Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Page 3
MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000
21
DV
Sport
Enn eitt tapið hjá Itölum
ítalska landsliðið í knattspymu beið skipbrot í undirbúningi sínum
fyrir Evrópukeppnina þegar liðið tapaði fyrir Noregi, 1-0, í Ósló á
laugardaginn. Norðmenn voru betri aðilinn og hefðu hæglega getað
unniö stærri sigur. Það var John Carew, sem leikur með spænska liðinu
Valencia á næsta ári, sem skoraði sigurmark norska liðsins á 53. mínútu
með skalla eftir fyrirgjöf frá Vegard Heggem. Til að bæta gráu ofan á
svart fyrir landsliðsþjálfara Ítalíu, Dino Zoff, meiddist aðalmarkvöröur
liðsins, Gianlugi Buffon, á hendi í leiknum og er óvist hvort hann verður
klár í slaginn þegar Evrópukeppnin hefst þann 10. júní næstkomandi.
Schmeichel
skoraði
FH-ingar misstu flugið í 1. deildinni á föstudag:
Hinn litríki markvörður Dana,
Peter Schmeichel, var heldur betur
í sviðsljósinu á laugardaginn þegar
Danir og Belgar mættust á Parken
í Kaupmannahöfn. Leikurinn end-
aði með jafntefli, 2-2, og skoraði
Schmeichel, sem jafnframt er fyrir-
liði, seinna mark Dana úr vita-
spyrnu á 61. mínútu. Áður hafði
Jon Dahl Tomasson komið Dön-
um yfir, 1-0, með marki á 37.
minútu en Lorenzo Staelens
jafnaði metin fyrir Belga úr
vítaspyrnu á 53. mínútu. Þá var
röðin komin að Peter Sch-
meichel en á 73. mínútu náðu
Belgar að jafna öðru sinni og
var þar að verki Marc Vilmots.
Leikurinn þótti skemmtUegur
og sýndu bæði lið góð tilþrif.
Hetja Dana, Peter Schmeichel,
sem lék sinn 121. landsleik, var
ánægður eftir leikinn og sagði
að Danir hefðu átt skUið að
sigra. „Við lékum oft og tíðum
frábæra knattspyrnu og í mín-
um huga er það alveg ljóst að
við getum mætt fiUlir sjálfs-
trausts tU leiks í Evrópukeppn-
inni,“ sagði þessi frábæri mark-
vörður.
Önnur úrslit um helgina:
Rúmenía-Grikkland ............2-1
1-0 Liviu Ciobotariu (8.), 2-0
Florentin Petre (80.), 2-1 Nikos
Limperopouios (85.)
Sviþjóð-Spánn.................1-1
0-1 Josip Guardiola, víti (43.), 1-1
Roland Nilsson, víti (76.)
Þýskaland-Tékkland............3-2
1-0 Carsten Jancker (38.), 1-1 Pavel
Kuka (54.), 2-1 Oliver Bierhoff, viti
(62.), 2-2 Patrick Berger (80.), 3-2
Oliver Bierhoff (90.)
Ungverjaland-ísrael ..........2-1
1-0 Bela Illes (46.), 2-0 Ferenc
Horvath (51.), 2-1 Pini Balili (90.)
Wales-Portúgal................0-3
0-1 Luis Figo (21.), 0-2 Sa Pinto (44.),
0-3 Nuno Capucho (66.)
Sendum ípóstkröfu
samdægurs.
Jói útherji
Ármúla 36, Reykjavík, sími 588 1560
Peter Schmeichel skokkar ánægöur til baka eftir aö hafa skoraö úr vitaspyrnu gegn Belgum um helgina.
Hóröur Magnússon, FH-ingur, sést hér í baráttu viö Próttarann Vigni Sverrisson f leik liöanna á föstudagskvöld. Höröur
bjargaöi andliti sinna manna meö því aö fiska og skora úr vítaspyrnu sem tryggöi FH eitt stig. DV-mynd Hilmar Þór
Slakir Englendingar mörðu Möltu
England bar sigurorð af Möltu, 2-1,1 síðasta æfingaleik sínum fyrir Evr-
ópukeppnina í Valletta um helgina. Enska liðið var ekki sannfærandi í
leiknum en náði samt forystu á 23. mínútu þegar Martin Keown skoraði
með skalla eftir aukaspymu frá David Beckham. Leikmenn Möltu jöfnuðu
metin úr vitaspymu sex mínútum síðar og það var svo ekki fyrr en á 75.
mínútu sem Englendingum tókst að skora sigurmarkið í leiknum en það
gerði Emile Heskey eftir frábæran undirbúning hjá Nick Barmby. Undir
lok leiksins varði svo Richard Wright, sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir
England, vítaspymu frá Carabott og tryggði Englendingum sigur.
Topuð stig
hjá FH í Krikanum þegar Þróttur náði sinu fyrsta stigi
O-l Björgólfur Takefusa (18.)
1-1 Hörður Magnússon (82., vlti)
FH-ingar töpuðu tveimur mikilvæg-
um stigum í toppbaráttu 1. deildar með
því að gera jafntefli við Þrótt, 1-1, í
fyrsta heimaleik sínum í sumar á
fostudagskvöldið.
FH, sem hefúr endað í þriðja sæti
deildarinnar síðustu þrjú ár, hafði
byrjað vel og unnið tvo fyrstu leikina
en frammistaða liðsins gegn Þrótti
sýndi að liðið á langt í land með að
komast aftur í hóp þeirra bestu.
