Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 Skoðun DV Heyrnardaufir þurfa líka athygli - Allir jafnir fyrir framan sjónvarpiö. Hvers eiga heyrnardaufir að gjalda? Spurning dagsins Hvað gerðirðu yfir hvítasunnuna? Sigurður Halldórsson verkamaður: Á eilífum þvælingi og í afslöppun. Jón Heiöar Daöason skrifstofumaður: Ég var aö útskrifast á laugardaginn frá Háskólanum á Akureyri og mikiö fjör. Guölaug Baldursdóttir skrifstofumaður: Var heima, vann og var aö stússast meö börnin. Sigrún Björg Ingþórsdóttir leikskólastjóri: Ég var í afsiöppun og fjallaferö í sumarbústaönum og þaö var ofsa- lega gaman. Erna Jóna Guömundsdóttir, 9 ára: Ég fór í glerkúluspiliö á laugardag og slappaöi svo bara af. Eymar Jónsson nemi: Ég var aö vinna úti í Viöey. Á. í. skrifar: Undanfama daga hefur verið um- ræða í fjölmiðlum um kjör heymar- lausra. Ég tek fram að innan minnar fjölskyldu er ekki heymarlaus ein- staklingur. Mér getur samt sem áður ekki annað en blöskrað hvað þessu fólki er mismunað í þjóðfélaginu. Aö það skuli einungis vera um 6 klukkustundum á ári úthlutað á ein- stakling i fjárframlögum til að geta notfært sér túlk ef á þarf að halda. Eins líka að Ríkissjónvarpið býð- ur einungis upp á einhverjar 10 mínútur á dag fyrir heymarlaust fólk. Hvað um bömin og hvemig stendur á því að ég sé aldrei tákn- málstúlkað bamaefni fyrir þá aðila sem notfæra sér þessa dagskrá? Ég get ekki ímyndað mér að heyrnar- Halldóra skrifar: Þaö hefur verið sagt frá því í fjöl- miðlum undanfarið að myndatöku- maður hafi tekiö myndir af pari í ást- arleik og sett þær á Netið og verið kærður fyrir. Það hefur reyndar komið í ljós að myndatökumaðurinn dreifði þeim ekki á Netinu, en það er annað mál. En er ekki verið að fara fram á að bakari verði hengdur fyrir smið í þessu máli? - Ég hefði haldið að það hafi verið þau sem vom að brjóta lög með athæfi sínu. Þú getur ekki gert hvað sem er á almannafæri þótt þú sért inni í bíl. Mér fmnst það ekki trúlegt sem konan hefur haldið fram, að þau hafi „Ég get ekki ímyndad mér ad heyrnarlaust barn hafi eins gaman af að horfa á bamaefni og böm sem heyra það sem verið að segja. “ laust barn hafi eins gaman af að horfa á barnaefni og börn sem heyra það sem verið er að segja. Með þessu er ég ekki að segja að heyrnarlaus börn hafi ekki gaman af bamaefni. Að sjálfsögðu á þessi rándýra ríkisrekna stofnun sem Ríkisútvarpið er alls ekki aö gera upp á milli þjóðfélagsþegna sinna. Mér finnst vera illa komið fram við þessa einstaklinga. Ég get líka vel „Menn hafa verið kcerðir fyrir að fletta sig klceðum. En hvað þá um að stunda kynlif á almannafœri?“ haldið að ekkert fólk væri þarna á þessum tíma (í hádeginu í miðri viku?). Þau leggja bílnum fyrir utan glugga á kaffistofu í stóra iðnaðar- húsnæði (eini glugginn á allri hlið- inni!) og athafna sig þar, þótt um- gangur hafi verið við húsið. Það læddist að mér sá grunur, eftir að ég heyrði í stúlkunni í morgunþættin- um Hvati og félagar á fm 957, að það hafi líka verið aðal„kikkið“. Þar seg- skilið að það sé hugsanlega of dýrt að hafa manneskju í því starfi að túlka á táknmál allt efni en það ætti hins vegar að vera lítið mál að vera með texta á efninu, og