Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Qupperneq 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 DV Nýkjörinn forseti Rússlands veröur aö gera hreint fyrír sínum dyrum í Tsjetsjeníu ef hann vill sleppa viö refsingar Evrópuráösins. Evrópuráðið þrýstir á Rússa Stjómmálanefnd Evrópuráðsins hvatti þing samtakanna til að íhuga að reka Rússa ef þeir boða ekki taf- arlaust vopnahlé í Tsjetsjeníu og hefja viðræður við uppreisnar- menn. Nefndin mælti einnig með því við aðildarlönd Evrópuráðsins að þau drægju Rússa fyrir mannréttinda- dómstólinn fyrir meint mannrétt- indabrot. Þá sagði í yfírlýsingu nefndarinnar að ráðherraráð Evr- ópuráðsins ætti að huga að brott- rekstri Rússa í júní bæti þeir ekki ráð sitt fyrir maílok. TiOögur nefndarinnar verða ræddar í Strassborg á morgun. Yoshiro Mori Nýkjörinn forsætisráöherra Japans er gamall jálkur úr stjórnarflokknum, frjálslyndum demókrötum. Japan: Nýr forsætisráð- herra þekktur fyrir klaufaskap Yoshiro Mori, sem var kjörinn nýr forsætisráðherra Japans með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á þingi í morgun, er enginn eftirbátur annarra japanskra stjórnmála- manna þegar vandræðalegur klaufa- skapur er annars vegar. Að sögn japansks dagblaðs í morgun sagði Mori einhvem tíma að sér liði eins og alnæmissjúklingi þegar bændur sem hann heOsaði úr bíl sínum á kosningaferðalagi heföu allir farið inn til sín. Mori þurfti að biðjast afsökunar á orðum sínum. Sprengihætta á lestarstöðinni í Lilleström í Noregi: Þúsundir íbúa fluttar á brott Stórir hlutar af bæjunum LiOe- ström og Rælingen í Noregi voru rýmdir í morgun vegna mikiOar sprengihættu á lestarstöðinni í LiOeström. Eldur logaði í morgun í flutningavagni sem í voru 104 tonn af própangasi eftir árekstur tveggja flutningalesta í nótt. „Við höfum flutt þúsundir manna á brott síðustu tímana. Sprengihætt- an er mikil,“ sagði Káre Kalvá, lög- regluforingi í LOleström, í samtali við netútgáfu sænska blaðsins Aftonbladet í morgun. „Slökkviliðsmennirnir hafa einnig yfirgefiö lestina vegna sprengihættunnar. Við bíðum eftir sérútbúnum bOum sem geta farið að lestinni til að reyna að slökkva eld- inn,“ sagði Kalvá. ÖO hús í eins kOómetra radíus frá slysstaðnum voru rýmd, þar á meðal lögreglustöðin og skóli. Stór hluti íbúanna utan þessa svæðis var einnig hvattur tO að yfirgefa heim- Oi sín, eða þúsundir manna. Lögreglan setti neyöaráætlun fyr- ir LiOeström og Rælingen i gang og merki um að mikilvægra tOkynn- inga væri að vænta í útvarpi var gefið. Skömmu síðar var gefið merki um að íbúamir ættu að hafa sig á brott þegar í stað. Lögreglan fékk tOkynningu um áreksturinn skömmu eftir klukkan eitt í nótt að staðartíma. Slysið varð skammt frá stöðvarbyggingunni þegar lest á norðurleið ók á aðra sem var kyrrstæð við bi autarstöð- ina. Lestin með gastanl nn var á leið frá StatoO í Svíþjóð tO StatoO í Mosjöen í Noregi. Stjórnandi lestar- innar slasaðist ekki í árekstrinum. „Enn er óljóst hvers vegna lest- amar rákust á. Við rannsökum það og lestarstjórinn verður yfirheyrð- ur,“ sagði Kalvá lögregluforingi. LiOeström og Rælingen eru skammt frá Ósló. MikOl fjöldi lesta fer um brautarstöðina I LiOeström á degi hverjum. Því er Ijóst að slysið mun hafa víðtækar afleiðingar fyrir þá sem ferðast með norsku jám- brautunum. AOar lestar sem fara mifli Óslóar og flugvaOarins á Gardermoen fara um Lideström. Flugfarþegar munu því eiga í erfið- leikum með að komast tO og frá vedinum. Búist var við því í morgun að eld- urinn yröi jafnvel látinn brenna út og að engin lest færi um stöðina í Lifleström fyrr en eftir það. - iJ <&.■!