Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Qupperneq 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 I>V Sálfræðingurinn og Húsvíkingurinn Ingþór Bjarnason pólleiðangursfari við DV: Ég hef mikla trú á að Haraldur Örn komist - leiðangurinn að verða hálfnaður þrátt fyrir að 75 prósent leiðar séu enn eftir! DV-MYND E.ÓL. Gott var aö komast í rúm Ingþór segir pólfara gjarnan dreyma um einfalda hluti - aö boröa góöan mat ogjafnvel aö sitja á stól! Hann segir þaö hafa veriö afskaþlega notalegt aö komast í venjulegt rúm eftir aö hann neyddist til aö halda á ný til byggöa. „Ég tel að við getum verið mjög bjartsýn á að þetta takist hjá Haraldi að komast alla leið. Það er ekki nema upp komi bilun á búnaði, brotinn sleði eða skíði eða líkamleg áfoll sem kæmi í veg fyrir slíkt. Ég hef mikla trú á að Haraldur örn komist. Hann hefur greinilega mjög gott sjálfs- traust," sagði Ingþór Bjamason, pól- leiðangursfari og sálfræðingur frá Húsavík sem kominn er heim til Is- lands með kal á 9 fingrum. 25 dagar búnfr - um 35 eftir Ingþór segir að þó svo að Haraldur Örn Ólafsson félagi hans, sem hann skildi við á ísnum fyrir rétt rúmri viku, hafi „aðeins" lagt að baki sam- tals tæpa 200 kílómetra - og tæpir 600 kílómetrar séu eftir á norðurpólinn - sé í raun hægt að líta svo á að einung- is rétt rúmur helmingur leiðangurs- ins sé eftir í tíma talið. Þannig segir Haraldur að leiðang- urinn hafi nú staðið yfir í 25 daga en ekki sé óvarlegt að áætla að 35 dagar séu eftir. Ástæðan fyrir þessu er sú að langtorfærasti kafli leiðangursins fari brátt að verða að baki. Þetta skýrist fyrst og fremst með því að ferðum yfir erfiðustu íshryggina fer að ljúka, þyngstu byröarnar eru að segja má líka að baki og mesta myrkrið og harðasta frostið enda hækkar sól á lofti og frost minnkar eftir því sem norðar dregur. „Haraldur Örn er af þessum ástæð- um farinn að frnna hvað það er Leiörétting Ekki var rétt eftir Guðmundi Guð- bjamarsyni haft í DV á mánudag að hann hefði setið í 20 manna samn- inganefnd, svokallaðri stóru samn- inganefnd. Hið rétta er að í nefnd- inni, sem hann á sæti í, sitja 140 manns. Þá var rangt haft eftir Guð- mundi að 5 félög stæðu að Flóabanda- laginu. Hið rétta er að Efling, Hlíf og Verkalýðs- og Sjómannafélag Kefla- víkur standa að Flóabandalaginu. Annað í viðtalinu við Guðmund þar sem hann segir verkalýðshreyfing- unni illa stjómað og að verkalýðsfor- kólfar nenni ekki að semja um boðleg kjör stendur óhaggað. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. örvandi hvemig dagleiðirnar lengjast núna,“ sagði Ingþór sem er bjartsýnn á að hann sjálfur nái sér að mestu á strik eftir kalið á fingrunum níu. Verður þá fyrstur íslendinga tll að ganga á pólinn Ingþór er sálfræðingur og býr á Húsavík en Haraldur örn er lögfræð- ingur í Reykjavík. Ingþór sagði við DV í gær að hann hefði unnið við meðferð unglinga fyrir norðan. „Ég hef líka reynslu af að aðstoða íþrótta- menn hugrænt," sagði pólfarinn og kinkaði kolli með bros á vör þegar blaðamaður spurði hvort hann væri orðinn „sérfræðingur í keppnis- hörku“ - ekki síst í óbyggðum. „Auðvitað