Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Blaðsíða 14
% Jl 4 Aðalheiður Birgisdóttir er betur þekkt sem Heiða í Hlekknum. Hún hefur í fimm ár rekið hjóla- og snjóbrettabúðina Týnda hlekkinn ásamt unnusta sínum, Rúnari Ómarssyni. Heiða er líka fatahönnuður og á sitt eigið fatafyrirtæki, Nikita. Nýlega fóru hjólin að snúast verulega fyrir Nikita og Japansmarkaður tók „Ég haföi verið að hanna og sauma föt í um þrjú ár, en ástæðan fyrir því að ég byrjaði á Nikita var sú að það voru engin „street" fot fyrir brettastelpur að fá neinstaðar," segir Aðalheiður Birg- isdóttir eða Heiða í Hlekknum. „Fyrir fimm árum voru eiginlega engir stelpukúnnar í Hlekknum, við höfðum ekkert til að bjóða þeim. Ég byrjaði að fikra mig áfram í saumunum, gerði nokkrar peysur sem seldust eins og heitar lummur. Núna erum við með stóran kúnna- var einmitt að vinna U.S. Open um daginn, sem er ekkert smáræði," segir Heiða. Það var lítið mál fyrir hana að fá stelpumar til að ganga í hópinn. Þær höfðu þekkst í nokkur ár i gegnum snjóbrettin og þar að auki leist þeim svo vel á fotin að þær nánast rifu þau úr höndunum á henni. „Það skiptir miklu máli að þekkja íþróttina og fólkið sem stundar hana. Þá er maður sjálfur í sporum þeirra sem maður vili ná Rómans í fjallinu „Ég byrjaði á snjóbretti fyrir fimm árum,“ segir Heiða og sælu- svipur færist yfir andlitið við til- hugsunina. „Týndi hlekkurinn var þá nýopnaður niðri í Hafnarstræti. Einn daginn fór ég þangað og bað Rúnar, sem ég þekkti lítillega, um að lána mér bretti. Ég hafði æft skiði en langaði alltaf að skiða meira freestyle. Um leið og ég sá snjóbrettin vissi ég að þarna var eitthvað fyrir mig. En Rúnar gerði gott betur. Hann fór með mér og kenndi mér að renna mér á bretti. Allt small og við byrjuðum saman í kjölfariö á því. Nokkrum mánuðum seinna æxi- uðust málin þannig að ég keypti hlut í Hlekknum. Síðan þá hefur margt breyst, búðin er núna komin upp á Laugaveg og við stefnum að því að fá meiri tíma til að einbeita okkur að Nikita. Það getur verið mjög takmarkað að reka verslun á íslandi. Maður vex ekki og þroskast með búðinni eins og gæti gerst ann- ars staðar. Ég er orðin þreytt á því að standa fyrir aftan afgreiðsluborð- ið og er komin á kaf i Nikita." Þrítugur Hafnfirðingur Heiða varð þrítug í haust þótt hún beri það kannski ekki utan á sér. Hún er fædd og uppalin í Hafnarfirð- inum. Námsferillinn byrjaði í Verzló en þar entist hún ekki nema í tvö ár. „Það var leiðinlegasti tími lífs míns,“ segir Heiða og hryllir við tilhugsun- inni. „Draumurinn var alltaf að verða listmálari. Ég fór yfir á myndlistar- braut FB. Þaðan var stefnan tekin í málun í MHÍ en ég komst ekki inn. Ég á enn þá trönur og pensla en er eiginlega búin að missa eldmóðinn til að mála. Einstaka sinnum kemur andinn yfir mig og þá gríp ég í strig- Kynnum „LEAN BODy" fyrir konur á morgun. 15% kynningarafsláttur föstudag og laugardag. Minna Hesso. „Það skiptir miklu máli að þekkja íþróttina og fólkið sem stundar hana Þá er maður sjálfur í sporum þeirra sem maður vill ná til,“ hóp á öllum aldri hér heima og byrj- uð að fá pantanir að utan,“ segir Heiða. „Það er mikil eftirspum eftir brettatengdum tískufötum á stelpur í öðrum löndum, en framboðið hefur alveg vantað.“ Nikita-stelpurnar „Við erum komin með dreifingar- aðila í Japan og hefjum útflutning þangað nú í haust. Það er náttúrlega frábært. Þetta er stór markaður og Japanir eru mjög trendý og opnir fyrir nýjungum. Núna er nokkurra ára streð loksins að borga sig,“ seg- ir Heiða og bætir við að besta snjó- brettagella Japans, Keiko Yanagisawa, sé komin í Nikita-hóp- inn. I Nikita-hópnum eru einnig tvær af fremstu snjóbrettagellum heims, Minna Hesso frá Finnlandi og Natasza Zurek frá Kanada. „Það er mjög sterkt fyrir orðstír Nikita að hafa svona frægar gellur í hópn- um. Minna er ein sú besta í hal- fpipe, kostuð af Salomon. Natasza er kostuö af Burton, stærsta og virtasta snjóbrettamerkinu. Hún Með hverjum pakka af „LEANBODYFOR HER“ fylgir ókeypis hristari V6RSLUN MGÐ FP6ÐUGÓTRR6FNI Natasza Zurek. Okeyp,s ADOfllA K w f Ó k U S 5. maí 2000 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.