Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Side 10
vikuna 1.6-8.6 2000 22. vika MC Lyte kom fyrst fram á sjó- narsviðið á níunda áratugnum og var þá ein af fáum konum í rappheimum. Fyrir nokkrum árum seldi hún sál sina Mammoni og húkkaði upp með Puff Daddy. Það er þó ekki jafn slæmt og að nota meistara Mariey sér til fram- dráttar. Skamm, skamm. Topp 20 (01) The Ballad Of Chasey L. Bloodhound Gang á lista © 9 (02) Tell Me Einar Ágúst & Telma J, 8 (03) Jammin' Bob Marley & MC Lyte t 2 04j Freestyler Boomfunk MC's Jr 6 (05) Oops 1 Did Again Britney Spears t 7 06) Bingo Bango Basement Jaxx t 7 (07) He Wasn't Man Enough Toni Braxton 11 (08) Riddie MtMtKttKU En Vogue 4r ^ (09) Eitthvað nýtt Land og Synir X 1 (70) There You Go Pink -f. 6 (77) Mr. Bongo Housebuilders t 2 '12) Fool Again Westlife 9 u (73) Vertu Hjá Mér Á Móti Sól 4,10 14j Freakin' It Will Smith 4*11 (75) Thong Song Sisqo 4r 6 (76) Are You Still... Eagle Eye Cherry n 11 (77) I Wanna Mmm The Lawyer 4,9 18) Dirty Water Made in London n 4 (19) Hvort sem er Sóldögg x 11 (20) If 1 Told You That Whitney H./George M. X 1 Sætin 21 til 40 © topplag vikunnar 21. Hvar er ég? írafár X 1 . 22. Mambo Italiano Shaft n 7 4 vikunnar 23. My Heart Goes Boom French Affair 4, 9 24. Fill Me In Craig David f 7 X nýtt á listanum 2fi Ex.Gjrlfrjend No Doubt 4, 12 jöj stendurístað 26. Say My Name Destiny’s Child 4- 14 H + hækkarsigfrá 27 ■ Broadway Goo Goo Dolls t 2 1 sífljstu viku 28. Shackless Mary Mary t 4 lækkar sig frá 29. Now Or Never si&istu viku 30. Sól ég hef sögu... Tom Novy & Lima t 3 Sálin... X 1 fall vikunnar 31. Mama Told me... Tom J./StereP. 4, 8 32. Sunshine Reggae Laid Back 4, 6 33. Everything Vertical Horizon 3 34. Lucky Star Superfunk 4- 3 35. Just Around The Hill Sash 4. 5 36. Run To The Wather Live 4, 13 37. Flowers Sweet Female Attitude t 2 38. Daily TQ X 1 39- Búinn að fá nóg Buttercup 4, 10 40. |f Only Hanson X V Ifóku Kraftmikill, kjaftfor „Helmingurinn af því sem ég segi er skáldskapur sem ég sýð upp til þess eins að gera fólk brjálað. Það getur kysst á mér nakið hvítt rassgatið." Úpps, Eminem er kominn aftur, brjálaðri en nokkru sinni fyrr. ko in p I GXðo u tr hvítinai Platan heitir „The Marshall Mathers LP“. Að vanda er Eminem (Marshall Bruce Mathers III) i miklu stuði og hlífir engum þegar hann skvettir úr sínum fúla orðapytti. Hann froðufellir ónotum eins og Bólu-Hjálmar á sterum og meðal þeirra sem fá það óþvegið í þetta skiptið eru Britney Spears, stráka- bandið ‘N Sync, Will Smith, Christ- ina Aguilera, lamaða ofurmennið Christopher Reeve, hin látnu glys- menni Sonny Bono og Gianni Ver- sace, Puff Daddy og Jennifer Lopez, hljómsveitin Insane Clown Posse sem kemur eins og Eminem frá Detroit og guðfaðirinn sjálfur, hann Dr. Dre, fær líka smáspark í rassinn. Eins og heimilisofbeldi Þetta „diss“ er allt á „léttu“ nótun- um. Tvær grímur renna þó á hlust- andann þegar Eminem byrjar að rappa um konuna sína, Kim. Þar æpir Eminem eins og geðsjúklingur að hann ætli að kála Kim eða sjálfum sér af því að hún hélt fram hjá, eða svo segir hann. Það er akkúrat ekkert fyndið við þetta lag (,,Kim“) og álíka „gaman“ að hlusta á það og að verða vitni að heimilisofbeldi. „Já, hún Kim virkilega hatar þetta lag,“ segir Eminem. „Þegar hún heyrði það leit hún á mig og sagði: „Þú ert geðveikur. Þú ert í alvörunni geðveikur!" En ég sagði henni: „Mér Eminem og mamma hans áður en hún kærði. leið bara svona. Það hafa komið stundir sem mig hefur langað til að kála þér.