Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Blaðsíða 2
HÝTT BLAD í NOSFELLS- BÆ, NÝIAR ÁHERSLIIR LEIÐARI: HELGI SIGURÐSSON Um nokkurt skeið hafa aðstandendur M-listans íhugað útgáfu fréttablaðs sem byggir á þeirri megin stefnu að vera óháð þeim stjórnmálaflokkum sem ráðið hafa hér í bæjarfélaginu. Nú lítur þetta fréttablað dagsins Ijós. Ætlunin er að gefa út óháð fréttablað sem ekki er málsvari nokkurrar ákveðinnar stefnu eða blað sem þarf að réttlæta gerðir forystumanna flokkanna, en það verður að segjast eins og er að oft er það raunin. Ætlunin með Mosfellsblaðinu er að miðla fréttum um atburði í bæjarfélaginu og gera þær aðgengilegar lesendum. Að sjálfsögðu verður komið inn á pólitíska atburði og gerðir, en reynt verður að tryggja að þar verði skýrt rétt frá og báðar hliðar hljóti náð fyrir augum ritstjórnar. Það er hins vegar lesenda að dæma um efnið. Þá eru greinar sem birtast undir nafni á ábyrgð viðkomandi og ekki ritskoðaðar af ritstjórn.Við sem stóðum að M-listanum komum úr öllum áttum í hinu pólitíska litrófi en eigum það sameiginlegt að styðja óháða hugsun og teljum að sveitarstjórnarmál snúist fyrst og fremst um málefni, en ekki flokka. Því beri að styðja við bakið á óháðum öflum og vonust við til að blaðið okkar verði vettvangur sem er opinn öllum og efli hlut óháðra afla hér í bæjarfélaginu. Ætlunin er að blaðið komi úr nokkuð reglulega og mætti hugsa sér að blaðið yrði grunnur að hlutafélgi sem sæi um rekstur á slíku fréttablaði í framtíðinni, enda er það hin eini rétti vettvangur þegar litið er fram á við. Flokkarnir hafa um langt skeið verið með sín eigin flokksblöð, sem á vissan hátt er tímaskekkja, þar sem slíkum fréttablöðum hættir til að vera lituð af póli- tískum viðhorfum, þó ýmislegt sé gert til að halda fréttahlutverki blaðanna á lofti. Með frjálsu og óháðu fréttablaði teljum við aðstandendur Mosfellsblaðsins okkur eiga frekari samleið með hinum almenna borgara en hin blöðin sem vissulega hafa sinn bakhjarl í flokkaveldinu.Við vonum því innilega að bæjarbúar taki frumkvæði okkar vel og von- umst við til þess að við hljótum náð hjá auglýsendum bæjarins, því eftir sem áður byggist grundvöllur útgáfustarf- seminnar á auglýsingum. Fyrr eða síðar hlýtur sterkur óháður miðill að koma fram í bæjarfélaginu sem tryggir reglulega og öfluga útgáfustarfsemi.Við sem stöndum að útgáfu Mosfellsblaðsins vonumst til að blaðið geti orðið grunnur að slíku markmiði. Fagrir garðar o§ lóðir í Mosfells- bæ Veitu-og umhverfísnefnd Mosfellsbæjar hefur samþykkt að veittar verði umhverfisviðurkenningar eftirtöldum aðil- um: Leirutangi 33,Áslaug Ásgeirsdóttir og Halldór Bjarnason fyrir fallegan garð og skemmtilega samsetningu gróðurs. Atlanta flugfélagið, íyrir fallega aðkomu við skrifstofu- hús. Einnig þótti nefndinni lofsvert framtak fyrirtækjanna Reykjagarðs, ístex og Atlanta við frágang á aðkomu fyrir- tækjanna. NÝTT BLAÐ, nýjar áherslur Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi Guðjónsson, s. 89-20042. Augl.: Freyja Ólafsdóttir, s. 566-6463. Dreifing: Níels Hansson, s. 566 8446. 1. tbl. 1998 - 1. árgangur Ásltmg Ásgeirsdóttir í morgunsól haustsins í hinum fallegei garði sínum eið Leirutanga 33■ Þeiu hjón Jluttu í Mosfellssveit 7. eígtíst 1987, en vöknuðu eleiginn eflir t Mosfellsbee. Því eiaginn eftir, eða 8. dgúst, var sveitinni breytt í bee. Þau heifei þarna eítt góðar stunelir með góðtun ndgrönnum og ntikilli samvinnu. Q Moslcllsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.