Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Side 24
68______ Tilvera MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 DV lí f iö Ellen á mið- vikumótum Hin vikulegu miðvikumót verða haldin hátíðleg á Sportkaffi í kvöld eins og venjulega. Að þessu sinni eru það Ellen Kristjánsdóttir, Þórð- ur Högnason og Eðvarð Lárusson sem sjá um ljúfa stemningu fyrir gesti. Tónlistardagskrá þremenn- inganna hefst kl. 22 og aðgangur er ókeypis. Krár ■ GAUKUR Á STÖNG Jómfrúrtónleik- ar hljómsveitarinnar Spútnik verða á Gauki á Stöng og er með sanni hægt að segja að hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Leikhús ■ DÝRIN I HALSASKOGI - BANN- AÐ BORNUM Leikfélag Rensborg- arskóla sýnir Dýrin í Hálsaskógi - bannað börnum, eftir Thorbjörn Egner, klukkan 20. Tónlistarstjóri er Kristján Eldjárn en leikstjóri Stefán . -■% Jónsson. ■ STJÖRNUR Á MORGUNHIMNI Rússneska nútímaverkið Stjörnur á morgunhimni veröur sýnt klukkan 23 í lönó. Miðapantanir eru í síma 530 3030. Sídustu forvöd................ ■ LAS VEGAS LEGENDS Eftirherm- urnar í Las Vegas Legends skemmta í Bíóborginni. Sýningin byrjar kl. 20. Athugið: Lokasýning. Fundir fessor við háskólann í Árósum, flytur fyrirlesturinn: „Introduktion til funktionel grammatlk“ í boöi heim- spekideildar Háskóla íslands í stofu 101 í Lögbergi kl. 17.15. ■ AÐALFUNDUR TOK Aðalfundur FOK (Foreldra- og kennarafélags Breiöholtsskóla) verður haldinn kl. 20.00 í hátíöarsal Breiöholtsskóla. Fundarstjóri verður Stefán Jóhann Stefánsson hagfræöingur. Sérstakur gestur fundarins verður Stefán Her- mannsson borgarverkfræðingur. ■ BORN MEÐ SERÞARFIR Ki. 20 verður haldið fræðslukvöld í Engi- dalsskóla íHafnarfiröi á vegum FABS og Skólaskrifstofu Hafnar- fjaröar. Fræðslukvöldið er ætlaö að- standendum barna meö sérþarfir. Tvö vönduð erindi verða flutt af þeim Valgerði Baldursdóttur geðlækni og Andrési Ragnarssyni sálfræðingi. Er- att indin fjalla um fötlun barns - áhrif á heilsu foreldra og fjölskyldu. ■ ÍSLENSK FEGURD í BÓK- MENNTUM Félag íslenskra fræöa stendur fyrir fundi í Skólabæ, Suður- götu. Birna Bjarnadóttir mun flytja fyrirlestur sem nefnist íslensk feg- urö: Frá brennandi ást rómantískra skálda til skapandi feigöar í skáld- skap Guðbergs Bergssonar. Eftir framsögu Birnu munu fara fram al- mennar umræður. Fundurinn er öll- um opinn. w BÍÓ ■ JAPONSK KVIKMYNDAHATIÐ SADAKO'S STORY klukkan 18 í Háskólabíói. Leikstjóri er Seljiroh Kohyama og myndin segir frá ungri stúlku sem þjáist af hvítblæði af völdum kjarnorkusprengjunnar. Aö- gangur er ókeypis en sýningin er á vegum JAM, japönsku menningar- miðstöðvarinnar. SJá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Jóhannes Snorrason Kann vel við sig í eigin tölvuhljóðveri innan um tölvur og rafhljóðfæri. Jóhannes Snorrason sendir frá sér plötu með rafrænni tónlist Bræði saman slatta af stíltegundum Tölvan og hljóðgervlar hafa breytt umhverfmu hjá mörgum tónlistar- manninum og margir hverjir hafa að- lagast nýjum tækifærum í tónlistar- sköpun og fá útrás fyrir sköpunargáf- una innan um ýmis tæki og tól. Einn þeirra er Jóhannes Snorrason sem lengi hefur verið viðloðin tónlistina og lék mikið áður fyrr á gítar, en hef- ur sinnt kennslu undanfarin ár. Jó- hannes er þessa dagana aö senda frá sér plötu með eigin tónsmíðum sem hann kallar Snerting. Jóhannes kem- ur víða við í tónlistarheiminum og má fmna í lögum hans áhrif frá rokki, techno, electro, drum&bass, djass og klassík. í stuttu spjalli var Jóhannes fyrst spurður hvort hann hafi lengi verið með plötuna í vinnslu: „Ég hef verið að vinna