Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2000, Blaðsíða 15
T ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 43 %, Sport Steingrímur Ingason og Guöni Þorbjörnsson á Nissan brutu drif á síðustu sérleiöinni. Peir félagar lentu í fjóröa sæti keppninnar. DV-myndir BS Feðgarnir Jón R. og Rúnar gefa hér ekkert eftir í beygjunni á einni sérleið keppninnar við höfuöborgina. íslandsmótið í rallakstri - feðgarnir fyrstir í mark: Erfið keppni - sagöi Rúnar Jónsson eftir keppnina sem fram fór í nánd við höfuðborgarsvæðið Önnur umferð íslandsmótsins í rallíi var haldin um helgina. Keyrðar voru átta sérleiðir í nánd við höfuðborgarsvæðið. Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson sigruðu eftir harða baráttu við þá Baldur Jónsson og Geir Óskar Hjartarson. Rúnar og Jón aka Subaru Impreza en Baldur og Jón aka Subaru Legacy. Á eftir þeim komu Hjörtur P. Jónsson og ísak Guðjónsson á Toyota Corolla en þeir fundu ekki fluggírinn og urðu að láta sér nægja þriðja sætið. Hjörleifur Hilmarsson og Páll Kári Pálsson á Mitsubishi Lancer sigr- uðu í flokki lítið breyttra bíla, Her- mann Halldórsson og Sigurður Stef- ánsson sigruðu í nýliðaflokki með miklum yfirburðum. Bryddað var upp á á þeirri nýj- ung að keyra rallíkrossbrautina við Krýsuvíkurveg og mæltist það mjög vel fyrir hjá keppendum og áhorf- endum. Byrjað var að keyra Djúpa- vatnsleið, síðan var Kleifarvatnsleið ekin og því næst var haldið á rallíkrossbrautina og keyrði hver bíll þrjá hringi. Þá var tekið nætur- stopp. Byrjað var að keyra um Djúpavatn morguninn eftir, Kleifar- vatn, svo var farið aftur á rallíkrossbrautina. Eftir hádegi voru svo leiðir um Kleifarvatn og Djúpavatn keyrðar í gagnstæða átt. Tuttugu bílar hófu keppni og kláruðu fimmtán. Töluvert var um bilanir, þannig duttu fyrrverandi ís- landsmeistarar Páll Halldórsson og Jóhannes Jóhannsson út á fyrstu sérleið þegar spindilkúla brotnaði. Báðir Ford Escort bílamir duttu út vegna bilana og er það í annað skipti sem þessir nýju bílar ná ekki að klára keppni. Bíllinn virkaöi vel „Þetta var voðalega erfið keppni, mikill hraði, leiðimar voru mjög erfiðar, sérstaklega Djúpavatn, enda mjög gróf og hröð leið,“ sagði Rúnar Jónsson eftir keppnina er DV náði tali af honum. í síðustu keppni voru Jón og Rúnar í vandræðum með gír- kassann í bíl sínum „Já, það var smotterí sem var að en það var lag- að, en það var ekki alveg komið í lag i þessari keppni. Við náðum að nýta okkur aðra aksturstækni og bíllinn virkaði mjög vel.“ Baldur, bróðir Rúnars, hefur ver- ið að sækja í sig veðrið í hverri keppninni á fætur annarri og skipt- ust þeir bræður á að vera með besta tíma. Við spurðum Rúnar hvort bróðir hans væri að ná hon- um: „Nei, við erum náttúrlega nokkr- ir sem erum að slást, menn eru svona á víxl að setja misgóða tíma. Við náðumkannski ekki okkar bestu tímum í gær, en við náðum að hrista þá af okkur í dag. Þetta er náttúrlega orðið svo jafnt, það má ekkert út af bera svo maður tapi,“ sagði Baldur sem var með forystu eftir