Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Qupperneq 8
26
MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000
Sport
Hestamolar
Haldiö veröur opió töltmót á Kvíar-
hóli 1 Ölfusi annan i hvítasunnu, eöa
12, júni næstkomandi, og hefst mótið
kl 15.00.
Mótið er haldiö í samvinnu Tölt-
hesta Ingólfshvoli og Ölfushesta Kví-
arhóli. Keppt verður í tveimur flokk-
um, áhuga- og atvinumannaflokki, á
nýjum og glæsilegum 250 m hring-
velli og eru úrslit í báðum flokkum.
Mótiö er löglegt og telur til punkta
fyrir landsmót sé 80 punktum náð
(eink. 6,67). Skráningargjaid er 3.000
kr. á hest og eru peningaverðlaun að
fjárhæð 25.000 kr. fyrir fyrsta sæti í
hvorum flokki.
Upplýsingar og skráning eru í síma
864-5222 (Steindór) og 899-5917 (Gunn-
ar). Lokafrestur skráningar er til kl.
16.00 hvítasunnudag sem er 11. júní.
Allt útlit er fyrir að Hornfirðingar
taki ekki þátt í LM 2000 i Reykjavík.
t mótaskrá LH er hestamót Hornfirð-
inga dagsett 9. til 10. júni en þeirri
dagsetningu var síðar breytt í 17. og
18. júni. Síðasti skráningardagur fyr-
ir landsmót er 13. júní.
Nokkrar umrœður urðu um þetta
mál á formannafundi LH um síðustu
helgi og þar kom fram að hesta-
mannafélagið Gustur í Kópavogi sótti
um undanþágu til að halda opna tölt-
keppni helgina 17. og 18. júní, sam-
fara íþróttamóti félagsins. Stjóm LM
2000 hafnaði þeirri umsókn.
Fannar Jónasson, framkvæmda-
stjóri LM 2000, segir að öllum hesta-
mannafélögum hafi verið tilkynnt um
síðasta skráningardag í upphafi árs-
ins, áður en gengið var frá mótaskrá
LH. Öllum ætti þvi að hafa verið ljóst
hvenær úrtökum yrði að ljúka. Hann
segir að mótsskráin sé viöamikið
verk og upplýsingar þurfi að liggja
fyrir tímanlega svo hægt sé að ljúka
prentun á tilskildum tima.
„Þaó er oröið mannskemmandi að
standa í þessu félagsmálastússi," seg-
ir Sigurður Ævarsson, formaður
keppnisnefndar Sörla í Hafnarfirði.
Úrtökumóti félagsins lauk í gær en
fyrir mótið var mikil spenna i kepp-
endum og aðstandendum vegna
meintra platskráninga og höfðu
margir allt á hornum sér.
„Þessi urgur i mönnum byrjaði
vegna þessara meintu platskráninga,
kærur og klögumál gengu á víxl,“
segir Sigurður. „Siðan tíndu menn
allt til og það er alltaf sama sagan,
þeir láta verst sem leggja minnst af
mörkum í félagsstarfinu, finna að
öllu. Mér finnst orðið lágt risið á leik-
gleðinni og félagsandanum, það er
ekki standandi í þessu orðið," sagði
Sigurður.
Stóöhesturinn Víkingur frá Voð-
múlastöðum er efstur klárhesta á
sameiginlegri úrtöku hestamannafé-
laganna á Suðurlandi sem nú stendur
yfir. Hann hlaut 8,75 í aðaleinkunn og
9,5 sást alloft á spjöldunum, einkum
fyrir tölt. Vikingur keppir fyrir
Sleipni og knapi er Brynjar Jón Stef-
ánsson. -HÓ
Urslit frá
hestamanna-
félaginu Herði:
Tölt:
1. Sævar Haraldsson, Glóð .... 85,6
2. Orri Snorrason, Kolfinna .... 83,7
3. Tómas Snorras., Skörungur . . 80,8
4. Nina Múller, Kápa..........78,7
5. Lúter Guðmundss., Dagfari . . 78,3
A-flokkur atvinnumanna:
1. Guðlaugur Pálsson, Jarl .... 6,99
2. Sigurður Sigurðarson, Týr . . 6,92
3. Guðmundur Einarss., Strípa . 6,83
4. Nína Mílller ..............6,79
5. Elías Þórhallsson, Frami .... 6,77
6. Eysteinn Leifsson, Nótt....6,76
7. Barbara Meyer, Sikill .....6,71
8. Sigurður Straumfjörð, Tinna . 6,45
B-flokkur atvinnumanna:
1. Sigurður Sigurðarson, Fifa .. 6,85
2. Sigurður Sigurðarson, Skundi 6,60
3. Sævar Haraldsson, Goði .... 6,59
4. Sigurður Sigurðarson, ísold .. 6,56
5. Orri Snorrason, Kolfinna .... 6,53
6. Þorðvaröur Friðbjömss., Krapi 6,51
7. -8. Hinrik Gylfason, Ósk....6,46
7.-8. Lúther Guðmundss., Dagfari 6,46
I>V
Sigurður Siguröarson stendur i ströngu þessa dagana eins og margir aðrir knapar en fjöldinn allur af kynbótasýningum og úrtökumótum fyrir landsmót
stendur yfir þessa dagana. Siguröur bar sigur úr býtum í B-flokki í gæðingakeppni hjá Heröi. DV-mynd
Yfir 500 hross
- skráð á kynbótasýningu
Þessa dagana eru kynbótasýn-
ingar í fullum gangi og er
metskráning bæði á Gaddstaða-
flötum, en þar hafa verið skráð
yfir 500 hross til dóms, og á Vind-
heimamelum í Skagafirði. Áætlað
er að ljúka dómum á Hellu 10. júní
en það gæti dregist sökum fjölda
hrossa sem skráð eru.
