Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Side 2
2 NÝR HEIMUR - STAFRÆNAR SÝNIR Steina Vasulka Steina Vasulka er brautryðjandi 1 mynd- bandalist hér á landi og telst meðal helstu frumkvöðla á þessu sviði í heiminum. Steina er fædd f Reykjavík árið 1940 og stundaöi nám I fiðluleik frá barns- aldri. Hún stundaöi framhaldsnám, m.a. f Tékkóslóvak- íu, og fluttist sföan til Bandarfkjanna þar sem hún hefur veriö búsett síðustu þrjá áratugina. Rannsakandi í myndheimi Frá miöjum áttunda áratugnum hefur Steina kannað flókna umbreytingu mynda, rýmis og hljóðs meö notkun rafrænnar tækni og hefur lengi verið í fararbroddi f gerö slfkra verka ásamt eiginmanni sfnum, Woody Va- sulka. Hún hefur þó ekki látið staðar numið heldur hefur hún haldiö áfram einstökum rann- sóknum f myndbandsverkum sínum og inn- setningum. Þar beitir hún rafrænum sam- runa hljóös og myndar og notkun samstilli- búnaðar til undraverðrar könnunar á skynj- un, rými og því hvernig viö sjáum hlutina og lætur náttúrulega hluti og rafræna renna saman í lagskiptu rými á kerfisbundinn hátt. í mörgum verka hennar birtist lands- lag suövesturhluta Ameríku sem heildstæð sjónræn reynsla en íslensk náttúra hefur jafnframt veriö henni óþrjótandi efniviöur. Endurmat á upplifun Árið 1975 geröi Steina verkiö „Machine Vision“, röð myndbanda og innsetninga þar sem hún notaði kerfi sem hún fann upp er byggði á tímastilltri virkni vélknúins eða vfxlverkandi búnað- ar sem innihélt hnöttótta spegla, prismagler og myndavélar meö hreyfanlegum lins- um. Notkun þessa einstæða tækni- búnaöar sem hún setti saman og landslagsmynda leiddu til endurmats á upplifun og framsetningu rýmisverka. í efn- ismiklum verkum, svo sem Voice Window (1986) og Lilith (1987, þau veröa bæöi á myndbandasýningunni), tvinnar hún saman tölvumyndum og myndum sem teknar eru á Ijósmyndavélar, raunverulegu hljóði og til- búnu f ásækinni hrynjandi sem birtist sem slæöukennd lög í margfaldri vídd þar sem veruleikinn og tæknin renna saman í tíma og rúmi. Verk Steinu, þar sem hún framkall- ar og blandar saman „raunverulegu" hljóöi og rafrænu ásamt myndum og hljóði, hafa á síöustu árum tekiö á sig mynd gjörninga þar sem hún tekur upp þráöinn sem hljóm- listarmaöur. Meö leikrænni tjáningu yfir- færir hún lögmál fiöluleiksins f myndrænt form þar sem hún „performerar" á fiöluna sem á stafrænan hátt stjórnar birtingu val- inna mynda. Heimsþekktir listamenn Steina og Woody Vasulka hafa unniö til margvíslegra verölauna og verk er þau hafa unnið í sameiningu hafa veriö sýnd vföa um heim. Verk Steinu hafa m.a. veriö sýnd í Centre Georges Pompidou f París, The Kitchen í New York, Muse- um of Art, Carnegie Institute, Pittsburg, The Jonson Gallery, University of New Mex- ico Art Museum, Whitney Museum of American Art, Listasafni íslands og Kjar- valsstöðum. Steina fékk Menningarverö- laun DV í myndlist 1997. Hún býr f Santa Fe, Nýja-Mexíkó. Komin heim með splunkuný Myndhvörf: Leikur sér með tíma og skynjun Steina Vasulka: Myndhvörf Sýningin er styrkt af Listahátíö í Reykjavík Steinunn Bjarnadóttir, sem seinna tók upp lista- mannsnafniö Steina Vasulka, fór alfarin úr landi aöeins sextán ára vegna þess aö Reykjavík þrengdi of mikiö aö henni. Þá var hún fiöluleikari. En þegar hún var um þrítugt henti hún fiölunni fyr- ir myndbandsvéiina og varö á ótrúiega skömmum tíma heimsnafn í vídeólistinni. Hún hefur komiö heim reglulega og nú ieggur hún fallega