Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Blaðsíða 24
36 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 - Tilvera I>V lí f iö Húsdýra og fjölskylduleikja unnendurnir í Url stíga á stokk og trukka upp stuðið á Gauk á Stöng. Búfénaður velkominn. POPP________________._________ ■ LAGMENNINGIN SNYR AFTUR Landsmenn gleðjist því lágmenning- borg er komin á ný. Kiddi í Hljóma- lind viröist seint þreytast á því að gefa okkur góða hluti. Núna mun Papa M starta Lágmenningarhátíð og er þar maður í þungavigtarflokki á meðal póst-rokkmanna. Hann hef- ur meðal annars verið í böndum eins og Slint og Tortoise. Hann mætir viö fimmta mann og spilar í Kjallara leikhúss.þjóöarinnar. Upp- hit sér fólkiö í MÚM um. Þessi tón- listarveisla kostar skitnar 1200 kr. Þetta álíka og aö kaupa sér bjór í Prag þar sem maður borgar 30kall fyrir guðaveigar. Sem sagt, himnesk sæla fyrir smáaura. ■ STÓRTÓNLEIKAR í BORGAR- LEIKHUSINll Hljómsveitin Dúndur- fréttir tekur að sér það stóra verk- .. efni að flytja meistaraverk hljóm- ' sveitarinnar Plnk Fioyd, Dark Side of the Moon, í heild sinni í Borgar- leikhúsinu. Haldnir verða tvennir hljómleikar. Sá fyrri er klukkan 20 og sá seinni klukkan 22.30. Forsala aðgöngumiða er í Japis í Kringlunni og Japis á Laugarvegi. Aðgangseyrir er 1973 krónur. Klúbbar ■ BREAKBÉAT.IS A 22 Fvrsta mið- vikudagskvöldiö í hverjum mánuði getið þið gengið að þykkustu og ferskustu drum & bass og ex- perimental breakbeat tónunum vís- um á efri hæð veitingahússins 22. Að þessu sinni er gestur kvöldsins dj Kristinn. Þeir Addi, Eldar og Reynir verða síðan á sínum stað. 300 kall fyrir 23 og 500 kall eftir. 18 ára aldurstakmark. Nánari upp- lýsingar á www.breakbeat.is. Krár ■ HERB A SIRKUS Herb Legowitz, öðru nafni Maggi Legó, sér um skífuþeytingar á Sirkus. ■ HILMAR ÖRN Á NÆSTABAR Kvikmyndatónskáldið Hilmar Orn Hilmarsson mun ásamt félögum sjá um aö miðvikumót renni Ijúflega í gegn hjá gestum Næsta bars. 01 í krús og kvikmyndatónlistarfílingur fara vel saman. Frítt inn sem fyrr. . ■ UÚFT Á CAFÉ ROMANCE Breski * píanóleikarinn Simone Young leikur fýrir gesti Café Romance. ■ UÚFT Á NAUSTINU Alltaf rólega heita stemmning á Naustlnu þegar söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon leikur Ijúfa tóna. Klassík ■ HASkOLAKORINN Háskólakór- Inn undir stjórn Eglls Gunnarssonar flytur lög eftir Kjartan Olafsson m.a. við Ijóð eftir Hannes Pétursson á Háskólatónleikum í Norræna hús- inu. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. og standa í um hálftíma. Aðgangs- eyrir er kr. 500, en ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteinis. ■ VORTÓNLEIKAR í SALNUM Vox academica heldur vortónleika í Salnum í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs, og hefjast þeir kl. 20.30. Stjórnandi korsins er Egill Gunnars- son. Efnisskrá veröur einstaklega fjölbreytt. 1200 kr. aögangseyrir. Leikhús DYRIN I HALSASKOGI - BANNAÐ BORNUM Leikfélag Flensborgar- skóla sýnir Dýrin í Hálsaskógi - bannað börnum, eftir Thorbjórn Egner, klukkan 20. Sýningin sem er bönnuð börnum sviptir hulunni af þessu sígilda norska barnaleikriti og leiðir í Ijós spillt samfélag þar sem fámenn valdaklíka svífst einskis til * að fullnægja dýrslegum hvötum og drepa hvers kyns andóf í dróma. Einelti og ofsóknir eru klædd kufli trúar, vonar og kærleika sem blekkir sálirnar stórar og smáar enda ekki allt sem sýnist í Hálsaskógi þar sem dýrin eru menn. SJá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísí.is