Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Blaðsíða 10
28
MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000
Sport
i>v
Tugþrautarmótiö í Götzis um helgina:
Jón Arnar níundi
- tryggði sig örugglega inn á Ólympíuleikana í Sydney með 8206 stigum
Pórey Edda
Elisdotlír, FH,
tryggöi scr sæti i
islenska Olympiu-
hópnum um
helgina.
Úrslitin í Götzis
1. Tomas Dvorak, Tékkl. 8900 stig
100 m hlaup ........10,54 sek., 966
Langstökk .............8,03 m, 1068
Kúluvarp .............16,68 m, 893
Hástökk ..............2,09 m, 887
400 m hlaup............. 48,36 sek., 892
110 m grind .........13,89 sek., 989
Kringlukast .......... 47,89 m, 827
Stangarstökk ..........4,85 m, 865
Spjótkast .............67,21 m, 847
1500 m hlaup .....4:42,33 mín., 666
2. Roman Seberle, Tékkl. 8757 stig
100 m hlaup ........10,64 sek., 942
Langstökk .............7,88 m, 1030
Kúluvarp .............15,19 m, 801
Hástökk ...............2,15 m, 944
400 m hlaup ........ 49,05 sek., 859
110 m grind .........13,99 sek., 976
Kringlukast ..........47,21 m, 812
Stangarstökk ..........4,75 m, 834
Spjótkast ........... 67,23 m, 847
1500 m hlaup ..... 4:35,06 min., 712
3. Erki Nool, Eistlandi . 8742 stig
100 m hlaup ........10,69 sek., 931
Langstökk .............7,78 m, 1005
Kúluvarp .............14,14 m, 737
Hástökk ...............1,97 m, 776
400 m hlaup .........47,18 sek., 949
110 m grind .........14,37 sek., 927
Kringlukast ..........44,16 m, 750
Stangarstökk ..........5,55 m, 1083
Spjótkast ............67,21 m, 847
1500 m hlaup ..... 4:42,33 mín., 666
4. Alexandr Yurkov, Úkraínu .. 8574
5. Attila Zsivotsky, Ungverjal. .. 8554
6. Frank Busemann, Þýskal. 8531
7. Mike Maczey, Þýskal......8461
8. Stefan Schmid, Þýskal. . . . 8445
9. Jón A. Magnússon, ísl. 8206 stig
100 m hlaup .........10,81 sek., 903
Langstökk .............7,68 m, 980
Kúluvarp .............15,64 m, 829
Hástökk ................2,00 m, 803
400 m hlaup .........48,15 sek., 902
110 m grind .........16,17 sek., 714
Kringlukast ..........46,68 m, 801
Stangarstökk ..........5,05 m, 926
Spjótlkast ...........58,85 m, 721
1500 m hlaup .......4:48,64 min. 627
10. Philiipp Htiber, Sviss . . .8153
Jóni Arnari Magnússyni tókst það ætlunarverk
sitt að ná lágmarkinu á Ólympíuleikana í Sydney á
tugþrautarmótinu í Götzis um helgina. Jón lauk
þrautinni með 8206 stig og varð í níunda sæti. Sig-
urvegari á mótinu varð Tékklendingurinn Tomas
Dvorak með 8900 stig sem er annar besti árangur
hans á eftir heimsmetinu sem er 8994 stig. Annar
varð landi Dvoraks, Roman Seberle, með 8757 stig,
sem er hans besti árangur til þessa, og þriðji varð
hinn geðþekki Eistlendingur, Erki Nool, með 8742
stig, en það er jafnframt hans besti árangur og
eistneskt met.
Strax í fyrstu þraut virtist sem Jón væri ekki í
fullu formi fyrir keppnina en hann lauk 100 metra
hlaupinu á 10,81 sek., sem er langt frá hans besta,
og aðeins einu sinni áður hefur Jón hlaupið á lak-
ari tíma í tugþraut þar sem hann hefur náð átta
þúsund stigum. Sigurvegari i hlaupinu varð Banda-
rikjamaðurinn Chris Huffins sem reyndar kláraði
ekki þrautina. Dvorak varð annar á 10,54 sek.
