Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2000, Blaðsíða 17
„Diskurinn kom út fyrir viku síðan. Viðtökurnar hafa bara verið nokkuð góðar þó svo það sé nokkuð snemmt að segja til um það,“ segir Elíza M. Geirsdóttir, söngkonan ljúfa í Bellatrix. Diskurinn heitir It¥s all true og var gefinn út á ís- landi, Bretlandi og í Skandinavíu. Að sögn Elízu er Bellatrix nú ný- komin úr túr um Bretland og gekk hann mjög vel. Þau verða einnig á spani í sumar og fram á vetur. „Við erum bókuð á festivöl út um alla Evrópu í sum- ar. Þeirra stærst er Reading. í haust byrjar síðan Evrópu-túr.“ Hljómsveitin fer beint frá íslandi til Skandinavíu og þræðir þar tón- listarhátíðir. Verðum að kveikja í okk- ur Bellatrix verður að spila á sunnudagskvöldið í Laugardags- höllinni og hlakkar til þess. „Það verður rosalega gaman að koma heim og spila. Við ætlum aö spila efni af nýju plötunni auk þess sem við tökum 2-3 glæný lög sem verða líklega á næstu plötu. Við erum komin hálfa leið með að gera hana.“ Ætliöi að rokka húsið? „Já, við ætlum að gera okkar besta við að skemmta okkur og áhorfendum. Annars komum við fram á eftir Bloodhound Gang þannig að það verður erfitt að halda dampinum í fólkinu. Ætli við verðum ekki að kveikja í okkur tii halda athygli fólksins. Nei, annars er okkur alveg sama hvað það verða margir, nóg að það verði vin- ir og vandamenn." Kærastinn til sýnis Elíza hlakkar mjög til að koma heim. „Það verður voða gott að Hljómsveitin Bellatrix er í óðaönn að sigra heiminn og hefur hún sett upp höfuðstöðvar sínar í Englandi. Hún var að senda frá sér nýjan disk í síðustu viku og er á leiðinni heim til að spila á Tónlistarhátíð Reykjavíkur (Reykjavík Music Festival). Fókus náði í skottið á Elízu söngkonu og spurði fregna af rokklífinu. hitta fjölskyld- una og vinina aftur. Að ég tali nú ekki um köttinn minn. Síð- an skellir maður sér á lífið líka eftir tónleikana og málar bæinn rauðan, verð sjálfsagt með læti niðri í miðbæ," segir Elíza hlæj- andi. Eins og margir vita var Elíza með Heiðari I Botnleðju þangað til í vetur þegar það slitnaði upp úr sambandinu. Komin meö nýjan kall? „ Jú, það er víst. Hann er enskur, það er bara tóm hamingja hjá okk- ur. Ég ætla að taka hann með mér til íslands. Hann verður á tónleik- unum, svona til sýnis. Nei, nei, ég segi nú bara svona.“ til Þó að Elíza sakni kattarins þá hefur hún alltaf kærastann til að hjúfra sig upp að. Hlakkar að hitta 200.000 naglbítar Önnur plata hljómsveitarinnar 200.000 naglbíta, Vögguvísur fyrir skuggaprins, er komin út og fær frábæra dóma: Morqunblaáiá 23. maf 2000: “Pð<S sem er hvaá mest heillandi viá 200.000 naglbíta er hvaá þeir eru skemmtileg hljómsveit. fl tónleikum er svo mikiS um gleSi og gaman hjá sveitinni aá þa3 er hreint og beint smitandi." “200.000 naglbítar eru laglegt og vel ilmandi blóm í fremur risjóttum íslenskum rokkgarái..." "Vögguvísur fyrir skuggaprins er því vel heppnuá varla á hingaá til gifturíkri leil." -flrnar Eggert Thoroddsen. 24~7 1. júnf 2000 "...af tólf lögum eru fjórir hittarar, fjórir partýsmellir og fjórar perlur." "Tilvalin sumargjöf fyrir rokkara sem og alla hina líka." Fokus 26. maí 2000: 5 af 6 mögulegum "Hin var góá en þessi er enn betri, nánast óaáfinnanleg." "Beta "Sé eáalrokk eáa -popp þinn tebolli ættiráu al kynna þér þessa plötu." "Frábærlega skemmtilegt og gefandi íslenskt rokk eins og þaá gerist allra best. Húrra!" 5 af 5 mögulegum - Gargandi snilld -Dr. Gunni 9. júní 2000 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.