Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Side 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
X>V
Samkomulag í nánd
Clinton og Barak eru bjartsýnir á aö
senn veröi samiö um friö.
Clinton og Barak
ræðast við
Bill Clinton og Ehud Barak, for-
sætisráðherra Israels, áttu fund
saman í Washington í gærkvöldi.
Ræddu þeir aðallega friðarferlið í
Miðausturlöndum en fundur þeirra
fór verulega fram úr áætluðum
tíma og stóð í fjóra klukkutíma.
Snerist umræðan að mestu leyti um
að flýta friðarferlinu þannig að
unnt væri að ljúka 7 ára samninga-
viðræðum sem hófust í Osló á
sínum tíma fyrir 13. maí næstkom-
andi.
Að fundi loknum sagði Bill Clint-
on að aukinn kraftur hefði færst í
viðræðurnar og tóku ísraelar í
sama streng og lýstu yfir ánægju
sinni með fundinn. Viðræður um
varanlegan frið í Miðausturlöndum
munu halda áfram á næstunni og
enn sem fyrr fyrir milligöngu
Bandaríkjamanna.
Ættingjarnir I Miami
svíkja gefin loforð
Ekkert virtist í morgun ætla að
verða af endurfundi kúbverska
drengsins Elians Gonzalez og föður
hans í Washington í dag. Banda-
rískir fjölmiðlar greindu frá því í
gær að ættingjar Elians í Miami
myndu koma með drenginn á fund
föður hans í Washington í dag.
Nokkrum klukkustundum síðar
birti svo sjónvarpsstöðin NBC frétt
um að frændi Elians hefði komið út
úr húsi sínu í Miami og sagt að
drengurinn færi ekki til fundar við
föður sinn í Washington í dag.
„Elian býr hér. Hann sagði mér
að hann ætlaði ekki til Washington,
sagði frændinn, Lazaro Gonzalez,
við mannfjöldann fyrir utan hús
hans. Mannfjöldinn fagnaði ákaft yf-
irlýsingu frændans.
í morgun var enn óljóst hvort ætt-
ingjarnir sjálfir myndu samt halda
til Washington til að ræða við föður-
inn, Juan Miguel Gonzalez. Ættingj-
ar Elians, sem tóku hann til sín þeg-
ar hann fannst á gúmmíslöngu und-
an strönd Bandaríkjanna í nóvember
síðastliðnum, reyna enn að koma í
veg fyrir endurfund feðganna. Móðir
Elians drukknaði á flótta frá Kúbu
ásamt 10 öðrum. Elian var einn
þeirra þriggja sem björguðust.
Litlir frændur
Eiian, til hægri, og lítill frændi hans skoöa málverk af björgun Elians undan
strönd Bandaríkjanna í nóvember síöastliönum.
Faðir Elians kom til Bandaríkj-
anna f síðustu viku ásamt eigin-
konu sinni og ungum syni til að
endurheimta Elian.
Janet Reno, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, hafði aflýst ferð
sinni til Miami í dag vegna fyrir-
hugaðrar komu ættingja Elians til
Washington.
Ekki er vitað hvar og hvenær
fundur dómsmálaráðherrans og ætt-
ingjanna verður haldinn.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, lýsti f gær yf-
ir stuðningi við þá sem telja það
best fyrir Elian að fara með fóður
sínum heim til Kúbu, að því er AFP
fréttastofan greinir frá. Annan lýsti
þessu yfir eftir að hann kom til
Havana þar sem hann situr leið-
togafund þróunarlandanna.
„Það er persónuleg skoðun mín
að Elian eigi að vera hjá föður sín-
um,“ sagði Annan í lok ræðu sem
hann flutti í háskólanum í Havana.
A1 Gore, varaforseti Bandaríkj-
anna, var sagður á atkvæðaveiðum
þegar hann lýsti því yfir að Elian
ætti að fá bandarískan
ríkisborgararétt. Voru ummæli
hans þvert á stefnu bandarískra
yfirvalda.
Gleðilegt
sumar í orlofshúsum
og tjaldvögnum VR
VR auglýsir eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum félagsins sumarið
2000. VR hefur nú til leigu alls 51 orlofshús auk þess sem 33 tjaldvagnar eru nú til útleigu.
Fleiri geta því notið þess að dvelja í húsunum en áður þó félagið geti því miður ekki sinnt
nema hluta umsókna.
Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum:
Húsafelli í Borgarfirði • lllugastöðum í Fnjóskadal • Kirkjubæjarklaustri • Stöðvarfirði •
Flúðum í Hrunamannahreppi • Einarsstöðum á Völlum • Furulundi á Akureyri • Miðhúsaskógi
í Biskupstungum • Stykkishólmi • Eyjólfsstaðaskógi við Einarsstaði • Súðavík
Tjaldvagnar
Einnig geta félagsmenn leigt tjaldvagna til 6 eða 13 daga. Tjaldvagnarnir eru leigðir frá miðvikudegi
til þriðjudags.
Leigugjald
Vikan í Miðhúsaskógi og í Húsafelli með heitum potti kr. 12.000,-
Vikan annars staðar...............................kr. 10.500,-
Tjaldvagn 6 dagar.................................kr. 8.500,-
Tjaldvagn 13 dagar................................kr. 17.000,-
Úthlutunarreglur
Réttur til úthlutunar fer eftir félagsaldri í VR að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa.
Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur eru á skrifstofu VR, í VR blaðinu og á vefnum, www.vr.is.
Umsóknareyðublöð
Hægt er að sækja um á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu félagsins í
Húsi verslunarinnar, 1. hæð eða senda umsókn úr VR blaðinu bréfleiðis eða á faxi, 510 1717.
Einnig er hægt að sækja um á vefnum, www.vr.is. Ekki er tekið á móti umsóknum símleiðis.
Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk.
Svör verða send umsækjendum bréfleiðis 28. apríl.
Starf okkar
eflir
þitt starf
Prófessorinn ánægöur
Bandaríski prófessorinn Deborah Lipstadt var aö vonum glöö í gær þegar
breski sagnfræðingurinn David Irving tapaöi meiöyröamáli gegn henni. Lip-
stadt haföi sakaö Irving um aö afneita helför gyöinga.
Fujimori sækist
eftir endurkjöri
Alberto Fujimori, for-
seti Perú, hefur fengiö
tæp 50 prósent atkvæða í
forsetakosningum sem
fram fóru þar í landi fyrr
í vikunni eftir að 91 pró-
sent atkvæða hafa verið
talin. Helsti andstæðing-
ur forsetans, Alejandro
Toledo, sem einnig sæk-
ist eftir embættinu, hef-
ur fengið rúm 40 prósent.
Toledo, sem hefur mikið
fylgi meðal frumbyggja
Perú sem mynda meirihluta kjós-
enda hefur sagt að hann muni ekki
sætta sig við niðurstöður kosning-
anna ef Fujimori fær hreinan meiri-
hluta og ekki kemur til
annarar umferðar í
kosningunum. Hafa
Bandaríkin tekið í sama
streng.
Fujimori, sem hefur
verið við völd í Perú síð-
astliðin 10 ár, er sagður
hafa dregið verulega úr
óreiðu 1 efnahag lands-
ins og einnig mun hann
hafa fengið lof fyrir að
ráðast harkalega gegn
glæpum í landinu. Hann
hefur hins vegar verið gagnrýndur
fyrir að draga úr lýðræði þar í
landi. Niðurstöðu kosninganna er
að vænta í dag.
Kosningar í Perú
Háværar ásakanir eru
um kosningasvindl.