salinn á efri hæö Listasafns ísiands undir sýninguna Mynd- hvörf sem á eftir aö fara víöa, en viö fáum fyrst þjóöa aö njóta þessa áhrifamikla verks. Þegar viö Steina hittumst fýrst haföi hún sofið sam- anlagt sjö tfma á tveimur sólarhringum og hún sagðist segi'a tóma vitleysu ef viö töluðum saman þá. Á næsta stefnumót kom hún alls ekki vegna þess aö hún svaf- örþreytt eftir ferðalagið frá Bandaríkjunum og púliö fýrsta vinnudaginn í Listasafninu. En þegar hún vaknaði var hún full af fjöri og minningum frá æskuárunum heima á islandi. Eiginlega talar hún táningamál sjötta áratugarins enn þá og þegar kemur aö tæknimáli listar- innar veröur hún aö grípa til enskunnar. Tónlistin er viðmiöunin Steina sýnir Myndhvörf á níu skjám og á þeim öllum verö- ur sama myndefniö en séö frá ólfku sjónarhorni. „Þegar ég hanna verkið þá ákveö ég til dæmis aö á þessum punkti breytist allt í myndir af hestum og þá eiga allir hestarnir aö koma á sama tfma inn á skjáina," segir hún til skýringar. „Þaö má vel sjá á þessu verki að ég er tónlistarmaður því ég vinn þaö eins og ég væri aö skrifa kvartett eöa sinfóníu. Tónskáldiö skrifar nótur fýrir hvert hljóöfæri fyrir sig en þeg- ar verkið er flutt veröur allt að hljóma saman. Óbóið og fiðl- an veröa aö koma inn á sama tíma þegar merkiö er gefiö! Ég styöst mikiö viö tónlist þegar ég vinn myndlistarverkin mín enda er þaö hún sem ég er menntuö í.“ Sjón er sögu ríkari Myndhvörf eru samin sérstaklega fyrir Nýjan heim - Stafrænar sýnir og Steinu fannst mjög gaman aö fá þessa pöntun. „En ég átti eftir aö sjá eftir því aö taka boöinu vegna þess að lengi kom ekki neitt! Ég var alveg þurr,“ segir hún og hlær. „Ég hef tekiö vídeómyndirí hvert skipti sem ég hef komið heim síöastliöin þrjátfu ár og nú horföi ég á þær, hverja af annarri, áreiðanlega eina hund- raö klukkutíma af myndefni, en ekkert geröist. Opnunin kom nær og nær og ég var engu nærl Þaö er mjög óþægi- legt aö binda sig svona í stað þess aö gera bara þaö sem mann langar til þegar andinn er yfir rnanni." Allt í einu kom lausnin og verkiö fæddist átakalaust en erfiðara er aö lýsa þvf meö oröum. Sjón er sögu ríkari. „Þaö eru mest sjávarmyndir sem ég nota í verkinu. Ég vinn þaö meö tölvuprógrammi sem les línu eftir línu á myndinni og ummyndar hana - það veröa myndhvörf. Myndin heldur áfram aö vera af náttúru en sjórinn fer kannski aö minna á skóg meö trjám og runnagróöri. Ég pantaði þetta forrit hjá vini mínum sem býr til hugbún- aö og þaö gerir mér kleift að dæla inn myndum og um- breyta þeim. Þá er ég orðin eins og hver annar ritstjóri sem velur úr þaö sem honum líkar." Steina Vasulka: „Þaö má vel sjá á þessu verki að ég er tónlistarmaöur því ég vinn þaö eins og ég væri aö skrifa kvartett eöa sinfóníu. “ DV-myndir Hilmar Þór Að leika sér meó tímann Steina hefur aldrei stundaö aðra myndlist en mynd- bandalistina og viö spyijum hvaö þaö hafi veriö sem heillaði unga fiöluleikarann svona viö þessa tegund list- ar: „Þaö er rafeindamyndin sjálf," segir Steina: „Ég þekkti hljóömyndina fyrir af því ég hafði búiö til hljóö- upptökur, og þaö einstæða var aö geta hægt á upptök- unni, hraöaö henni, blandað saman tveimur eða fleiri rásum og framkallaö bergmál. Þetta var 1968-9 og mér fannst ég hafa höndlað eitthvað alveg makalaust. Ég fór aö vinna meö slíkar upptökur og þegar ég kann- aöi máliö sá ég aö myndbandið haföi alveg sömu eigin- leika. Það var hægt aö leika sér aö því á ótal vegu og það heillar mig.