fyrsta dag, „í rauninni var fyrri dagurinn ekkert vel keyrður, en maður þarf auðvitað að beita sér betur til að vinna og það var það sem við gerð- um,“ sagði Rúnar. Næsta keppni í Skagafirði Næst verður keppt í Skagafirði, fyrstu helgina í júlí og er útlit fyrir mjög skemmtilega keppni þar sem efstu keppnisliðin eru orðin mjög jöfn, Páll Halldór og Jóhannes koma örugglega sterkir inn til að svara fyrir sig. Það verður gaman að sjá hvort hinir öflugu og glæsilegu Ford Escort bílar ná að hrista af sér þessar bilanir og geta farið að sýna hvað í þeim býr. -BS Bensín- dropar Steingrimur Ingason, sem keyrir Nissan, lenti í því að brjóta drif á síð- ustu sérleið og þurfti hann að ýta bílnum í endamark. Þó var sigurinn ekki unninn en hann þurfti að koma bílnum í „parc ferrptþ í Hafnarfirði. Hann tók þaö 'ráfi að „ýta“ bílnum meö hjálp þjonustubílí*. síns. Reglur segja til um að ökumaðiU megi einn ýta bilnum. Þannig lagðist Stein- grímiir á skottlok bifreiðannnar og spyrnti í þjónustubílinn og\,ýtti“ bílnum. Jóhannes Óskarsson og Fylkir Jónsson, sem keyra nær óbrey Hondu Civic VTEC, sýndu mjög gó takta og tóku mjög góða tima Kleifarvatn, óku á tímabili á svip um típium og mun öflugri aldrji ar. Á seinni kepprnsaegrlör þó að halla undann fæti, fyrst lentu þeir í því að lenda utan vegar. á Djúpavatnsleið. Síðan misstu þeirafturhjól undan bíl sínum á rallíkrpásbfatrtmni, 100 m frá endamarki. Héldu þe\í fyrstu að drifbúnaður befði brotnaX og allt væri búið þeg'ar þeir tóku efm\þvr að felgurær voru enn til staöar. Þá uar ekkert annað að gera en setja varadekkið undir og klára. Svo ist sém felgurærnar hafi étið sig gegþum felguna og hún slitnaö frá. Littu mátti muna að Jón og Rúr næðlj ekki aö klára síðustu sérlejl þegar\ hjólalega í afturhjóli bröi og komtj þeir í mark nánast á þrem- um hjóli 15 efstu í rallinu voru eftirtaldir: 1. Rúnar Jónsson, Jón R. Ragnarsson á Subaru Imprezáj 2. Baldur Jóns- son, Geir Óskar Hjartarson á Subaru Legacy. 3. Hjörtur P. Jóns- son, ísak Guójónssoti á Toyota Corolla/WRC. 4. Steingrimur Inga- son, Guóni Þorbjörnsson a Nissan 510SJ: 5. Hjörleifur Hilmarsson, Páll Kári Pálsson á Mitsiiþishi cer Evo 4. 6. Rafn Haróar'son, öalsteinn Jónsson á Subaru ipreza. 7. Þorsteinn Páll Sverris- m, Witek Bogdanski á Renault Clio 1800. 8. Hermann Halldórsson, Sig- öur V. Stefánsson á Toy< irolla. 9. Ævar Ingólfsson, Ónlar 'örnsson á Toyota Hilux. 10. ,Guö- brándur Á. Sigurgeirsson, Karl Þór Björnsson á Honda Civic. 11. Halldór Björnsson, Haraldur Bjarni Pálsson á Toyota Corolla. 12. Guömundur Höskuldsson, Ragnar Freyr Karlsson á Toyota Corolla. 13. Ámi Freyr Einarsson, Jón Hákon- arson á Mazda 323 4x4 turbo. 14. Jó- hannes Ægir Arnarson, Þóröur G. Ingvason á Subaru 1800. 15. Jóhann- es Óskarsson, Fylkir A. Jónsson á Honda Civic -BS Feögarnir Jón og Rúnar hafa fagnaö mörgum sigrum á síöustu árum en um helgina bættu þeir enn einum viö. Hér sjást þeir meö siguriaunin aö loknu erfiöu ralli,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.