Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Side 13
13
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
DV__________________________________________________________________________________________________________________________Menning
Umsjón: Siija Aöalsteinsdóttir
Auga í pant fyrir
kvenlega visku
. ,|M 1KB| mf aay .«B| -JBBeý 5S& A*| a
. jMpuý ,»| >«4-^1^ S8|«
:jaa^^a|.ut| osfss* ■***■*»*
wji a-.ii| v«|.,giit|.i>ift|-yw| jg£|| am æs| ia«| a
:j«af jnf jsb| »| a
,ivf ^JB^.-iaaiiás^.atf —-Hg --f-
Öfug mynd
Mynd Önnu Jóelsdóttur, Húmar á
dúkinn, var því miður á hvolfi með
grein Aðalsteins Ingólfssonar í blað-
inu í fyrradag. Hér birtist hún rétt.
Hún lítur ekki út fyrir að vera
alltaf með nefið grafið ofan í göml-
um bókum og rykugum handrit-
um, svona Ijóshœrð og litfríð, en
það er hún samt. Hversdags situr
hún á Stofnun Árna Magnússonar
á styrk þaðan og frá menntamála-
ráðuneytinu og þýðir fornaldarsög-
ur á móðurmál sitt, dönsku. Hún
heitir Annette Lassen og undirbýr
sig undir að vinna meistaraprófs-
ritgerð sína áfram til doktorsprófs
en sú fjallaði um augu - sjón og
blindu og táknrœna merkingu
þeirra ífomum norrænum text-
um, einkum norrœnni goðafrœði.
Annette talar góða íslensku og af þvi hún er
ekki af íslenskum ættum svo vitað sé var hún
fyrst spurð hvenær hún hefði fengið áhuga á mál-
inu.
„Það voru íslenskar nútímabókmenntir sem
kveiktu áhugann - nánar tiltekið þegar Einar
Már Guðmundsson fékk bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir Engla alheimsins. Ég las
útdrátt úr bókinni í Weekendavisen og fannst
sagan svo spennandi að ég pantaði bókina í jóla-
gjöf. Þegar ég var búin að lesa hana hugsaði ég að
það hlyti að vera meira að hafa úr þessari átt. Þá
var ég komin í nám í dönsku við Hafnarháskóla
og var að vísu búin að fá hugmynd um íslenskar
miðaldabókmenntir. - Og ég verð líka að geta
þess að þegar ég var lítil skrifaði ég bók um ís-
land!“
Annette tók námskeið í íslenskum nútímabók-
menntum hjá Bergljótu Kristjánsdóttur sem þá
var lektor í Kaupmannahöfn, það var svo frjótt og
gefandi að eftir námskeiðið dreif hún sig til ís-
lands. Þar tók hún námskeið i goðafræði hjá Vé-
steini Ólasyni - og þá vissi hún hvað hún vildi.
„Eftir það hætti ég alveg í nútímabókmenntum,"
segir hún og hlær.
Hið kvenlega og karllega
- Hvað var það við goðsögurnar sem kveikti
svona í þér?
„Fyrst og fremst eru þetta ótrúlega skemmtileg-
ar sögur - hjá Snorra og Saxo og í eddukvæðun-
um. Það er svolítil klisja að tala um uppruna og
svoleiðis en ég held að flestir sem byrja í norræn-
um bókmenntum hafi áhuga á að vita meira um
uppruna menningar okkar. Það sem kemur i ljós
er að þó að margt hafi breyst þá lifa ýmis mótíf
og hugmyndir áfram og eru alþjóðleg - sem er
líka skemmtilegt. Blinda í fornnorrænum bók-
menntum er til dæmis tákn um skort á karl-
mennsku, tengt við geldingu. Þetta tákn er ennþá
gilt til dæmis í bandarískum bókmenntum. And-
stæður hins karllega og kvenlega ganga í gegnum
bandarískar bíómyndir og líka goðafræðina, og
augnaráð hans. Hann er helsti
fulltrúi hins karllega," segir
Annette og er nú snúin aftur
til íslenskunnar, „enda er
hann alltaf að berjast á móti
óreiðunni - kaos - berja á
jötnum og öðru illþýði sem
ógnar siðmenningunni. Á hin-
um endanum er svo Höður
hinn blindi sem drepur bróð-
ur sinn óviljandi - hann er
kaos.“
DV-MYND ÞÖK
Annette Lassen, bókmenntafræöingur og fílológ
Áhuginn á íslensku kviknaöi þegar Einar Már Guömundsson fékk bók-
menntaverölaun Noröurlandaráös fyrir Engla atheimsins.
margt í rokkaramenningunni kannast maður við
úr norrænu níði.“
- En ef sjón er tákn karlmennsku, hvernig ber
þá að skilja að Óðinn skuli vera blindur á öðru
auga? Er hann þá bara hálfur karlmaður?
