Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 6
6 NÝR HEIMUR - STAFRÆNAR SÝNIR Nýr heimur - Stafrænar sýnir Listasöfnin eru hluti af hinu sameiginlega minni sam- félagsins og meginhlutverk þeirra er aö varöveita og sýna menningararfinn og gera hann spennandi og aögengileg- an. Þaö er einnig mikilvægt að söfnin fjalli um list sam- tímans og taki meö þeim hætti virkan þStt í hugmynda- legri samræðu í nútímanum. Þaö felur jafnframt í sér samtal á milli nútíöar og sögunnar sem vekur upp marg- víslegar áleitnar spurningar um virkni og áhrif listarinnar og skerpir sjálfsmynd okkar í nútímanum. Yfirskrift sýningarinnar, Nýr heimur - Stafrænar sýnir, sem er framlag Listasafnsins til Listahátíðar 2000, skír- skotar til þess að þau tjáningarform sem hér birtast tengjast tölvunotkun meö einum eöa öörum hætti. Mark- mið sýningarinnar í heild sinni er aö varpa Ijósi á nýjar listrænar tjáningaraöferöir, sem byggjast á hátækni nú- tímans og eru hluti af tæknivæddum veruleika okkar og menningarlegri sjálfsmynd. Sýningin samanstendur af fjórum sjálfstæöum þáttum: Úrvali íslenskra og erlendra myndbanda, nýju verki eftir Steinu Vasulka, sýningunni Atið eöa @ og íslenskri og erlendri veflist, orb.is. I þessari samsetningu sem teflir fram sambandi listar og tækni felst ákveðin listsöguleg skírskotun. Myndböndin eöa vídeómyndin kom fram sem tjáningarform á sjöunda áratugnum og tengdist ööru fremur þeirri hreyfingu sem hafnaði málverkinu sem tjáningarmiöli og leitaði nýrra leiöa til aö tengja saman lífiö og listina. Allir helstu brautryöjendur myndbandalistarinnar eiga hér verk og veröa sýndar m.a. vídeómyndir eftir íslensku listakonuna Steinu Vasulka sem telst meöal helstu frumkvööla á þessu sviöi í heiminum. Verk hennar sýna meö ögrandi hætti hvernig vélrænt sjónskyn hinnar stafrænu myndavélar mótar mynd okkar af samfélaginu, manninum og náttúrunni. Þaö er Listasafninu mikiö fagnaöarefni aö frumsýna nýtt verk eftir hana, Myndhvörf, sem er sérstaklega styrkt af Listahátíö í Reykjavík 2000. Sýningin sem ber yfirskriftina Atið eða @ er samstarfsverkefni ART.IS og tölvufýrirtækisins OZ.COM. @ er tákn eða samnefnari yfir allt þaö sem snertir tölvuveruleika og netheima. Þaö er hópur listamanna og tæknimanna sem tekur hér höndum saman um aö skapa nýja töfraveröld sem einkennist af nýrri fagurfræöi. Hver listamaöur hefur sérstakt svæði í @ veröldinni þar sem hugmyndir hans og stíll ráða ferðinni. Á sýningunni íslensk og erlend veflist, orb.is, birtist einnig nýr veruleiki þar sem viöfangsefnið er annars vegar yfirlit yfir veflistina í heiminum og hins vegar hefur hópur listamanna unniö vefverk sérstaklega fyrir sýninguna. Þessa sýningu veröur hægt aö skoða bæöi í Listasafninu og á netinu á slóöinni orb.is. Veraldarvefurinn sem ööru fremur hefur umbreytt upplýsingastreymi og boðleiöum f heiminum er hér notaður sem listrænt tjáningarform sem er óháö staösetningu og flýtur efnislaust um allan heiminn, ólíkt öörum listformum. Þaö er einnig til marks um sérstööu þessa tjáningarmiöils aö með stuöningi Landssímans verður vefurinn áfram til þegar sýningunni lýkur í safninu og mun halda áfram aö hreyfast og þróast. Margir aöilar hafa stuölaö aö því aö gera þessa sýningu að veruleika. Fullyrða má aö í íslensku samhengi markar hún tímamót hvaö varðar áhersluna á samspil listar og tækni og flókna hátækni sem listrænt tjáningarform. Listasafniö hefur valiö þá nýstárlegu leiö til að miöla upplýsingum og ööru efni um viðfangsefni sýningarinnar að gefa sýningarskrána út í samvinnu við DV sem aukablaö, í staö hefðbundinnar sýningarskrár, og er þaö fyrir utan þennan „leiðara" unniö af blaöamönnum DV. Þaö er von okkar að viö getum þannig gert efni og inntak sýningarinnar aögengilegt