Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2000, Blaðsíða 14
Guðfaðirinn Orville „ísland. Hvar er það?“ var það sem Orville Joseph Pennant sagði þegar ung kona bað hann um að koma hingað til lands að kenna afródans. Þetta var árið 1992 í New York. Nú, átta árum seinna, er hann orðinn íslenskur ríkisborgari með fjölskyldu og rekur tvær verslanir sem ganga vel með fram því að kenna afródans í Kramhúsinu. Besti kennarinn í New York „Ég var búinn að búa í New York um tíma og þar sem ég kenndi afródans. Einn daginn tók ég eftir ungri konu sem stóð yst í salnum og fylgdist grannt með mér þegar ég var að kenna. Næsta dag mætti hún í tímann og dansaði. Eftir tímann kom hún og talaði við mig. Hún sagðist hafa farið á 10 mismunandi staði í New York til að fylgjast með afrókennslu og vera ánægðust með mig. Hún sagðist einnig vera að leita að kennara til að koma hingað til ís- lands til að kenna afró,“ segir Or- ville Joseph Pennant um hvernig það gerðist að hann endaði á ís- landsströndum fyrir átta árum. „Við skiptumst á nafnspjöldum og ég bjóst ekki við því að heyra aftur í henni. Þegar ég kom heim sama kvöld voru síðan skilaboð á símsvar- anum þar sem hún undirstrikaði til- boðið. í framhaldi af því hafði Haf- dís í Kramhúsinu samband við mig og stuttu seinna var ég mættur.“ Orville var þó ekki alkominn enn þar sem ætlunin var að stöðva að- eins í þrjá mánuði. „Ég var að átta mig á því um daginn að þessir þrír mánuðir eru orðnir að nærri stans- lausri kennslu í átta ár. Fólk er byrj- að að undrast á því að ég sé enn þá að kenna það sama og að tímamir mínir skuli ennþá troðfyllast af áhugasömu fóiki.“ Viðskiptafélagar á Jamaica Orville byrjaði snemma að dansa. Á sínum yngri árum í höfuðborg Jamaica, Kingston, var hann í breik- klíku sem var ein sú besta í landinu. „Það skipti ekki máli á hvaða mót við fórum, við unnum þau öll. Ef það var keppt í fimm mismunandi dönsum snerum við heim með fern gullverðlaun og eitt silfur. Ég var einnig á fullu í frjálsum íþróttum en þær opnuðu leið mina í háskóla í Bandarikjunum," segir Orville og á þar við frjálsíþróttastyrkinn sem hann fékk og gerði honum kleift að fara í háskólann í Portland. „Ég fór til Portland á frjálsíþrótta- styrk og lærði þar lögfræði. Ég dansaði mikið með fram náminu þar sem það var góð kennsla í boði í skólanum. Eftir þrjú ár tók ég þá ákvörðun að snúa mér algerlega að dansinum og flutti í kjölfarið til New York.“ Öfugt við Reykjavík bjó Orville mun skemur í New York en hann bjóst við þar sem hann var kominn tú íslands áður en hann vissi af. „Það var auðvitað mjög skrýtið að koma hingað þar sem ég þekkti ekki neinn og vissi ekkert um landið. Ég ætlaði mér aldrei að vera lengur en þrjá mánuði en mér var boðið að vera hér lengur. Stuttu seinna kynntist ég Nínu Geirsdóttur, kærustunni minni, og þá var ekki aftur snúið.“ Fyrr um árið hafði Nína stofnað Jónas á milli með vinkonu sinni í litlu porti við Laugaveginn. Til að byrja með var búðin hugsuð fyrir kvenkynið og státaði aðallega af kjólum og alls kyns skarti með afrískum blæ. „Skömmu eftir að ég kynntist Nínu keypti hún vinkonu sína út úr búðinni. Nokkrum mánuðum seinna kom hún með mér til Jamaica og fór hamfórum í því að kaupa hitt og þetta til að selja heima í búðinni. Þá spurði ég hana hvort hún væri ekki til i að fá mig inn sem viðskiptafé- laga og hún sló til. Hún hélt áfram að sjá um vörur fyrir stelpumar á meðan ég sá um að kaupa föt og ann- að fyrir strákana. Það var auðvelt þar sem ég keypti fot sem samsvör- uðu tískunni sem ég aðhylltist. Þessi fyrsta sameiginlega verslunarferð okkar var skrautleg. Þegar við kom- um til New York á leiðinni heim keyptum við ógrynni af fötum sem við hlóðum í svarta plastpoka. Þar sem við áttum ekki fyrir leigubíl þurftum við að hlaupa heillangt fram og tilbaka milli mEU'kaðarins og hótelsins í hellirigningu hlaðin plastpokum. En fótin komust á end- anum upp í hillur í Jónasi á milli.