Hljómsveitin Dúndurfréttir flytur Dark Side of the Moon: Tónlistin sem við höfum mest gaman af að hlusta á - segir Pétur Örn Guðmundsson, söngvari og hljómborðsleikari í kvöld mun hljómsveitin Dúnd- urfréttir flytja á tvennum tónleikum í Borgarleikhúsinu annað af tveim- ur meistarverkum Pink Floyd, Dark Side of the Moon (hitt verkið er The Wall). í nokkum tíma hefur veriö unnið að undirbúningi tónleika þessara og er ekkert sparað til að gera þá sem glæsilegasta. Full- komnu hljóökerfi hefur verið komið fyrir auk ljósa og bætt hefur verið við hljómsveitina saxófónleikaran- um Jens Hanssyni og söngkonunum Andreu Gylfadóttur, Regínu Óskars- dóttur og Guðbjörgu Magnúsdóttur sem munu syngja bakraddir. í dúnd- urfréttum eru Matthías Matthías- son, söngur/gitar, Pétur Örn Guð- mundsson, hljómborð/söngur, Ólaf- ur Hólm, trommur, Einar Þór Jó- hannsson, gítar, og Ingimundur Óskarsson, bassi. Einn af forsprökk- um Dúndurfrétta er Pétur Örn og var hann fenginn í spjall og fyrst spurður um tilurð Dúndurfrétta: „Dúndurfréttir urðu til þegar ég og félagi minn, Matthías Matthías- son, sátum eitt sinn á kaffihúsi og vorum tala um hvaða músík okkur þætti skemmtilegast að hlusta á og við komumst að því að við flluðum báðir sömu tónlistina. Þar sem við höfðum báðir verið í hljómsveitum og syngjum báðir þá ákváðum við að stofna hljómsveit sem eingöngu spilaði lög sem okkur þætti skemmtileg. Það gaf auga leið að þá urðum við að fmna menn með okk- ur sem höfðu sama smekk og við. Þannig urðu Dúndurfréttir til. Nú eru fjögur ár síðan og það hafa orð- ið smámannabreytingar í hljóm- sveitinni en kjaminn er alltaf sá sami.“ Pétur segir að viðtökurnar hafi strax verið mjög góðar: Það var greinilegt að það voru fleiri en við sem vildu gjarn- an hlusta á þessa tónlist öðruvísi en af plötum og var okkur strax vel tekið og við höfum starfað allan þenna tíma, en þó með hléum, reynum að hafa gott hlé á milli tónleikasyrpna svo við þreyt- um ekki fólk um of. Þetta er fyrst og fremst hobbíhljómsveit, við erum allir í einhverju öðru. Ég held að það skili sér til áhorfenda að við höfrnn gaman af því sem við erum að gera og þá er að passa sig á því að fá ekki sjálfur leið á tónlistinni." Hverjar skyldu svo vera uppá- haldshljómsveitir Dúndurfrétta- manna? „Auðvitað er Pink Floyd þar á blaði, en það vill nú svo til að það er nánast tilviljun að við spilum eingöngu lög fjögurra hljómsveita, Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep. Við vorum Dundurtrettir a ætingu Þaö var hvergi siakaö á á æfingu á Dark Side of the Moon. ekkert að hugsa sérstaklega um þessar hljómsveitir þegar við byrj- uðum en það kom fljótlega í ljós að þau lög sem við höfðum mest gam- an af voru leikin af þessum böndum svo við höfum eingöngu leikið þeirra lög og hefur það gefist vel.“ Snilld sem aldrei fyrnist Dark Side of the Moon er stærsta verkefnið sem þeir félagar í Dúnd- urfréttum hafa tekið sér fyrir hend- ur: „Hugmyndin kviknaði mjög fljótt eftir að við hófum að spila. Það hefur bara aldrei geflst tími til að framkvæma þessa hugmynd. Við vinnum allir hver í sínu homi, ef svo má að orði komast, og það er tímafrekt að æfa upp svona stórt verk. Það er að svo mörgu öðru að huga en bara að spila verkið þegar efnt er til stórtónleika á borð við þessa. Við komum þó alls ekki að verkinu í fyrsta sinn í kvöld. Við höfum flutt það tvisvar áður á Gauki á Stöng og það gekk mjög vel og í kjölfarið