þá ekki ein- ungis á íslenskum kvikmyndum. Heymarlaust fólk langar alveg jafnmikið til að geta fylgt þræði myndar, nákvæmlega eins og við hin. Ekki bara að lesa af vörum það sem þau ná en geta síðan i eyðurnar. Ég hvet Ríkissjónvarpið til þess að vera frumkvöðull í þessa máli og að sjálfsögðu á Ríkissjónvarpið að vera fyrst til að bæta þetta. Auðvit- að væri hið besta mál að Stöð 2 og Skjár 1 fylgdu í kjölfarið. - Nú eða þá að vera fyrri til og koma til móts við hina heymardaufu einstaklinga þjóðarinnar með þeim hætti sem hér hefur verið rætt. ist hún vera smá „kinkí“ og að henni finnist svolítið spennandi að vera að þessu (að stunda kynlíf á almanna- færi?). - Og þar með viðurkennir hún sekt sína. Menn hafa verið kærðir fyrir að fletta sig klæðum. En hvað þá um að stunda kynlíf á almannafæri? Sam- bærilegt var þegar frægur leikari var handtekinn ásamt lagskonu sinni fyrir sams konar athæfi í Ameríku. Og nú sér stúlkan eftir öllu saman og talar um að búið sé að eyðileggja mannorð hennar. Hún sá nú alfarið um það sjálf að mínu mati, og hafði gaman af. Að lokum eitt enn: maður kennir ekki öðrum um skítinn i eig- in buxum. Ástarleikur á almannafæri Dagfarí Vér mótmælum þessu - flestallir... íþróttadeild Ríkissjónvarpsins hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg og er eiginlega vaxin for- eldrinu yflr höfuð. Það sem einu sinni var skemmtileg hliðardeild við fréttastofuna er nú gjörsamlega búið að taka öll völd á stofnuninni. Bjarni Fel þótti oft og tíðum sýna fádæmahörku fyrir sinn málstað er hann reyndi að ota fram sínu höfuðáhugamáli, sparkíþróttunum, á kostnað almennra frétta. Hann var kominn á gott skrið er Sjónvarpið klúðraði til allrar lukku samningum við Breta um ensku knattspyrnuna. Þar með missti „Rauða ljónið" sína helstu skrautfjöður og vörpuðu sparkíþróttaandstæðingar þá öndinni létt- ar. Enski boltinn fór yfir á Stöð tvö en það merki- lega gerðist að þar virðist minna bera á árekstrum íþrótta og frétta. Við missi enska boltans úr Sjónvarpinu héldu antisportistar uppranna gósentíð með fleiri fréttir og lengri fréttatíma. Það varð samt alls ekki raun- in. Ingólfur Hannesson, fyrram lærlingur Bjarna Fel, lærði sannarlega lexíumar sínar og þrátt fyr- ir að missa enska boltann tókst honum svo gott sem að útrýma almennum fréttum úr sjónvarpinu. Ef það er ekki Evrópukeppni i fótbolta eða hand- bolta, þá er heimsmeistarakeppni eða Ólympíu- leikar. Allt skal þetta látið i forgangsröð á besta útsendingartíma. Þó vitað sé að Bogi Ágústsson Ef það er ekki Evrópukeppni í fót- bolta eða handbolta, þá er heims- meistarakeppni eða Ólympíuleikar. Allt skal þetta látið í forgangsröð á besta útsendingartíma. hafi gaman af fótbolta í hófi, þá þykir Dagfara hlutskipti hans orðið æði aumkunarvert sem upp- fyllingardagskrárstjóri íþróttaþáttanna. Meintir unnendur þessa leikaraskapar með tuðrur og hvað það nú heitir allt saman standa nú með pálmann í höndum. Búið er að breyta Ríkis- sjónvarpinu í hreina íþróttarás þar sem venjuleg- ar fréttir era orðnar að innslagi upp á grin á milli iþróttaviðburða. Er því svo komið að venjulegt fólk, sem lengst að hefur verið sauðtryggir stuðn- ingsmenn