má segja að þetta sé bil- un að einhverju leyti,“ sagði Ingþór aðspurður um allt þetta álag og áreynslu að freista þess að ganga á norðurpólinn. „Þetta er eitthvað sem menn fá löngun til að takast á við. Þetta er hluti af lífinu." Ingþór segir að komist Haraldur Örn félagi hans á norðurpólinn verði hann fyrsti Islendingurinn til að kom- ast þangað gangandi og einn af fáum í heiminum sem bæði hafa gengið á norður- og suðurpólinn. Haraldur er á brotnum skóm Ingþór segir að Haraldur sé á brotnum skóm en gera við þá. „Hann á eftir að komast langt á þeirri viðgerð,“ sagði Ingþór. Har- aldi Emi verða send aðfóng að líkindum mánu- daginn 17. apríl. - Nú er lífið þarna norður frá mjög frumstætt. Hvað dreymir menn mest um að gera þegar þeir koma aftur til byggða? „Ótrúlega venjulega hluti eins og að borða góðan mat, fara í bað og jafnvel bara að sitja á venju- legum stól - ekki að sitja ailtaf fiötum beinum. Þegar ég kom til byggða aft- ur í síðustu viku fann ég notalegheit- in við að sofa í góðu rúmi. Það er ofsalega gott að geta búið við það að vera í hlýju ástandi." Er ekki vont að sofa og ísbirnir...? Ingþór segir að því lengra sem dregur frá eyjunum í Norður-Kanada minnki líkumar á að pólfarar mæti ísbjömum. - En er ekkert óþægilegt að leggjast til svefns og vita að ef ísbjöm er í ná- grenninu þá er ekkert annað en tjald- dúkur á milli þín og óargardýrsins? „Líkurnar á að ísbirnir séu þama era afar litlar. Svo litlar að menn hafa sagt við okkur að það taki því ekki að hafa af því áhyggjur. Hins vegar þegar ísbimir gera sig heima- komna fara þeir fyrst að matnum sem er á sleðanum fyrir utan tjaldið. Þá ætti manni að gefast tími til að at- huga sinn gang á meðan," segir Ing- þór Bjamason en minnist þó á að eitt sinn hafi Breti þurft að skjóta ísbjöm í gegnum tjaldið hjá sér. -Ótt hann hafi náð að Haraldur Orn Ólafsson Takist honum ætlunarverk sitt í byrjun maí aö ganga á noröur- pólinn veröur hann fyrsti ís- lendingurinn til aö gera slíkt. Snæugla í Kelduhverfi DV, AKUREYRI:_ Snæugla sást í Kelduhverfi í Norður-Þingeyj- arsýslu um helg- ina. Hún var frekar spök og menn gátu fylgst nokkuð vel með henni um stund áður en hún hóf flugið. Snæugla er með allra stærstu ugluteg- undum sem til eru í heiminum. Þær geta orðið allt að 70 cm á hæðina og vænghafið á þriðja metra. Gunnar Hallgrímsson hjá Náttúrufræði- stofnun segir að ávallt sé eitthvað um að snæuglur sjáist hér á landi og þá sé um að ræða flækingsfugla sem hafi hér viðkomu og oftast komi þeir frá Grænlandi eða Kanada. Gunnar sagði þó að árið 1994 hefði eitt snæuglupar verpt og komið upp ungum hér á landi, á Vestíjörðum, en þá voru liðin um 30 ár siðan síðast var vitað um að slíkt hefði gerst. -gk Pitsusendill og konur slegin Eitthvað virðist hann hafa verið vanstilltur maðurinn sem fékk senda heim pitsu í Þingholtin í Reykjavík í gærkvöldi. Eftir að pitsusendillinn hafði afhent mann- inum pitsuna sló hann sendilinn í andlitið. Sendillinn slapp nokkuð vel frá þessu en árásarmaðurinn var handtekinn. I Breiðholtinu voru tvær líkams- árásir kærðar og i báðum tilfellum vom karlar