svo framvegis.
Það væri því ráð að við yrðum aftur að
mannkyni og hættum að vera í minni-
hluta. y
Stórfyrirtæki
Hlussufýrirtæki á borð við Flugleiðir og matvörukeðjuna Baug
beina spjótum sínum að þjóðinni en þjóðin er orðin dauðleið á
þeim. Á 21. öldinni vill fólk fjölbreytta valkosti og neytandann í fýr-
irrúmi. Það kærir sig ekki um einvaldsbaróna sem gaspra enda-
laust um fijálsa samkeppni en einoka allt sem þeir komast með
puttana í. Ef Islendingar ætla að anda í takt við heiminn er nauö-
synlegt að nokkur fýrirtæki keppist um flugmarkaðinn svo þeir
komist sem oftast burt frá Fróni. Landinn þarf líka að hafa efni á
að fæða sig og sína þegar hann er heima. Með einokun matvöru-,
greifanna minnka líkurnar óneitanlega á því. /
Unglingabækur
Unglingabækur eftir höfunda á borð viö
Eðvarð Ingólfsson, Þorgrim Þráinsson
og Andrés Indriðason ólu upp kynslóð-
ina sem nú reykir, dópar, safnar kynsjúk-
dómum og lætur sér standa á sama um
allt. Þetta eru samt bestu grey og þau
voru aðeins óharönaðir unglingar þegar
fullorðna fólkiö gaf þeim bækur sem
áttu að standa fyrir allt sem er gott, rétt
og æskilegt. En I rauninni fjalla þær um
heilbrigða Hitlers-æsku og eru svo of-
urnormal að þær verða fjarstæðukennd-
ar. I framtíöinni ætti hvert barn að vera
eins og það er og lesa bækur um alvöru-
fólk í staö þess að fræðast um gervi-
heim í glassúrbók.
Ferðaskrifstofur
Ekki er langt síðan ferðaskrifstofa tók Laugardals-
höll á leigu til að kynna pakkaferðirnar sínar I nýj-
um bæklingi. Það var sannkölluð Benny Hinn-
stemning í höllinni og það eina sem vantaöi var að
pakkaferðasöngurinn væri sunginn. En pakkaferð-
ir eru nokkuö sem við verðum að losa okkur við
áður en árið er úti. Blindfullir sólarlandafarar að
syngja Einu sinni á ágústkvöldi og þamba vodka í
kók höföa allavega ekki til Suöur-Evrópubúa á 21.
öldinni. Þeir skilja ekkert í svona öskrandi múg-
fylliríi.
Þjóðkirkjan
Ólafur Skúlason, fýrrver-
andi biskup, séra Róki
Kristinsson, séra Gunn-
ar Björnsson og séra
Torfi Hjaltalín... Þarf að
segja eitthvaö fleira?
I upphafi nýrrar aldar verða Islendingar að kíkja aðeins í þjóðarnaflann og gera
upp við sig hvernig þeir vilja hafa öldina. Þá liggur næst fyrir að henda því sem
við viljum ekki hafa með okkur inn í nýja öld. Fókus tók saman smálista yfir hluti
sem steypa okkur öllum í sama formið og eru því ekki ákjósanlegir í farteskið.
16
f Ó k U S 31. mars 2000