Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 Skoðun DV Spurning dagsins Hljópstu aprfl? Siguröur Hjartarson kaupmaður: Nei, og þoröi ekki aö láta neirtn hlaupa. Búinn aö gera of mikiö af því. Árni Hrafn Ásbjörnsson afgreiðslusérfræöingur: Nei, ekki í ár. íris Sveinsdóttir, 13 ára: Nei, þaö plataöi mig enginn en ég plataöi nokkra. Arna íris Vilhjálmsdóttir, 13 ára: Nei, ekki neitt en ég plataöi sjálf nokkra. Margrét Vala Guðmundsdóttir, 12 ára: Nei, en mamma plataöi mig og sagöi aö þaö væri kviknaö í húsinu á móti. Valur Þór Kristjánsson nemi: Nei, ég geröi þaö ekki. í sjóhernum „Bera fyrir sig ófullnægjandi öryggi á vinnustaö. “ Alþjóðafélag hermanna Þau tíðindi hafa borist að áhöfn á norskum tundur- duflaslæðara hefur afþakkað þátttöku í æfmgum með fasta- flota NATO. Bera þeir fyrir sig ófull- nægjandi öryggi á Þorsteinn vinnustað. Þar kom Hákonarson að því. Ef hér er skrifar: upphaf kjarabar- áttu hermanna - að vera ekki settir í óþarfa hættu - þá er rétt að stofna þegar í stað Alþjóða- samband hermanna og koma á full- nægjandi öryggi á vinnustað. Helstu kröfur stéttarfélagsins gætu orðið: Engum verði heimilt að eiga eða hafa umráð yfir vopnum sem nota má til árása og ekki eru veiði- vopn eða vopn lögreglu. Jarðsprengj- ur verði þegar i stað bannaðar. Eng- „Ef hér er upphaf kjarabar- áttu hermanna - að vera ekki settir í óþarfa hœttu - þá er rétt að stofna þegar í stað Alþjóðasamband hermanna. “ ir hópar undir vopnum verði leyfðir sem ekki eru á vegum ríkisvalds til þess að tryggja varnir og sjálfstæði fullvalda rikis. Engin kjamavopn verði leyfð enda í andstöðu við eðli starfsöryggis og aldrei verði um hemaðaraðgerðir að ræða í vondum veðrum. Átakasvæði verði tilkynnt með sex mánaða fyrirvara og nefnd Alþjóða- sambands hermanna taki það út með tilliti til öryggiskrafna. Tign hærri en majór fylgi réttur til að nota golf- völl funm daga í viku. Haldin verði árleg golfkeppni herja allra ríkja og taki ekki meir en fjörtíu og sex vik- ur, svo hægt sé að hafa sumarleyfi. Aldrei má berjast í sumarleyfmu. Öryggi ríkja verði helst tryggt með því að borgarar þeirra hafi eigi minna öryggi en Alþjóðasamband hermanna telur hæfa fyrir félags- menn sína. Hermönnum verði greidd hærri laun þar sem mikill hluti bún- aðar sem nú er framleiddur yrði af- numinn af öryggisástæðum. Her- menn í fríi verði alltaf í einkennis- klæðnaði tO að auðvelda hemum og herjum í gistilöndum að gæta örygg- is þeirra enda fara hermenn eigi með vopn sín yfir landamæri. Við þessa breytingu þá sparast mikið fé og ör- yggi eykst verulega. - Og því ættu hermenn ekki að hafa sína stöðu trygga gagnvart hugsanlegum við- semjendum? Samningarnir: Ég segi nei Hrönn Magnúsdóttir skrifar: Mig langar að láta sorg mína í ljós vegna þessa samnings sem er dapur- legur, allt að því sorglegur. Þar er tal- að um 30% hækkun á samningstíma- bilinu sem er 3 ár! Með ákveðnum fyr- irvara um endurskoðun „ef aðrir semja um meira og ef verðbólgan fer af stað“. Ég tek þessu með miklum fyrirvara enda hefur reynslan kennt mér allt um þessa „fyrirvara“ og „nefndir" sem hafa verið skipaðar. Samningurinn um aukinn veikinda- rétt hefur bæði kosti og galla, því mið- ur frnnst mér við vera að semja af okkur rétt sem tók langan tíma að berjast fyrir og ekki réttlæta þessa eft- „Það sem sveið sárast und- an er desemberuppbótin og orlofsuppbótin sem tilheyra sérákvœðum. Þar átti að knýja fram hœkkun, óháð hœkkun á grunnlaunum, enda aðskildir þœttir.