Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2000, Blaðsíða 12
40 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 2000 Sport i>v Jon Helgi Vigfusson meö 16 punda lax sem tók maðkinn í Laxá í Aðaldal. DV-mynd Gunnar Bender : Það hefur ekki gengið áfalla- laust að fá ánamaðka og veiðimenn sem voru í Laxá á Ásum þurftu að nota mjög mikið af þeim. Urriðatitt- ir, 10-15 sentímetra langir, voru á í hverju kasti og á annað hundrað maökar fóru fljótlega. Voru veiði- menn aö segja að 2 sentímetrar væru á milli augna á þessum titt- um, heldur minna en á laxinum. Fluguveióiskólinn í Langá á Mýrum hófst fyrir helgi og eru vist 16 veiðimenn á fullu að æfa sig og berja Langá núna. Svona skóli hef- ur ekki verið starfræktur við lax- veiðiá með þessu sniði en þetta gæti orðið framtíðin því hugmyndin er góð. En hver skyldi fá fyrsta flsk- inn í Langá á þessum sumri og jafn- vel fyrsta laxinn á ævinni? Rjúpan er veröa eins og sjóbirt- ingurinn sem á víst hvergi heirna. Hann kemur og fer úr veiðiánum, svipað virðist vera með rjúpuna. Við heyrðum í rjúpnaveiðikalli fyr- ir austan og hann sagðist sjaldan hafa séð eins mikið af rjúpu og núna þessar vikumar. Þaö væri bara einn galli. Veiðitíminn væri alls ekki núna. Á fimmudaginn verða Elliðaárnar opnaðar fyrir veiði og mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opna þær fyrst allra með nokkrum köstum í fossinn. Verður gaman að sjá hvemig borg- arstjóranum gengur við veiðiskap- inn. Laxinn er kominn í fossinn en hvort hann verður þar á fímmtu- daginn skal ósagt látiö. Við spáum þvi aö að hún veiði tvo laxa og ann- an fái hún fljótt 1 fossinum. Það er kíkt grimmt f veiðiámar núna og veiðimenn sjá víst ýmislegt annað en flska. Við fréttum af ein- um sem kíkti lengi í laxveiðiá vest- anlands. Hann sá allt 1 einu eitt- hvað, sem hann hélt vera fisk, á leiðinni niður með botni árinnar. Hann elti „fiskinn" lengi en hann fór alveg með botninum og þótti honum það skrýtið mjög. Ekki sást fiskurinn vel enda hvarf hann sjón- um veiðimannins skömmu seinna en kom upp neðst á brotinu. Þetta var minkur á veiðum en ekki fiskur enda á einkennilegri leið. í Breiódalsá hefur verið fín bleikjuveiði og veiðimaður, sem var þar fyrir skömmu, veiddi 20 bleikj- ur. Veiðisvæðið er neðarlega í ánni og bleikjan er að hellast inn sfðustu daga. Mest em þetta punds til þriggja punda bleikjur. Þaö gengur á ýmsu við veiði- skapinn í Ytri-Vík í Eyjafirði, en þar hefur verið sleppt laxi og sil- ungi í tjamir. Laxinn getur tekið vel í hjá veiðimönnum. Nokkir veiðimenn vora við veiðiskapinn fyrir fáum dögum og veiddu vel. Einn fiskurinn tók svo vel í að það stórsá á einum veiðimanninum eft- ir stutta en snarpa viðureign. Fisk- urinn slapp. Veiöin er byrjuö í Hörgá í Hörgárdal og fyrsti veiðimaðurinn, sem kom þangað, veiddi 8 urriða og var sá stærsti 6 pund. Næsti veiði- maður veiddi eina bleikju. Sá sem veiddi 8 urriðana þekkir ána feikna- vel. Rjúpnaveióimenn í kringum Eyjafjörðinn eru í hálfgerðu sjokki eftir talninguna sem var gerð f Hrfs- ey í maí og birt var fyrir helgi. Þar kemur fram í bráðabirgðatölum að