“ -SA Eldri myndbönd Steinu Vasulka sýnd á myndbandasýningunni: Listmiðill okkar tíma Myndbandalistin er ung en hefur slegiö í gegn hjá yngstu kynslóö listamanna - eins og sést til dæmis greinilega á stórum yfirlitssýningum víös vegar um heim- inn þessi árin. Á sýningunni Nýjum heimi - Stafrænum sýnum í Listasafni íslands veröur úrval íslenskra og er- lendra myndbanda sýnt í salnum á fyrstu hæðinni, þar á meöal myndbönd eftir Steinu Vasulka. Þau veröa á dag- skrá sunnudagana 21. maf og 4. júní og verða sýnd stanslaust kl. 11-17 báöa dagana. Myndbandiö viröist vera hinn kjörni miöill þess sam- tíma okkar sem stundum er kenndur viö eftirnútfö. Myndbandiö er í eöli sfnu ólíkt heföbundinni kvikmynd sem flytur okkur mynd af heiminum f skipulagöri frá- sögn sem hefur veriö soöin niöur í samþjappaðan og endurgeröan tíma meö skýrt afmörkuöu upphafi og endi. í myndbandinu upplifum viö vélrænan „rauntfma" um leiö og viö skynjum meö nýjum hætti mörk eöa tengsl tíma og rýmis. Myndbandiö gefur okkur vélræna mynd af heiminum, þar sem myndavélin verður bæöi gerandi og viöfang, frumlag og andlag I nýjum skilningi. Tími myndbandsins er hlutlægt markaöur á forsendum tækninnar og stjórnandi myndavélarinnar veröur um leiö viöfang hennar og er sjálfur mótaöur af vélrænum forsendum hennar. Þetta nýja samband verður augljóst þegar viö skoö- um verk Steinu Vasulka, hins íslenska brautryöjanda í notkun myndbandsins sem listræns miöils. Verk henn- ar fá okkur til aö upplifa meö ögrandi hætti hvernig vél- rænt sjónskyn hinnar stafrænu myndavélar mótar mynd okkar af heiminum. Verk hennar hafa opnaö möguleika nýrrar vélrænnar fagurfræöi sem endurspegla um leiö samtíma er stefnir hraöbyri aö heildarvélvæöingu sam- félagsins, mannsins og náttúrunnar. Þótt myndbandiö höföi augljóslega sterkasttil yngstu kynslóðar myndlistarfólks kemur þaö athyglisveröasta í íslenskri myndbandagerö á sföari árum - fýrir utan verk Steinu Vasulka - frá hinum sfunga nestor Islenskra framúrstefnulistamanna, Magnúsi Pálssyni. Þríleikur hans „Eye-talk“, sem verður á myndbandasýningunni í Listasafni íslands laugardagana 27. maf og 10. júní, hefur aö geyma ögrandi eintöl f rauntíma sem reyna á þolinmæöi áhorfandans. Leiöinn er áhugavert viðfangs- efni f sjálfu sér, segir bandariski menningarrýnirinn Frederik Jameson, og stafar af lamandi tilvistaraöstæö- um og nánast líffræöilegri orkuteppu sem skapast af hlutgervingu einstaklingsins í hinu vélvædda og staf- ræna samskiptakerfi nútímans. Hægt er aö skoöa myndbönd Magnúsar Pálssonar f þessu Ijósi sem eitr- aöa og ögrandi mynd af samtímanum, þar sem áhrifa- mátturinn stafar ekki síst frá markvissri nýtingu á tæknilegum forsendum sjálfs miöilsins. Á sýningunni veröur úrval íslenskra og erlendra vídeó- verka. Erlendu verkin koma flest frá Museum Ludwig í Köln. Listasafni íslands er mikill fengur aö þessu sam- starfi viö Museum Ludwig því þaö safn hefur um langt skeiö safnaö úrvali framsækinnar myndbandalistar frá öllum heiminum. Á sýningunni veröa því verk eftir marga listamenn sem hafa mótaö þessa ungu listgrein á síö- ustu áratugum, m.a Marina Abramivic, Doglas Davis, Joab Jonas, Chris Newman, Arnulf Reiner, Richard Serra, Bruce Nauman, Wolf Vostell, Gary Hill, Dan Graham, John Baldessari, Nam June Paik, Bill Viola, Magnús Páls- son og Steinu Vasulka. Sjá sýningarskrá á bls. 7.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.