“ irgjöf, þrátt fyrir það sem við fáum á móti. Þurfum við alltaf að gefa eftir ákveðinn rétt sem er í samningum okkar til að fá eitthvað á móti ? Af hverju getur það ekki komið inn sem hrein viðbót? Rétturinn til að flytja veikindaréttinn á milli atvinnurek- enda er stór áfangi og ber að virða hann sem slíkan. Aukinn veikinda- réttur vegna bama er af hinu góða, en betur má ef duga skal. En réttlætið væri 10 dagar á barn. Það sem sveið sárast undan er des- emberuppbótin og orlofsuppbótin sem tilheyra sérákvæðum. Þar átti að knýja fram hækkun, óháð hækkun á grunnlaunum, enda aðskildir þættir. Við erum búin að vera lengi á lág- um launum, svo hverju vorum við að tapa? Góðærinu? Stöðugleikinn er af hinu góða, en það verða allir að borga í þann sjóð, ekki bara við á lægstu laununum. Ég er ekki reið, heldur sár, og því segi ég nei. Bilaðir almenningssímar Ragnar skrifar: Það er leitt til þess að vita að svo skuli komið í síma- málum höfuð- borgarinnar að hinir svoköll- uðu almenn- ingssímar (öðru nafni „tí- kallasímar") skuli vera ónot- hæfir, hingað og þangað um borgina. Ekki bara á almannafæri, sem víst er nú ekki orðið mikið um, heldur lika innanhúss í hinum og þessum bygging- um. Þannig var einn á Lögreglustöð- inni í lamasessi (engir peningar tolldu í honum). Ég lenti í vandræðum þarna í eystri gangi (aðalinnganginum) sagði vaktmanni í anddyri af þessu, en hann gaf lítið fyrir það og bauð mér ekki að hringja. Én einhver verður að kvarta svo að lagfæring fáist. Stöð 2 frystir ekki Skjá 1 Rakel Sveinsdðttir auglýsingastj. skrifar: Mánud. 3. þ.m. birtist i DV frétt und- ir yfirskriftinni Stöð 2 frystir Skjá einn. - Þar er ýjað að þvi að Islenska útvarpsfélagið hafi neitað Skjá einum um birtingu auglýsinga í miðlum sín- um af ókunnum ástæðum. IÚ leggur ekki í vana sinn að ræða málefni ein- stakra viðskiptavina opinberlega en sér sig tilknúið að gera það í þessu til- viki. Hið sanna er að birtingar auglýs- ingar frá Skjá einum voru stöðvaðar um hríð vegna vanefnda á greiðslum. Þess skal getið að ÍÚ sér um að dreifa útsendingum Skjás eins á örbylgju- kerfi sínu. Nú hefur Skjár einn gert upp skuldir sínar við ÍÚ og er þvi Skjár einum jafnfrjálst og öllum öðrum að auglýsa sína þjónustu í miðlum ÍÚ - svo fremi að staðið verði í skilum. Óguðlegt verð ✓ •• ■■ • a olinu Salóme skrifar: Mér er óskilj- anlegt hvernig allir þessir bar- ir og pöbbar komast upp með það árum saman að okra á okkur eins og raun ber vitni. Einkanlega á öl- inu. Að borga þetta 500-600 kr. fyrir eina bjór- flösku eða glas af öli tel ég óguðlegt. Fólk kvartar um hækkun á bensíni, tryggingum, vöxt- um og hvaðeina, en þegar það fer að skemmta sér, eins og það er kallað, lætur það allt yfir sig ganga og blæs ekki úr nös hvað þá meir. Ekkert væri nú auðveldara en að stræka á pöbbana og veitingastaðina eina helgi, og allt myndi breytast. Kíkt í dýru glösin Auövitaö er þetta óguölegt verö. Almenningssímar í lamasessi Einn þeirra á Lögreglustööinni. Þeir eru vondir við framsóknarmenn Ráðherrar Framsóknarflokksins undra sig