hrunið á rjúpunni sé kringum 30% á svæðinu. í framhaldi af þessu era menn auðvitað að tala um frið- un á vissum svæðum og jafnvel stórum svæðum. Veiðimenn við Æðarfossa f Laxá í Aðaldal með fyrstu laxa sumarins en það eru bændur viö ána sem opna hana á hverju ári. DV-mynd Jón Helgi E I Ð I V O N Gunnar Bender og Stefán Kristjánsson Byrjunin 1 Laxá í Aðaldal hefur oft verið betri en núna enda hefur áin erfitt uppdráttar síðustu ár og veiðin verið á niðurleið. En betri tíð er vonandi í vændum í Aðal- dalnum. Allir fiskarnir veiddust á maðk „Við fengum fyrsta fiskinn klukkan átta í morgun og síðan komu hinir þrír skömmu seinna, allir laxamir veiddust á maðk,“ sagði Jón Helgi Vigfússon á Laxa- mýri en hann opnaði ána þetta sumarið á laugardaginn ásamt örðum. Það er komin hefð á það að bændur við Laxá veiði fyrsta hálfa daginn. „Það var kalt við veiðiskapinn en þetta venst. Við urðum ekki var- Veiðst hafa líka um 10 silungar. Laxinn kominn í Víðidalsá „Við fengum bara einn lax við opnun Laxár á Ásum og það var kraftaverk, laxarnir eru ekki marg- ir í henni en urriðarnir voru miklu, miklu fleiri og þeir tóku grimmt," sagði Rögnvaldur Guð- mundsson en hann var einn af þeim sem opnaði Laxá þetta sumar- ið. „í Dulsunum var annar lax en hann fékkst ekki til að taka. Við komum við í Víðidalsánni og lax- inn er komin í hana. Það voru lax- ar í Kerinu í Fitjánni og það verð- ur spennandi að opna hana á fimmtudaginn," sagði Rögnvaldur ennfremur. -G. Bender ir við mikið af fiski en það er ör- ugglega eitthvað komið,“ sagði Jón Helgi við Laxá i Aðaldal en þá voru bændur að hætta veiðum eftir fyrsta hálfa daginn. Þeir bræður, Jón Helgi og Atli, voru með tvo 16 punda laxa en hin- ir tveir voru heldur minni. Laxá í Aðaldal hafði gefið 7 laxa í gærkvöld og er sá stærsti 17 pund. Laxá í Kjós opnuð um helgina: Tveir 12 punda fvrsta daginn síöan ekki branda „Veiðiskapurinn gengur mjög illa hérna við Laxá og við erum aðeins komnir með 2 laxa, þeir voru tveir 12 punda og veiddust á fyrsta veiðideginum," sagði Ás- geir Heiðar í Laxá i Kjós í gærdag er við spurðum um stöðuna. „Ásgeir Þór Ámason veiddi þann fyrri og Bolli Kristinsson þann seinni en báðir komu lax- amir á maðkinn og vom hvor um sig 12 pund. Síðan hefur lítið sem ekkert skeð enda lítið komið af flski í Laxá, en þetta kemur allt með tið og tima,“ sagði Ásgeir Heiðar i lokin. Síðasta holl veiddi 9 laxa í Norðurá í Borgarfirði og það er ekki mikið af flski þar frekar en annars staðar í laxveiði-ám. -GB Laxinn er kominn í Elliðaárnar „Ég er búinn að kíkja aðeins og í gær sjá ég að minnsta kosti þrjá laxa í Fossinum og tveir fóru strax inn í strauminn. Þessi sem var eftir var líklega um 6-7 pund,“ sagði Guðmundur Stefán Maríasson en hann er einn þeirra mörgu sem hefur verið að svipast um eftir fiski i Elliðaánum síðustu daga. Og laxinn er kominn. Veiðin byrjar ekki fyrr en 15. júní í ánni og það verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem byrjar veiðina. Kuldi byrjun veiði hófst um helgina í Laxá í Aðaldal og Laxá í Leirársveit:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.