Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
DV
Fréttir
Upptökur af símtölum Guðmundar I. Þóroddssonar í e-töflumálinu fyrir dómi:
Ég er forstjórinn
- notfærði sér óspart bágindi annarra — sótti sér tvo aðstoðarmenn inn á SÁÁ
„Ég er forstjórinn,“ heyrðist
m.a. spilað í símaupptöku flkni-
efnalögreglunnar í héraðsdómi I
gær þegar Guðmundur Ingi Þór-
oddsson var að útskýra fyrir ung-
um aðstoðarmönmun sínum
hvemig högum hans væri háttað í
innflutningi á e-töflum á seinni
hluta síðasta árs. Sigurður Gísli
Gíslason, sækjandi af hálfu lögregl-
unnar í Reykjavík, lét harðar
spurningar dynja á Guðmundi
Inga í gær, aðalsakborningnum í e-
töflumáli þar sem hann og 10 ung-
ir aðstoðarmenn hans, allt niður í
17 ára, eru ákærðir fyrir mismik-
inn þátt í innflutningi, dreifingu
og sölu á 3850 e-töflum.
I símaupptökunum kemur
einnig fram að Guðmundur Ingi
var að hefja sig á stall í monttón
með þvi að greina frá því að hann
væri að kaupa og staðgreiða BMW-
bíl og að hann stæði í blómlegum
e-töfluviðskiptum. Sakborningur-
inn reyndi að verjast sem mest
hann mátti.
Ósvífní og sannfæringa-
kraftur
Fyrir dómi í gær kom greinilega
fram hjá málflytjendum og meðá-
kærðu að Guðmundur Ingi var yf-
irleitt ósvífinn gagnvart sinum
Óttar Sveinsson
blaðamaður
ŒSMIí
ungu aðstoðarmönnum. Þannig
notfærði hann sér aðallega, eða
reyndi að notfæra sér bágindi
fjölda ungmenna - ungra pilta sem
voru ýmist á kafi I e-fíkniefna-
neyslu, voru í meðferð eða höfðu
verið í meðferð og ekki síst því að
þeir skulduðu peninga vegna
neyslu. Þannig sagðist hann ætla
að hjálpa þeim við að koma sér út
úr eigin vandamálum með því að
láta þá vinna fy
sig með einum
eða öðrum
hætti í e-
töflumálinu.
Guðmundur
Ingi bauð þess-
um ungu mönn-
um, oft og tíð-
um með miklum
sannfæringar-
krafti, að taka þátt
í afbrotum. Þetta
kemur væntanlega
ekki i veg fyrir
að dómar bíða
flestra ef ekki
allra þessara
pilta og ungu
manna enda
voru þeir
búnir að
flækja sig
i þann vef
sem lög-
reglan
fylgdist
náið
með
skeið.
Bankalán og
svik
Guðmundur Ingi
lét tvo unga menn verða
aðalverkfæri sín að inn-
flutningi á 3850 e-töflum.
Hann dvaldi með öðrum
þeirra í meðferð. Nokkru síðar,
þegar Guðmundur var kominn
út, hafði hann samband við þá
á sjúkrastöð SÁÁ en hvom í
sínu lagi. Hann vissi um
skuldir þeirra og bað þá um
að vinna fyrir sig „bauðst til
að hjálpa þeim“. Þegar þess-
ir tveir ungu menn komu
úr meðferð ákváðu þeir
hvor um sig að taka
bankalán til að
koma sér út úr
neysluskuld-
um. Guð-
mundur
bað um
að
hærri
lán
yrðu
tekin
en fyrir
skuld-
unum
einum.
Síðan
var leit-
að í for-
eldrahús
til að fá
uppá-
skriftir.
Pening-
arnir
voru síð-
an af-
hentir
Guð-
mundi
Inga
sem fór
til
Amster-
dam til
að kaupa
e-töflur.
Guðmund-
ur Ingi sagði
piltunum báðum
að hann ætlaði að
kaupa allt að 2000 e-töflur sem þeir
áttu að skipta með sér. Raunin var
hins vegar sú að hann keypti 3850
töflur, sendi pakka heim í DHL-
pósti og leyfði engum öðrum að
kíkja i umbúðirnar er aðstoðar-
menn komu með þær heim til
hans. Guðmundur Ingi lét hina síð-
an fá samtals hátt í tvö þúsund
töflur en sjálfur hélt hann afgang-
inum.
