Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Blaðsíða 4
t Miðar á / ■ / og gomma af diskum Fókusvefurinn: Jimmy Ronald Routley er 33 ára sparkbox- kennari frá London sem nýlega varð íslenskur ríkisborgari. Hann settist niður með Heiðari Sumarliðasyni yfir orkudrykk og sagði honum frá enska hernum, listaháskólanum og sparkboxinu. Heyr á endemi! Nú er til mikils að vinna. í dag fer í loftið glænýr, ufsaferskur, Gettu enn betur- spurningaleik- ur á Fókusvefn- um á visir.is sem fjallar um Tónlistarhátíð- ina. Að smni eru vinn- ingarnir glæsi- legri en nokkru sinni fyrr. Þeir sem eru i Ftmm efstu sætunum á hádegi á þriðjudag fá nefnilega miða sem gildir á laugardeginum á Tónlist- arhátíð í Reykjavík, Reykjavík Music Festival, auk Tónlistarhá- tíðardisksins sem hefur að geyma rjómann af lögum listamannanna á hátíðinni. Eins og flestir vita kosta miðamir á þessa glæsilegu hátíð slatta. Þá ætti nú að vera ódýrara að logga sig inn á vefmn. Á þriðjudaginn fer ný útgáfa af leikn- um í loftið sem verður dregið úr á föstudaginn eftir viku. Sami hátt- ur veröur á vinningunum, fimm efstu fá laugardagsmiða inn á Tón- listarhátíðarsvæðið og diskinn. En þar með er sagan ekki öll sögð. Fókus ætlar einnig að gefa öllum þeim sem eru ekki nógu klárir í leiknum, en kunna á póst- forritið sitt, Tónlistarhátiðar- diskinn. Þúsund fyrstu vefverjarn- ir sem skrá sig á póstlista Fókuss, sem fer einnig í loftið á forsíðu vefsins í dag, fá gefins eintak af disknum. Það sem skiptir máli er að vera nógu snöggur á vefinn. Allir á Fókusvefinn! GRIM Jet Li og Jackie Chan eru í miklu uppáhaldi hjá Jimmy sem kennir spark- box í Dugguvoglnum. Listrænn b3ixl3C|ðka „Ég kom fyrst til íslands með ís- lenskri kærustu minni fyrir 5 eða 6 árum. Ég vissi ekkert um ísland en þar sem ég kom hingað að sumri tU líkaði mér dvölin vel,“ segir Jim- my Ronald Routley sem talar nú orðið sæmUega íslensku. „Þegar vetur skcdl á fann ég mig ekki nógu vel og fannst ég þurfa að komast heim tU London. Þar sem fyrrum vinnuveitandi minn hafði svikiö mig um greiðslu hóf ég að þrífa skemmtistaði tU að eiga fyrir far- inu heim. Samstarfsfélagi minn þar kynnti mig fyrir manni sem var með svarta beltið í karate. Sá vUdi ólmur fá mig tU að berjast við sig. Það gerði ég og afgreiddi hann á skömmum tíma. Þannig vann ég mér inn virðingu hans og hann bauð mér vinnu við að kenna sparkbox, sem ég þáði. Ég sneri samt fljótlega aftur tU London." Dvöl Jimmys í London varð hins vegar styttri en hann hafði áætlað. „Mér var boðið að koma aftur tU ís- lands tU að kenna. Ég þáði það boð, enda kærastan mín á íslandi." Eftir það hefur Jimmy ekki litið um öxl og hefur skotið rótum á Is- landi og eignaðist hann nýlega, ásamt kærustunni, sitt fyrsta bam. Fann fyrir fordómum Við fyrstu sýn gæti fólk verið dá- lítið smeykt við hinn krúnurakaða og ofurmassaða Jimmy. Við nánari kynni kemur hins vegar í ljós að hann er mjög vingjarnlegur og hef- ur greinUega mikla ánægju af því aö deUa með fólki þekkingu sinni á bardagaíþróttum. „Það erfiðasta við að koma hing- aö var að vinna íslenska fólkið yfir á mitt band. Það þekkti mig auðvit- að enginn og höfðu sumir fordóma gagnvart mér. Þegar ég byrjaði að kenna breyttist þetta aUt saman. Fólk byrjaði að kynnast mér og sá hvað ég gat gert. Þannig myndaðist gagnkvæm virðing og hef ég eign- ast marga vini í gegnum sparkbox- ið,“ segir Jimmy sem hefur komið víða við um ævina. „Ég var í enska hernum um tíma en þangað var ég fenginn vegna hæfUeika minna í bardagaíþróttum. Eftir það var ég í listaháskóla en málaralistin er mitt helsta áhugamál, fyrir utan líkams- ræktina og bardagaíþróttirnar." Opnar líkamsræktarstöð Jimmy ólst að mestu leyti upp í London en hreimur hans, þegar hann talar ensku, gefur til kynna að hann hafi fariö víða. „Mamma mín er frá Sierra Leone og eyddi ég nokkrum tíma þar á uppvaxtarár- unum. Þess vegna er blærinn á enskunni sem ég tala eins konar blanda af breskum, frönskum og afrískum hreim,“ segir Jimmy, sem á mikið af bræörum og systr- um sem eru dreifð víðs vegar um heiminn. „Þegar ég var stráklingur fóru bræður mínir oft með mig í bíó. Sérstaklega hafði ég gaman af hasarnum I kúrekamyndum sem ég lifði mig mikið inn í. Þegar ég var 10 ára komst ég fyrst í kynni við Bruce Lee og hreifst mikið af honum. Það varð til þess að pabbi minn, sem lést árið 1989, skráði mig á námskeið í bardagaíþróttum. I dag hrífst ég mikið af Jet Li og Jackie Chan. Það er sennilega vegna áhrifa frá þessum mönnum sem mig hefur alltaf langað að verða hasarmyndaleikari," segir Jimmy sem að minnsta kosti hefur líkamsbygginguna og útlitið í hasarmyndastarfið. Hjá Jimmy hafði einnig lengi blundað sá draumur að opna sína eigin líkamsræktarstöð. „Fyrir tveimur vikum keypti ég mér hús- næði í Dugguvogi 12. Þar mun ég á næstu mánuðum opna sparkbox- stöð sem ég hef skýrt „Pumping Iron“. Persónulegt handbragð mitt mun verða yfir kennslunni og ætla ég að kynna nýtt afbrigði af spark- boxi sem ég kalla stökkbox. Einnig verða lóð og æfmgatæki á svæð- inu.“ Þar af leiðandi geta framtíð- arkúnnar Jimmys, áhyggjulausir, orðið alveg hrikalegir í vextinum, á milli þess sem þeir misþyrma boxpúðum af kappi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.