Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Qupperneq 4
MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000
Sport
DV
Gunnar Bender og Stefán Kristjánsson
fijnrncGnn
væn bleikja í tökustuði í Fiskilækjarvatni
J J Bræöurmr Gretar og Bragi
Veiði í Fiskilækjarvatni í Leirársveit hófst 1. júní og
var veiði ágæt fyrsta daginn er DV-Sport leit við og
rabbaði við veiðimenn.
Um 20 veiðimenn voru við veiðar í vatninu og fengu
sumir mjög góða veiði. Jón Jónsson hafði til að mynda
byrjað að veiða ásamt syni ssínum um mörguninn og
var kominn með fjórar failegar bleikjur upp úr hádeg-
inu. Tvær þeirra voru hátt i fjögur pund. „Þetta eru
skemmtilegir flskar. Sigurössynir meö fallegan
Bleikjan hefur verið að Þriggja punda urriöa sem tók
taka ágætlega og ég hef svartan Tot)y spón.
misst væna fiska.
Bleikjan tekur vel kúluhausinn og þessa síðustu bleikju
fékk ég á Watson Fancy kúluhaus,“ sagði Lúðvík
Bjömsson úr Reykjavík en hann lenti í skemmtOegri
töku ásamt syni sínum, Heimi Magnúsi.
Hreistriö
Fréttir af stanga-
veiói og skotveiði verða framvegis á
heilli síðu í DV-Sport á mánudögum.
Að auki veröa í DV-Sport vikulegir
veiðiþættir, alla daga vikunnar. Birt-
ar verða ferskar fréttir frá lax- og sil-
ungsveiði, nýjar veiðitölur úr ám og
vötnum, viðtöl við veiðimenn, veiði-
sögur og margt fleira.
Opnun Norðurár:
Mun lakari
en í fyrra
„Stjóm Stangveiðifélags Reykjavik-
ur endaði i 8 löxum í Norðurá og
hann var 14 pund sá stærsti. Hollið
sem byrjaði í gær er komið með 7
laxa,“ sagði Guðmundur Viðarsson
kokkur í veiðihúsinu við Norðurá í
samtali við DV í gærdag, er við
spurðum frétta af veiðiskapnum.
Opnunarholl skipað
stjómarmönnum veiddi 8 laxa
fyrstu dagana og er það til muna
lakari veiði en í fyrra. Þá veiddi
opnunarhollið 43 laxa, þar af um 15
á fyrstu morgunvaktinni.
Ef vatn eykst i Norðurá og
aðstæður aðrar batna má búast við
því fljótlega að veiði glæðist
verulega.
Helstu áhyggjur veiðimanna
þessa dagana er kuldinn sem virðist
ekkert vera á undanhaldi, þrátt fyr-
ir spár veðurfærðinga um annað.
Þegar hitastigið er ekki nema 4-5
gráður og veiðiáin með lægra hita-
stig, er ekki von á góðu. Laxinn er
ekkert að flýta sér uppí veiðiámar í
slíku veðurfari sem verið hefur síð-
ustu daga.
Fátt viróist koma í veg fyrir að
Laxá á Ásum opni seinnipartinn á
miðvikudaginn 7. júní þrátt fyrir
fullyrðingar um annað. Bíða menn
spenntir eftir því hvort laxinn sé
mættur, en þeir sem hafa kikt hafa
séð lltið sem ekkert.
Opun Norðurár i Borgarfirði er oft
vísirinn af því hvemig veiðin verð-
ur um sumarið. í fyrra veiddist vel
i ánni en sumariö var alls ekki gott
i laxveiðinni. Núna var ennþá
minni veiði og þýðir kannski eitt-
hvað allt annað. Gott sumar fyrir
veiðimenn?
Vel gengur meö bókina um Islensk-
ar laxveiðiár, sem unnið er að
þessa dagana. Menn vora að mynda
við opun Norðurár i bókina á fullu.
Og það á víst að mynda við opnun
fleiri veiðiáa næstu vikumar.
Þeir sem hafa veitt í Litluá í Keldu-
hverfi hafa mikið spáð í hver hafi
komið með tilboð í ána fyrir
skömmu siðan. Bændur hafa sjálf-
ir selt veiðileyfi í hana svo lengi
sem elstu menn muna. Það skyldi
þó ekki vera að fyrsti stafurinn sé
Á, annar r, þriðji n og sjá fjórði i?