þessa plötu síðastliðinn þrjú ár. Ég hef víða kom- ið við á mínum ferli sem tónlistar- maður og því má segja að á plötunni sé allt það sem hefur haft áhrif á mig, tek slatta af stíltegundum og bræði það saman og mynda minn eigin hljóðheim, en þegar á heildina er litið má kalla það raftónlist. Segja má að tónlistin á Snertingu sé það sem sprettur fram þegar ég sest við hljóð- færin og tölvuna." Jóhannes sér sjálfur um allan tón- listarflutning á plötunni og notast við gítara, hljóðgervla (analog og digital), hljóðherma, hljóðsarpa og ýmiss kon- ar slagverkshljóðfæri auk hljóðbreyta: „Ég á mitt eigið tölvuhljóðver þar sem ég hef getað dundað við tónlistarsköp- unina, er með öfluga tölvu og öflugt hljóðkort og allskonar hljóðfæri. Þeg- ar ég var komin með þetta allt saman í eigið hljóðver ákvað ég að fara alla leiðina sjálfur, vinna einn að plötunni og fékk svo Skífuna til að framleiða og dreifa henni. Ég hef þó alltaf stundað aðra vinnu með, kenni á rafgítar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og sé um rekstur á tölvuhljóðveri sem er í eigu skólans. Sjálfur bý ég í Kópavogi þar sem ég er með mitt hljóðver." Síðastliðin tuttugu og flmm ár hef- ur Jóhannes verið að leika við ýmis tækifæri. Gítarinn hefur verið mitt aðalhljóðfæri, þá aðallega rafgitar. Ég hef einnig lokið prófi í klassískum gít- ar frá Tónskóla Reykjavíkur. Hef ég aðallega verið að leika með djass- og rokktríóum á pöbbum og veitingastöð- um. Nú hef ég að mestu lagt það til hliðar og kennslan tekið við auk þess að sinna upptökum á eigin tónlist." Jóhannes nefnir tölvuhljóðver sitt Hljóðheima: „Ég hef eingöngu notað það sjálfur hingað til en það getur vel komið til greina að ég leigi það út í framtíðinni til upptöku á efni annarra og er að kanna það. Sjálfur mun ég halda áfram á þeirri braut sem ég er byrjaður á og er strax farinn að huga að nýjum lögum." -HK Afmæli á smiðjugólfi í gær varð Félag járniðnaða- manna 80 ára. Meðal þess sem gert var í tilefni af afmælinu var að efnt var til óformlegrar afmælishátíðar í húsnæði fyrirtækisins Marels. í ávarpi í byrjun hófsin sagði Öm Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna meðal annars: „Með því að fagna af- mæli félagsins á smiðjugólfi í stað hátimbraðra veislusala viljum við meðal annars minna á að verðmætasköpun- in í þjóðfélaginu verður ekki síst til á vinnustöðum sem þessum og reyndar miklu fremur en í kauphöllum verð- bréfanna". Þegar sautján járniðnaðar- menn stofnuð Sveinafélag jámiðnaðarmanna 11. apríl 1920, félag sem síðar varð Fé- lag Járniðnaðarmanna, var vinnudagur járnsmiðsins sex að morgni til sex að kvöldi, sex daga vikunnar. Dagvinnu- tíminn var því 72 klukku- stundir á viku. Atvinnuörygg- ið fólst í snapvinnu, orlofs- rétturinn enginn og járnsmið- urinn var launalaus í veikind- um. Miklar breytingar hafa orðið á högum jámsmiða sem og annarra iðnaðarmanna síðan þá, og hefur kostað á stundum hörð átök sem þó hafa á löngu ferli leitt til góða. -HK DV-MYNDIR: TEITUR Formaöurinn á 80 ára afmæli Félags járniðnaðarmanna Örn Friöriksson ávarpar gesti sem komu í höfuöstöðvar Marels til að fagna afmælinu. Málmblástur Það var við hæfi að nokkur ungmenni mættu í sloppum járnsmiða og léku lög á málmblásturshljóðfæri. Menntamálaráðherra og fjórir forkólfar atvinnulífsins Björn Bjarnason menntamáiaráöherra flutti tölu í afmælisveislunni. Með honum eru fjórir forsvarsmenn atvinnulífsins, taldir frá vinstri: Örn Friö- riksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Finnur Geirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.