Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2000, Síða 9
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2000
27
Jk
I>V
Framarar meistarar
Framarar urðu á dögunum
íslandsmeistarar í 3. flokki
karla, í annað sinn á þremur
árum, með sigri á Haukum,
14-13, í hörku úrslitaleik í
Kaplakrika.
Ingólfur Axelsson skoraði mest
níu mörk fyrir Fram en Jón
Jóhannsson gerði þrjú og þeir
Lárus Jónsson og Jón B.
Pétursson bættu einu við hvor.
Hjá Haukum skoraði
Gunnlaugur Garðarsson flest
mörk, eða fimm, en Styrmir
Gunnarsson gerði þrjú, Jóhann
G. Jónsson og Ásgeir
Hallgrímsson gerðu tvö mörk
hvor og Svanur Karlsson var
með eitt. Hér til vinstri eru »
íslandsmeistarar Framara.
DV-mynd Bjarki Bragason
Sport unglinga
Islandsmót í 2. flokki í handbolta á dögunum:
- IR-ingar Islandsmeistarar í annað sinn á síðustu þremur árum
ÍR-ingar eiga besta 2. flokks lið
landsins í annað sinn á þremur
árum eftir að annar flokkur fé-
lagsins tryggði sér íslandsmeist-
aratitilinn með sigri á Val, 27-24,
í úrslitaleik í Kaplakrika.
Úrslitaleikurinn var frábær
skemmtun og ljóst að þar fara
framtíðarmenn handboltans.
Valsmenn betri í byrjun
Valsmenn byrjuðu betur og
voru komnir í þriggja marka for-
ustu eftir tæpar 11 mínútur en
ÍR-ingar sóttu á þegar leið á hálf-
leikinn og áttu frábærar tíu mín-
útur í lok hans þegar þeir gerðu
5 mörk gegn einu og leiddu,
11-10, í leikhléi. Stórleikur
Bjama Fritzsonar á þessum tíma
skipti Breiðhyltinga miklu máli
en Bjami átti þátt í sex mörkum
í röð, skoraði fjögur og átti tvær
stoðsendingar.
ÍR-ingar vom nú komnir með
fmmkvæðið í leiknum sem þeir
létu ekki af hendi það sem eftir
var leiks. ÍR skoraði úr átta
sóknum í röð og var alls með
59% sóknamýtingu í háifleikn-
um sem varð Valsmönnum
ofviða við að reyna að ná munin-
um niður.
Mest komst ÍR-liðið í flmm
marka forustu en næst þeim
komust Valsmenn tæpum þrem-
ur mínútum fyrir leikslok er
þeir minkuðu muninn í eitt
mark en í lokin skildu að þrjú
mörk, 27-24.
ÍR-ingar voru vel að þessum
sigri komnir og liðið tapaði ekki
leik í leið sinni að íslandsmeist-
aratitlinum. Valsmenn réðu litið
við Einar Hólmgeirsson sem
gerði níu mörk, þar af fimm með
óverjandi þrumuskotum, auk
þess sem Hermann Þór Marínós-
son varði 18 skot í markinu.
Annars varð það liðsheild ÍR-
inga sem skipti mestu máli þeg-
ar upp var staðið í leikslok.
38 af 49 skotum
Valsliðið snerist aðeins í
kringum tvo menn í úrslitaleikn-
um sem er alltof lítið en þeir
Markús Michaelsson og Snorri
Guðjónsson, sem báðir áttu mjög
góðan leik, skoruðu 18 af 24
mörkum liðsins (75%) og það
sem enn merkilegra er, skutu 38
af 49 skotum liðsins (78%). Auk
átta marka átti Snorri átta
stoðsendingar en Markús var
með tíu mörk og fjórar stoðsend-
ingar.
Ingimundur Ingimundarsson,
fyrirliði ÍR-inga, var þreyttur en
afar sáttur i leikslok. „Við erum
búnir að vinna lengi að þessu,
þetta er búið að vera barátta upp
alla yngri flokkana og toppurinn
að enda á íslandsmeistaratili í
öðrum flokki. Það hefur verið
mikið álag á okkur en við erum
með góðan bekk og þetta var sig-
ur liðsheildarinnar. Við höfum
verið í basli með markvörsluna í
vetur en hún small þvílíkt núna.
Hungraöir í titilinn
Við duttum út í undanúrslit-
um bikarins gegn Aftureldingu,
sem er eini leikurinn sem við
höfum tapað í vetur og hungrið
var því enn þá meira í að klára
þennan. Við erum með frábæran
stuðning. Allir foreldramir okk-
ar era búnir að fylgja okkur frá
því i sjötta flokki og mæta á
hvem einasta leik. Þetta er frá-
bært,“ sagði Ingimundur áður en
hann dreif sig inn í klefa til þess
að fagna áfram með félögum sín-
um þar sem þekktur sigursöngur
Queen, „We Are the Champ-
ions“, ómaði um allan Kapla-
krikann.
Mörk ÍR: Einar 9, Sturla Ásgeirsson
6/3, Bjarni Fritzson 4, Ragnar Helga-
son 3, Ingimundur 2, Höröur Péturs-
son 2, Kristinn Björgúlfsson 1.
Mörk Vals: Markús 10/3, Snorri 8,
Bjarki Sigurðsson 2, Amar Frið-
geirsson 2, Fannar Þorbjömsson 1,
Ingimundur Ingimundarson, fyrirliði 2. flokks ÍR, faðmar hér félaga sína aö sér í leikslok
en ÍR-ingar fögnuöu titlinum gríöarlega og sigursöngvar héldu áfram langt fram á nótt.
r»
V