Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Blaðsíða 9
9 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 I3V Fréttir Níu konum sagt upp hjá rækjuvinnslu Nasco í Bolungarvík: Neydd til aö fara suður Falleg fermingargjö f SWAROVSKI Mikið úrval af hinum heimsþekktu SWAROVSKI skartgripum Silfurkristalskrossinn Kr: 8.850.- y ^RISTALL Kringlunni - Faxafeni - segir ein þeirra, 3ja barna einstæð móðir „Þetta er lágkúruleg framkoma hjá forráðamönnum fyrirtækisins, ekki síst i ljósi þess að þeir eru með fullt af Pólverjum í vinnu,“ sagði Þuríður Guðmundsdóttir í Bolungarvík við DV í gærkvöld en hún er ein níu kvenna sem sagt var upp hjá rækjuvinnslu Nasco í Bol- ungarvík sl. fóstudag. Konumar níu hafa séð um öll þrif I verk- smiðjunni. „Fyrir hálfum mánuði fengum við tvo valkosti - annaðhvort að þeir lækkuðu launin okkar eða að okkur yrði sagt upp,“ sagði Þuríð- ur. „Við erum með sjö tíma fyrir þrifin en þeir vildu fækka um eina konu og fækka tímunum niður í sex. Við höfnuðum allar launa- lækkuninni og var því sagt upp.“ Þuríður er búin að vinna hjá fyr- irtækinu i 15 ár. Aðrar hafa unnið þar allt að tíu árum. Þuríður er einstæð móðir með þrjú börn. „Þetta þýðir það að ég þarf að fara úr bænurn," sagði hún og kvaðst vera farin að gera ráðstafanir til brottflutnings. „Ég ætla suður, það er ekki um annað að ræða. Ég neyðist til þess.“ Aðrir starfsmenn rækjuvinnsl- unnar sem DV ræddi við i gær- kvöld sögðu að mikil ólga væri meðal íslenska starfsfólksins þar. Það hefði heyrt utan að sér að til stæði að segja fleiri upp, a.m.k. tíu manns til viðbótar. Agnar Ebenesersson, fram- kvæmdastjóri rækjuvinnslunnar, sagði við DV að uppsagnirnar væru vegna endurskipulagningar og breytingar á störfum. Verið væri að breyta húsinu og vinnutil- höguninni. Því hentaði ekki lengur það fyrirkomulag sem hefði verið. Miklar líkur væru á að konurnar yrðu ráðnar aftur. Ekki hefði þó neitt verið fastákveðið enn í þeim efnum né hvort til frekari upp- sagna kæmi. „Við höfum rætt um að fækka starfsfólki en ekki með uppsögnum heldur með því að ráða ekki í stað þeirra sem hætta,“ sagði hann. Um 90 manns vinna nú í rækju- vinnslunni, að sögn Agnars, þar af a.m.k. 15 Pólverjar. Hann sagði að margir þeirra væru með græna kortið. Því væri ekki hægt að segja þeim upp fremur en íslendingum. Þeir hefðu sama rétt. Agnar kvað ekki á döfinni að ráða fleiri Pól- verja til vinnu. -JSS RARIK til Akureyrar: Stuðningur Skagfirðinga DV, AKUREYRl:_________________________ Byggðarráð sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt áskor- un til yfirvalda um að höfuðstöðvar Rafmagnsveitu ríkisins verði fluttar til Akureyrar. Áður hafði borist stuðningur við málið viðar að, m.a. frá Austurlandi. „Byggðaráð skorar á iðnaðarráð- herra og rikisstjóm að sjá til þess að þetta mikilvæga mál nái fram að ganga,“ segir m.a. í ályktun byggð- arráðs um þetta mál. -gk Orðrómur um að Japis sé til sölu: Höfum ekki falboðið fyrirtækið - segir framkvæmdastjóri. Nokkrir kaupendur líklegir „Ég kannast ekki við þetta,“ sagði Birgir Skaptason, fram- kvæmdastjóri Japis, þegar hann var inntur eftir því hvort fyrirtæk- ið væri til sölu að hluta eða öllu leyti. Heimildir DV herma að und- anfarið hafi verið leitað eftir áhugasömum kaupendum að Japis urinn, s.s. tækjasviöið og tónlistar- og afþreyingarsviðið. Það er nú kannski ekki komið á það stig að skipta fyrirtækinu í tvennt en það getur verið að þetta sé sprottið út af einhverjum slíkum málum. Við höfum verið að vinna að ýmsum verkefnum í rekstrinum eins og Japis Rótgróið fyrirtæki í afþreyingariðnaði. og myndi fyrirtækið þá selt annað- hvort í einu lagi eða i tvennu, þ.e. tónlistarbúðimar og tækjabúðim- ar. „Þetta getur kannski byggst á einhverjum misskilningi. Mis- skilningurinn er kannski sá að við höfum verið að skoða það að að- greina enn frekar hjá okkur rekst- gengur og okkur sýnist að við get- um náð meiri árangri með þvi að hafa skarpari einbeitingu á hvoru sviði fyrir sig. Þessar einingar hafa verið aðgreindar í rekstrin- um hjá okkur undanfarið og við erum bara að skoða ýmis tækifæri en við höfum ekki verið að fal- bjóða fyrirtækið,“ segir Birgir Skaptason. Ef til kæmi að Japis væri til sölu verður líklegt að telj- ast að fyrirtæki eins og Heimilis- tæki og Bræöurnir Ormsson hefðu áhuga á að kaupa tækjasvið þess en líklega væri Skifan eini aðilinn sem keypt gæti tónlistar- og af- þreyingarsviðið. -hdm MÁ B JDÐA ÞÉR SÆTI? SVARTUR•LJÓ5BRÚNN DÖKKBRÚNN•DÚKKBLÁR STÆRD: 2DDX245 CM bak: B6 cm orruno hornsófi Ledur á slitflötum OPIÐ: TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 N's-- tevintýri líkust

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.