Menn telja að hér liggi nánast
ljóst fyrir að Guðmundur Ingi hafi
í raun lymskulega látið hina tvo
fjármagna eigin kaup en ekki látið
þá vita af þvi. Ekki nóg með það.
Hann lét ungu mennina tvo einnig
greiða sér 150 þúsund króna þókn-
un hvom - fyrir „greiðann“ að
fara til Amsterdam til að kaupa
efnin. Hinir greiddu báðir.
Meiri ósvífni
Fyrir dóminn i gær kom einnig
tvítugur maður sem svaraði öllum
spurningum skýrt og greinilega.
Hann kvaðst hafa verið í samkrulli
í rekstri með Guðmundi Inga síð-
astliðið haust. Þar sem Guðmund-
ur Ingi er gjaldþrota hafl hann lát-
ið sig skrifa upp á pappíra sem síð-
an leiddi til þess að fjárnámskrafa
upp á 400 þúsund krónur var gerð
á hendur honum. Hann vildi losa
sig út úr öllu tengdu Guðmundi
sem þrýsti mjög á hann um að
dreifa fyrir sig framangreindum 2
þúsund e-töflum. Ungi maðurinn
sagði Guðmund hafa fullvissað sig
um að hann yrði aldrei tekinn.
Hann sagði einnig fyrir dóminum í
gær að Guðmundur Ingi hefði hót-
að sér því að ef hann gerði þetta
ekki myndi hann ekki greiða um-
rædd 400 þúsund.
Réttarhöld í e-töflumálinu halda
áfram í dag.
Ungmennum neitað um tóbak í Videohöllinni:
Tóbakslausir unglingar
trylltust og brutu rúðu
Hópur unglinga sem kom í Video-
höllina í Lágmúla aðfaranótt sunnu-
dags og vildi kaupa sígarettur trylltist
þegar beðið var um skilríki vegna
kaupanna.
“Þeir komu inn í búðina 5 saman,
um 16 ára gamlir, og keyptu sér sæl-
gæti en vUdu síðan kaupa sígarettur,“
segir Kristmundur Magnússon, af-
greiðslumaður hjá VideohöUinni í
Lágmúla.
Kristmundur var að afgreiða þegar
hópur unglingspilta kom inn í búðina
og vUdi kaupa sígarettur.
“Ég bað þá um skUríki og þeir urðu
ævareiðir og köUuðu mig öUum Ulum
nöfnum. Þeir spurðu síðan mann við
hliðina á sér hvort hann vUdi kaupa
og hann spurði mig hvort það væri í
lagi en ég neitaði," segir hann.
Að sögn Kristmundar urðu piltarn-
ir þá ævareiðir og réðust á innan-
stokksmuni.
„Þeir spörkuðu niður skilti og
hrintu niður samlokunum áður en
þeir hentu út ruslatunnunni. Þegar ég
hljóp út til að ná i tunnuna spurðu
þeir mig hvort ég væri ekki örugglega
búinn klukkan 3 því þá ætluöu þeir að
koma aftur,“ segir hann.
Þeir stóðu við það og varð Krist-
mundur þeirra var um 10 mínútum
eftir 3 um nóttina. „Ég sá þá nokkra
hinum megin við götuna en einn
þeirra sá ég ekki fyrr en ég heyrði
mikinn skell en þá hafði hann hent
grjóthnuliungi inn um rúðu sem er
hjá barnaspólunum," segir hann.
Að sögn Kristmundar hljóp hann á
eftir piltunum en náði ekki til þeirra.
„Ég hef veit nokkum veginn hverjir
þeir eru en málið er í rannsókn lög-
reglunnar," segir Kristmundur.
Hann segir algengt að unglingar
bregðist illa við beiðni um skilríki
þegar þeir vilja kaupa sígarettur.
„Um 70 prósent þeirra verða bara
skömmustuleg en hinn hlutinn verður
reiður og hreytir jafnvel í mann blóts-
yrðum en stelpumar sem eru að af-
greiða lenda þó verst í þessu,“ segir
Kristmundur.
Aðspurður segir hann unglinga
ekki eina um að bregðast við með
dónaskap.
“Fullorðið fólk á það líka til að
garga á mann, til dæmis þegar það er
skuld á spólum, en við erum bara að
vinna okkar vinnu," segir Kristmund-
ur.
Kristmundur er hættur að vinna á
myndbandaleigunni og telur hann
ólíklegt að hann muni starfa aftur við
geirann: „Það er komið illa fram við
mann og þetta er mannskemmandi
vinna,“ segir hann.