Þegar kemur að sjálfu sérsviðinu og aðaláhuga-
málinu - Óðni - verður Annette að grípa til
dönskunnar: „Vatn er tengt hinu kvenlega í nor-
rænni goðafræði og hin yfimáttúrlega viska
sömuleiðis," segir hún á móðurmáli sínu. „Sam-
kvæmt gerð Snorra af sögunni um auga Óðins þá
viil Óðinn ná tengslum við hið kvenlega og kom-
ast yfir viskuna og í staðinn lætur hann Mimi jöt-
un hafa hluta af karlmennsku sinni - augað - í
pant og það er geymt í Mímisbrunni. Þar með hef-
ur hann bæði hið kvenlega og karllega á valdi
sínu. Ef við tökum Þór til samanburðar þá er
alltaf tekið fram hvað hann er með ofsalega hvöss
augu og víða er þvi lýst hvernig fólk lamast við
Þykir skrýtin bæði þar
og hér
í doktorsritgerð sinni ætlar
Annette að einbeita sér að
Óðni sem ekki hefur verið
rannsakaður fyrir alvöru að
hennar mati.
„Ég ætla að safna öllum
dæmum sem til eru um Óðin
í gömlum textum, raða þeim
eftir aldri og eðli og reyna að
komast að því hvers konar
guð hann er eiginlega - því
hann er mjög flókinn. Margar
bækur og ritgerðir eru til um
Loka sem er jafnflókinn og
Óðinn og líka tengdur jafnt
því karllega og kvenlega, en
það merkilega við Óðin er að
hann skuli vera æðstur guða
þrátt fyrir sitt margslungna
eðli. Til dæmis er hann bæði
guð berserkja og stjórnlauss
stríðsæðis og hins skipulagða
striðsrekstrar. Hann er tvö-
faldur hvar sem á hann er lit-
ið.“
Annette hefur fengið
þriggja ára styrk til að vinna
doktorsritgerðina við Árna-
stofnun í Kaupmannahöfn en
hún ætlar líka að fara til
Bandaríkjanna. Merkilegustu
fræðimennimir í goðafræði
eru þar, John Lindow í
Berkeley sem reyndar er væntanlegur hingað til
lands í haust og Joseph Harris í Harvard. „Þeir
reyndust mér frjóastir þegar ég var að skrifa MA-
ritgerðina mína,“ segir Annette.
- Þykir fólki heima hjá þér þú ekki vera skrýt-
in stelpa að vera að pæla í þessum gömlu sögum?
„Jú, en að vísu hér líka!“ segir Annette og bros-
ir blítt. „Það er á vissan hátt í tísku núna „að
leita að sjáifum sér“ og fólk segir gjarnan að auð-
vitað komi ég til með að skilja sjálfa mig betur
eftir þessar rannsóknir. En ég hef meiri áhuga á
að skilja 12. og 13. aldar fólk hér á íslandi og úti
í Skandinavíu, átta mig á hvaða skilning það
lagði í þessar sögur og tákn þeirra. Ég hef áhuga
á að vita hvemig það tók á móti þessu efni frem-
ur en að ég sé í persónulegri ferð um minn innri
mann. Ef fólk almennt vissi hvað þessir textar
eru skemmtilegir þá myndi því ekki fmnast ég
svona skrýtin!“
Fyrirlestur
um glerlist
Bandaríkjamaðurinn Dale Chi-
huly, einn þekktasti glerlistamaður
heims, heldur fyrirlestur í Listahá-
skóla Islands í Laugarnesi á morg-
un kl. 12.30 í stofu 024. Sýning á
verkum hans, helguð minningu
Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur,
verður opnuð á Kjarvalsstöðum á
fóstudag. Einnig eru hingað komin
6oo glerform sem listamaðurinn lét
blása í Finnlandi og ætlar að koma
fyrir úti í náttúrunni í nágrenni
Reykjavíkur. Síðar munu koma út
bók og myndband með myndum af
þessari innsetningu.
Orgeltónleikar
í IMstskirkju
Annað kvöld kl.
20 verða tónleikar i
Kristskirkju Landa-
koti i tilefni af því
að gagngerri viðgerð
á orgeli kirkjunnar
er nú lokið. Flytj-
endur á tónleikun-
um verða: Úhik Óla-
son organleikari
Kristskirkju, Mart-
einn Hunger Friðriksson organleik-
ari Dómkirkjunnar, Douglas A.
Brotchie organleikari Háteigskirkju
og Sigurlaug S. Knudsen söngkona.
Snillingar
frá Kraká
Kraká í Póllandi er ein af menn-
ingarborgunum níu og þaðan kem-
ur Tríó Cracovia sem leikur i Saln-
um í Kópavogi annað kvöld kl.
20.30. Tríóið skipa Krysztof Smiet-
ana á fiðlu, Julian Tryczynski á
selló og Jacek Tosik Warszawiak á
píanó, allir hátt skrifaðir tónlistar-
menn á sínu sviði. Á efnisskránni
er Trio Elegiaque í g-moll eftir
Sergej Rachmaninoff, Trio í D-dúr
op. 70 nr. 2 „Ghost“ eftir Ludwig
van Beethoven og eftir hlé Piano
Trio eftir Artur Malawski.