Svo bregðast krosstré sem önnur
tré. Við opnun Norðurár reyndi
hver veiðimaðurinn af öðram hinar
þekktu Frances flugur en laxinn leit
ekki við þeim að þessu sinni. Hins
vegar veiddust fyrstu þrír laxarnir í
Norðurá á Black Sheep túbu, Þing-
eying túbu og Randalín.
Björn G. Sigurösson meö stærsta
fltkinn úr Litluá (Kelduhverfi, 9
pund urriöa, nokkrum mínútum
eftir aö hann landaöi honum.
Mjög dauf byrjun í Þverá
„Það veiddist einn lax
í morgun og hann veidd-
ist i Ármótakvörn á
svarta og silfraða flugu
og hann var 12 pund,“
sagði Jón Ólafsson í
veiðihúsinu við Þverá í
gærdag, en áin opnaði í
gærmorgun.
„Veiðimenn voru sam-
mála um að laxar hefðu
sést víða um ána en hún
er ekki vatnsmikil og
fiskur er mjög styggur.
Það sáust laxar meðal
annars uppí gljúfri,“
sagði Jón ermfremur.
Ekki verður annað
sagt en að veiði byrji ró-
lega í Þveránni en hún
skilaði flestum löxum á
síðusstu veiðivertíð.
Opnuninni var frestað
um nokkra daga í Þverá
en veiði hefur jafnan haf-
ist þann 1. júní ár hvert.
Níu punda urriði á land
úr Litluá í Kelduhverfi
„Það var skemmtilegt að byrja sumarið svona
vel í Litluánni. Við fengum 8 fiska og sá stærsti
var 9 pund og veiddist á maðkinn,“ sagði Björn G.
Sigurðsson, en hann var við veiðar í ánni á öðrum
degi.
Góð veiði hefur verið siðan áin opnaði og flestir
hafa fengið eitthvað. „Það var ekki nóg að ég
veiddi þennan stóra, heldur setti ég annan stærri
og var með hann á í töluverðan tíma. Sá fiskur var
vænn og tók vel í. Veiðimenn voru að fá fiska á öll-
um svæðum, nema einu. Viö urðum værir við
mikið af físki, en það var kalt við veiðiskapinn,"
sagði Bjöm ennfremur.
Þessi fiskur Björns er sá stærsti ennþá í ánni. I
Pálmi Gunnarsson og fleiri sendu inn tilboð til1
veiðifélags Litluár, en nokkrir fleiri höfðu áhuga
eins og Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Árni Bald-
ursson og Lax-á, Ármenn og Jörundur Markús-1
son.
Veióin hefur verió ágæt i Svinavatni
í Húnavatnssýslu og þá mest i netin.
Bændur á bænum Auðkúlu voru við
veiðar í vatninu fyrir fáum dögum og
veiddu þá vænan urriða, fiskurinn
var 13 pund. Stangaveiði hefur líka
verið góð í vatninu en fiskarnir hafa
ekki verið svona stórir á stöngina.
Veiði er halin í Fremi-Laxá sem
rennur úr Svinavatni.
Þaó er mikiö talaö um það þessa
dagana, að eitthvað verði að
gera með hrafninn, en skot-
veiöi hefur fækkað honum stór-
lega um allt land. Æðarbændur
hafa skotið mikiö af honum,
enda hefur hann verið skaðvald-
ur i varplöndum. Heilmildar-
menn okkar segja að þúsundir
hrafna haföi verið skotnir síðustu
ár. Nú er krammi kominn á vá-
lista Náttúrufæðistofnunar og
einhverjar likur eru á því að
þessi glysgjami fugl verði alfrið-
aður á næstunni.
Vonandi nær Sif Friðleifs-
dóttir, umhverfismálaráð-
herra, áttum i málinu en
vitað er að mjög margir
eru alfarið andvígir því að
friða Hrafninn. Væri þá
skynsamlegra að friða fugl-
inn einhvern tima ársins en
hingað til hefur Hrafninn
verið réttdræpur allan árs-
ins hring.