og stuölað að því aö skapa „hinn virka áhorfanda" sem getur tileinkað sér þá spennandi og flóknu veröld sem sýningin býður upp á. Listasafnið þakkar þeim fjölmörgu listamönnum sem hér birta verk sín fyrir ánægjulega samvinnu og ennfremur Listahátíö í Reykjavík 2000, Reykjavík - Menningarborg 2000, OZ.COM. og Landssímanum fýrir myndarlegan fjárhagslegan stuðning viö gerð sýningarinnar. Ólafur Kvaran, safnstjóri Llstasafns íslands Netscape:Á teiö á vinnustofuna / 6oin()tothe studio / Hlyuur Helgasou 1999 á 'Vl É Hflm* Saat'ch Ptetecáp* ■ b Æ Pffiftt S#curi*y /vw,v.lam>nftit.i8i/'itc.</liJvwuf/Vlftftu<tBif>At-A.hl>ml. | ’nflwjb’s- Seifttec* jftUct <$í <$-Y«ltov Hlynur Helgason : Á leiö í vinnustofuna, 1999. Veflist - vafrandi verk Verkin á sýningunni orb.is tilheyra nýrri tegund listar, svokallaðri veflist, sem fyrst leit dagsins Ijós í upphafi tíunda áratugarins. Fyrstu íslensku veflistaverkin voru gerö skömmu síöar eöa áriö 1995. Undanfari veflistar- innar eru verk unnin á margmiðlunardiska. Þau eiga sameiginlegt meö veflistinni aö notandinn þarf að sækja verkið, sem birtist á tölvuskjá, meö aðstoð tengibúnaðar, lyklaborðs og músar. En þar sem diskurinn vistar upplýsingar um verk sem einn áhorfandi skoðar í einu eru upplýsingar um veflistaverkiö hýstar í gagnabanka hjá tilteknum vefþjóni. Þangað getur hvaöa tölvunotandi sem er í heiminum með netaögang sótt það. Gagna- banknn er þeim eiginleikum gæddur aö þó aö einn notandi taki út úr hon- um, sér ekki á innistæöunni. Því geta aðrir notendur, vítt og breitt um heim- inn, skoðað samtímis sama verkiö. Listamennimir Kit Galloway og Sherrie Rabinowitz opnuðu fyrsta raf- eindanetkaffiö í Los Angeles áriö 1984. Tæknin og listin Veflistin á margt skylt meö annarri tölvulist eöa rafeindalist. Rafeinda- verk eru unnin meö rafeindatækni; Ljóslistin notar rafmagnsljós, ley- sigeisla og neónljós sem efniviö, hreyfilistin á sér rætur í véltækni, mynd- bandalist er gerö meö tæknibúnaöi sjónvarpsins og samskiptalist notfær- ir sér samskiptatækni meö símalínum á borö viö faxið og Netið, en vefur- inn er hluti af þvt. Allar þessar listgreinar spruttu fram á síðari helmingi 20. aldarinnar en ekki fór að bera á þeim fyrr en upp úr 1970. Sýning skipulögð af sænska sýningarstjóranum Pontus Hulten í MOMA, Nútímalistasafni New York borg- ar, áriö 1968 markaði þarna ákveðin tímamót. Yfirskrift hennar var „The Machine as Seen at the End of the Mechanical Age" (Vélin skoöuö í lok vél- aldar) og á henni var aö finna bæöi rafræn verk og tölvuverk. Tölvuverkin á sýningunni voru aö vísu ekki burðug, enda tölvan hálfgert ólánstæki á þessum árum sem erfitt var að ráöa viö og fáir höföu aðgang að. Umröðun og sýndarheimar Samt fékk fræöimaöurinn Abraham Moles áhuga á hæfileikum tölva til sköpunar og áriö 1971 sendi hann frá sér bókina „List og tölva". Þar viör- ar hann hugmyndir sínar um upplýsingafagurfræði listar sem kennd hefur veriö við umröðun ogtilbrigöi. Umrööunarlistin byggir á hæfileikum tölvunn- ar til aö endurreikna upplýsingar og senda frá sér óteljandi tilbrigði af niö- urstööunum. I dag getur tölvan umraðað þessum upplýsingum á rauntíma, sem gerir notandanum kleift aö upplifa sýndarveruleika tölvuheima og ferö- ast um stýrirýmið (cyberspace) á ógnarhraða. Fáir listamenn voru aö kljást viö þetta nýja rými þar til einkatölvan kom á markaðinn um 1980. Þökk sé kubbum og örgjöfum snarlækkuðu tölvur í verði, tölvuleikjaiönaöurinn tók kipp og myndgæöi bötnuöu smám saman meö tilkomu öflugra grafiskra forrita. Rúmpm tíu árum síðar voru listamenn farnir aö búa til tvívíð og þrívíð hreyfanleg mynd- og textaverk, sem gátu lif- aö sjálfstæöu lífi á veraldarvefnum. Margir þeirra eldri listamanna sem sneru sér aö tölvunni á