“ Þolraunir frumkvöðlanna Fljótlega eftir að Jónas á milli opnaði aftur tvfefldur spurðist út meðal fólks sem hafði áhuga á þess- ari menningu að þama væri búð sem vit væri í. „Fólk byrjaði að sýna sig i meiri mæli en áður. Á þessum tíma kynntist ég fyrst Robba (Róbert Aron Magnússon a.k.a Robbi Rapp a.k.a. Robbi Chronic a.k.a. Ram Dawg) og við urðum ágætis vinir. Ég man eftir því þegar við Nína snerum einu sinni aftur með send- ingu I búðina. Robbi tilkynnti það í þættinum sfnum, Chronic, kvöldið áður. Það gerði það að verkum að daginn eftir var röð út á götu og við þurftum að ráða okkur hjálparfólk og selja beint úr pokunum, fengum ekki tækifæri til að raða í hillurn- ar. Það var frábær dagur, einn sá fyrsti þar sem mér leið eins og hluta af íslensku samfélagi." „Þó svo að krakkarnir væru með á nótunum voru ekki margir á þess- um tíma sem voru inni í breyting- unum sem voru i gangi, bæði hvað varðar tísku og annað. Þannig var ekki mikill skilningur hjá fólki á hvað Jónas á milli var og stóð fyr- ir. T.d. héldum við einu sinni hip hop djamm í samvinnu við Robba. Fullt af fólki mætti í portið til okk- ar og stemmningin var frábær. Þá kemur kona sem á heima í húsinu við hliðiná út með garðslönguna sína og byrjar að sprauta á þá sem stóðu í kringum mig. Svo beindi hún bununni á mig og hélt henni stöðugri. Ég held að ég hafi staðið þarna í tvær mínútur með bununa beint framan f mig. Þá fékk ég loks- ins nóg og greip slönguna af kon- unni. Sem betur fer gat ég haidið aftur af mér og sprautaði ekki á hana til baka,“ segir Orville og skellihlær við tilhugsunina um að rennbleyta konuna. „Þetta var allt svona. Þegar ég fékk graffitilistamenn til að spreyja veggina á búðinni fékk ég skammir frá búðunum við hliðina og ná- grönnum vegna þess að nú leit hún út eins og dópistabæli og laðaði að misindismenn. Fólk veit ekki hvað frumkvöðlamir þurftu að ganga í gegnum þegar hip hop tískan var að ryðja sér rúms hér á landi. Kyn- slóöin sem nú er um 22 ára er brautryðjendakynslóð. Krakkarnir f vestur- og miðbænum voru á sín- um tíma þeir fyrstu sem aðhylltust nýja tískustrauma, byrjuðu að klæðast víðum fötum og hlusta á nýja tónlist sem barst frá Evrópu og Bandaríkjunum. Þeir urðu meira að segja fúlir ef aðrir klædd- ust eins fótum. Þeir þurftu að þola miklar hneykslunarræður frá for- eldrunum sem kunnu ekki við þessa tísku en létu ekki bugast. Ef maður lítur á krakkana nú til dags þá komast þeir ekki í hálfkvisti við þá.“ Exodus: ferðin mikla Fáeinum árum eftir upprisu Jónasar á milli leiddist þessi fyrr- verandi jaðartíska út í miðstreymið sem hafði þær afleiðingar 1 fór með sér að út um ailan bæ spruttu upp búðir eins og gorkúlur sem höfðu einungis það markmið að græða á þessarri nýju tísku. „Þegar við byrjuðum voru fáar sem engar búðir hér í bænum sem sinntu þessum hópi. Undirgöngin i Þingholtsstræti, sem siðar urðu Stóri bróðir, voru með evrópsku tískuna og við með þá afrísku og amerísku en annars var lítið sem ekkert annað á boðstólum. Það lá við að hinar búðimar hlæju að okk- ur. Þó svo að ég elski að sanna það fyrir fólki að það hefur rangt fyrir sér, sérstaklega þegar það er að tala um mig, var ég ekki alls kostar ánægður með það að við sem kom- um þessari menningu á lappirnar hér á landi hlutum litla sem enga virðingu fyrir það. Við vorum að skrifa nýja blaðsíðu í íslenskt sam- félag, margir átta sig ekki á því.“ Næstu árin gekk Jónas á milli mjög vel hjá Nínu og Orville. Fljót- lega stækkuðu þau búðina og á end- anum var svo komið að þau álitu vera kominn grundvöll fyrir því að stækka enn meira við sig. Haustið ‘98 opnuðu þau búðina Exodus á Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhús- inu. „í Bibliunni merkir Exodus ferð ísraela til nýja landsins," útskýrir Orville. „Á þessarri ferð lenti þjóð- in í ýmsu góðu og slæmu. Reynsla okkar Nínu var svipuð. Þetta er ferðin frá upphafinu, skömmu eftir að við kynntumst, til dagsins i dag. Á þessum tfma hefur margt gerst sem hefur á tímum verið mikil þol- raun. Búðln er niðurstaða ferðar okkar. Hún stendur fyrir alla okkar reynslu.