Gunnar Már Andrésson, verslun-
arstjóri í Videohöllinni, var óhress
þegar DV hafði samband við hann og
sagði að þrátt fyrir að tryggingamar
bættu rúðuna væri þetta vandamál
sem ekki myndi linna.
„Það hafa komið hingað ungar
stúlkur á vegum Tóbaksvamanefndar
sem líta út fyrir að vera tvítugar og af-
greiðslufólkið hefur stundum slysast
til að selja þeim sígarettur og fyrir
það höfum við verið skammaðir. Nú
hins vegar fylgjum við öllum reglum
til hins ýtrasta sem hefur svo þessar
afleiðingar," segir Gunnar. -jtr
Fé til sambýla
Sambýli fyrir
þroskahefta á höf-
uðborgarsvæðinu
verða byggð á næst-
unni og hefur fé
verið tryggt svo
framkvæmdir geti
hafist. Þetta kom
fram á fundi Hall-
dórs Asgrímssonar utanríkisráð-
herra og foreldra þroskaheftra
bama í Reykjavík og nágrenni. Mbl.
greindi frá.
Hætt komin í koju
Sex ára stúlka var hætt komin i
efri koju í sumarbústað nú um
hvítasunnuhelgina. Hún rann í
svefni að öryggisgrind í kojunni og
skorðaðist þar með höfuðið milli
rimla og hékk á höfðinu. Eldri bróð-
ir hennar gat bjargað henni en litlu
mátti muna.
55% Ijúka námi
Samkvæmt nýrri
skýrslu mennta-
málaráðuneytisins
er brottfall úr ís-
lenskum framhalds-
skólum meira en í
nágrannalöndum
eða sem nemur 45
prósentum. Björn
Bjamason menntamálaráðherra
segir þetta engin ný tíðindi. Vísir.is
greindi frá.
Flugleiðir hætta akstri
Flugleiðir hafa ákveðið að hætta
akstri með farþega til og frá flugvél-
um. Þetta er gert vegna hótana um
aðgerðir verkalýðsfélaga. Félagið
telur sig engu að síður vera í fullum
rétti til að sinna akstrinum og segir
aðgerðir til að stöðva hann ólögleg-
ar. Vísir.is greindi frá.
Undanþága frá Sleipni?
Kristnihátíðarnefnd ætlar að
óska eftir undanþágu frá verkfalli
Sleipnis til fólksflutninga á Kristni-
hátíð helgina 1. og 2. júlí nk. Gert er
ráð fyrir að flytja 10 til 14 þúsund
manns í rútum þessa helgi, bæði þá
sem ætla að heimsækja hátíðina,
starfsmenn og þá sem koma fram.
Sleipnismenn segja réttinn til verk-
falls nú þegar hafa verið tekinn af
þeim með lögbanni Sýslumanns í
Reykjavík. RÚV greindi frá.
Vandlátari á störf
Að sögn Eyrúnar Maríu Rúnars-
dóttur, rekstrarstjóra Atvinnumið-
stöðvarinnar, skrá sig hjá þeim um
10 námsmenn á hverjum degi í júní-
mánuði sem eru í leit að sumar-
starfl. Eyrún sagði tölurnar svipað-
ar og á sama tíma í fyrra. í ljósi at-
vinnuástandsins verði þó að telja að
verulegur fjöldi námsmanna sé enn
að leita sér að sumarstarfi. Mbl.is
greindi frá.
Dyggðir og lestir
Niðurstöður könnunar á dyggð-
um og lestum íslendinga er það sem
fjallað verður um á Leiðarþingi
Framtíðarstofnunar, Biskupsstofu
og Reykjavíkurakademíunnar í
kvöld. Yfirskriftin er: Lífsviðhorf ís-
lendinga - trú og visindi í íslensku
samhengi. Dagur greindi frá.
Léleg laxveiði
Laxveiði hefur verið dræm það
sem af er sumri en laxveiðitímabilið
er nýhafið. Morgunblaðið greindi frá.
Mótmæla uppsögn Björns
Stjóm Verkalýðs-
félags Snæfellsbæj-
ar sendi í gærkvöld
frá sér fréttatil-
kynningu þar sem
hún lýsir yfir
megnri andstyggð á
dæmalausum
vinnubrögöum
meirihluta VMSÍ við að hrekja for-
mann sambandsins frá störfum.
Vísir.is greindi frá.