þessum árum höfðu áður fengist viö performansa, uppákomur (happenings) og tón- list, aö ógleymdri vídeólistinni. Þessar stefnur má líkt og rafeindalistina rekja aftur til fyrstu áratuga 20. aldar þegar vélvæöingin var í algleymingi. Hugtökin tími og hreyfing geröu innreið sína í málverk ítölsku fútúristanna og Marcel Duchamp lagöi „Nakta konu á leið niöur stiga" fram til kúbism- ans. Hann sýndi líka málmklædda piparsveina, knúöa áfram I eilífum hringdansi af súkkulaöikvörn, afklæða brúöina meö erfiöi sínu á „Stóra glerinu". Piparsveinarnir voru aö sjálfsögðu listamennirnir og brúðurin, sjálf listagyðjan. Verk á hreyfingu Vélvæöingin haföi ekki aöeins áhrif á framsetningu málverksins. Hún fæddi af sér annarskonar list sem notaði hluti, vélar og tæki sem efnivið. Tatlin og Man Ray voru með þeim fyrstu til að gera skúlptúra á hreyfingu en Lazslo Moholy-Nagy og Alexander Calder bættu Ijósum í slík listaverk. Hreyfilistin varð þó ekki að sjálfstæöri listgrein fyrr en á sjötta áratugnum, en þá gekk Nicolas Schöffer eina lengst á þessu sviöi. Hann nýtti sér óllka rafeindatækni frá sjónvarpstækjum og Ijósum til stýrifræöi og hljóðs til skúlptúrgerðar. Jean Tinguley tilheyröi aftur á móti hópi þeirra sem héldu sigvið vélverkið. Verk hans eiga það þó sameiginlegt meö veflistinni aö þau krefjast þess oft aö áhorfandinn setji þau sjálfur af stað. Hreyfing er hugtak sem sameinar þær ólíku listgreinar sem hér hafa ver- iö nefndar til sögunnar. Hvorki verkið sjálft né viðfangsefnið eru kyrr og skoðun I tíma og rúmi er yfirleitt nauðsynleg. Þaö er ekki lengur nóg fýrir skoöandann aö nota augun. Hann þarf aö virkja líkamann og skilningarvit- in, ekki aöeins til aö horfa á listaverkiö heldur til að upplifa þaö. Veflistin er kannski ekki skýrasta dæmiö um list þar sem líkaminn er kallaður til, innsetningar væru betra dæmi um það, þó þarf skoöandinn aö nota hend- urnar. Veflistin er hins vegar eitt besta dæmiö um gagnvirka list. Með gagn- virkni er átt viö aö skoðandinn er jafnframt notandi greinds búnaöar sem bregst sjálfstætt við skipunum frá tengibúnaöi. Þetta þýöir aö veflistaverk- ið birtist ekki á tölvuskjánum nema skoðandinn noti tengibúnaöinn. Efnislaus list Þessi lýsing á veflistaverki getur átt við öll tölvulistaverk sem geta birst sem mynd, hljóö og texti. Þaö sem aögreinir veflistina frá annarri tölvulist er umhverfi hennar. Aöbúnaöur verksins hjá vefþjóninum er ekkert ööruvísi en annarra upplýsinga sem þar eru vistaðar I stafrænu formi. Vefurinn er því hvorki efniviöur verksins né miðill heldur gatnakerfi sem flytur þaö. Það skiptir ekki máli hvar notendur eru staddir, allir hafa jafn fljótvirkan aögang að veflistinni. Það eina sem þeir þurfa að gera er aö fara inn á slóö verksins á vefnum, sem birtist fáum sekúndum slðar á tölvuskjánum. Hraö- inn er slíkur aö fjarlægðarskynið þurrkast út og landfræöileg staösetning veröur smáatriði. Heimurinn skreppur saman og öll sérkenni hverfa I þess- ari lýðræðislegu sýndarveröld sem veflistin er hluti af. Sumir veflistamenn hafa unniö á pólitískum nótum til aö gagnrýna vefinn, en aörir sjá gamla drauma rætast um listina fýrir alla. Áhugi íslensku veflistarmannanna virö- ist hins vegar beinast að hinu smáa og hversdagslega eins og verkin á sýn- ingunni orb.is I Listasafni Islands bera meö sér. Margrét Elísabet Ólafsdóttir íslensk og erlend veflist - o r b . i s Listamenn sem unnu vefverk sérstaklega fyrir þessa sýningu: Baldur Helgason, Bragi Halldórsson, Egill Sæbjörnsson, Gunnar Magn- ús Andrésson, Hlynur Helgason, Kristrún Gunnarsdóttir, María Péturs- dóttir og Þórir Karl Bragason Sýningarstjóri: Bragi Halldórsson Sýningin er sérstaklega styrkt af Landssímanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.