Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Side 7
MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000 25 DV Sport ft. Kristjánsson myndir Jóhann ImíU! Gun nar Asgeirsson missir Örninn í veltu í einní brautinni. Benedikt Ásgeirsson, til vinstri, tók hrikalegasta stökk sem sést hefur í torfærukeppni á Gösla í tímabrautinni á laugardeginum. Hann flaug tugi metra í þriggja metra hæö, lenti á framhásingunni, braut hana og valt síöan heilan hring fram fyrir sig. Hann var aumur eftir byltuna og var settur í stuðningsspelkur viö háls og hrygg og fluttur á sjúkrahús. Þar kom í Ijós aö hann haföi aðeins tognaö en fátt er heilt í Gösla eftir byltuna. Auglýsingastjóri GoodYear: Geggjuð grein - eru mjög ánægðir með keppnina Eins og fyrr sagði var keppnin haldin í samvinnu við GoodYear- dekkjaframieiðandann í Bretlandi. „Við erum mjög ánægðir með keppnina," sagði Ron Pike, auglýsingastjóri þeirra, að keppninni lokinni. „Þetta er í fyrsta sinn sem GoodYear hefur tekið þátt í svona geggjaðri íþróttagrein eins og torfæran er. Margir bilanna aka á GoodYear Eagle- sanddekkjum<None>. Það eru þegar hafnar viðræður um að endurtaka torfærukeppni hér að ári og við erum mjög ánægðir með stjómun og framkvæmd Landssamtaka akstursíþróttaklúbba á íslandi á keppninni og öryggisatriðum í kringum hana. Breskir áhorfendur hafa tekið íþróttinni mjög vel og verið áhugasamir eftir að hafa séð torfæruna í fyrsta sinn. Að okkar mati hefur tekist frábærlega vel til og viö erum þegar famir að spá í keppni árið 2001,“ sagði Ron Pikes að lokum. Það má því búast við aö framhald verið á víkingaferðum íslenskra torfæruökumanna til Bretlands. JAK I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.