Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 Fréttir I>V Laxveiðibændur í Árnessýslu í hár saman: Stríð í uppsiglingu - búist við uppgjöri í formannsslag í næstu viku vegna deilna um netaveiðar Á þriðjudag i næstu viku er búist við að skerist í odda í formanns- kjöri Veiðifélags Ámessýslu. Þar takast á hagsmunaaðilar í stanga- veiðiarmi félagsins og netaveiði- bændur. Búist er við hörðum slag á millli Hreggviðs Hermannssonar í Langholti, sem fer fyrir stangaveiði- mönnum, og Gauks Jörundssonar í Kaldaðarnesi, fyrrum umboðs- manns Alþingis og núverandi for- manns félagsins. Á fundinum á þriðjudaginn verð- ur reynt að leita samþykkis aðal- fundar fyrir uppkaupum á netalögn- um á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Landssamband stangaveiðifélaga hefur verið að kanna hug manna á vatnasvæðinu um kaup á netalögn- um. Fram hefur komið að um 200 netalagnir séu á svæðinu. Hefur verið nefnt að greiða 10.000 krónur fyrir hverja lögn eða tvær milljónir króna. Meðal- veiði síðustu ára hefur verið í kringum 11 tonn af laxi sem selst hefur á um 350 krónur kílóið. Fyrir það hyggst sambandið greiða ríflega 3,8 millj- ónir króna. Því til viðbótar hyggjast menn greiða rúmlega 1,7 milljóna kr. uppbót vegna ónákvæmni í skráningu sem talin er geta samsvaraö 5 tonnum af laxi. Samtals yrði því um aö ræða greiðslur til netaveiðimanna upp á 7,6 milljónir króna. Þá segir Orri Vigfússon, formað- ur NASF, að óformlegar nálganir hafa átt sér stað varðandi uppkaup eða leigu á netaveiðileyfum í Ölf- usá. Hann segir þá hjá NASF-sjóðn- um hafa varpað fram hugmynd um að netaveiðin í Ölfusá verði leigð til þriggja ára. Hreggviöur Hermannsson segir að Gaukur formaður, sem sjálfur á hagsmuna að gæta af netaveiði, standi harður á móti þessum hug- myndum. Með honum standi síðan gjaldkeri félagsins, Gunnar Gunn- arsson, bóndi á Selfossi 1. Hreggvið- ur fullyrðir, og vísar til loftmynda, Hreggviöur Hermannsson. Býður sig fram gegn sitjandi for- manni, Gauki Jörundssyni í Kaldaðarnesi. Gaukur Jörundsson. Harður á móti allri sölu eða leigu netaveiðileyfa. að Gaukur Jör- undsson stundi ólöglegar neta- veiöar í ósi Ölfu- sár. Þar sannist að netin séu ekki landfost eins og lög kveða á um. Guðni Ágústs- son landbúnaðar- ráðherra hefur haft afskipti af málinu og segir Hreggviður að hann hafi veist að sér í grein sem hann ritaði í Sunnlenska fréttablaðið. Þar harmar Guðni blaðaskrif sem særa og snerta æru heiöursmanna og birtust t.d. undir fyrirsögninni „Sauðaþjófar á Sel- fossi“ sem rituð var i MBL. í júlí á sl. ári. Þar er talað um ár sem þver- girtar eru af netum. Guðni segir hins vegar í grein sinni að engin vísbending hafi komið fram um ólöglegar netaveiðar á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Á aðalfundinum á þriðjudaginn verður kosið um formann og fjóra í meðlimi í sjö manna stjóm í veiði- félagi Árnessýslu. Um 220 manns eru í félaginu og samkvæmt heim- ildum DV er nú bitist hart um at- kvæði félagsmanna. Ljóst er að draga mun til tíðinda á fundinum sem fram fer á Hótel Selfossi. Ekki náðist í formanninn, Gauk Jör- undsson, en hann er á ferðalagi um Norður-Noreg. -HKr. Deilt í Veiðifélagi Árnessýslu: Þetta snýst um peninga - segir Loftur Þorsteinsson stjórnarmaður og býst við hörðum slag á aðalfundinum Loftur Þorsteinsson, stjómarmaður í