Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Blaðsíða 17
 Verkamannaíbúð breytt í ævintýraland ,Mér leist ekkert á þessa íbúð þegar ég kom hing- að fyrst inn," segir Ingibjörg Grétarsdóttir, deildar- stjóri í barnafataverslun, sem flutti inn I íbúð í Breiðholtinu fyrir þremur árum, algjðrlega miður sín, því henni fannst íbúðin vera svo Ijót. íbúðinni var henni úthlutað á sérstökum kjörum þar sem hún var einstæð móðir. „Ég vildi vera niður í bæ en biðlistinn þar var svo langur svo ég tók þessa íbúð þar sem hún var laus,“ segir Inga sem hefur breytt íbúðinni f algjört ævintýraland með hjálp föður síns. „Ég hef alltaf verið leiðinni aö flytja niður í bæ því það er ekkert um að vera hér upp frá og flestir mínir vinir búa í miðbænum. Ég veit bara ekki hvenær af því verður því afborganirnar af þessari íbúð eru mjög hagstæö- ar og ég fæ varla jafnstóra íbúð á verði sem ég ræð við í miðbæn- um eins og fasteignamarkaðurinn er f dag,“ segir Inga og bendir á að flestar vinkonur hennar hafi ekki farið að hugsa um íbúðarkaup fyrr en þær voru komnar með mann og barn. „Ég hefði sjálf aldrei meikað það að henda peningunum út um gluggann f leigu.“ Ingu finnst Ifka ágætt að búa í fjölbýlishúsi þar sem hún borgar mánaðarlega skerf í hússjóðinn og svo sé einfaldlega séð um allt viðhald án þess að hún þurfi að hugsa eitthvað meira um það. Hún hefur líka verið heppin með sína fbúð. Síðan hún flutti inn hafa engin vandamál dúkkaö upp og henni og syni hennar Breka llður f rauninni vel í 75 fermetrunum þó Inga óski þess oft að fbúðin væri nær miðbænum. „En sem betur fer á ég bíl enda veit ég ekki hvernig ég kæmist af annars,” segir Inga sem stefnir á að lýsa íbúðina sína upp með hvftri málningu f sumar. Verka- mannaíbúð Ingu í Breiðholtinu sannar það að það finn- ast ekki bara sætar íbúðir í gömlum timburhús- um í vestur- bænum. Baðherbergið hjá Ingu er sannkail- að ævintýraland og heldur hún mikið upp á bleiku klósettsetuna sem hún keypti í Byko. Þegar Inga flutti inn var 75 fermetra íbúðin snjóhvít sem hún fílaði engan veginn. Nú segir hún hins vegar smekk sinn vera að breytast og hún er byrjuð að mála hvítt yfir hina annars skrautlegu veggi íbúðar sinnar. gerður keypti hana en hún segir ákvörðunina hafa verið aldurstengda. íiki sofinn sem Þorgerð- fékk frá ömmu sinni hef- fylgt henni í gegnum ým- leiguhúsnæði. Útskornu karmarnir gerðu útslagið Leikmyndahönnuðurinn og bókmennta- fræðineminn Þorgerður E. Sig- urðardóttir keypti sér fbúð fyrir einu og hálfu ári á Rán- argötunni og getur víst prfs- að sig sæla með þau kaup í dag þvf þetta var rétt áður en fast- eignamarkaðurinn steig f verði. „Ég hefði aldrei keypt mér nýja fbúð í Smáranum þvf mér finnst það einfald- lega góð tilfinning að vita að einhver hafi átt líf í fbúðinni áður,“ segir Þor- gerður sem gerði þær kröfur I fbúðar- leitinni að íbúðin væri á svæði 101 og það þyrfti ekki að gera mikið fýrir hana. Seinni kröfuna þverbraut hún reyndar þar sem það var hvorki bað né sturta f Ibúðinni og það þurfti umtalsverðar framkvæmdir til þess að kippa því f lag. „Ég bara féll algjörlega fyrir henni, hún var bara svo falleg með útskorn- um listum og körmum,” segir Þorgerð- ur með stjörnur í augum en hún hefur tekið fbúðina mikið í gegn og enn er ekki séö fyrir endann á þeim fram- kvæmdum. „Gólfið er næsta framtíðar- verkefni," segir Þorgerður sem segir að það sé mikill munur að vera loks f sfnu eigin húsnæði. Nú hafi hún loks- ins gott pláss fýrir allt sitt dót og getur gert allar þær breytingar sem henni dettur í hug. „Ég ætlaði að fara að mála leiguíbúðina sem ég var f en þá datt mér í hug að það væri auðvitað bara sniðugra að mála sfna eigin fbúð. Það var heldur ekki svo óhentugt að kaupa á þessum tfma og svo held ég einfaldlega að þessi löngun um að eiga sitt eigið heimili hellist yfir mann með aldrinum. Það er auðvitað miklu öruggara aö búa í sinni eigin fbúð. Það er enginn sem segir manni upp og maður getur haft hlutina nákvæmlega eins og maður vill,“ segir Þorgerður sem sér ekki fyrir sér að hún eigi eftir að selja á næstunni. Ibúöin er 65 fermetrar og skipt- ist í tvær stofur, svefnherbergi, eldhús og baö. old-school adidas Superstar Ný sending komin Margar gerðir kr. 7900. ulján Kjallari Laugavegi 91 S: 511 1718 5. maí 2000 f Óku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.