Trio Cracovia hefur þegar gefið
út tvær geislaplötur og haldið tón-
leika í Póllandi, Bretlandi, Banda-
ríkjunum og nú i fyrsta sinn á ís-
landi.
Heimspeki
og börn
Geðveikislegur hlátur
Á tónleikum í Salnum í Kópavoginum á sunnu-
dagskvöldið gekk Marta G. Halldórsdóttir söng-
kona inn á sviðið tautandi og áhyggjufull á svip-
inn. Síðan hófst hið undarlegasta eintal sem sam-
anstóð af skrækjum, hvísli, geðveikislegum
hlátri, smellum og fleiru og minnti atriðið á
teiknimyndaþættina um Línuna. Ekki greindi
undirritaður textann, nema stöku ensk orð, en
leikrænir tilburðir og nákvæm raddbeiting vógu
þar upp á móti og var útkoman hin skemmtileg-
asta.
Þetta var Sequenza III eftir ítalska tónskáldið
Luciano Berio (f. 1925), en hann hefur samið
þrettán slík verk á löngu tímabili, tólf þeirra fyr-
ir einleikshljóðfæri. Caput-hópurinn flutti sjö
sequenzur á tónleikunum í Salnum, en orðið
„sequenza" er ítalska og þýðir „röð“. Vísar það til
forms tónlistarinnar, ,,“röð“ hljóma eða hljóm-
svæða og eiga hinir ýmsu þættir tónlistarinnar
rætur í þeim,“ svo vitnað sé í útskýringarnar i
efnisskránni. Oft byrjar tónlistin á einum löngum
tóni sem er endurtekinn í sifellu og fer svo að
bergmála í nágrannatónum. Þetta er gjaman
rauði þráðurinn en inn á milli eru hlaup og stutt-
ar hendingar sem eru endurteknar aftur og aftur.
Er útkoman oft hnitmiðuð, því tónlist sem bygg-
ist mikið á endurtekningum hlýtur að vera auð-
skiljanleg.
Gailinn er sá að Berio hefur tilhneigingu til að
endurtaka sig að óþörfu eins og gerist í Sequenzu
XI fyrir gítar sem Kristján Eldjám flutti. Maður
heyrði það sama aftur og aftur án teljandi um-
breytinga og hefði litríkari túlkun kannski getað
gert tónlistina áhugaverðari. Kristján er þó ágæt-
ur gítarleikari sem hefur gott vald á hljóðfærinu,
það virtist bara ekki duga til.
Mun áhugaverðari var Sequenza I sem Kol-
beinn Bjamason flautuleikari flutti af miklum
glæsibrag. Tónlistin var í fyrstu óróleg og jafnvel
tryllingsleg, síðan tók við rósemi sem var heill-
andi ópersónuleg, og þegar tónarnir runnu
ísmeygilega saman við óræða þögnina voru áhrif-
in mögnuð. Einnig var píanóverkið Sequenza IV
hið áheyrilegasta, hljómamir afar framandi og
pedalnotkunin úthugsuð. Daníel Þorsteinsson pí-
anóleikari sýndi mikla leikni og nákvæmni og
flutti verkið sérlega vel.
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari spilaði átt-
undu Sequenzuna af fltonskrafti, enda aðgengi-
legt virtuósaverk sem lék í höndunum á einleik-
aranum. Guðni Franzson klarinettuleikari sýndi
ótrúlegt vald á styrkleikabrigðum í Sequenzu IXa
og sömuleiðis lék Eydís Franzdóttir óbóleikari
Sequenzu VII ágætlega. Verkið er einhvers konar
tilbrigði við „frumtóninn", sem ómaði í bak-
grunni, og var útkoman á köflum áhugaverð þó í
heild væri tónlistin nokkuð langdregin.
í stórum dráttum voru þetta athyglisverðir tón-
leikar. Eins og áður sagði em Sequenzur Berios
samdar á löngu tímabili og gefa þannig ágæta
mynd af ferli og þroska eins þekktasta tónskálds
samtimans.
Jónas Sen
Nú er vika
bókarinnar með
alls konar uppá-
komum og þar
að auki myndar-
legri bókaútgáfu.
Stærsta verkið
sem gefið er út í
vikunni er hið
mikla þjóðsagna-
safn Vöku-Helga-
fells sem nánar
verður lýst síðar.
Meðal nýrra og merkilegra bóka er
Heimspeki og börn eftir Gareth B.
Matthews sem Skúli Pálsson heim-
spekingur þýddi og Sóley gefur út.
Höfundurinn er lika heimspekingur
og lýsir í bókinni heimspekilegum
samtölum við börn. Bókin er ætluð
öllum sem vinna með börnum og lýs-
ir þvi hvernig megi rækta meðfædda
forvitni barna og leikgleði. Hann
vitnar beint í raunveruleg samtöl við
börn og tengir hugleiðingar þeirra á
skemmtilegan hátt við kenningar
hinna miklu heimspekinga sögunn-
ar. Eitt meginhlutverk bókarinnar er
að kenna fullorðnu fólki að virða
börn sem vitsmunaverur.
HLIMSPLKl
OGBÖRN