Veiðifélagi Ámessýslu og oddviti í Hrunamannahreppi, segist eiga erfitt með að viðurkenna að ólögleg neta- veiði eigi sér stað á vatnasvæði Ölfu- sár og Hvítár. „Við erum með veiðieftirlitsmann á svæðinu og hans hlutverk er að fylgjast með þessu. Hreggviður hefur ýjað aö því að eftirlitsmaöurinn sé vanhæfur. Við skiptum því í fyrra við Borgfirðinga og hingað kom utanhér- aðsmaður til að líta eftir þessu. Hregg- viður hefur líka kært, m.a. formann- inn, en löggjafmn hefur ekki talið neitt hægt að gera í því máli. Það hlýt- ur að segja manni að ekki sé mikill fótur fyrir ólöglegum netaveiðum." - Hvað með uppkaup á netalögn- um? „Ég geri enga athugasemd við það ef menn vilja selja netalagnir. Mér finnst hins vegar alveg vanta útfærsl- una á því. Ég sé ekki aðra leið en allt vatnasvæðið verði leigt á félagslegum grunni. Ég kann þó ekki við bola- brögð í þessu frekar en öðru. Hins vegar hefur netaveiði minnkað mikið á síðustu árum. Hún er vart nema 30% af því sem var fyrir tíu árum.“ - Snýst þetta ekki fyrst og síðast um peninga? „Jú, auðvitað snýst þetta um pen- inga. Þetta snýst líka um það að við erum voða óhressir yfir þvi hvað veiði hefur dalað. Við fengum annað hiaupið á til- tölulega stuttum tíma úr Hagavatni í fyrra. Það er enginn vafi að gruggið vegna þess haíði mjög slæm áhrif. Hvort netaveiði hefur út af fyrir sig aukist út á það skal ég ekki dæma um. Netaveiðin ekki vandamál Ég vil ekki meina að neta- veiðin sé vandamál í sjálfu sér. Netin liggja ekki niðri nema frá þriðjudagsmorgni og fram á fóstu- dagskvöld. Það er því ansi mikill tími fyrir fiskinn að ganga fram hjá netunum. Ég bý hér efst á vatnasvæðinu og hef því ekki mikla möguleika á veiði. Mín veiði í Hvítá er þegar komið er að siðasta hluta veiðitím- ans seinnipartinn í ágúst og september. Þegar komið er að hrygningu þá fyllast hjá mér ailar sprænur sem fiskurinn hrygnir í. Þá veiðist iðulega kolleginn lax sem legið hefur í Hvítá yfir sumarið." Hann segist búast við hörð- um slag á aðatfundi á þriðju- daginn. „Það gæti orðið eitthvert fjör,“ sagði Loftur Þorsteinsson.-HKr. Þetta snýst allt um penlnga. Hrafnseyrarheiði lokuð mánuðum saman: Vegagerðin gerir grín að okkur - segir Jónas Ólafsson, fyrrverandi sveitarstjóri „Það þýðir ekkert hjá okkur að hafa samband við Vegagerðina á ísafirði. Þeir svara bara með útúrsnúningum og gera grín að okkur,“ seg- ir Jónas Ólafsson, íbúi á Þingeyri i ísafjarðarbæ, um ástand Hrafnseyrar- heiðar milli Dýrafjarðar og Amarfiarðar sem lok- uð hefur verið vegna snjóa í 4 mánuði. Jónas segir að Þingeyringar hafi margsinnis farið þess á leit við Vegagerð- ina á ísafirði að mokað yrði milli fiarða en ár- angurinn sé enginn. Á meðan séu íbúar í Arnar- firði, sem reyndar til- heyra sama sveitarfélagi, innilokaðir og verði sjálf- ir að moka á milli bæja til að kom- ast ferða sinna. Lokuð heiði <x % Lhingeyri Hrafnseyrarheiði \ % C . Mjólkurá 'ct Hrafnseyn fs*a „Þjónustuleysið er algjört og það má nefna að nú hefur ver- ið blíðviðri svo dögum skiptir en það er eng- in hreyfing á heiðinni. Ibúar í Mjólká verða sjálfir að moka að Hrafnseyri tO að kom- ast þaðan meö snjóbíl yfir til okkar. Vand- inn er sá að nú er að verða ófært fyrir snjó- bil upp vegna þess hve snjórinn hefur bráðn- að. Það mætti halda að Vegagerðin vilji bíða þess að snjórinn bráðni alveg og