sökudólgar en konur fómarlömbin. Lögregla upplýsti í morgun að vitað væri hverjir þama hefðu verið að verki. -gk RARIK til Akureyrar: Stuðningur Skagfirðinga DV. AKUREYRI:_______ Byggðarráð sveitarfélagsins Skaga- fjaröar hefur samþykkt áskorun til yfirvalda um að höfuðstöðvar Raf- magnsveitu ríkisins verði fluttar tfl Akureyrar. Áður hafði borist stuðn- ingur við málið víðar að, m.a. frá Austurlandi. „Byggðaráð skorar á iðnaðarráð- herra og ríkisstjóm að sjá tfl þess að þetta mikflvæga mál nái fram að ganga,“ segir m.a. í ályktun byggðar- ráðs um þetta mál. -gk Veðrið í kvöld Vaxandi SA-átt Spáö er hægri suðvestlægri átt. Stöku skúrir fram eftir degi en síöan skýjaö með köflum. Hiti 1 til 6 stig, mildast sunnan til. Vaxandi SA-átt og fer aö rigna allra syðst og vestast I nótt. Á morgun veröur SA-átt, 10-15 m/s og rigning sunnan og vestan til en hægari og skýjaö á Noröausturlandi. Hiti 1 til 6 stig. REYKJAVIK AKUREYRI Sólartag í kvöld 20.32 20.20 Sólarupprás á morgun 06.27 06.07 Siðdegisflóð 19.06 23.39 Árdeglsflóö á morgun 07.22 11.55 Skýringar á ve&urtðknum )*-~VINDÁTT —HITI -io° '^YVINDSTYRKUR VconcT S metrum á sokúndu HEIÐSKÍRT o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAO SKÝJAÐ 0*0 W © RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA S -'9 == ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Greiðfært Greiöfært er í nágrenni Reykjavíkur. Hálkublettir eru á Hellisheiöi og í Þrengslum en hálka er á Bröttubrekku og Holtavöröuheiöi. Á Austurlandi er víöa hált. ■ GREIÐFÆRT H ÞUNGFÆRT HÁLT BBÖFÆRT Rigning sunnan og vestan til Gert er ráö fyrir suöaustanátt, 10-15 m/s og rigningu sunnan og vestan til. Búist er viö hægara og skýjuöu veöri á Norðausturlandi. Hiti 1 til 6 stig. Föstudagur Vindur: \ V'S 10-15 J Hiti 1° til 6° AVö Gert er ráö fyrir fremur hægri suðlægrl átt og skúrum en sunnan 10 til 15 m/s og fer að rlgna vestan tll stðdegis. Hltl 1 tll 6 stlg. Laugarda Vindur: 8-13 Hiti 2 \*j0 !° til 7° AV? Sunnuda Vfndun / N 8-13 m/i-J L , J Hiti2°tH7° 4 ð ð Suðvestan 8 til 13 m/s og skúrir vestan tll en Suövestan 8 til 13 m/s og skúrir vestan tll eii léttskýjað á Austurlandl. Hltl 2 tll 7 stlg, hlýjast austan til. léttskýjað á Austuriandl. Hltl 2 til 7 stlg, hlýjast austan til. Veðrið kl. 6 AKUREYRI alskýjað 3 BERGSTAÐIR alskýjaö 3 BOLUNGARVÍK alskýjaö 3 EGILSSTAÐIR 2 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 4 KEFLAVÍK skýjaö 3 RAUFARHÖFN alskýjaö 1 REYKJAVÍK úrkoma 3 STÓRHÖFÐI skúrir 3 BERGEN úrkoma -2 HELSINKI rigning 3 KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 1 OSLÓ léttskýjaö —3 STOKKHÓLMUR snjókoma O PÓRSHÖFN léttskýjaö 4 ÞRÁNDHEIMUR úrkoma -4 ALGARVE AMSTERDAM skýjaö 4 BARCELONA skýja& 11 BERLÍN þokumóöa 7 CHICAGO heiöskírt 0 DUBLIN léttskýjaö -3 HALIFAX skúrir 9 FRANKFURT rigning 9 HAMBORG rigning 2 JAN MAYEN skýjaö -2 LONDON skýjaö 3 LÚXEMBORG rigning 6 MALLORCA skýjaö 14 MONTREAL þoka 4 NARSSARSSUAQ -1 NEW YORK hálfskýjaö 9 ORLANDO heiöskirt 14 PARÍS rigning 4 VÍN alskýjaö 9 WASHINGTON léttskýjaö 4 WINNIPEG léttskýjaö 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.