Ríkisútvarps og Sjónvarps, er búið að fá gjörsamlega nóg. Það er búið að slökkva endan- lega á „Gufudraslinu" og hefur skipt alfarið yfir á Stöð tvö eða Skjá einn þar sem því er viðkomið. Eigendur Stöðvar tvö sáu þó sóma sinn í því að flytja megnið af íþróttunum yfir á sérstaka rás sem fólki er í sjálfs vald sett hvort það kaupir eða ekki. Þessu er ekki að heilsa hjá ríkisstöðinni. Eft- ir sitja allir sjónvarpsnotendur með kostnaðinn vegna ríkisstöðvanna. Svo er t.d. gamalt fólk í afskekktum byggðum, þar sem ekkert er í boði nema gamla Gufan. Þaö er þvingað tU, með gjömingi Alþingis, að borga fyrir endalausar sparkíþróttir hvort sem því líkar þaö betur eða verr. Á sama tíma er fostum þáttum eins og fréttum kastað til hliðar svo engin leið er lengur að stóla á dagskrána, ekki einu sinni veðr- ið, og heyannir fram undan. Vér mótmælum þessu - flestallir... Ingibjörg Sólrún borgarstjóri - Nokkur sundtök i volgrunni nægja ekki. Ingibjörg efni sundloforðið Gylfi skrifar: Mönnum er það enn í fersku minni er Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri hét því að synda yfir Nauthólsvíkina. Nú er komið babb í bátinn, hún er að draga loforðið til baka með því að ætla að taka fáein sundtök í nýrri volgru sem búið er að útbúa fyrir hana og aðra á svæð- inu við Nauthólsvíkina. Þetta er nú loforð í lagi, eða hitt þó heldur! Ingi- björg Sólrún verður að gera betur en þetta ef hún ætlar að höfða tfl borgarbúa með loforðunum fyrir næstu borgarstjómarkosningar. Ósvífni Sleipnis- manna Fanney Halldðrsdóttir skrifar: Ég get ekki orða bundist yfir ósvífninni í þeim félagsmönnum Sleipnis sem eru að keyra þrátt fyr- ir verkfall. Það væri fróðlegt að vita hvort hinir sömu hafi nokkum tím- ann þurft að leita tU stéttarfélags síns með einhver mál, þegar þeir töldu vinnuveitendur vera að hlunnfara sig, og sjálfsagt fengið leiðréttingu mála sinna með hjálp félagsins? Sé svo, fmnst mér þessir menn ósamkvæmir sjálfum sér, að vinna í verkfallinu og fá laun en láta aðra félagsmenn um það að vera launalausa, berjast og hafa fyr- ir því að fá betri kjör. Er þessu verkfaUi lýkur þá taka hinir sömu menn feginshendi viö þeirri launa- hækkun ásamt svo ýmsu öðru sem að kemst í gegn í þessum kjaravið- ræðum. Lesi einhver þeirra þetta bendi ég þeim á að þeir hafa ekkert lagt tU málanna, hafist eitthvað í gegn, hvað svo sem það verður. Skemmtiferðaskipin streyma að Þaö er af sem áöur var - fyrir íslendinga. Meö skipi frá Reykjavík Ármann skrifar: Nú eru skemmtiferðaskipin að koma tU Reykjavíkur hvert á eftir öðru. Það er sárt að sjá þessi glæsi- legu fley og farþegana í veUysting- um og geta ekki fengið far með svona skipum héðan frá sama stað. Það er af sem áður var þegar GuU- foss, Dronning Alexandrine, Hekla og Esja, aUt farþegaskip sem buðu upp á ferðir ýmist til útlanda eða í kringum landið - og aUtaf farið frá þeim sama stað og skemmtiferða- skipin liggja nú. Ég skora á þá aðila sem hafa með þessi skip að gera að gefa okkur kost á að fara með skip- unum héðan þegar og ef laust pláss er. Þetta mætti auglýsa jafnóðum eða nokkrum dögum áöur. Margir myndu slá tU og kaupa sér far. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.