Langstökkið gekk betur en nokkru sinni áður hjá
Jórii í tugþraut. Hann stökk 7,68 m, sem er bæt-
ing um einn sentímetra í tugþraut, en ís
landsmet Jóns i greininni er 8 m. Dvorak
kom sterkur til leiks í langstökkinu og
bætti sig um fimm sentímetra,
stökk 8,03 m, tiu sentímetrum
lengra en næsti maður, hinn
ungi Alexandr Yurkov frá
Úkraínu.
Dvorak varð aftur hlut-
skarpastur í kúluvarpinu,
með 16,68 m, en Jón Am-
ar var talsvert frá sínu
besta, kastaði 15,64 m.
Ungverjinn Attila
Zsivotsky stökk hæst
manna í hástökkinu,
2.18 metra, sem var við-
búið því hann átti best
an árangur keppenda
fyrir þrautina í Götzis.
Jón Amar náði nokkuð
góðum árangri, stökk tvo
metra slétta.
í fimmtu og síðustu
grein á fyrri degi, 400 m
hlaupi, hefur Jón Arnar
verið einna sterkastur
þeirra sem á mótinu vora
á undanfomum árum og á
bestan tíma þeirra, 46,49 sek.
Að þessu sinni var það hins veg-
ar Eistlendingurinn Nool sem
stakk aðra keppendur af, hljóp á
47.18 sek., tæpri sekúndu betur
en Jón sem varð þriðji á 48,15.
Jón lauk fyrri degi með 4417 stig sem er 72 stig-
um lakara en þegar hann setti íslandsmetið 1998.
Þetta lofaði því góðu því að hann og Gísli þjálfari
hafa unnið vel í greinum seinni dagsins á undan-
fórnum misserum. Það hljóta því að hafa verið tals-
verð vonbrigði fyrir Jón þegar 110 m grindahlaup-
ið fór í vaskinn, tíminn 16,17 sek., um tveimur sek-
úndum lakari en vanalegt er hjá Jóni og í kringum
250 mögulegum stigum færra, enda hrasaði Jón
Amar þar um fyrstu grind. Dvorak varð hins veg-
ar ekki mjög svekktur, vann greinina á 13,89 sek.,
sem er 2 sekúndum betra en íslandsmet Jóns.
Jón var þó ekki af baki dottinn og stefndi ótrauð
ur áfram að Ólympíulágmarkinu, þó svo að íslands-
metið væri líklega úr sögunni. Þeytti hann
kringlunni 46,68 m sem verður að teljast þokka-
legt. Chris Huffins kastaði lengst allra, 49,38
metra.
Hæst allra í stangarstökkinu stökk að vanda
Erki Nool, 5,55 m, en hann er langsterkastur tug-
þrautarmannanna í þeirri grein. Jón fór hálfum
metra lægra, stökk 5,05 m, og þokaðist enn nær
Sydney; þurfti aðeins um þúsund stig úr 2 síðustu
greinunum til að ná B-lágmarkinu sem var 7800
stig. Jón virðist ekki hafa sætt sig við það að vera
í einhverjum B-flokki. Næstsíðasta greinin var að
vanda spjótkast. Þar kastaði Jón 58,85 m og var
nokkuð frá sínu besta enda varð hann átjándi í
greininni. Lengst keppenda kastaði Þjóðverjhm
Stefan Schmid, 69,16 m. Þessi grein varð
hins vegar til þess að Dvorak setti
ekki nýtt heimsmet, kast hans
var 67,21, fimm metrum frá
hans besta.
Siðasta greinin var svo
sú sem mest reynir á þol-
rif og þolinmæði tug-
þrautarmanna, 1500 m
hlaupið. Svisslendingur-
inn Philipp Húber hljóp
manna hraðast og lauk
hlaupinu á 4:21,06 min. en
Jón varð sextándi á 4:48,64;
talsvert lakara en hans besta
en takmarkinu var náð.
Stigin 8206 fleyta Jóni til
Sydney í september en til þess að
ná árangri þar verður hann þó að
skoða vel það sem úrskeiðis fór í Götzis.