£$ gpjr •i Eyöilegging Fellibylurinn Tessie, sem gekk yfir noröausturströnd Ástralíu í gær, skildi eftir sig slóö eyöileggingar. Myndin er tekin í bænum Townsville þar sem tré rifnuöu upp meö rótum og rafmagnslínur slitnuöu. V Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavík: Sóleyjargata Smáragata Lindargata Skúlagata Garðabær: Löngufit Lækjarfit Upplýsingar í síma 550 5000 Bogahlíð Hamrahlíð Hörgshlíð Hátún Nóatún Kópavogur: Álfhólsveg Digranesveg Skólatröð Hamraborg Þora ekki að grípa Karadzic Carl BOdt, fyrrverandi sáttasemj- ari Evrópusambandsins í Bosníu, sagði í viðtali við sænska blaðið Ex- pressen í gær að handtæki NATO ekki stríðsglæpamanninn Radovan Karadzic innan nokkurra klukku- stunda þýddi það að ekki stæði tO að grípa hann á næstunni. Þar með hefði Karadzic fengið viðvörun vegna handtöku stríðsglæpamanns- ins MomcOos Krajisniks og gæti hlaðið enn sterkari öryggismúr í kringum sig. Krajisnik var handtekinn aðfara- nótt mánudags á heimOi foreldra sinna i Pale. í kjölfar slíkra aðgerða hefur maður einn til tvo sólar- hringa til að handtaka fleiri, að mati BOdts. Eftir það er of seint að láta til skarar skríða. Vesturveldin þori hvorki að handtaka Karadzic né hershöfðingja hans, Ratko Mlad- ic. BOdt grunar aö Vesturveldin hafi vOjað framkvæma eitthvað sem lít- ur vel út. Einn nánasti samstarfs- maður aðalstríðsglæpamannsins, sem hefur ekki einu sinni lífverði, er leiddur fyrir stríðsglæpadómstól- inn í Haag. Þar með fái NATO og Vesturveldin fresti. BOdt fuflyrðir að NATO viti hvar Karadzic felur sig. Annað væri hlægilegt. Sjálfur telur hann líklegt að Karadzic feli sig I Svartfjallalandi þaðan sem hann er. Fordæma afstöðu Kohls Austur-Þjóðverj- ar eru æfir yfir þvi að Helmut Kohl, fyrrverandi kansl- ari Þýskalands, reyni að hindra birtingu skjala Stasi, a-þýsku leyni- þjónustunnar, um v-þýska stjómmálamenn þar sem skjöl um A-Þjóðverja hafa verið opnuð og notuð gegn þeim. Særðust í átökum Eflefu bandarískir hermenn, einn Pólveiji og þýðandi særðust í átök- um við óbreytta serbneska borgara í suðurhluta Kosovo í gær. Charlie Kray látinn Charlie Kray, bróðir tvíburanna Ronnie og Reggie, lést á sjúkrahúsi í gær þangað sem hann hafði verið fluttur úr fangelsi. Ronnie og Reggie voru undirheimakóngar í London á sjöunda áratugnum. Ronnie lést fyr- ir íjórum árum. ísraelar heita samvinnu David Levy, utanrikisráðherra ísraels, sagði í gær aö loknum fundi með Kofi Annan, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, að ísra- elar væru reiðubúnir tO samvinnu við stofnunina um brottflutning frá suðurhluta Líbanons. 16 ár fyrir súkkuiaðistuld Kenneth Payne frá Tyler í Texas var dæmdur i 16 ára fangelsi fyrir að stela stóru stykki af Snickerssúkkulaði. Um var að ræða þriðja brot Paynes og því var hann dæmdur sem síbrotamaður. Áður hafði hann stolið smákökum og verkfærakassa. til Taívans Nýr forseti Tai- vans, Chen Shui-bi- an, ætlar þrátt fyrir viðvaranir Kína að bjóða andlegum leiötoga Tíbets, Dalai Lama, tfl Taí- vans þegar hann verður settur í emb- ætti. Chen sigraði í forsetakosning- unum á Taívan 18. mars síðastliö- inn. Ekki er vitað um afstöðu Dala- is Lama tO fyrirhugaðs boðs forseta Taívans. Heimsæklr Friðrik á ísinn Margrét ÞórhOd- ur Danadrottning og Henrik prins eru farin tO Grænlands þar sem þau ætla að heimsækja Friðrik krónprins og félaga hans á Grænlands- ísnum. Friðrik og félagar hans eru í tveggja mánaða leiðangri á Grænlandsísnum. Talið er að drottningin og prinsinn ætli að koma syni sínum á óvart með heimsókninni. Dalai Lama Árangurslausar viðræður Peter Mandelson, N-lrlandsmála- ráðherra Bretlands, gerði í gær ár- angurslausa tOraun tO að draga úr spennunni milli fufltrúa kaþólikka og mótmælenda á N-írlandi. DeOan um afvopnun skæruliðasamtaka hefur enn ekki veriö leyst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.