Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Qupperneq 11
KR-bullum fjölgar mest
Áhorfendum á ís-
lenska fótboltaleiki
fjölgar ár frá ári.
En það merkir
ekki að áhuginn sé
almennt að aukast
á íþróttinni heldur
virðist aukningin
leggjast að lang-
mestu leyti á aðeins
eitt Reykjavíkurlið.
Þeir sem halda ekki með KR elska
að hata það. En þeir sem elska svart-
hvítu mennina sína geta glaðst yfir
þvl að þar er aðalvaxtarbroddur fót-
boltabullna.
Á árunum ‘94-’99 íjölgaði áhorf-
endum úrvalsdeildar um vel rúmlega
20 þúsund. Fóru úr 56.836 áhorfend-
um ‘94 og upp í 80.762 í fyrra. En það
sem kemur á óvart er að af þessum
áttatíu þúsund voru 36.404 að horfa á
KR keppa við eitthvað annað lið. Til
samanburðar má skoða ÍA. í fyrra
mættu rétt rúm fjórtán þúsund til að
horfa á gulu kempumar.
Normið um 17.000 manns
Það má líta á að eðlilegur fjöldi
áhorfenda á fótboltaleik liða í topp-
baráttu úrvalsdeildarinnar (heitir
Landssímadeildin núna eins og allir
vita en hét Trópí eða Sjóvá á þeim
tíma sem mælingar áttu sér stað) sé
um 17 þúsund. Ef við tökum dæmi af
mætingunni ‘94, en þá hófust mæl-
ingar, voru KR efstir í mætingatölum
með rúm 18 þúsund, ÍA næstir með
tæp 15 og Fram voru í því þriðja með
13.500 áhorfendur. Síðan rokkar þetta
svona þar til 1998. Þá koma allt í einu
25 þúsund og fimm hundruð á leiki
KR en á eftir þeim koma ÍBV með
17.500 áhorfendur. í fyrrasumar brýt-
ur KR svo allar reglur með sínum
36.404 áhorfendum en ÍBV er í öðru
sæti með 17.910 áhorfendur og á eftir
eyjapeyjum koma Frammarar með
17.221 áhorfenda.
KR í tísku
Niðurstaðan sem má fá úr þessum
tölum sem Fókus fékk hjá Knatt-
spymusambandi íslands er að af
þessari aukningu frá ‘94-’99, fór úr
56.836 áhorfendum í 80.762 og er því
um að ræða aukningu upp á 23.926
áhorfendur, eiga KR-leikirnir um
20.000. Þetta er því ekki aukinn áhugi
fólks á Landssímadeildinni nema að
litlu leyti heldur aukinn áhugi lands-
manna á KR. Og á fyrsta leik ÍA og
KR nú i ár mættu til að mynda tvö
þúsund manns en á fyrsta leik þess-
ara liða i fyrra mættu einungis 1.383.
Það má því með sanni segja að KR sé
í tísku. Alla vega dettur engum í hug
að halda að þessa aukningu megi
bara rekja til borinna og barnfæddra
vesturbæinga.
Lennon fær „nudd“
í nýlegri ævisögu um John
Lennon, „Nowhere Man“ eftir Ro-
bert Rosen, kemur ýmislegt nýtt
fram enda er bókin byggð á dag-
b ó k u m
Lennons
frá árunum
1975 til
dauða hans
árið 1980.
Meðal ann-
ars kemur í
ljós að
Yoko Ono
s e n d i
gamla bítilinn til S-Afríku í
„karma-lega hreinsun á innra
sjálfl“. Á hótelherbergi stnu í
Cape Town fór Lennon strax að
leita að auglýsingum frá „nudd-
stofum“ í blöðunum. Daginn eftir
heimsótti hann nuddstofu en varð
fyrir vonbrigðum. Nuddkonan
vann bara vinnuna sína en var
ekki að fíla djobbið. Lennon gafst
ekki upp og sneri aftur næsta dag.
Þá var hann kynntur fyrir Louise
nokkurri sem æsti hann upp úr
öllu valdi. Hann sneri i herbergið
sitt karma-lega fullnægður og
sæll.
Robert, Mick og Billy
fara í pásu
Þessa dagana eru átakanlega
margir popparar að hætta, til
bráðabirgða a.m.k.
Robert Smith hef-
ur löngum talað
um að The Cure sé
að hætta og sagði
m.a.s. einu sinni
að bandið myndi
hætta áður en
hann yrði fertugur.
Hann er nú 41 árs
og bandið á fullu á
tónleikatúr. Ro-
bert hyggst þó
slátra bandinu eft-
ir túrinn og er
þegar farinn að
gera sólóplötu sem
væntanlega kemur
út á næsta ári.
„Það er plata sem
verður ekki spiluð
mikið í útvarpi,“
segir hann. Ro-
bert efast um að
spila sólólögin á tónleikum. „Ég er
búinn að eyða næstum 25 árum í
tónleikaferðir og vil bara vera
heima,“ segir hann. Svipað ró-
lyndi er hlaupið í íslandsvininn og
rauðhausinn Mick Hucknell. Eft-
ir 15 ár i bransanum hefur kapp-
inn keypt sér hús í París og ætlar
að flytja þangað til að „slappa af‘.
Hann er þó búinn að koma fyrir
flygli. „Ég ætla að sitja þama,
glápa út um gluggann og búa til
lög,“ segir Mick og býst við að frí-
ið vari a.m.k. í tvö ár. „Ég verð
guðs lifandi feginn að sleppa við
athygli fjölmiöla," bætir hann við.
Tíminn er líka að renna út fyrir
The Smashing Pumpkins. Aðal-
gaurinn, Billy Corgan, hefur lýst
yfir að bandið hætti síðar á árinu.
Síðasta plata þeirra, „Machina“,
hefur selst lítið og valdið miklum
vonbrigðum. Billy er þvi búinn að
gefast upp og kvartaði sáran yfir
því að „það sé vonlaust að keppa
við allar Britney-arnar“.
Vantar þig aukaorku í vinnunniP Meira úthaldP Aukna árvekniP Fáöu þér sopa og settu þig í gang
<‘33CL
112 FLOZ
T'
2. júní 2000 f Ó k U S
11