“ íslenski draumurinn OrvUle fékk nýlega islenskan rík- isborgararétt og segist hafa náð al- gerri fótfestu hér á íslandi. „Þegar ég var í háskóla í Bandaríkjunum leit ég á Jamaica sem heimkynni mln. Þegar ég var í New York var það eins, þó var eitthvað sem vant- aði upp á. Nú eru heimkynni mín hér á íslandi. Hér er líf mitt og draumurinn sem ég hef stefnt að. Hér hef ég stöðugleika og öryggi. Þetta er það sem mig dreymdi alltaf um en það er ekki fyrr en núna sem ég hef virkilega öðlast það. Þegar ég var ungur á Jamaica hafði ég engan föður til að segja mér til. Þannig gat ég gert hvaða vitleysu sem mig lysti. Nú lít ég svo á að ég hafí þroskast og orðið að manni undan- farin ár.“ Þó svo að það hafi verið meira en nóg að gerast í verslunarrekstrin- um hjá Orville undanfarin ár hefur hann aldrei gefið afrókennsluna í Kramhúsinu eftir. Til að varna þvf að staðna hefur hann einnig brugð- ið sér öðru hvoru á námskeið í Bandaríkjunum, t.d. kláraði hann fyrir skemmstu viðamikið kennara- námskeið. „Mikilvægasti lærdómur undan- farinna ára var hins vegar þegar ég fór til Afríku til að dansa. Ég er kannski búinn að kenna lengi og kann dansinn vel en ég áttaði mig á því að maður skilur hann aldrei al- mennilega fyrr en maður hefur kynnt sér ræturnar. Þá fyrst getur maður dansað. Þetta var gott til að hrista upp í mér. Ég vil halda áfram að kenna afró þó það séu ótal aðrir dansar frá Jamaica, sem ég gæti kennt, t.d. calypso, reggea, hip hop, gerrea, mento og ska. Það er þó eitt sem ég myndi aldrei gera og það er eróbikk. Það finnst mér vera vit- leysa, dansinn er jafn góð hreyflng og miklu skemmtilegri,“ segir Or- ville og minnist þess þegar Magnús Scheving fór hamförum í því að draga alla í eróbikk fyrir nokkrum árum. „Þá tók ég létta rispu í þvi að kynna afródansinn fyrir skólafólki til að leyfa því allavega að hafa samanburðinn." Hakuna Matata Fyrir utan verslunarrekstur og kennslu hefur Orville einnig verið iðinn í gegnum árin við alls kyns störf. Hann hefur kennt krökkum á meðferðarheimili dans, hjálpað fótl- uðum og filippseyskum krökkum sem voru að byrja að fóta sig hér í nýju samfélagi. Þá hefur hann einnig staðið fyrir dansskrúðgöngu og afrósýningu, Hakuna Matata, sem var sýnd í Loftkastalanum í tvær vikur. Auk þess hefur hann verið iðinn að kynna land og þjóð fyrir öðrum og hefur í gegnum árin fengið ótal listamenn og aðra í heimsókn. „Þó ég sé erfiður maður i um- gengni, þar sem allir verða að vera með sitt á hreinu i kringum mig, hef ég eignast fjöldann allan af góð- um vinum sem ég mun aldrei gleyma. Svo er ég allur að koma til í íslenskunni," segir Orville og hlær en viðurkennir þó að ellefu ára dóttir hans, Deondra, sé orðin miklu sleipari en hann. „Ég er ótrú- lega hreykinn af henni. Þó hún hafi verið mun styttri tíma hér en ég er hún búin að ná miklu betri tökum á íslenskunni.“ Deondra gengur i Hólabrekku- skóla í Breiðholti, þar sem Orville og Nína búa ásamt ungmn dreng frá Gíneu, Papus, sem vinnur hjá þeim í Exodus. Þau, ásamt Robba, eru einmitt að undirbúa heljarinn- ar hip hop djamm sem verður hald- ið í búðinni á morgun milli kl. 18 og 23. „Það er verst að ég missi af Yo- ussou N’ Dour, sem verður þá að spila á Tónlistarhátíðinni. Þó ætti að vera meira fjör niðri i búð hjá okkur.“ Þegar litið er yfir öll þessi ár, hverju myndi Orville helst vilja breyta? „Engu. Ég myndi gera allt nákvæmlega eins.“ ,,Þo ég sé erfiður maður í umgengni, þar sem allir verða að vera með sitt á hreinu í kringum mig, hef ég eignast fjöldann allan af góðum vinum sem ég mun aldrei gleyma.**' 14 f Ó k U S 9. júní 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.