Penni efstur stóöhesta 6 vetra
í flokki stóðhesta, 6 vetra og
eldri, sem sýndir hafa verið fyrir
austan er Penni efstur með 8,28 í
aðaleinkunn og fékk hann sömu
einkunn fyrir hæfileika og bygg-
ingu en hann er undan Loga frá
Skarði og Von frá Kirkjubæ.
Djákni frá Votmúla er efstur
eins og er í 5 vetra flokki með 8,09
í aðaleinkunn en faðir hans er
óþekktur og gerist það ekki oft að
slíkt gerist og vekur þvi athygli en
móðir hans er Garún frá Stóra-
Hofi þannig að móðurleggurinn
ætti að vera í lagi.
Nagli frá Þúfu efnilegur
Upphaflegur eigandi Orra frá
Þúfu, Indriði Ólafsson, er komin
með geysiefnilegan 4 vetra Orra-
son er hann nefnir Nagla frá sama
bæ og er hér hestur á ferð sem
virðist ætla að verða jafn glæsileg-
ur og faðirinn en Nagli fékk 8,5
fyrir tölt og brokk, 8,28 fyrir bygg-
Sptiúr Gíúýeisen-úíythjriú ssimvðití ar IjjJr-
{jiaiblaJiú áyjaúiriguinálJ Fáka. /r f
ingu og 8,08 í aðaleinkimn. Rétt á
eftir Nagla kemur Forseti frá
Vorsabæ H, Hrafnsonur, með 8,05
vetra hryssna og eldri er Hylling
frá Kvistum efst með 8,38 í aðal-
einkunn en er undan Ófeigi frá
Flugumýri og Hremsu frá Kvist-
um. Hylling er með 8,5 fyrir tölt
og 9,0 fyrir skeið en í hæfileika-
dóm fékk hún 8,64.
Bringa sífellt aö bæta sig
Snillingsmerin Bringa frá Feti
virðist alltaf geta bætt sig og fékk
hún í þetta skiptið 8,86 í hæfileika-
dóm með 9,5 fyrir tölt, stökk, vilja
og geðslag. í aðaleinkun fékk
Bringa 8,57.
Ösp frá Háholti er með 8,25 i að-
aleinkunn í 5 vetra flokknum en
hún er undan Þyt frá Hóli og
Kylju frá Háholti.
Spyrna frá Holtsmúla er hæst í
4 vetra flokki. Þessi Orradóttir
fékk 8,25 i aðaleinkunn og 9,0 fyr-
ir vilja en móðir hennar er Sara
Borgfjörö frá Holtsmúla. Þar rétt á
eftir kemur Þema frá Arnarholti
með 8,23 í aðaleinkunn en hún er
undan Páfa frá Kirkjubæ og Vöku
frá Amarhóli.
Það verður spennandi að sjá yf-
irlitssýninguna á Gaddstaðaflöt-
um sem áætlað er að verði 10.
júní. -HÓ
Úrslit á gæðingamóti Sörla
A-flokkur B-flokkur
1. Elsa Magnúsdóttir, Þytur . . . . 8,61 1. Sveinn Jónsson, Djákni 8,62
2. Logi Laxdal, Adam . . 8,54 2. Ragnar E. Ágústss., Hrólfur . . . 8,48
3. Adolf Snæbjörnss., Vima .. . . . 8,42 3. Daníel Ingi Smárason, Tyson . . 8,41
4. Atli Guðmundss., Kolskeggur . . 8,36 4. Atli Guðmundsson, Vænting . . 8,33
5. Sigriður Pjetursd., Núpur . . . . 8,30 5. Sindri Sigurðsson, Hasar 8,32
25 náðu inn á Landsmót
Þessa dagana eru menn famir að
huga að sleppitúrum og sumir jafnvel
búnir að setja hross í haga. Búist er
við gífurlegri umferð hestamanna frá
Reykjavíkursvæðinu yfir hvíta-
sunnuhelgina, og þá aðallega þeirra
sem ætla austur úr. Því gæti mönn-
um reynst erfitt að fá gistingu og
haga fyrir hross þá helgi.
Sex vetra og eldri stóðhestar:
Smári frá Skagaströnd, 8,34
Fölvi frá Hafsteinsstöðum 8,16
Fimm vetra hestar:
Grímnir frá Oddsstöðum, 8,17
Hróður frá Refsstöðum, 8,08
Spegill frá Sauðárkróki, 8,07
Fjögra vetra hestar:
Máttur frá íbishóli, 7,95
Sex vetra hryssur:
Þekking frá Hólum, 8,21
Regína frá Fiugumýri, 8,07
Góa frá Hjarðarhaga, 8,06
Tuttugu og fimm náðu lágmarks-
einkunn inn á LM 2000 á kynbótasýn-
ingunni á Vindheimamelum sem
lauk á laugardag.
Best var útkoman í flokki eldri
hryssna, alls tíu hryssur. Aðeins einn
4 vetra stóðhestur náði lágmarkinu,
Máttur frá íbishóli, hálfbróðir hins
fræga Fengs frá íbishóli.
Sjö vetra hryssur og eldri:
Þilja frá Hólum, 8,43
Þula frá Hólúm, 8,42
Sending frá Enni, 8,31
Fimm vetra hryssur:
Aría frá Steinnesi, 8,19
Fönn frá Minni-Reykjum, 8,16
Dáð frá Blönduósi, 8,14
Fjögra vetra hryssur:
Þeysa frá Hólum, 8,06
Skyggna frá Miðsitju, 7,89
-HÓ