“ En lagið var gert í fyrra þegar við vorum að ganga í gegnum eriitt tímabil. Þaö er allt i fmu hjá okkur núna. (Þau eiga 4 ára dóttir og eru nýlega gift.) Lagið er eins og al- vörurifrildi hjá okkur. Þegar ég hlusta á plötuna mina sleppi ég þessu lagi því það minnir mig einum of mikið á hvernig mér leið á þessum tima.“ Með mömmu og ömmu á hælunum Eminem, sem er 25 ára, skaust upp á stjömuhimininn í fyrra með smell- inn „My Name Is“ af plötunni „The Slim Shady LP“. Hann hafði rembst eins og rjúpa við rappstaur og gert plötu árið 1996, hina slöppu „Infmite" sem margir líktu við rapparana AZ og Nas. Kappinn kallar þá plötu „til- raun“ í dag og segist ekki hafa verið búinn að fmna sig. Skömmu síðar gerði Eminem smá- skífu, „The Slim Shady EP“ sem Dr. Dre heyrði og tók í framhaldinu pirraða hvítingjann upp á arma sína. Með síðustu plötu varð Eminem vin- sæll og mjög umtalaður, sérstaklega fyrir hrikalegan óhróður sem hann viðhafði um mömmu sína. Mamman fór í mál og heimtaði pening (10 millj- ón dali) og ein amman er að spá í að fara í mál líka. „Ég get ekki talað mikið um þetta,“ segir Em, „því málið er enn fyrir rétti. En ég get ekkert gott sagt um ömmu mína. Það er hellingur af fólki sem hefur hótað að kæra mig. Það er verst þegar fjölskylda manns kærir mann, fólk sem hefur ekkert gert úr lffi sínu og sér mig í sjónvarpinu. Auðvitað hugsar það: „Hann er for- ríkur andskoti og ég er skyld honum. Ef hann gefur mér ekkert þá ætla ég bara að hrifsa það af honurn". Eða eitthvað. Ég nenni ekki að velta mér upp úr þessu.“ Ég er ekki dúkka! Eminem komu á óvart þau nei- kvæðu viðbrögð sem síðasta plata fékk. „Ég hélt að fólk myndi hlusta á plötuna og taka henni eins og hún er: Fyrst og fremst grófur húmor. Ég hélt að fólk myndi fatta hvað ég væri að segja í alvörunni og heyra að annað væri of fáránlegt til að hægt væri að taka það alvarlega." Hverju vildi Eminem nú fram með nýju plötunni? „Ég vildi að sjálfsögðu toppa sjálf- an mig og líka að fara með tónlistina í nýjar áttir. Mér fmnst alvarlegri fíl- ingur á þessari plötu en þeirri síð- ustu. Ég hef gengið í gegnum meiri skít á síðasta ári en áður. Ég hef séð líf mitt snúast á hvolf. Mér finnst enn gaman að grínast og fíflast en þessi reynsla hefur vakið upp hjá mér al- varlega hlið.“ Heldur Eminem að þeim sem hann rappar um flnnist ekki bara svalt að vera í textunum hans, jafnvel þó þaó sé neikvœtt? „Kannski. Ég heyrði að ‘N Sync halda að ég sé ekki að „dissa“ þá. Auðvitað er ég að „dissa“ þá. Mér frnnst þeir virkilega ömurlegir. Allar þessar stelpu/strákagrúppur eru virkilega ömurlegar. Mér fmnst þessi bönd vera svindl. Það eru feitir, sköll- óttir karlar sem semja öll lögin og þessir krakkar eru bara syngjandi dúkkur í höndum á þeim.“ En samt er næstum sami hlustenda- hópur sem ú diska með ‘N Sync, Christina Aguilera og þér! „Það er ótrúlegt! Ég sé engin tengsl milli mín og þessara dúkkna en samt er ég alltaf settur í sama bás. Það ger- ir mig virkilega óðan! Ég sem mína eigin texta. Ég sem megnið af tónlist- inni minni. Ég hljóðstýri sjálfur. Ég er ekki að reyna að hljóma eins og einhver annar heldur þvert á móti. Enginn kenndi mér að rappa eða seg- ir mér hvað ég á að segja. Ég geri minn eigin skít, en hitt draslið ... þetta er svo algjörlega hæfileikalaust. Þetta er ömurlegt. Þetta er vælu- kjóatónlist, maður. Heimurinn er ekki svona helvíti hamingjusamur." Dr. Gunni i f Ó k U S 2. júní 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.