var ákveðiö að gera þetta með stæl, efna til tónleika með öllu tilheyrandi." Pétur segir tónlistina á Dark Side of the Moon hafa staðist tímans tönn og vel það: „Þetta er klassík, ein af þessum plötum sem olli straumhvörfum og hefur mótað rokksöguna og haft mikil áhrif. Tónlistin er jafn fersk i dag og hún var þá enda selst platan í stórum upplögum á geisla. Nú, tónleikamir skiptast í tvennt. Eftir hlé flytjum við verkið en fyrir hlé munum viö Pétur Orn Guömundsson Dúndurfréttir stofnuö svo hann og fétagar hans gætu spilaö þá tónlist sem þeim þykir skemmtilegust. vera með góða upphitun á góðum Pink Floyd lögum af öðrum plöt- um.“ Þegar Pétur er spurður hvort erfitt sé að flytja Dark Side of the Moon, segir hann það ekki vera eins erfitt og i fljótu bragði virðist vera: „Þetta er nokkuð erfitt tæknilega. Það er mikið af hljóðum sem eru ekki beint spiluð á hljóðfæri og kannski liggur snilldin einmitt í því að verkið er ekki mjög flókið, ég tala nú ekki um ef við miðum það við The Wall sem er öllu erfiðara í flutningi." Að lokum er Pétur spurður hvort hann kvíði ekki fyrir: „Það er alltaf spenn- ingur í manni þegar kemur að tón- leikum á borð við þessa. Ég búinn að upplifa marga súra drauma að undanfömu. Það má segja að ástandi mínu sé best lýst með þvi að segja að í mér sé blanda af stressi og tilhlökkun." -HK Dark Side of the Moon: 25 milljón eintök seld 24. mars 1973 var eitt af meist- araverkum rokksögunnar, Dark Side of the Moon, sett á markaðinn og má segja með sanni að þá hafi verið markað spor í tónlistarsög- unni því aldrei áður hafði veriö gefin út poppplata áður sem sam- anstóð af einu fljótandi verki sem náði einnig almennum vinsældum. Þar fór saman popp og list eins og best verður á kosið. Verkið var hljóðritað í Abbey Road hljóðver- inu á tímabilinu júní 1972 til janú- ar 1973. Roger Waters samdi alla texta sem unnir voru út frá þeim boðskap að stressið i daglegu lífi geti leitt til geðveiki og vann þá áður en tónlistin var sett við en hana sömdu Pink Floyd Svona iitu þeir út fjórmenningarnir Nick Mason, Richard Wright, Roger Waters og David Gilmore á þeim árum þegar Dark Side of the Moon leit dagsins Ijós. allir hljómsveitarmeðlimimir sam- an og hver í sínu lagi. Platan var ekki aðeins tónlistarlegt meistara- verk heldur einnig tæknilegt und- ur því þrátt fyrir einfaldleikann, sem yfir henni er, lágu hljómsveit- armeðlimir yfir upptökunum öll- um stundum til að bæta verkið ásamt tæknimanni sínum, Alan Parsons (einn sá frægasti í faginu sem stofnaði síðan eigin hljóm- sveit, Alan Parsons, Project). Til að gera langa sögu stutta þá sló Dark Side of the Moon rækilega í gegn og var á bandaríska Billbo- ard-listanum yfir 200 mest seldu plöturnar í 724 vikur samtals eða um fjórtán ár, þar af í 591 viku samfellt. Þrátt fyrir þennan árangur var platan aðeins eina viku á toppi listans. Dark Side of the Moon er ein af mest seldu plötum allra tíma og kannski verður hún um síðir sú mest selda því platan hefur þegar verið seld í yfir 25 milljón eintökum og selst enn þá grimmt. Hugmyndin að baki Dark Side of the Moon er spumingin: Hvað er það sem gerir fólk vitstola? Á plöt- unni má heyra spumingar og svör, meðal annars: Hve lengi hefur þú verið geðveikur? Hefur þú einhvem tímann sýnt ofbeldi? Ertu hræddur við að deyja? Hvenær kýldirðu síð- ast mann? Hafðir þú rétt til þess? Svörin er svo að finna á tónleikun- um. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.