þannig opnist á milli fiarða. Það er hrika- legt að mæta bara út- y s** ís-' Jónas Oiafsson - Hrikalegt að masta bara útúrsnúningum þegar spurt er um ástæður þess að ekkert ergert fyr- ir ibúana. Þetta er ein af ástæðum þess að fólk flýr landsbyggðina. úrsnúningum þegar spurt er um ástæður þess að ekkert sé gert fyrir íbúana. Þetta er ein af ástæöum þess að fólk flýr landsbyggðina," segir Jónas. Hann segist hafa talið sjálfsagt að opna heiðina við þau skilyrði sem nú eru. Ástandið sýni svo ekki sé um villst að eng- inn vilji sé til þess að auðvelda fólki lífiö. „Samgönguráðherra hélt fund með heima- mönnum á Patreksfirði á dögunum. Eftir þann fund var bjartsýni um að bætt yrði úr þjónustunni en þvi er aldeilis ekki að heilsa," segir Jónas. -rt __________-Umsjón: Reyitir fraustasoi! nctfang: sandkorn@ff.is Frost í SÍF Óvænt brott- hvarf Finnboga Jónssonar frá SÍF hf. hefur orð- [ ið tilefni vanga- veltna. Sagan segir að ein ástæða þess að [ hann hætti hafi verið sú að stjórnarformað- urinn, Friðrik Pálsson, hafi viljað hann í burtu. Fremur kalt hafi ver- ið milli Finnboga og Friðriks en sá síðamefndi hafi verið minnugur þess að við uppgjör innan SH hafi það verið atkvæði hins gamla fyrir- tækis Finnboga, Síldarvinnslunnar, sem réð úrslitum um að Róbert Guðfinnsson náði undirtökunum og Friðrik fauk. Þá var Finnbogi að visu kominn til íslenskra sjávarafurða en það voru góðir félagar hans Róbert og Björgúlfur Jóhannsson sem stóðu að hallarbyltingunni. Nú er Finnbogi kominn til Samherja hvar hann er stjórnarformaður en hann og Þor- steinn Már Baldvinsson eru systraböm... Feögar Viðkvæmt ástand er í Bol- ungarvík eftir að rækju- vinnslan Nasco sagði upp níu konum sem starfað höfðu við þrif. Kon- unum níu var boðin endur- ráðning á lakari kjörum sem þær höfnuðu. Verkalýðsformaðurinn i þessu þúsund manna byggðarlagi, Sigurður Þorleifsson, hafði að- spurður ekkert heyrt af málinu. Það er skondin tilviljun að sonur Sigurðar verkalýðsformanns er verkstjóri hjá Nasco og hefur vænt- anlega haft með það að gera að reka konurnar sem ekki þáðu launalækkun. Sjaldan fellur eikin langt frá eplinu, eða þannig... Til mömmu Hinn vinstri- græni varaþing- maður Samfylk- ingarinnar, Árni Þór Sigurðsson, mun hafa ein- angrast nokkuð í pólitíkinni upp á síðkastið og þá sér í lagi eft- ir að hann hætti sem aðstoðarmaður borgarstjóra. Nú mun Árni aðeins gegna stööu formanns hafnarstjómar Reykjavík- urborgar og er að sögn áfram um að komast í opinbera þjónustu. í kjöl- far þess að stofnað verði sendiráð í Kanada gæti verið heppilegt fyrir hann að taka þar við stöðu sendir- ráðsritara í sendiráði síns gamla fóstra, Svavars Gestssonar. Þar með segja gárungar að Árni Þór væri kominn heim til mömmu... Frá haga í maga Landbúnaðar- ráðherra, Guðni Ágústs- son, eða Gunn- ar á Hlíðarenda eins og hann er oft kallaður, hefur mælt fyr- ir tillögu um að í óskapanna sém dundu yfir Suðurland í salmon- eliumálum sé það brýn nauðsyn að færa málefni heilbrigðiseftirlits yfir í landbúnaðarráðuneytið. Þeg- ar ónefndur prestur á Suðurlandi bað Guðna um útskýringar á þessu á dögunum og hvað ná- kvæmlega það væri sem ætti að falla undir starfssvið ráðuneytis- ins herma sagnir að Guðni hafi svarað að bragði: „Allt frá haga ofan í maga...“...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.