Það var aðeins fyrir þrautseigju
Harðar Magnússonar, framherja liðs-
ins, að annað stigið kom í hús því
miðja FH-inga var ein sú slakasta sem
sést hefúr í Firðinum í langan tíma og
Hörður var sá eini sem reyndi að láta
bolta ganga og keyra á Þróttarvömina.
Hörður fiskaði þannig vítið sem
bjargaði stiginu fyrir Hafnfirðinga.
Þróttarar lágu aftur á völlinn allan
leikinn og treystu á lipra framherja
sína, þá Björgólf Takefúsa og Charlie
McCormick, og frábær samvinna
þeirra virtist lengi vel ætla að duga til
þess að ná í öll þrjú stigin.
McCormick lagði nefnilega upp
mark Björgólfs og var oft nálægt því
framan af leik að skapa fleiri góð færi
fýrir félaga sína.
Pressa FH-inga jókst þegar á leið,
enda með miklu betra lið, en
aðferðimar við uppbyggingu sóknanna
voru þungar og seinvirkar. Boltinn
stoppaði ailtaf á Heimi Guðjónssyni og
Þrótturum gafst þá ávallt tækifæri til
að stifta upp í skipulagða vöm meðan
hann setti í sinn gír.
Vöm Þróttara hélt út og færði þeim
fyrsta stigið í sumar en liðið ógnar þó
afar lítið í sóknarleiknum. Hlutverk
þessara liða ættu að verða ólík í sumar
en æth FH sér upp þarf Logi Ólafsson
þjálfari að endurskoða miðjuspiliö.
Maður leiksins: Hörður Magn-
ússon, FH. -ÓÓJ
I. DtlLD KflRtfl
Staðan eftir 3 umferðir:
ÍR 3 2 1 0 6-3 7
FH 3 2 1 0 5-3 7
Valur 3 2 0 1 9-3 6
Víkingur R. 3 1 2 0 4-3 5
KA 3 1 1 i 4-4 4
Dalvík 3 1 0 2 5-5 3
Skallagr. 3 1 0 2 3-6 3
Sindri 3 0 2 1 1-2 2
TindastóU 3 0 2 1 2-5 2
Þróttur 3 0 1 2 2-7 1
Markahæstir:
Amór Guðjohnsen, Val............4
Bjami Gaukur Sigurðsson, ÍR . . .. 4
Arnar Hrafn Jóhannesson, Val... .3
Höröur Magnússon, FH............3
Pétur Bjöm Jónsson, KA.........3
Nœsta umferð fer fram 9. júní en þá
mætast Skallagrímur-Valur,
Dalvík-Þróttur, ÍR-Sindri,
Vikingur-KA og Tindastóll-FH.
ÍR-Dalvík:
ÍR á toppinn
1- 0 Heiöar Ómarsson (4.)
2- 0 Bjarni G. Sigurðsson (19.)
2-1 Atli V. Bjömsson (69.)
ÍR sigraði Dalvík 2-1 á
heimavelli á fostudagskvöldið og
er nú í efsta sæti 1. deildar
ásamt FH.
ÍR-ingar hófu leikinn með
mikilli sókn en þegar Dal-
víkingar höfðu fótað sig á
veUinum settu þeir í gírinn og
sóttu af miklum krafti á kostnað
vamarinnar.
Eftir seinna mark ÍR gáfu
Dalvíkingar eftir og leikurinn
einkenndist af miðjuþófi fram
yfir miðjan seinni hálfleik en þá
juku Dalvíkingar pressuna tU
muna og eftir mark þeirra lá
sókn þeirra þungt á ÍR-markinu
en vöm ÍR-inga stóðst raunina
og hrósuðu þeir sigri.
Heiöar Ómarsson og Bjami G.
Sigurðsson vom duglegir hjá ÍR
en hjá Dalvík var Jónas
Baldursson traustur í vöminni
en einnig vakti ungur leikinn
leikmaöur, Hermann Albertsson,
athygli.
Maður leiksins: Heiðar
Ómarsson, ÍR. -RG
KA-Tindastóll:
Tilþrifalítiö
0-1 Kristmar Geir Bjömsson (66.)
1-1 Pétur Bjöm Jónsson (76.)
Leikur KA og Tindastóls ein-
kenndist af baráttu og taugaveikl-
un beggja liða.
Vorbragur er enn merkjanlegur
á leik liðanna þar sem knettinum
var lítið leikið á miUi manna en
þeim mun meira var um hálofta-
spymur. Það var KA sem réð
leiknum í fyrri hálfleik en einhæf-
ir sóknartUburðir liðsins strönd-
uðu oftar en ekki á vöm Tinda-
stóls. Tindastólsmenn komu betur
inn í leikinn í síðari háifleik með
skemmtUegu spUi snjallra miðju-
manna sinna og uppskám laun
erfiðisins á 66. mínútu. Eftir hraða
sókn og góða samvinnu Joe Sears
og Kristmars Bjömssonar skoraði
sá síðamefndi gottt mark. KA-
menn rönkuðu við sér eftir mark-
ið og jöfnuðu metin á 76. mínútu
þegar Pétur Bjöm Jónsson af-
greiddi auðveldlega knöttinn í net-
ið af markteig.
Maður leiksins: Kristmar G.
Bjömsson, Tindastóli. -JJ