stórum á yfirgengilegri frekju samfélagsins. Dagfari getur heldur ekki annað en undrast með Halldóri Ásgrímssyni. Fólk er að ætlast til að þess að þingmenn og ráðherrar flokks- ins færi efnisleg rök fyrir öllum mögulegum málum sem troðið er i gegnum þingið. Hvað er eiginlega að fólki? Það var rifist og skammast fyrir jólin og lesin upp ómæld hjörl í ræðupúlti Alþingis til að tefja eitt mesta þjóðþrifamál íslandssög- unnar. Það má bókstaflega ekkert gera! Virkj- un og gerð fallegs stöðuvatns á Eyjabakka- svæðinu varð meira að segja til að æsa upp ólundarlið á þingi. Fólk sem telur það heilaga skyldu sína að vera alltaf á móti öllum sköp- uðum hlutum, bara af því það fattaði ekki upp á þeim sjálft. Sem betur fer tókst landsfeðrun- um að hafa vit fyrir mussuliði stjómarandstöðunn- ar og koma málum þannig fyrir að ekki þyrfti frek- ar að tuða um einskisvert umhverfismat Éyjabakka og Fljótsdalsvirkjunar. Þá var ekkert því til fyrir- stöðu að moka upp stíflu að fallegu fjallavatni fyrir gæsimar að baða sig í. Adam var þó ekki lengi í paradís. Á fjandanum átti Halldór von en ekki þessu. Nú fór sjálfur Reyð- arálshópurinn að flagga þeirri vitleysu að áætlanir Nú þarf okkar ástsœli utanríkisráð- herra að vera eins og útspýtt hundsskinn við að hugga aust- firska framsóknarmenn. um virkjun og 120 þúsund tonna álver í Reyðarfirði væru svo foráttuvitlausar að engu tali tæki. Þeir heimtuðu enn meiri virkjanir og leyfi fyrir miklu stærra álveri. - Er ekki allt í lagi heima hjá þeim? Svona lið má nú vita það að Halldór og aðr- ir góðir framsóknarmenn hafa öðrum hnöpp- um að hneppa en að láta hafa sig að fífli. Reyðarálshópurinn er nú búinn að gera þessa flottu afgreiðslu á þinginu fyrir jólin að hreinu bulli. Virkjanaandstæðingar voru þar jarðaðir með stæl algjörlega til einskis. Ekki getur fólk ætlast til þess að önnum kafnir þingmenn geti verið með nefið niðri í öllum sköpuðmn hlutum. Hvernig áttu þing- menn t.d. að vita að útreikningar vegna Eyja- bakka væru tóm vitleysa? Þingmenn sem vegna anna höfðu hvort sem er enga mögu- leika á að kynna sér einhver virkjanamál uppi í reginfjöllum. Þetta er allt þessum Reyðarálshóp að kenna. Þeir eru vondir við framsóknarmenn og ættu að skammast sin. Nú þarf okkar ástsæli ut- anríkisráðherra að vera eins og útspýtt hundsskinn við að hugga austfirska framsóknarmenn, þing- menn og samráðherra sína líka. Allt út af einhverj- um vitlausum tölum á blaði sem enginn getur skil- ið - allra síst vel upp aldir framsóknarmenn. Það ætti að banna ljót hugtök í íslensku eins og „arð- semi framkvæmda". Skemmtisiglingar í okkar hendur Gísli Guðmundsson skrifar: Það styttist í vorboðann á Seyðis- firði þegar Norræna, færeyska skipið, hefur sínar reglulegu siglingar til Austfjarða. Ég bý á Vesturlandi og hreinlega legg ekki í það að aka suður og norður um land til að taka ferjuna - eins og ég vildi geta farið í siglingu með skipi. Það er allt of dýrt að fara með Eimskip. Því miður. Við eigum að taka skemmtisiglingarnar í okkar hendur beint frá Reykjavík eða frá Þorlákshöfn. Þetta gengur ekki svona lengur hjá ríkri þjóð og alls megandi. Við erum nú eyþjóð norður í ballar- hafi og það gengur ekki að vera án farþegaskips. DVi Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.