Öðravísi hefur hann lítið að segja í
Dvorak, Seberle og Nool sem virðast í
feiknaformi. -ÓK
Urslit á JJ-móti
Ármanns:
Jón Arnar Magnússon þarf að reima fastar á sig skóna ef
góður árangur á að nást i Sydney. DV-mynd E.ÓI
Þórey Edda náði
lágmarkinu á ÓL
- varð fjórða frjálsíþróttakonan inn á leikana
Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, varð á laugardaginn fjórða íslenska frjáls-
íþróttakonan sem nær ólympíulágmarki fyrir leikana í Sydney í september. Þórey Edda stökk
4,31 metra á móti í Vellinge, sem er skammt frá Malmö í Svíþjóð. Þetta er langbesti árangur
hennar utanhúss en hún átti best áður 4,22 og sýnir þetta að hún er búin að ná sér af meiðsl-
um sínum með því að ná A-lágmarki á leikanna í fyrstu tilraun.
Þórey Edda stökk hæst 4,37 metra á sínum ferli innanhúss, veturinn 1999, en hefur ekkert
geta keppt síðan þá vegna brjóskloss í baki. Þórey tók sér frí frá keppni i vetur og einbeitti
sér að því aö byggja sig upp aftur og kom síðan öllum á óvart um helgina með því að ná svo
góðum árangri í sínu fyrsta móti og tryggja sig á glæsilegan hátt inn á Ólympíuleikana í
Sydney í haust.
Þijár fijálsíþróttakonur höfðu náð inn á leikana á undan Þóreyju, þær Vala Flosadóttir, ÍR,
í stangarstökki, Guðrún Amardóttir, Ármanni, í 400 metra grindarhlaupi og Martha
Emstsdóttir, ÍR, í maraþonhlaupi. -ÓÓJ
JJ-mót Ármanns í fijálsum
íþróttum fór fram á Laugardals-
velli sl. laugardag, 3. júní. Úrslit
mótsins urðu eftirfarandi:
200 m hlaup kvenna:
1. SUja Úlfarsdóttir, FH......24,66
2. Hafdís Ósk Pétursdóttir, ÍR . 26,70
3. Ylfa Jónsdóttir, FH .......27,52
800 m hlaup kvenna:
1. Eva Rós Stefánsdóttir, FH . 2:16,00
2. Guðrún B. Skúlad., HSK . . 2:22,37
3. Eygerður I. Hafþórsd., FH . 2:29,11
100 m grindahlaup kvenna:
1. Vilborg Jóhannsd., Tindast. . 16,06
2. Ylfa Jónsdóttir, FH .......16,60
3. Ágústa Tryggvadóttir, FH .. 16,74
4x100 m boðhlaup kvenna:
1. Sveit Fjölnis .............52,34
2. Sveit HSK .................54,92
Langstökk kvenna:
1. Kristin Þórhallsd., UMSB ... 5,51
2. Jóhanna Ingadóttir, Fjölni .. . 5,32
3. Hilda G. Svavarsdóttir, FH . . 5,30
Stangarstökk kvenna:
1. Eva Dögg Sigurðard., Árm. .. 2,60
2. Aðalheiöur M. Vigfúsd., UBK 2,50
3. Eyrún M. Guðmundsd., HSK . 2,40
Spjótkast kvenna:
1. Áslaug Jóhannsd., Tindast. . 36,56
2. Vilborg Jóhannesd., Tindast. 33,89
3. Þuríður H. Þorsteinsd., HSK 32,59
100 m hlaup karla:
1. Reynir Logi Ólafsson, Árm. . 11,00
2. Bjarni Þór Traustason, FH .. 11,46
3. Ólafur Sv. Traustason, FH .. 11,54
400 m hlaup karla:
1. Sveinn Þórarinsson, FH . ... 49,70
2. Björgvin Víkingsson, FH . . . 50,06
3. Bjarki Steinn Jónsson, HSK . 51,44
5000 m hlaup karla:
1. Stefán Á. Hafsteinsson, ÍR . 16:40,3
2. Ámi Már Jónsson, FH . . . . 16:46,0
3. Daði Garðarsson, FH.......17:01,7
110 m grindahlaup karla:
1. Ólafur Guðmundsson, HSK . 15,63
2. Ingi Sturla Þórisson, FH ... 15,77
3. Jónas H. Hallgrímsson, FH . 16,47
Langstökk karla:
1. Ólafur Guðmundsson, HSK . . 6,66
2. Sigtryggur Aðalbjömss., ÍR .. 6,65
3. Örvar Ólafsson, HSK.........6,40
Kúluvarp karla:
1. Ólafur Guðmundsson, HSK . 13,40