Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Page 13
Þorgeir Ástvaldsson lagði stund á landafræði í háskólanum og hugði alltaf á frekara nám í kortagerð í
Bandaríkjunum. Örlögin tóku þó í taumana og hann togaðist inn í heim tónlistar og fjölmiðla:
Hefur komið sér vel að vita hvar Kuala Lumpur er
„Ég fór í landafræðina eftir stúd-
entspróf og stefnan var alltaf að
fara til Bandaríkjanna að læra
kortagerð en á lokasprettinum
fjölgaði ég mannkyninu og þurfti
þar af leiðandi að vinna mér inn
aukapeninga," segir Þorgeir Ást-
valdsson dagskrárgerðarmaður.
„Maður var eins og fábjáni þegar
maður kom út úr háskólanum. Ég
hafði verið í unglingahljómsveit-
inni Tempo í Álfheimunum og við
spiluðum með Kinks í Austurbæj-
arbíói. Þannig að í blankheitunum
leitaði ég í músik og komst i vinnu
hjá Reykjavíkurborg sem diskótek-
ari í Tónabæ. Þar hitti ég fólk sem
hafði unnið við þetta, eins og Ástu
Ragnheiði Jóhannesdóttur alþing-
ismann, og hún spurði hvort ég
hefði áhuga á að vinna við útvarp.
Það lá svo sem beint við enda störf-
in svipuð því á þessum árum fylgdi
það starfi diskótekarans að kynna
lögin. í útvarpinu var ég t.d. með
þætti eins og Poppkom sem var 45
mínútna langur. Síðan þegar popp-
ararnir voru reknir af Rás 1 var ég
skilinn eftir með mönnum eins og
Svavari Gests, Jónasi Jónssyni og
Jóni Múla,“ segir Þorgeir og bætir
við að þeir hafi greinilega verið
einu mennimir sem var treystandi
á þessum árum.
Og svo var komið að sjónvarp-
inu. „Já, þar sá ég meðal annars
um spumingakeppni fjölmiðlanna
og svo ýmsa skemmtiþætti í fram-
haldi af því en svo kom auðvitað
Skonrokk. En allan þennan tíma
var ég að bæta mig í þjóðaríþrótt-
inni sem er aukavinnan. Reyndar
var ég alltaf á leiðinni út í frekara
nám og hugsaði að einn góðan veð-
urdag myndi ég eiga pening til að
fara út. En það hlóðust alltaf á
mann aukastörf og á áttunda ára-
tugnum .var ég kominn á bólakaf í
skemmtibransann,“ segir Þorgeir
og vísar til farsæls skemmtiferils
sins með Sumargleðinni. „Ragnar
Bjamason réð mig í hana en þá
hafði ég ekki sungið á sviði síðan
ég var 16 eða 17 ára. Ég söng svo
með Sumargleðinni í fjögur eða
fimm sumur eða þangað til ég var
fenginn til að stofnsetja Rás 2 1.
des 1983. Öll þessi störf reyndust
mér hinn besti framhaldsskóli en
hins vegar, þessi síðustu ár sem ég
hef starfað við fréttir og fréttatengt
efni, hef ég notið grunnmenntunar
minnar mjög vel og það hefur í
raun alltaf komið mér skemmti-
lega á óvart aö vita t.d. hvar Kuala
Lumpur er.“ Eins og áður segir var
stefnan alltaf sett á frekara nám en
það þótti þó ekki alltaf eðlilegt að
Þorgeir heföi gengið í háskóla. „Já,
þegar ég var í tónlistinni þótti
mörgum meira en lítið skrýtið að
háskólagenginn maður væri eitt-
hvað að syngja. Ég var þó fullkom-
lega sáttur við lífshlaup mitt og er
enn,“ segir Þorgeir Ástvaldsson.
<
Ágústína Jónsdóttir, snyrtifræðingur, kennari, fóstra og Ijóðskáld:
Aðrir eru bestu kennaramír
„Ég lauk prófi í snyrtifræði árið
1968 og vann síðan við fagið um
nokkurt skeið og líkaði vel. í snyrti-
fræðinni reynir mjög á mannleg sam-
skipti. Einn þáttur snyrtifræöinnar
er mjög skapandi en það er fórðun,
sem er háð bæði tísku og tíðaranda.
Ég er mikill listunnandi og þegar ég
er að yrkja sæki mikið í aðra list-
miðla svo og lífríki manns og nátt-
úru. í snyrtifræðinni er maður að
vinna með lifandi manneskjur og þá
skiptir máli að hafa góða nærveru og
þroskað innsæi svo að tengslin við
viðskiptavininn verði jákvæð og
hvetjandi,“segir Ágústína Jónsdóttir
sem í dag starfar við kennslu og rit-
störf. „Ég eignaðist dóttur þegar ég
var 22 ára og fór eftir það í Fóstur-
skólann og útskrifaðist þaðan árið
1976. Þá þegar hafði ég fengist við að
kenna snyrtifræði og kynnst því að
kennslan byggist líka upp á þessum
mannlegu þáttum," segir Ágústína
sem fór því næst í Kennaraháskólann
og tók B.ed-próf þaðan árið 1991.
„Aðalástríða mín er að vera í skap-
andi verkum eins og ritlist og er
ljóðlistin þar efst á blaði. I henni
reynir maður að finna réttan farveg
fyrir tilfmningar og tengja það sem
maður hefur lært og fengist við inn í
ákveðið form. Það býr mjög mikill
sköpunarmáttur í tungumálinu en
hann einn er ekki nóg. Ljóðin þurfa
að miðla tilfmningum og tefla fram
myndum úr lífi manna og náttúru,"
segir Ágústína.
„Það er alveg sama í hvaða starfi
við erum, það reynir alltaf á hversu
fær við erum í samskiptum við annað
fólk. Þeir sem t.d. koma í snyrtingu
sækjast eftir vellíðan og það þarf að
hlúa að þeim og sjá til þess að þeim
líði vel í návist snyrtifræðingsins.
Kennsla er uppbyggjandi starf og
maður getur betur tekist á við starfið
ef maður er hugmyndaríkur og með
góða nærveru. Það er gaman að taka
þátt í mörgu því annað fólk gefur
manni innsýn í hvernig lífíð er raun-
verulega."
Spennandi tilboð
um helgina.
Dömudeild
KOOKAI
DIESEL
TviRK I
► C I »
LAURA AIME
NICE GIRL
... fallegur sumarfatnaður
Skódeild
tilboð
sandalar strigaskór fínni skór
DKNY
shoes
shelly's
2. júní 2000 f ó k u s